Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 69 isvímunni, eða menningarvím- unni, eins og dr. Gunnlaugur seg- ir, hurfu honum daprar sorgir hversdagsleikans, gleðin tók við, glaður vildi hann vera, hélt hann gæti það ekki ódrukkinn, þess vegna drukkinn alla tíð. En hefði hann aldrei höndlað gleðina í reglunni? Nóbelsskáld vort heldur því fram að eins og öll mikil skáld hafi Jónas skynjað sorgina. Það hlýtur að hafa verið á timburmannaskeiðunum, eða hvað? Bindindismaðurinn Jónas hefði mætt ástarraunum sínum vökulum, næmum huga, ekki drekkt þeim strax í guðaveigun- um. Veit nokkur nema úr þeim allsgáðu hugarþrengingum hefðu komið dýrindis ljóðaperlur lang- lífs stórskálds? Vonbrigði og horfnar ástir hafa alltaf skilið eft- ir sig dýpri listrænni spor en vel- gengni og sorgarlaust líf. Eða reit síra Hallgrímur Passíusálmana e.t.v. undir áhrifum, dr. Gunn- laugur? Það kemur kannski í næstu grein. Og enn er það eitt varðandi Jón- as. Dr. Gunnlaugur minnist særð- ur á kala þann og fálæti sem for- feður vorir ávallt sýndu skáldinu, og vitnar meira að segja í átakan- legt ljóð Jónasar sjálfs, svo til- vitnunin getur ekki verið mark- tækari. Já, víst var Jónas Hall- grímsson langt frá því að vera vinsæll á sinni tíð, frekar en flest- ir íslendingar sem eitthvað hefur verið spunnið í. En var það vegna þess hvursu sjaldan honum skaut upp úr flóði alkóhólsins? Nei, þá mætti ís- lenska þjóðin fyrirlíta sjálfa sig... Við vitum hins vegar að Jónas tók í bakaríið hinn þjóð- hyllta Sigurð Breiðfjörð og blés skáldskaparstefnu hans, rímna- kveðskapinn, út í hafsauga svo hann náði sér aldrei á ný. Þar sýndi sjálfur Jónas einmitt þann illa anda sem dr. Gunnlaugur tel- ur Kirkjubóls-Halldór og bindind- isbræður hans altekna af — ofstæki. Þeir hafa þó aldrei verið andlega skyldir þeir Halldór Kristjánsson og Jónas Hallgríms- son eftir allt saman? Svo, áður en ég klippi á þetta, vil ég drepa á eitt atriði enn sem snertir rökfræðihandbókina góðu, eða réttara sagt fjarveru henar af skrifborði Gunnlaugs. Reyndar aukaatriði í þessum hugrenning- um, en samt... Virðulegi Gunn- laugur. Ef „vín er einn besti mannasættir sem til er“, hví beit- irðu því þá ekki fyrr en „sátt hefur náðst“? Væri ekki nær að gefa mönnum hið mannsættandi lyf á fyrri stigum deilunnar, meðan menn eru enn argir og heitt í hamsi? Þá er nú of seint í bossann gripið ef á að fara að sætta glaða og fullsátta menn! Dr. Gunnlaugur Þórðarson, ég fékk mér ekki neðan í því áður en ég hóf þessa greinarsmíð. Enda geri ég varla ráð fyrir því að þér finnist hún ljóma „af andagift vestrænnar menningar og lista“. En þó að ég sé allsgáður er ég samt nógu menningarríkur til að kunna að meta hugprýði þína og andagift, eins og hún birtist oft á öldum ríkisfjölmiðlanna. Þú kem- ur, sérð og sigrar í hvert sinn er hljómmikil rödd þín glymur i hljóðvarpstækjunum, — þar ber að ljá þér eyra. En hvað um það. Ég vona að bindindismenn, hóf- drykkjumenn sem og drykkju- menn menningar og lista samein- ist sem ein fjölskylda á hátíð mesta bindindismanns allra tíma, Jesú Krists. Gjört í Garðakaupstað 8. desember 1983. Kristínn Jón Guðmundsson er nemandi í Menntaskóla Kóparogs og sölumaður hjá Sölusamtökun- um bf. Ný sólbaðs- og hár- greiðslustofa AÐ HRINGBRAUT 121, í JUport- inu, hafa hágreiðslustofa og sól- baðsstofa tekið til starfa. Gunnþróunn Jónsdóttir rekur hárgreiðslustofuna, en þær Sigga og Maddý sólbaðsstofuna. Einnig er úrval snyrtivara til sölu á staðnum. Opið er alla virka daga frá 9—18 og laugardaga frá klukkan 9—16. Meðfylgjandi myndir eru teknar á stofunum. LtangaIU lab^J sig^uti ■ 11pesíV etne^íc x TÍ\vaV»*\ > lítið Otðatoó^ og auna S\an9ut< gvava^ TYtotss ipau ov utu- r i tuVud I íóiVá' DÖMU NÆRBUXUR Domu nærbuxurnar eru ur 97% bómull og 3% teygiu. sem ofin er aó ofanverðu Þola suðu. eru bæði klæðilegar og þægilegar, 5 gerðir oq 3 stærðir I hverri gerð Utsölustaðir: Verzl. Misty, Miðbætarmarkaði. Verzl Georg, Austurstræti, Verzl ísadóra, Austurstræti, Rvk. Sápuhúsið, Laugavegi 17. Verzl. Blik, Laugavegi Holtsapótek, Langholtsvegi. Borgarapótek, Álftamýri. Sporið, Grímsbæ, Árbæjarapótek, Hraunbæ Verzl. Spói. Engihjalla, Kóp Kf. Hafnfirðmga, Miðvangi, Fjarðarkaup, Hólshraum Nafnlausa buðin, Strandgötu. Verzl. Vik, Ólafswik Verzlunarfél. Grund, Grundarfirði, Kf Hvammsfjarðar, Buðarddal Verzl. Sig. Pálmasonar. Hvammstanga. J.S. Bjarnason, Bíldudal. Vöruval. Isafirði Verzl Gunnars Sigurðssonar. Pingeyri Kf. önfirðinga, Flateyri. Utibú K.F.A , ölafsfirði. Verzl. Sýn. Sauðárkróki. Verzl. Sif, Akureyri Verzl. Chaplin, Akureyri, Apótek Neskaupstaðar, Neskaupstað Apótek Austurlands, Seyðisfirði. Pöntunarfél Eskifirði, Eskif Kf. A. Skaftfellinga, Höfn, Hornaf. Versl. Ninja Vestmannaeyjum Rangárapótek, Hellu. Bragakjör, Grmdavik. Verzl Run, Grindavik. Verzl. Kristy. Keflavik. Verzl Aldan, Sandgerði, Magnþora Magnusdottir sf. heildverzlun Brautarholti 16. simi 24460

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.