Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 65 í Listmunahúsinu Myndlist Bragi Ásgeirsson I jólamánuðinum eru tvær sýn- ingar í gangi í Listmunahúsinu við Lækjargötu, auk þess sem eins konar sölugallerí er starfandi í endasal. Á neðri hæðinni sýnir i aðalsölum hinn velþekkti leirlist- ar- og myndlistarmaður Haukur Dór Sturluson mikinn fjölda nýrra leirlistaverka, er hann hefur mót- að í leirmunaverkstæði sínu á sveitasetri sínu í Danmörku. Hauk Dór þekkja menn fyrir mikla at- hafnasemi á sviði myndlista hér- lendis um nokkurt skeið. Hann stofnaði ásamt öðrum hina menn- ingarlegu verzlun Kúnigúnd, en sú starfsemi fullnægði skiljanlega ekki metnaði hans nema skamma hríð. Tók Haukur Dór þá upp á því að flytjast til Bandaríkjanna til að víkka svið sköpunargáfu sinnar, jafnframt því sem hann jók við tæknikunnáttu sína í mjög góðum skóla. Listamaðurinn kunni svo vel við sig vestra, að hann var hér- umbil sestur þar að, en ýmissa hluta vegna venti hann kvæði sínu í kross og flutti yfir hafið til Dan- merkur, þar sem hann festi kaup á eins konar draumahúsi. í Dan- mörku mun hann dvelja í óákveð- inn tíma og vinna að list sinni, jafnframt því sem hann hefur sett á sig svuntu veitingamannsins, — fer Haukur þá að minna á hinn fræga málara í Frans, Jean Du- buffet, sem um langt skeið fjár- magnaði listferil sinn með veit- ingarekstri. Af þessu má ráða, að Haukur Dór sé ekki maður lognmollunnar, hann er víða á flakki og er um leið ekki við eina fjölina felldur i listsköpun sinni. Málverkið og teikningin sækja líka á, og þeirri köllun verður hann að sinna, enda sér þessara listgreina æ meiri stað í leirlistaverkum hans. Gerandan- um tekst að samræma þetta allt merkilega vel í þessum síðustu verkum sínum, og tel ég þetta vera hápunktinn á ferli hans til þessa. Munirnir eru t.d. öllu fjölbreyti- legar formaður en áður, formin sterkari og glerungurinn mjög lif- andi. Við þetta bætist svo teikn- ingin og liturinn, sem oft er í nánu samræmi við allt áðurtalið, en í því er falinn mikill galdur. Þetta er mjög falleg sýning og ótvíræður listasigur fyrir Hauk Dór Sturluson, — hið eina, sem finna má að, er að allþröngt er um munina og svo eru þeir ónúmerað- ir, svo að ekki er mögulegt að vísa til einstakra hrifmikilla muna máli sínu til stuðnings. Á loftinu sýnir Hólmfríður Árna- dóttir nokkur pappírsverk, sem eru skírskotun til bókarinnar sem slikrar. Listakonan skilgreinir þetta vel með eftirfarandi orðum sínum: „í pappírsflóði nútímans komum við ekki auga á eðli papp- írsins sem náttúrulegs efniviðar með öllum sínum tilbrigðum. Hann hefur orðið útundan í úr- vinnslu listiðnaðarins." Þetta er mikið rétt hjá Hólmfríði og á raunar við flesta hluti, sem við höfum handa á milli í velferðar- þjóðfélaginu. Uppruninn ásamt öllu erfiðinu, sem að baki liggur, vill drukkna í værð fyrirhafnar- leysis véla- og tölvualdar. Menn hafa löngum komið auga á þetta og hinu ekta og verðmæta handverki vex stöðugt ásmegin í list og listiðnaði. Verk Hólmfríðar eru ákaflega vel unnin og efnis- kennd, — litatónarnir lágt stemmdir og þægilegir fyrir aug- að. Hér er fyrst og fremst lögð áhersla á að koma efniviðinum til skila í formrænum hrynjandi — skýrum og klárum. Persónulega felli ég mig best við úrlausnir, svo sem koma fram í myndum nr. 2, 5, 8 og 9, en þar þykir mér samspil forma búa yfir mestri myndrænni spennu — ásamt átökum við alla þætti myndverksins, efni, lit, form og áferð. Hinir andstæðu pólar, ljós og skuggar, eru og einnig mikið atriði í listsköpun Hólmfríðar. Þetta er falleg sýning, en ósjálfrátt saknar maður þess að ekki skuli vera fleiri verk eftir Hólmfríði á sýningunni og i öllu stærra rými. Gerandanum liggur auðsjáanlega margt á hjarta, sem á fullt erindi i dagsljósið og er öllu verðmætara mörgu, er sést í hin- um virðulegu sýningarsölum borg- arinnar. Sem sagt sýning, sem er verð allrar athygli. Sölugalleríið, sem sett hefur verið upp, er nokkur nýjung, en er að formi til svipað því, sem menn- ingarlegast gerist í stórborgum erlendis. Væntanlega haslar slík starfsemi sér völl hérlendis, en slíkt fer eftir undirtektum al- mennings, eða réttara sagt þess stóra hóps, er að staðaldri festir sér myndir. Ljóð er raunverulegt Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Vilmundur Gylfason: UÓÐ VILMUNDAR. Almenna bókafélagið 1983. „Vilmundur Gylfason hafði tilfinningar skálds," skrifar Matthías Johannes- sen í formála Ljóða Vil- mundar. Hann er þá að tala um stjórnmálamanninn Vil- mund, um „viðkvæmni hans fyrir umhverfinu" sem „kall- aði á viðbrögð sem voru ein- læg, en síður úthugsuð". En að stjórnmálamanninum slepptum er auðvelt að taka undir með Matthíasi að Vilmundur Gylfason „var skáld eins og þessi bók ber ótvírætt vitni". Sjálfur minnist Vilmundur á mikilvægi tilfinninganna fyrir skáldið í Aðfararorðum Ljóða: „Ljóð er ekki raun- verulegt. Ljóð er endurskin, endurskin tilfinninga kannske ástríðna." Það er ekki ætlunin að snúa út úr ágætri tilraun Vilmundar til að skýra ljóð sín, en hefði ekki alveg eins mátt segja að ljóð væri raunverulegt af því að það er tilfinning. Það er staðreynd að síðari bók Vilmundar Ljóð (1980) er í senn tilfinningasöm og til- finningarík. Hana skortir það jafnvægi sem nauðsynl- egt er til að úr geti orðið heilsteypt bók. En ákaflyndi skáldsins er víða heillandi og nokkur ljóð vitna um aukinn þroska og betri tök á yrkis- efni. Sérstaklega er mér minnisstætt eftirfarandi smáljóð: Mér var sagt að dauðinn: Mér var sagt að dauðinn væri eins og góður vinur því betur sem þú þekkir hann því minna óttaðistu hann. Eg gekk niður að vatninu og kastaði steini og vatnið gáraðist. Það var kvöld. í Ljóðum Vilmundar eru prentaðar báðar bækur hans auk ljóðaflokks sem nefnist Sunnefa og lá með handrit- um skáldsins. Um Sunnefu og Wium sýslumann hefur margt verið skrifað. Vil- mundur gerist ekki dómari í þessum flokki, heldur dregur hann upp myndir úr lífi elsk- enda. Ljóðaflokkurinn er sér- kennilegur, en dálítið ólíkur öðru sem Vilmundur orti. Flokkurinn vitnar um dramatískar tilhneigingar höfundar. í Sunnefu er Vil- mundur tengdari eldri skáld- um en áður, ekki síst vegna þess hve hefðbundið formið er. Vilmundur orti mikið um ástina, ekki síst í Ljóðum, en annað yrkisefni var honum mjög hugleikið: dauðinn. Á einum stað í Ljóðum segir: Og er það kannske nokkuð skrítið þótt við sem alltaf verðum börn viljum fá að lifa í friði til þess að elska og deyja? Vilmundur Gylfason í fyrstu bók Vilmundar, Myndir og ljóðbrot (1970), er meiri skáldlegur metnaður en í öðru sem hann orti. Ég á við að ljóðin eru hnitmiðaðri að byggingu, fágaðri. En sama heita tilfinning ein- kennir þau og önnur ljóð skáldsins. Ort er um frelsið til að lifa og deyja, umkomu- leysi ástarinnar og hina nauðsynlegu samkennd skáldsins með hinum bág- stöddu. Víða er spurn eins og í ljóðinu um drenginn, Sakn- aðarbrot heitir það, sem sér tvo hvíta hesta birtast á heiðarbrún, nálgast. En þeir fara framhjá og drengurinn óumræðilega lítill spyr: Hvert? í Hvaðan? kynnumst við meginviðfangsefni skáldsins, ekki er ljóðið beinlínis frum- legt, en orðað af einlægni eins og jafnan hjá Vilmundi Gylfasyni: Hvaftan eruft þift? spurjum við fuglana á leið sinni yfir höfin. Og hvaftan ert þú spurjum vift ástina á leift sinni á milli okkar. Hvaftan eruft þift? erum vift spurft, vift, sem ein vitum aft þessu verftur ekki svaraft. Ljóð Vilmundar Gylfason- ar eru mannlegur vitnisburð- ur sem á erindi til margra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.