Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Kvótaskipting fiskafla 6.— eftir Björn Dagbjartsson Það er óhætt að segja, að um fátt er meira rætt í þjóðfélaginu þessa dagana en samþykktir Fiskiþings og stjórnar LÍÚ um að tekin skuli upp kvótaskipting á fiskafla allra fiskiskipa stærri en 12 tonn. Umræðan hefur magnast við það að sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afla lagaheimilda til að fram- kvæma þennan vilja hagsmunaað- ilanna. Mörgum hefur orðið það þyrnir í augum að ráðherra fái með þessum lagabreytingum óeðlilega mikið vald til að deila og drottna yfir þessum þýðingar- mesta atvinnuvegi okkar. Ekki skal lagt á það mat hér hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt vald í þessum efnum, en aðeins bent á það að ráðherrann hefur haft geysivíðtækt vald til að stjórna fiskveiðum. Viðbótin sem felst í frumvarpinu er ekki mikil, ef menn vildu bera það saman við gömlu lögin, og þó sérstaklega þær reglugerðir sem verið hafa í gildi. Auðvitað er æskilegast að atvinnuvegirnir séu látnir afskiptalausir af ríkisvaldinu. Það bara gengur ekki alltaf og sjávar- útvegurinn hefur beðið um flestar stjórnunaraðgerðir ráðherrans og biður nú um þessa lagasetningu. Það má ekki týnast í þessari um- ræðu að nú er veiðum á ioðnu, síld, humri, rækju og skelfiski kvóta- skipt, eða úthlutað með sérstökum leyfum, og það er næsta ólíklegt að menn vilji hverfa frá því aftur. Það má heldur ekki gleymast að nágrannar okkar, Norðmenn, Færeyingar og Kanadamenn, hafa mjög víðtæk kvótakerfi í gangi í sínum fiskveiðum. Þessar þjóðir hafa heldur ekki fundið neitt heppi- legra kerfi til að halda afla innan þeirra marka, sem flskstofnar hafa verið taldir þola. Ókostir kvótakerfis Það er öllum ljóst, að kvótakerf- ið hefur sína stóru galla. Það er sama hvort menn hugsa sér skipt- ingu afla á skip eftir frammistöðu (t.d. 3ja ára meðalafla), eftir stærð skipa og búnaði, eða jafnt á hvert skip; hvort afla er skipt eftir mönnum (skipstjórum), fyrirtækj- um eða landshlutum, eða veiði- réttindi seld eftir einhverjum öðr- um reglum. Þetta eru neyðarúrræði, sem gripið er til þegar flskstofnar þola greinilega ekki ásóknina og frjálsar veiðar mundu fyrirsjáanlega tortíma stofnunum. „Fyrir utan það að vera skásta aðferðin til að halda afla innan fyrir- fram ákveðinna marka, og eitt allra besta varn- arkerfið gegn stækkun fiskveiðiflota, hefur kvótakerfið ýmsa kosti umfram það sem við höfum búið við hingað til. Tilkostnaður hlýtur að minnka hjá útgerð, ef menn ráða því hvenær og með hvaða hætti þeir taka þann afla sem þeim er ætlaður.“ Það er sjaldnast gripið til kvótaskiptingar fyrr en menn hafa gefist upp á öðrum stjórnun- araðgerðum. Alvarlegasti gallinn á kvóta- kerfi er kannski sá að erfitt er að finna réttlátar reglur til að út- hluta eftir. Feikileg óánægja verð- ur óhjákvæmilegur fylgifiskur út- hlutunar. Eftirlit og útreikningar eru mannfrekir og tímafrekir. Þá er það fundið kvótakerfinu til for- áttu, að það dæmi menn í tap- rekstur, menn séu sviptir voninni og lönguninni til að bjarga sér og vinna bug á erfiðleikunum með dugnaði og harðfylgi. Sjómennsk- an verður áfram erfið og hættuleg, en minna eftirsótt, þar sem hagn- aðarvonin og eftirvæntingin er úr sögunni. Þá hefur verið bent á það að verðmætamat muni raskast; bæði að t.d. skip með kvóta muni verðlögð eftir kvótanum, en ekki raunverulegum verðmætum, braskað verði með kvóta og að ein- göngu fjársterkir aðilar geti þrif- ist. Þá verði t.d. smáfiski og dauð- um netafiski hent enn frekar en nú, þar sem menn eyði ekki kvót- anum nema á verðmesta fisk af skömmtuðum tegundum. Allir þessir gallar og jafnvel fleiri hafa við einhver rök að styðjast. Kostirnir Fyrir utan það að vera skásta aðferðin til að halda afla innan fyrirfram ákveðinna marka, og eitt allra besta varnarkerfið gegn stækkun fiskveidiflota, hefur kvótakerfið ýmsa kosti umfram Björn Dagbjartsson það sem við höfum búið við hingað til. Tilkostnaður hlýtur að minnka hjá útgerð, ef menn ráða því hvenær og með hvaða hætti þeir taka þann afla sem þeim er ætlaður. Útgerðarfé- lög, sem eiga mörg skip, geta hag- rætt því hvaða tegundir eru veidd- ar af hverju skipi, og jafnvel lagt eldri og lélegri skipum. Það sem sumir telja ókost, að skip verði seld eingöngu vegna kvótans, mun væntanlega leiða til minnkunar flotans, og varla getur neinn haft á móti því. Þá mun takmarkað aflamagn stuðla að betri aflameðferð þar sem tekjurnar ráðast nú enn meira af gæðum og svo aukaafla og aukaafurðum (hrognum, lifur) sem ekki tilheyra kvóta. Þetta skipulag ætti að geta leitt til betri samræmingar veiða og vinnslu, þar sem kappið við að missa af „hrotunni" minnkar. Fiskvinnslan fær betri tíma til að vinna t.d. þorskinn í verðmætustu afurðir og seljendur geta byggt sína starfsemi á þekktum forsend- um um afla. Flestir telja, að þó að kvótakerfi krefjist e.t.v. einhvers aukins vinnuálags hjá stjórnvöldum, muni útgerðarmenn og skipstjórar skipuleggja sín vinnubrögð af miklu meiri yfirvegun og hagsýni. Og síðast en ekki síst er að telja það, að þegar í óefni er komið, eins og hjá okkur, þá er þetta leiðin sem flestir í greininni geta sætt sig við nú, þó að aldrei verði sam- staðan algjör. Hér hefur verið miðað við kvótakerfi (eða aflamark) eins og lagt var til á Fiskiþingi. Það kerfi ber það í sér að ákvörðun verður að taka nokkuð skyndilega. Ann- ars byrjar kapphlaupið um að bæta sína frammistöðu, hækka sitt meðaltal með allri þeirri eyðslu, sóun og illri meðferð afla sem því kappi getur fylgt. Þegar ákvörðun hefur verið tekin er mik- ið verk eftir við að finna úthlutun- arreglur og meta undanþágur. Eft- ir að þær ákvarðanir hafa verið gefn- ar út má ekki sýna neina undan- látssemi. Björn Dagbjartsson er forstjóri Kannsóknarstofnunar fiskidnaöar- ins. „Reyklaus sýning“ á Kjar- valsstöðum SÝNING á hluta innsendra mynda í sam- keppni Reykingavarnarnefndar, sem efnt var til á síðastliðnu ári, var haldin á Kjarvalsstöðum nú fyrir skemmstu. Sýningin var aðeins opin í fimm daga, en síðan var skólabörnum boðið að koma á sýninguna í tvo daga. Þegar Friðþjófur Helgason tók þessa mynd, var þriðji bekk- ur SJ úr Langholtsskóla staddur á Kjar- valsstöðum, ásamt teiknikennara sínum, Önnu Leplar. Þorvarður Örnólfsson, framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélagsins, sagði að á þriðja þúsund myndir og myndasögur hefðu borist í samkeppnina og hefði hin mikla vitneskja barnanna um skaðsemi reykinga komið sér mikið á óvart, svo og hin mikla fjölbreytni, sem gætti í myndun- um. Þorvarður gat þess að lokum, að eftir áramót færi hluti sýningarinnar til Akur- eyrar og myndi Æskulýðsráð Akureyrar setja upp sýningu á nýja árinu. TVÆR ATHYGLISVERÐAR RÆKUR FRÁ SKÁLHOLTI Af hverju, afi? eftir dr. Sigurbjörn Einarsson Hvað er þetta meinvill í myrkr- unum lá, afi? Af hverju fæddist Jesú í jötu? Af hverju, afi? í þessari bók talar afinn, Sigur- björn Einarsson biskup, við börn í jólahug og svarar spurn- ingum þeirra með slíkri hlýju, glettni og visku að allir geta notið þess, á hvaða aldri sem er. Elisabet Kiibler-Ross Er dauðinn kveður dyra í þýöingu Björns Jónssonar. Nauösynleg öllum er fræöast vilja um líf og dauöa. Viötöl og samtöl viö lækna, presta, deyjandi fólk og aö- standendur. Bókin hefur hlotiö frægð um allan heim vegna þess aö höfundur braut „samsæri þagnarinnar er áöur um- lukti deildir dauövona sjúklinga.“ Útgáfan SKÁLHOLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.