Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 55 Skugga-Sveinn, frá sýningu L.A. 1917. mætti verða, sé sú að stofnað yrði til áhugamannafélags almennings sem tækist á við málið fjárhags- lega. Öðruvísi get ég ekki ímyndað mér að málið yrði leyst," sagði Bragi Sigurjónsson. Sígný Pálsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar: „Hvers virði er Matthías leik- húsfólki? Fyrsta leikrit Matthías- ar, Útilegumennirnir, sem seinna varð að Skugga-Kveini, er orðið nokkurs konar þjóðleikur Islend- inga. Ekkert íslenskt leikrit hefur verið sýnt eins oft né haft eins víðtæk áhrif á íslenska leiklist. Hefði Indriði Einarsson skrifað Nýársnóttina eða Jóhann Sigur- jónsson Fjalla-Eyvind, ef hrifning þeirra á sýningum á Útilegumönn- unum hefði ekki kveikt neistann í brjóstum þeirra? Jóhann Sigur- jónsson sagði að aldrei hefði nokk- ur leiklist gripið hann með jafn- mikilli aðdáun og skelfingu eins og þegar Skugga-Sveinn hristi at- geirinn og kvað. „Þá snart gyðja sorgarleiksins hjarta mitt í fyrsta sinn með sínum volduga væng,“ sagði Jóhann, okkar fremsta leik- ritaskáld, löngu síðar. Það var kjarni leikara úr vei heppnaðri frumsýningu á Skugga-Sveini, 1917, sem stofnuði Leikfélag Akureyrar sama ár, og hefur það starfað óslitið síðan, en þegar Skugga-Sveinn var fyrstur sýndur hér á Akureyri 1877 var skotið úr fallbyssum í innbænum, þegar sýningar skyldu hefjast, og vakti sú tiltekt og leikurinn sjálf- ur óskipta athygli bæjarbúa. Síð- an hefur Skugga-Sveinn oft verið á fjölum Samkomuhússins okkar og dagskrá samin honum til heið- urs sýnd 1974. Matthías skrifaði að sjálfsögðu fleiri leikrit, eins og Jón Arason, þó ekki hafi þau enn verið sýnd hjá LA, og leikritaþýð- ingar hans á Shakespeare, Byron, Ibsen og fleirum eru stórvirki. Því er Leikfélagi Akureyrar í mun að minning leiklistarbraut- ryðjandans Matthíasar haldist á lofti, en ég læt öðrum eftir að minnast hans sem ljóðskálds, trúmanns og kennimanns. Hvers virði eru söfn, ef þau eru dauð? Æ færri koma að sjá þau ef ekki er í þeim líf og tengsl nýrra kynslóða við minningu frumkvöð- ulsins slitna. Hugmynd séra Bolla í Laufási um að blása lífi í Sigur- hæðir er bráðgóð. Sú hugmynd að efsta hæðin verði íbúð til skamm- tíma afnota fyrir listamenn og fræðimenn er það snjöll að ég legg til að Akureyrarbær geri gangskör að því að kaupa hæðina sem fyrst, svo húsinu verði öllu viðhaldið í réttum anda og nýtist. Leikfélag Akureyrar er allt leikárið með listamenn í heimsókn, ýmist rit- höfunda, leikstjóra, leikmynda- og búningahönnuði eða leikara og yrði það sannarlega meðal fyrstu umsækjenda um skammtíma leigu á íbúðinni. Ég unni að sjálfsögðu öðrum listamönnum þess líka að dvelja þar. Það er alkunna hve mikil uppörvun það er fyrir lista- menn og aðra andans menn að fara í annað umhverfi og hið ein- stæða andrúmsloft Akureyrar get- ur gefið eins mikið og London, París eða Róm. Annað líf í húsinu, eins og menningarkvöld eða fyrirlestrar á vetrum, mætti einnig hugsa sér, ef engin hætta væri á að safnið yrði fyrir hnjaski. Ég kynntist marg- þættu starfi í húsi Jóns Sigurðs- sonar á námsárunum í Kaup- mannahöfn. Það andar lífi, sem heldur tengslum við landið og for- tíðina, og er vonandi að hið sama verði hægt að segja um Sigurhæð- ir. Matthías á það skilið," sagði Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri. Af þessum orðum má sjá, að ýmsir hafa áhuga á að hugmynd séra Bolla Gústafssonar í Laufási verði gefinn gaumur. Hvernig framkvæmdum verður háttað eða hvort þær yfirleitt verða nokkrar á eftir að koma í ljós. Ef til vill gefur bæjarstjórn sér einhvern tíma ráðrúm til þess að líta upp úr öllum jafnréttisskýrsl- unum og leiktækjasalarekstrinum og hugleiöa framtíð Matthíasar- safns. Þangað til eitthvað verður að gert held ég að við Akureyr- ingar ættum að tala sem minnst um safnabæinn okkar, við getum í staðinn rausað um skólabæinn okkar, sem þó vantar skólarými í, að maður ekki tali um heimavist- araðstöðu fyrir alla þá nemendur, sem vilja sækja sér menntun hér á Akureyri. í hugum Akureyringa er fallega húsið á Sigurhæðum sérstætt hús með merkilega sögu að baki. Safn- ið þar, sem helgað er þjóðskáldinu séra Matthíasi, er kannski ekki mikið sótt af bæjarbúum, en hræddur er ég um að ýmsum hnykkti við ef það væri ekki leng- ur á sínum stað. Vonandi taka bæjaryfirvöld við sér og sýna því réttan sóma í framtíðinni." G.Berg Kvennaframboðið í Reykjavík: Kjarnorkuvígbúnað- ur verði frystur KVENNAFRAMBOÐIÐ hefur sent lögu Svíþjóðar og Mexíkó um fryst- frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu: ingu kjarnorkuvígbúnaðar." „Kvennaframboðið í Reykjavík hefur sent Alþingi eftirfarandi áskorun: Kvennaframboðið í Reykjavík skorar á Alþingi að sjá til þess, að fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum greiði atkvæði með tiþ:i, Ix’scfni ístómm skömmtum! Tónlist á hveriu heimili umjólin K.'«*** Stálskál Endingargóð og varan- leg skál, tllvalin I alla köku- og brauðgerð. Ávaxtapressa Skilar ávaxta- og græn- metissafa meó öllum vltamlnum. Dósahnífur Opnar allar tegundir dósa án þess að skilja eftir skörðóttar brúnir. •• Grænmetisrifjárn Sker og raspar niður I salat. — Búið til yðar eigin frönsku kartðflur meó til þess gerðu járni. AUKNIR MOGULEIKAR 8SSJI HJALPARKOKKURINN Sitrónupressa Býr til ijúffengan fersk- an sltrussafa á iitiu lengri tlma en tekur að skera sundur appelsfnu. Grænmetisrifjárn Sker niður rauðrófur, agúrkur, epli, kartöflur. Raspar gulrætur, ost, hnetur og súkkulaði. KENWOOD chef Er engin venjuleg hrærivél. Verð með þeytara, hnoðara, grænmetis- og ávaxtakvörn, ásamt plasthlíf yfir skál: Kr. 8.430.- (Gengi 26.11.83) Til í tveimur litum. KENWOOD chef Hakkavél Hakkar kjöt og fisk jafn- óðum og sett er I hana. Einnig fljótvirk við gerð ávaxtamauks. Grænmetiskvörn Blandar súpur, ávexti, kjötdeig og barnamat. Saxar hnetur, o.fl., malar rasp úr brauöi. Kaffikvörn Hraögengt rifjárn Malar kaffið eins gróft Sker niður og afþýðir eða flnt og óskað er og grænmeti á miklum ótrúlega fljótt. hraða og er með fjórum mismunandi járnum. Þrýstisigti Aðskilur steina og annan úrgang frá ávöxt- um. Auöveldar gerð sultu og ávaxtahlaups. Kartöfluhýðari Hetta Eyðið ekki mörgum Yfirbreiðsla yfir Ken- stundum I að afhýða wood Chef vélina. kartöflur sem Kenwood afkastar á svipstundu. KENWOOD chef IhIHEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Rjómavél Býr til Ijúffengan, fersk- an rjóma á nokkrum sekúndum, aðeins úr miólk og smjöri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.