Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 59 Ingólfur ásamt Sigurði Jóhannssyni vegamálastjóra við opnun Þrengslavegarins. Ingólfur í ræðustóli í landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum árum. Nokkrir kaflar úr síöara bindi endurminninga Ingólfs Jónsson- ar, sem Páll Líndal hefur skráö og búið í bókarform komið við. Hann komst meðal annars svo að orði, að Einar hefði alltaf „haft á takteinum viss ráð til að stöðva verðbólgu, og þau eru, að það eigi að kaupa togara". Mér þótti athyglisvert það, sem Björn sagði um stjórnarslitin 1956. Skaðar ekki að tilfæra hluta af því. Hann komst svo að orði: „Ég hef aldrei kennt sjálfstæðis- mönnum um þessi stjórnarslit. Mér hefur aldrei dottið það í hug. Þetta gekk allt vel 1953—1955, og hefur ef til vill aldrei gengið betur í okkar þjóðfélagi. Þjóðartekjurn- ar uxu, fólkið var að fá traust á peningunum. Þetta gekk prýðilega og ég hef aldrei séð ástæðu til að vanþakka sjálfstæðismönnum samstarfið við framsóknarmenn þá.“ Á líkan veg hníga ummæli Bernharðs Stefánssonar í endur- minningum hans. Einar Olgeirsson gerði að sjálf- sögðu grein fyrir afstöðu síns flokks til kjördæmamálsins, en fór fljótlega að ræða sín eftirlætis umræðuefni á þessum tíma, eins og nýsköpunarstjórnina og tog- arakaup í því sambandi, áburðar- verksmiðjuna, Vilhjálm Þór og coca-cola, SlS og Olíufélagið, stóru heildsalana að ógleymdu varnar- liðirru og skaðlegum áhrifum þess. Að sjálfsögðu fékk Björn ádrepu fyrir sína ræðu og framsóknar- menn yfirleitt í sambandi við fall vinstri stjórnarinnar. Auk Eysteins talaði heil hersing af framsóknarmönnum, svo sem áður getur, og voru sjónarmið þeirra nokkurn veginn stöðug endurtekning á því, sem rakið var hér að framan, m.a. í sambandi við ræðu Björns sýslumanns. Var þá iðulega notað orðið „landeyð- ingarstefna" um það sjónarmið að breyta kjördæmaskipuninni á þann veg, sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Þingmenn annarra flokka tóku ekki teljandi þátt í umræðum í neðri deild, nema þá Einar Olgeirsson, enda var hér einungis um málþóf að ræða. Efni frumvarpsins var í raun útrætt. Eftir hálfsmánaðarvist í neðri deild komst frumvarpið óbreytt til efri deildar. Þar hófst málþóf með áþekkum hætti og verið hafði í neðri deild. Þótt gild rök séu fyrir því, að þessar mörgu og löngu ræður hafi ekki skipt máli varðandi af- greiðslu þessa mikilvæga máls, get ég ekki á mér setið — og þá fyrst og fremst til gamans — að víkja stuttlega að ræðum tveggja ágætra framsóknarmanna. Bernharð Stefánsson, þingmað- ur Eyfirðinga, sagði, að Bjarni Benediktsson hefði sagt á síðasta þingi, að ekki ætti að afnema nein kjördæmi, heldur ætti að sameina þau, og hefði hann (þ.e. Bjarni) líkt þessu við „að gifta ætti kjör- dæmin". Og svo hélt Bernharð áfram: „Að vísu væri þá um fjöl- kvæni að ræða, því að siður er það í okkar þjóðfélagi, að það sé ein- ungis karl og kona, sem gifast, en ekki margir í einu hjónabandi, kannski fleiri karlmenn eða fleiri konur. En hvað sem um það er, þá er það víst og kom greinilega fram í kosningunum, að t.d. Eyfirðingar og Þingeyingar vilja ekki láta gifta sig á þennan hátt. Það er ekki vegna neinnar óvildar milli þessara héraða, þvert á móti, það fer mjög vel á með Eyfirðingum og Þingeyingum. En hvort héraðið um sig vill halda sjálfstæði sínu og halda sínum þingmönnum, sem það hefur undanfarið haft. Margir ofbeldisseggir á fyrri tímum giftu dætur sínar nauðugar og ævinlega í eiginhagsmunaskyni. Stuðnings- flokkar þessa máls ætla auð- sjáanlega að feta í fótspor þeirra manna.“ Ekki fór þáverandi þingmaður Suður-Þingeyinga Karl Kristjáns- son síður á kostum. Hann taldi, að ákveðið augnablik, hraðfleygt augnablik, hefði verið notað til að reyna að knýja fram þá breytingu, sem nú væri stefnt að. Hann taldi sennilegt, að forsprakkar þeirra flokka, sem fyrir þessu stæðu, mundu innan skamms minnast þessa augnabliks með svipuðum hugsunum og Steingrímur Thor- steinsson hefði sett fram á eftir- farandi hátt: „Eitt einasta syndar augnablik, sá agnarpunkturinn smár, oft lengist í ævilangt eymdarstrik, sem iðrun vekur og tár.“ Ég býst nú við, að fleirum en mér hafi þótt nokkuð mikið tekið upp í sig, að minnsta kosti minnist ég þess ekki að hafa heyrt þessi orð höfð síðar um viðreisnartíma- bilið, og hefur þó ýmislegt verið um það sagt. Karl var maður greindur vel, orðheppinn og ágæt- lega hagmæltur. Honum hætti þó til að nota skáldlegt líkingamál heldur um of eins og til dæmis, þegar hann fór að vitna í einhvern sýslunga sinn, sem hafði látið þau orð falla í upphafi viðeisnar, að nú væru að hefjast „Móðuharðindi af mannavöldum". Urðu þetta fleyg orð og raunar höfð sem gamanmál lengi síðan, þótt vissulega væri það ekki tilgangurinn. En hvað sem því líður, get ég ekki annað sagt en Karl hafi verið meðal hinna áheyrilegustu þingmanna í ræðustól og hinn skemmtilegasti félagi. Þrátt fyrir allt málþófið, hlaut málið afgreiðslu eins og til stóð. Ekki man ég betur en Sigurður Bjarnason hafi mælt lokaorðin í þessari löngu og hörðu sennu; flutti þar stutta og snjalla ræðu, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni og ósk, að þessi stjórnar- skrárbreyting mætti verða þjóð- inni til farsældar. Síðan var þing rofið. Við Sigurður hófum þing- störf á sama tíma, á sumarþinginu 1942. Hann hafði unnið Norður- Isafjarðarsýslu með miklu harð- fylgi, aðeins 26 ára gamall, þá ný- útskrifaður lögfræðingur. Hann átti þar jafnan vísa kosningu, meðan sýslan var sérstakt kjör- dæmi, en síðan sem þingmaður Vestfjarðakjördæmis, en hann lét af þingmennsku 1970, er hann var skipaður sendiherra í Danmörku. Við áttum alla tíð gott samstarf. Sigurður var dugandi þingmaður, fóður ræðumaður og fylginn sér. Ig saknaði Sigurðar, er hann hvarf af þingi, en það veit ég, að hann hefur ekki síður unnið ís- lenzkri þjóð gagn í utanríkisþjón- ustunni en á þingi. Ekkert kaffi Að því kom eins og nú var sagt, að þessari framkvæmd var lokið. Var vegurinn milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur fyrsti varanlegi vegurinn, sem tengdi byggðir sam- an með þessum hætti. Voru það mikil viðbrigði að aka nýja veginn frá því sem áður var. Gamli vegur- inn var nánast eins og bárujárn. Þar voru sums staðar skilyrði sem helzt gáfu til kynna, að farið væri um úfið hraun, ýmist djúpar holur eða háir hryggir. Þar sem nýi veg- urinn reyndist mjög dýr, en tengdi saman þéttbýlissvæði, þannig að til mikils hagræðis var, þótti rétt að taka fyrst um sinn nokkurt gjald af bifreiðum, sem um veginn færu. Gjaldið skyldi þó vera all- miklu lægra en það, sem bifreiða- eigendur spöruðu sér í brennslu- efni að ógleymdu því sliti, sem fylgdi akstri eftir gamla veginum. Suðurnesjamenn töldu sér mjög misboðið með slíkri gjaldtöku og styggðust við, svo að ekki sé meira sagt. Og það var ekki látið sitja við orðin tóm. Einhverjir fram- takssamir menn létu sig ekki muna um það að eyðileggja skýlið, sem gjaldtökumönnum var ætlað, brenndu það eina nóttina! Þetta var hins vegar ekki mikilfenglegt mannvirki og tók stuttan tíma að setja upp annað í staðinn. Nú var ákveðinn dagur til að opna veginn svo sem kallað er. Var sú opnun með þeim hætti, að við Sigurður Jóhannsson vegamála- stjóri ókum saman í fyrsta bíln- um, sem fór þessa leið frá Hafnar- firði til Keflavíkur. Það hafði ver- ið tilkynnt tveim eða þrem dögum áður, að við yrðum þarna á ferð- inni. Á fundi í bæjarstjórn Keflavík- ur var daginn áður rætt um veg- inn um veggjaldið. Eitthvað mun hafa verið minnzt á það, hvort ekki væri viðeigandi að bjóða ráðherra, vegamálastjóra og ef til vill einhverjum fleirum, sem hlut ættu að máli, til kaffidrykkju. Hér væri um sögulegan atburð að ræða. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að gefa ekkert kaffi, skipta sér ekkert af þessum yfir- mönnum vegamála, sem sýnt hefðu þá ósanngirni að beita sér fyrir gjaldtöku hjá þeim, sem um nýja veginn færu. Fagnaðarlæti urðu því næsta lítil, þegar við birtumst, ekki feng- um við kaffið, sem varla var við að búast, gátum jafnvel átt von á því, að okkur yrðu gerðar einhverjar spekálur, en ekki varð þó úr slíku. Töluverðar blaðadeilur urðu út af þessu gjaldi, og töldu Suður- nesjamenn mjög á sig gengið með því. Þingmenn kjördæmisins tóku málið upp á þingi, og svo fór, að gjaldið var afnumið. Unnið að ritun bókarinnar; Ingólfur Jónsson og Páll Líndal. alpixxa. Skíðaskór fiík. Bambino Nr. 26—29. Kr. 865,- Nr. 30—33. Kr. 951,- Pioneer I Nr. 30—37. Kr. 1.038.- Pioneer II Nr. 38—41. Kr. 1.293.- Bled 75 NR. 37—47. Kr. 1.323.- Atlas Nr. 42—46. Kr. 1.669.- OPIÐ TIL KL. 20 í KVÖLD Póstsendum Laugavegi 13. Sími 13508.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.