Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 ARHAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. ’Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Heimilistæki hf. hafa til sölu jólaseríur frá kr 300. og eilífðarjólatré frá kr. 960. Það hefur aldrei verið fjölbreyttara úrval af jólaljósaseríum hjá Heimilistækjum hf., einfaldar, skrautlegar, fallegar. Jólatré úr varanlegum gerfiefnum, sem endast heila eilífð 100 cm, 150 cm og 170 cm. Tré - ljós - gjafir fyrir alla fjölskylduna Komið, skoðið, kaupið. Heimilistæki hf. Sætúni - Hafnarstræti HaUormsstaðun Húsmæðraskólinn fær nýtt hlutverk KgiLsstöAum, 15. desember. HúsmKðraskólinn á Hallormsstað hefur átt í vök að verjast sem slíkur líkt og aðrir húsmæðraskólar á land- inu og nú eru tíu ár liðin frá því að heilsvetrar hefðbundið hússtjórnar- nára var lagt niður við Húsmæðra- skólann á Hailormsstað. Þess í stað hefur skólinn, sem nú er oftast nefndur Hússtjórnarskólinn á Hall- ormsstað, fengið nýtt hlutverk. Fyrri hluta vetrar sækja þangað grunn- skólanemcndur víðs vegar af Mið- Austurlandi námskeið í heimilis- fræðum og síðari hluta vetrar er þar rekið einnar annar hússtjórnarnám á framhaldsskólastigi. Þeir grunnskólar á Mið-Aust- urlandi sem ekki hafa haft afstöðu til að bjóða nemendum uppá nám i heimilisfræðum heima fyrir eiga þess kost að senda 13 og 14 ára nemendur sína til einnar viku hús- stjórnarnámskeiðs á Hallorms- stað fyrri hluta vetrar. Þar dvelja nemendur í góðu yfirlæti í heima- vistinni og fá tilsögn í matreiðslu, ræstingu, næringarefnafræði, vörufræði o.fl. Námskeið þessi hafa átt vinsældum að fagna og sambýlisform heimavistarinnar hentar vel námskeiðum sem þess- um. Eftir áramót hefst svo einnar annar nám í heimilisfræðum fyrir framhaldsskólanemendur, að þessu sinni 9. janúar. Kennsluvik- ur eru jafnmargar og í skólum þeim, sem starfa eftir áfangakerfi enda er nám þetta metið til ein- inga í þeim skólum. Af námsþáttum má nefna mat- reiðslu, fatasaum, vefnað, nær- ingarefnafræði, vörufræði, sálar- og heilsufræði, híbýlafræði, áhaldafræði og gerlafræði. Annar Heiður Guðmundsdóttir, skólastjóri Húsmæðraskólans á Hallormsstað, sagði í spjalli við tíðindamann Mbl. að ekki væri nokkur vafi á því að slíkt nám hefði almennt hagnýtt gildi. Hún sagði aðsókn vera góða, en þó væru enn nokkur pláss laus á komandi önn. Umsóknarfrestur er til áramóta. „Þeir sem áhuga hafa geta hringt í síma 97-1435 til frek- ari upplýsinga, og auðvitað tökum við á móti umsóknum frá báðum kynjum," sagði Anna að lokum. — Ólafur. flóin fbin FLOIN flóin FLÓIN vesturgötu4 s:19260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.