Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 ,, longu búinn cÁ gjeymö. Hufcxis er cprr\o.\X , en ég ^ield eg sé eittKi/c£> / lcrinvgum Í2. • " Með morgunkaffinu Vildi óska þess að þú læsir blöðin eins og aðrir menn. Fyrir alla muni — gakktu í bæinn. Skiptir ekki máli hver þú ert. HÖGNI HREKKVISI „Fjórtán aukalög“ Sigurður Dementz Franzson skrifar: Þegar ég var að lesa DV þann 21. nóvember sl., rak ég augun í yfirskrift greinar, sem með stóru letri bar heitið: fjórtán aakalög og til hliðar var mynd af Kristjáni Jóhannssyni. Andartak varð ég sem þrumu lostinn og hugsaði: „Guð minn góður, er Kiddi orðinn snarvitlaus að syngja fjórtán aukalög eftir heilan konsert?" Það væri jú heimsmet hjá söngvara. Eftir að hafa lesið áfram, skildi ég, að ekki var verið að tala um aukalög á tónleikum, heldur plötu þá, sem „Veröld" gaf út með söng Kristjáns Jóhannssonar og lengi hafði verið beðið eftir. Eftir að hafa tvílesið greinina, sem átti að vera gagnrýni á tón- listarsviði hjá trompetleikaranum og „dipl. musik-therapeut" EM, lét ég blaðið síga, féll þunglega aftur á bak í stólinn og endurtók í sí- fellu í huganum setningu eftir setningu, eins og jórtrandi naut- gripur, svo undrandi varð ég. Svo dæmi sé nefnt: „Þegar stór- söngvarar hafa fengið nóg af að syngja eilíflega ópus-músík og annað þungmeti, bregða þeir oft á það fangaráð að slá öllu upp í glens og hljóðrita samsafn af léttu efni. Gjarnan aukalagasafnið, sem þeir hafa átt í pokahorninu til að létta á yfirþrýstingnum eftir allan ópusrembinginn." Nú spyr ég: Getur „stórsöngv- ari“ nokkurn tíma fengið nóg af nokkurs konar ópus-músík? (Til almenns fróðleiks skal upplýst, að EM meinar með þessu orði óperu- músík, klassískan ljóðasöng, aríur, kantötur o.s.frv.) Er t.d. hægt að huga sér að Louis Armstrong hefði nokkurn tíma fengið nóg af jazzmúsík, eða þá Bing Crosby eða Benny Good- man? Annað, sem stakk mig óþægi- lega var orðið „ópusrembingur“. Þetta orð vakti m.a. upp í huga mér hugsanir um náðhús og konu í barnsnauð. í þessu sambandi er örugglega hægt að finna þokka- legra orð. Mér finnast þessi EM- sku lýsingarorð afar dónaleg. EM heldur áfram og segir: „Ein hljómplata af umgetinni tegund er nú komin út með söng Kristjáns Jóhannssonar." Já, hvers vegna ekki plata með „stórsöngvara" okkar KJ, sem í þessari gagnrýni er svo miskunnarlaust nídd niður? Hefur EM aldrei hlýtt á plötur „af umgetinni tegund", t.d. með Car- uso, Gigli, DiStefano, Fritz Wund- FJÓRTAN AUKALOG F.iwi ' .,w*Mr VmI rr nds« arcral jip/.AlrKu"‘ c^*'**' **'»•« — .«..«» .ini.xla UUMtoW ” "***" ,m hirwr si.wUilf1í»-tu .«**.»■«• Lslrnxku lo«u.ium þ»r "'ni »• ,|*iiu ahrtfarka beilimiu hluwranna IU »# bywu» uppJwpunMin" ■ I ’)»f >r h»/» Irnidft no« |*«a .« ..n»trum«nU- I. þnr uft a pa* Symphony er UMaaoéur j* raunar _____ /mlu upp . «>«"» •* þallur pWunnar MuUlnU satmaln af IHIu elm l.jam- ’l- N.ðurroöun l«(ann» a plotunni er _..! .iiihaUcasalnið sm. þr.r h»ía all . rmtor ll»«n«lija. Hrlt ««. <* þurrfc- Íð'o/^íli i*ulal'.ð. pl.»unnar erju Kre>l)a..» J>*»nn»> smn. syn.r hann hrr rodd Iwm. Iwíur F* ton. iruar eklu »a»l ,te*^ hrdmn af þv» hvemw hann hrufcar hana KnMjto helur tamrf »a þ»nn *iT a« renn. t* Ijo. AunKs IU halllom Ió«*ri4u aft hverjum I6nl »em Imgur lyrlr crfan n.iAju 0« jalnvel þar lynr neðar. Ifka Auk peu h*Oir honum t.l að han«» nrðan > lonuium Hann a jmð bka ld »* klemma. *rslakle«. el ham ,yn«»r vcikl. h*ðtnn. f'.n Kratþn er siður en ______ ybrþo*- rlnr allan opuareinbiniiinn I. jör*ða stulta hvelli. ineð u.nb>««Aun. hapunklum. bv«ia “PP abKandi n: kun.in Jt með son« Kr«lján» »r jVirðnl a xg&ssi* sggssss uin. . hljomaveil M blasarl .1 þv. UlP v*n ekki inetinn lil mar«ra ft»ka t* hrt alist upp vi* Þ»* »* hin" hr,“"loW' sr ekkl l.ður keppAefk M>n«vr — hl)oðl*rale.k»r»n» Fyrir me ia son«n.al. ekkerl annaði af sokun lyrir þvi að lynnja e* Umbuðimar um plöluna IKa vel ul v.ð lyrstu sýr. akrcyttx ..Ustrmum" hosmyndum Zae Domm». «» «r» prxar nanar er sfcuðað dammrrðar • fjorian auka erlich, Placido Domingo (My life for a song) eða plöturnar fjórar með 46 léttum lögum sungnum af José Carreras? Allir þessir menn og miklu fleiri hafa orðið heims- frægir af „ópusrembingi“. Ættum við ekki frekar að vera þakklát öllu því fólki, sem léttir okkur nútmafólki streiturembing- inn með list sinni? „De gustibus non est disputandum", sögðu Rómverjar til forna. Það þýðir: Um smekk deilum við ekki. Mér finnst t.d. algjört lostæti að fá kæstan hákarl, signa grásleppu eða hvítlauk, sem aðrir þola e.t.v. ekki einu sinni lyktina af. Það er trúlega erfitt að gera öll- um til hæfis, en greinilega fellur umrædd plata ekki að smekk EM. „Niðurröðun laganna á plötunni er einber flatneskja. Rétt eins og þurrkuðum súpujurtum sé kastað út í pott“, segir EM. Ekki geðjast honum heldur að uppbyggingu plötunnar. Það eina, sem er við- bjargandi, eru útsetningar og leik- ur Sinfóníuhljómsveitar Lundúna. Með öðrum orðum: Ramminn er í lagi, en ekki myndin sjálf. Svo á þetta að kallast gagnrýni. Þetta er alltof einhliða og þröngsýn um- fjöllun. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fyrstu áhrif eru hin áhrifamestu. Svo við höldum okkur við mataruppskriftir (þ.e. súpujurtirnar í pottinum) hvað er þá rangt við það að fá framreitt á glæsilegan hátt í forrétt „0 sole mio“ og „Catari“ á fyrstu hlið plötunnar? Hjá sælkerum er aðal- réttur matseðilsins hápunktur máltíðarinnar. í aðalrétt býður KJ upp á íslensk lög eins og „Hamra- borgina“ á annarri plötuhlið. f eft- irrétt má nefna: „Maria Mari“. Svo haldið sé áfram með „súpu- pottirm" þá hlýtur hann að inni- halda alveg frábæra súpu, sem milli fimm og sex þúsund manns hafa þegar neytt, enn fleiri bragð- að og miklu fleiri vilja smakka á. Auðvitað þurfti hin EM-ska gagnrýni líka að rífa niður rödd og söngtækni „stórsöngvarans". Ég er í hópi þeirra fjölmörgu fslendinga, sem af einlægni hafa fagnað hinum nýja íslenska tenór, bæði í óperu og á tónleikum, með því að rísa á fætur og hylla hann með mikilli „bravo plaudite" (klappaði). Við vitum öll að leiðin á tindinn er ótrúlega erfið. Við vitum einn- ig, að sé leitað með stækkunar- gleri, má alltaf finna veikan punkt hér eða þar. En maður kastar samt ekki út í hafsauga öllu því góða eins og gert er í hinni Em-sku gagnrýni. Starf gagnrýnanda er örugglega enginn dans á rósum, sérstaklega ekki starf tónlistargagnrýnanda. Auk yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu þarf gagnrýnandi að vera auðugur af skilningi og mannlegum tilfinningum. Gagn- rýnandi á að beita svörtum eða hvítum penna sínum af réttsýni og hreinlyndi, án fyrirfram mótaðs viðhorfs og klíkuskapar.“ Er það kristilegt að gera grín að bless- uðum prestunum okkar? ,SvO HAKiN ER KOMlNN í AOQL^SlNGA- Bransann.'" Kona skrifar: „Velvakandi! Hvernig er því háttað með bókaútgáfuna Salt? Ætlar hún að halda áfram að selja þessa skopbók um presta þrátt fyrir tilmæli sr. Halldórs Gröndal um að þeir hættu að augiýsa og selja bókina? Mér hefur skilist að þessi bókaútgáfa kalli sig kristilega. Er það kristilegt að gera grín að biessuðum prestunum okkar? Bókin er þar að auki auglýst á ósmekklegan hátt þar sem prest- urinn er látinn auglýsa hana. Hvaða tilgangi á þetta að þjóna? Á að auðgast á sölu þessarar bókar á kostnað prestanna í landinu? Nú skora ég á útgáfuna að hætta sölu á þessari bók og að hún taki tilmælum séra Hall- dórs, því bókin hlýtur að vera skaðleg, fyrst hann er á móti henni. Gaman væri að heyra í fleirum um þetta mál, því ég veit að margir eru á sama máli og ég.“ Skrifið eða hringið Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Einhver sagði: Ég vill fara. Rétt væri: Eg vil fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.