Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Ingólfur á Hellu Bókmenntir Erlendur Jónsson Píll Líndal: INGÓLFUR Á HELLU. II. 320 bls. Fjölnir. Reykjavík, 1983. Fyrra bindi endurminninga Ing- ólfs á Hellu, sem út kom fyrir ári, vakti verðskuldaða athygli. Ingólf- ur er í hópi þeirra sem lengst hafa setið á Alþingi og lengst verið ráðherra. Hann var jafnan í for- ystuliði Sjálfstæðisflokksins; og oft í forsvari fyrir flokkinn, t.d. í fjölmiðlum. Hann var þingmaður Rangæinga hátt í tvo áratugi áður en Rangárvallasýsla gekk inn í Suðurlandskjördæmi. Þingmenn töldu sér þá skylt að vaka yfir vel- ferð síns kjördæmis og hafa beint og persónulegt samband við kjós- endur. Enginn hefði enst til slíks einungis til að halda utan um at- kvæðin þó það hafi náttúrlega ver- ið með í dæminu. Þingmaður varð að hafa áhuga á lífsbaráttu síns fólks. Og þann áhuga hafði Ingólf- ur í ríkum mæli. Nú er kynslóð Ingólfs á Hellu búin að draga sig í hlé. Hún stóð í ströngu. Því er margs að minnast þegar horft er um öxl. Ingólfur ræðir fyrst nokkuð al- mennt um endurminningar og segir þá meðal annars: »Mjög oft verður þess vart, að lagður er mælikvarði líðandi stundar á gerðir fyrri tíðar manna. Þetta er mjög óeðlilegt og raunar ósann- gjarnt. ófyrirsjáanleg þróun mála hefur oft valdið því, að skoðun eða stefna, sem virðist hafa verið rétt í sjálfu sér, þegar hún var mótuð eða ákveðin, hefur ekki staðizt tímans raun.« Þetta seinna bindi hefst annars á því herrans ári 1959 en þá var síðast kosið eftir gömlu kjör- dæmaskipuninni. Miklar deilur urðu um kjördæmabreytinguna. Framsóknarmenn börðust á móti, enda sýnt að þeir mundu tapa á breytingunni. I fámennum sýslum voru fleiri uggandi. Til dæmis læt- ur Ingólfur að því liggja að Skaft- fellingar hafi horft fram á breyt- inguna með nokkrum ugg. En fram náði kjördæmabreytingin, enda studd af þrem flokkum. Síðan hófst viðreisnáráratugur- inn. Viðskilnaður vinstri stjórnar- innar 1956—58 var ömurlegur. Ingólfur telur »að aðalmeinið hjá vinstri stjórninni hafi verið það, að hún hafi aldrei þorað að horf- ast í augu við staðreyndir.« En nú mynduðu sjálfstæðis- menn viðreisnarstjórnina með vinstri flokki — Alþýðuflokknum. »Það gekk furðuvel,* segir Ingólf- ur, »og hefði einhvern tíma þótt fyrirsögn, að þessir flokkar gætu sameinazt um svo víðtækar að- gerðir í frjálsræðisátt sem raun bar vitni.« Viðreisnarstjórnin sat að völdum til 1971 en féll þá vegna þess að Alþýðuflokkurinn stórtap- aði í kosningum. Ingólfur vann að mörgum mál- um á Alþingi og í ríkisstjórn, en mest þó að landbúnaðarmálum, enda landbúnaðarráðherra. Hann segir að margir hafi þá spurt sig að því hvort ekki væri gaman að vera ráðherra. Spurningunni hafi hann svarað játandi að því leyti að ráðherra sé í aðstöðu til að koma fram málum sem honum séu hug- fólgin. Hins vegar séu störfin svo mikil og margvísleg að ráðherra eigi næstum aldrei fri. Mikill tími fari í viðtöl og fundi, auk þess sem ráðherra þurfi oft að koma fram við opinberar athafnir og krefjist það síns undirbúnings. Á eftir viðreisnaráratugnum kom framsóknaráratugurinn. Þó sitthvað hafi þá horft til framfara einkenndist hann af upplausn og ringulreið, meðal annars af sundr- ungu innan sjálfra stjórnmála- flokkanna. Fékk Sjálfstæðisflokk- urinn að kenna á því ekki síður en aðrir flokkar. Þegar Ingólfur hætti þingmennsku sauð svo upp úr í kjördæmi hans að sjálfstæð- ismenn gátu ekki sameinast um einn lista og buðu fram tvo. Ing- ólfur rifjar það upp undir fyrir- sögninni »Geigvænlegur þver- brestur*. Þetta seinna bindi endurminn- inga Ingólfs Jónssonar er að lang- mestu leyti stjórnmálasaga. Engu að síður er sú saga persónuleg. Þarna er samtvinnuð saga manns og málefna. Sögumaður stendur alltaf sjálfur i sviðsljósinu. Og undir lokin tekur hann upp léttara hjal eins og menn gera gjarnan að loknum löngum starfsdegi. Meðal annars rifjar hann þá upp nokkra drauma undir fyrirsögninni »Ekki er mark að draumum*. Þrátt fyrir það má segja að stóri draumur Ingólfs á Hellu hafi ræst — að þjóna til farsældar ættjörð sinni og átthögum. Nokkuð virðist bók þessi hafa verið hraðunnin, enda seint á ferð. Um útlitið get ég því miður ekki dæmt af eintaki því sem mér barst í hendur. Tími til prófarkalestrar virðist hafa verið í knappasta lagi. Á myrkri stundu Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir J.C. Jersild: Eftir flóðið Njörður P. Njarðvík íslenzkaöi Útg. Mál og menning 1983. Það er nöturleg saga sem Jers- ild segir í þessari bók sinni. Hún gerist nokkrum áratugum eftir kjarnorkustríð, siðmenningin er liðin undir lok, að ekki sé nú bara minnst á þjóðfélögin. I staðinn I ríkir villimennska, hatur, ótti og glæpir. Aðalpersónan fæðist að vísu um það bil er stríðinu lýkur j og er á fertugsaldri í því „mannfé- j lagi“ sem eftir stendur. Auðunn, aðalpersóna, virðist lengst af hafa verið hjásvæfill skipstjóra sem hefur herjað á strandfólk. Hann þekkir ekki annað líf en það sem hann lifir nú, andstætt við félaga sína, sem allir voru aðilar að því sem hvarf í sprengingunni. Bókin lýsir síðan för Auðuns um þennan grimma heim karlmennskunnar, þar sem engin siðaboð þrífast, þar sem hver von er jafnharðan slökkt, þar sem kærleikurinn skal aldrei fá að þrífast á ný. Maðurinn hefur spillt náttúrunni og fær að gjalda þess, hann á sér ekki lengur lífsvon í þessum umturnaða heimi. J.C. Jersild hefur hér skrifað bók sem er ógnvekjandi og hvetur eða öllu heldur krefur lesandann til umhugsunar. Sumir gætu sagt þessa bók örgustu bölsýni sem eigi ekki rétt á sér. En Jersild er að segja lesanda sínum, að ef það verði kjarnorkustríð, getum við ekki snúið aftur til þeirra þjóðfé- laga, laga, reglna, siðaboða, til- finninga o.s.frv. o.s.frv. sem mað- urinn hefur verið að þróa frá upp- hafi vega. Ég minntist á það í umsögn um aðra bók fyrir nokkru, að höfund- ar, einkum á Norðurlöndum, hafa gert töluvert af því að skrifa bæk- ur, sem margar hafa vakið athygli um hvað gerist fyrstu dagana og vikurnar eftir að kjarnorkustríð hefst/lýkur. Ég man í fljótu bragði ekki eftir neinni sem er á þessu plani og efnistökin jafn snilldarleg og hér. Þýðing Njarðar Njarðvík er snilldarlega gerð. Eiginlega ekki meira um það að segja. Vonandi að orðið haldi enn merkingu sinni. Heilabrot Bókmenntir Siguröur Haukur Guöjónsson HEILABROT fyrir fólk á öllum aldri Carl-Otto Johensen tók saman. Guðni Kolbeinsson þýddi og stað- færði. Arne Hansen myndskreytti. Prentverk: Oddi hf. Utgefandi: Vaka, bókaforlag. Þetta er ein tómstundabókanna frá Vöku. Þær fyrri hafa vakið verðskuldaða athygli, orðið vinir fjölda margra sem gaman hafa af að spreyta sig á þrautum hugans. Hér kemur ein til, þyngri að vísu en hinar fyrri, en leiðir þá líka lesandann til hærri þroska. Hún er bráðskemmtilega úr garði gerð, með skopmyndum á hverri síðu, gerðar af snilli eins og dönskum er einum lagið. Já, þrautirnar eru margar þungar, það er rétt, en því skemmtilegra er að fást við þær, og gefist lesandinn upp, þá er ekki annað en leita svarsins og læra lausnina. Sá, sem kann svörin við þrautunum öllum, 185, telst til þeirra er fróðir eru, og hver vill ekki að aðrir álíti sig slíkan. Sjálfsagt væri ráðlegt fyrir fólk að eiga þessa bók í laumi, fræðast af henni, því að þess mun ekki langt að bíða, að fólk taki að slá um sig með þrautum af síðum hennar, og ergilegt að standa þá algjörlega á gati. Það er kostur þessarar bókar, auk fróðleiksins, að þrautirnar eru skemmtilega sagðar, svo það ætti fyrir fáum að vefjast við hvað er átt. Þýðing Guðna er meistaraleg, tungutak Danans svo þurrkað út, að ætla mætti að þrautirnar væru hugsmíðar norðan úr Þingeyjar- sýslu. Til að sýna þér betur, hvað ég er að reyna að tjá með orðum, gríp ég til bókarinnar sjálfrar. Þökk til Vöku fyrir frábæra bók, fróðleiks og skemmtunar. í fínu formi Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Illugi Jökulsson/ Stuðmenn: Draumur okkar beggja 138 bls. Bjarmaland/ Iðunn Þetta er Stuðmannabókin. Hún er stór og litskrúðug. Hún er svona um það bil í Tinna- bóka-broti og varla nokkur svart-hvít blaðsíða í henni. Að fletta henni er eins og að skoða hljómplöturekka þar sem hvert ægismarta albúmið rekur annað. Þeir sem bera mesta ábyrgð á þeirri veigamiklu hlið mála eru Kristján E. Karlsson, Guðjón Ketilsson og Tómas Jónsson og er þeirra framlag glæsilegt en á stöku siað ber þó myndin text- ann ofurliði þannig að örðugt reynist að stauta sig fram úr honum í litakófinu. En maður lætur sig þó ekki muna um það, því hann er stórskemmtilegur. Ég las þessa bók í einni lotu og hafði mikið gaman af. Ég geri að vísu ráð fyrir að aldur og fyrri störf lesanda skipti hér nokkru máli og ekki er ég viss um að fulltrúum eldri kynslóðarinnar þyki hér mjög feitan gölt að flá. Hér er sem sé komin ævisaga Stuðmanna, nokkurra alþýðu- tónlistarmanna um þrítugt, sem getið hafa sér gott orð sem múskíkantar og skemmtikraftar. Menn þessir eru Ásgeir Óskars- son, Egill Ólafsson, Jakob Magn- ússon, Tómas M. Tómasson, Yalgeir Guðjónsson og Þórður Árnason. Auk þeirra koma svo ótalmargir aðrir við sögu í mis- miklum mæli og skal einn nefnd- ur hér. Það er Sigurður Bjóla Garðarsson. í bókinni er því lýst hvernig piltar þessir, allir frá góðum heimilum, ánetjuðust rokki og bítli á barnsaldri og lögðu út á hálan ís skemmtanaiðnaðarins, — settust við brennivínslækinn —, eins og roskinn alþýðumúsík- ant sagði einu sinni á óhemju björtum og þurrum sunnudegi. Slóð þessara pilta er rakin í gegnum frumskóg þekktra og óþekktra hljómsveita og koma þar fyrir mörg nöfn sem koma kunnuglega fyrir sjónir þótt langt sé nú liðið síðan þau kom- ust síðast á þrykk á skemmtana- síðum blaðanna; Pops, Rifsberja, Paradís, Spilverk Þjóðanna og önnur sem hljóma ekki mjög kunnuglega: Amor, Scream, Sköp o.s.frv. Skemmst er frá að segja að piltunum hefur ekki orðið veru- lega hált á svellinu og eru allir vel á sig komnir eins og alþjóð veit. Það þýðir þó ekki að þeir hafi frá litlu að segja, síður en svo. Þeir hafa svo sannarlega lent í ýmsum ævintýrum og eru margar lýsingar þeirra í bókinni hin dýrðlegasta skemmtun. Minnir þar sitthvað á bíómynd- ina ágætu „Með allt á hreinu". Auk ævisögunnar er í bókinni að finna mörg Stuðmannalög á nótum og tónfræðilega umfjöll- un um þau eftir Ríkarð Örn Pálsson. Enn er j)ó Draumurinn ekki ráðinn til fulls. Því með fyrsta upplagi bókarinnar fylgir tíu þumlunga hljómplata, „Tórt verður til trallsins", með sýnis- horni af ballspilamennsku Stuð- manna og tjáskiptum þeirra við áheyrendur. Hvort tveggja er skemmtilegt. Þá er enn eitt ótalið, en það er fjölskylduspilið „Slá í gegn“ sem einnig fylgir fyrsta upplagi bók- arinnar. Spilið er ríkulega myndskreytt og virðist eiga sér á í Matador og Lúdó. Allt er hér miðað við popp og bítl, en að því er varðar sjálfa framkvæmdina er spilið hliðstætt fyrrnefndum leikjum. Stuðmenn eru vinsælir. Plötur þeirra hafa selst vel og bíómynd- in var lúbarin augum. Þegar svonalagað gerist í Ameríku er allt sett í gang, það eru búnar til bækur, litabækur, dúkkur, bolir o.s.frv. sem allt tengist hinu vinsæla fyrirbæri. Nú hafa Stuðmenn aukið umsvif sín í vitunariðnaðinum á Islandi og eru komnir á bók. Enn hefur ekki heyrst um dúkkur. Ef til þess kæmi og þær yrðu jafn- skemmtilegar ásýndum og þessi bók er aflestrar væri það hið ágætasta mál, eins og sagt er. Það er bara alltaf eitthvað pínu- lítið neyðarlegt þegar a.m.k. fyrrverandi yfirlýstir andkapít- alistar fara á kaf í bissnes og prómósjón. Þannig er það bara. Það breytir engu um það, að Draumur okkar beggja er stór- skemmtileg lesning, a.m.k. fyrir alla sem drukkið hafa í sig Stuð- menninguna af plötunum góðu og nú síðast úr bíómyndinni. Draumur okkar beggja er líka framreiddur í sérstaklega fínum umbúðum. Hér eru því Stuð- menn í fínu formi. í fleiri en ein- um skilningi. Neil „Presley“ Young Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Neil Young. Everybody’s Rockin’ Steinar. Ein af litríkari persónum poppsins er án efa Neil Young. Hann er fæddur í Toronto í Kanada og stofnaði sína fyrstu hljómsveit þar. Síðan hefur hann reynt flest það sem tónlist- arheimurinn býður uppá. Hann gekk til liðs við Crosby, Still og Nash og átti m.a. þátt í hinni frábæru plötu þeirra „Deja Vu“. Hin seinni ár hefur lítið farið fyrir kappanum. Hann hefur gefið út nokkrar plötur en fæst- ar þeirra hafa aukið á vinsældir hans. Hins vegar halda gamlir aðdáendur hans tryggð við pilt- inn líkt og stálpaði strákurinn sem kom inn í plötubúðina og bað um nýjustu plötu Neil Young. Afgreiðslumaðurinn spurði frekar vantrúaður hvort hann hefði hlustað á plötuna. „Mér er alveg sama hvernig plat- an er, þetta er Neil Young. — Þessi nýja plata, „Everybody’s Rockin’", er hreint „rokkabilly" eins og það gerðist best á árun- um 1956—59. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Young snar snýr um stefnu. Sem dæmi þá var síð- asta platan hans samsull af poppi og tæknipoppi og þar á undan kom út ein þungarokkuð. En hvað sem öllu líður, nýjasta platan er stórgóð. Öll lögin eru góð en hæst rís „Payola Blues". Eitt af lögunum á plötunni er „Cry, Cry, Cry“, gamalt Elvis Presley lag. Hér um árið fór Presley vel með sönginn en ekki gefur Young honum neitt eftir. Hafi einhver gaman af gamla rokkinu þá ætti þessi plata að falla vel í kramið. Sem slíkri er hægt að gefa henni hin bestu meðmæli. Samt er ekki hægt að skilja við plötuna án þess að nefna einn galla hennar. Lögin á plötunni eru 10 talsins en saman taka þau einungis rúmlega tutt- ugu mínútur í flutningi, sem er of STUTT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.