Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 14
62 ^únix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Síðasta sending fyrir jól er komin í verzlunina. sssam \ Viö bjóðum þér sérstakt jólatilboö V/> í þessar einstaklega hentugu samstæður, sem eru allt í senn klæða- skápar, hillur og svefnsófi með þremur bakpúðum. Litur fura. Verð 14.960,- Útborgun 3.000. Afborgun 1.500 á mánuði. Hagsýnn velur það besta. HDSCAGNAHÖLLIN Bíldshóföa 20 — 110 Reykjavík 91-81199 og 81410. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Undirstöðurit Bókmenntir Erlendur Jónsson Lúðvík Kristjánsson: íslenzkir sjávarhættir. III. 498 bls. Bókaútg. Menningarsjóðs. Reykjavík, 1983. fslenzkir sjávarhættir er mikið rit í öllum skilningi. Að baki ligg- ur ævistarf höfundar. Þarna má lesa um hvaðeina sem tengt var íslenskum sjávarútvegi fyrr á tíð. Höfundur fræddist meðal annars af mönnum, sem nú eru látnir, en kunnu að segja frá gömlu vinnu- brögðunum. Það er auðvitað dýr- mætt því nú er enginn til frásagn- ar lengur um ýmsa þá hluti sem greint er frá í ritinu. Þetta bindi hefst t.d. á kaflanum Skinnklæði og fatnaður. Sjálfsþurftarbúskap- urinn forðum var erfiður, en þó fyrst og fremst vinnufrekur. Það var ekki aðeins að skinnklæði sjó- manna væru heimaunnin, verk- færin voru það oft líka. Margar myndir fylgja, bæði af verkfærun- um og skinnklæðunum sjálfum. Stássflíkur hafa það ekki verið, ekki heldur að öllu leyti hentugur klæðnaður miðað við það sem nú er völ á. En menn urðu að bjargast við það sem til var. Þjóðtrúin kom hér nærri eins og annars staðar: »Talið var láns- merki að skinnklæði færu vel, sér- staklega undir höndum, en það átti að boða erfiðleika ef ólag var á þeim og eins ef mönnum varð það á að fara í þau úthverf.« Hér, eins og víða annars staðar, höfðu ævafornar og nauðsynlegar lífs- reglur orðið að trú. Reynslan hafði kennt að sá, sem þekkti ekki mun- inn á réttunni og röngunni á föt- unum sínum kynni víðar að fara skakkt að. Uppsátur heitir næsti kafli. Þar er minnt á orð eins og: lending, höfn, vör og stöð. Lendingin var oft það erfiðasta í hverjum róðri. Menn vildu róa þaðan sem stutt Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! var á góð fiskimið. En ekki fór alltaf saman að hafnir væru þar góðar og öruggar. Þá var oft val- inn skásti kosturinn, notast við smávík eða vog eða rennu, sem brimið náði ekki til. Margar myndir fylgja kaflanum. Þar sést að menn hafa forðum reynt að lagfæra sumar lendingar með þvt t.d. að hlaða skjólgarða. Hafa það sums staðar verið ærin mannvirki miðað við að allt varð að vinna með handaflinu einu saman. Uppsátursgjöld og Skyldur og kvaöir heita kaflar, þar sem fyrir- sagnirnar skýra sig sjálfar. 1 hin- um síðari er meðal annars tekin upp húsagaskipun frá 1746. Þar segir að »til þess að koma í veg fyrir ýmiss konar óreglu, rifrildi, bölv og aðra ósiðsemi, sem tíðkast hjá sjómönnum,* væri formönn- um skylt að líta eftir þeim og kæra þá fyrir presti ef út af brygði en sýslumanni ef þeir létu ekki skipast við áminningar prests. Einnig var þeim bannað að rista rúnir. Ef sjómaður gerði sig sekan um slíkan ósóma »setji prestur ofan í við hann og sýni honum með tilstyrk guðs orðs fram á and- styggð þessarar syndar.« Meðal kvaða, sem lagðar voru á sjómenn, voru ýmsar sem nú mundu heita launatengd gjöld, t.d. svokallaður »hospítalshlutur«. Veörátta í verstöðvum heitir næsti kafli. Sérhver formaður Lúðvík Kristjánsson. varð að vera sinn eigin veðurspá- maður. Lífsnauðsyn var að geta spáð eftir horfum og útliti. Alþýð- leg veðurfræði gekk í arf frá manni til manns, og var eins og fleira staðbundið. »Ur Grindavík sjást Vestmannaeyjar hilla uppi, ef hann er vel austan hreinn. Vanalega boðuðu Eyjahillingar langvarandi rigningu á sunnan- verðu Reykjanesi.* Frá Vatnsnesi norður horfði öðru vísi við: »Ef hann kúfaði sig á Spákonufells- borg og úr kúfnum lagði ský inn á Skagastrandarfjöll, einkum Hörfjall og Dýnufjall, og kembdi þoku inn dalina, var þurrkur í vændum og landnyrðingur.« Guðmundur Hreinn með gull í nögl Bókmenntir Siguröur Haukur Guöjónsson Höfundur: Vésteinn Lúðvíksson. Myndir: Róbert Guilemette. Filmuvinna: Repró. Setning og prentun: Formprent. Bókband: Bókfell hf. Útgefandi: Mál og menning. Það er vel að til skuli menn, í holskeflu hversdagstízkunnar, sem þora að segja börnum ævintýr upp á gamla og góða vísu. Enn betra þegar það er gert svo bráð- vel sem Vésteini tekst í þessari bók. Já, það þarf hugrekki til þess að rísa gegn tízkunni. Fyrir nokkrum árum þurfti alpahúfu, lopapeysu og snjáðar buxur af verkamanni til þess að teljast boð- legur rithöfundur; síðan kom tízk- an með forskriftina: Ibúðin sé blokk, pabbinn eitt af þrennu: skilinn, dauður eða þá með svuntu heima; mamman vinni úti og haldi á flokksfundi á kvöldin; barnið á dagheimili. Fleiri og fleiri brjótast undan þessum klafa og reyna að lýsa tilverunni frá víðara sjónar- horni, átta sig meira að segja á því, að draumurinn, ævintýrið, er stig á þroskaferli barns. Saga Vésteins hefst á sjávar- kambi undir Dlmmubjörgum. Hamingjusöm hjón, sjómaður og kona hans, fagna yfir frumburði, drengnum Hreini. Sorgin ræðst að hamingju þeirra, ágirndin gengur í lið með henni, og um stund virð- ist myrkrið eitt ráða undir Dimmuborgum. En Dimmuborgir eru í Ljósalandi, og kærleikurinn brýtur hamingjunni leið til heim- ilisins á ný. Vésteinn segir ævintýrið lista- Þá er kaflinn Fiskimið. Þegar talað er um fiskimið nú á dögum hafa sennilega fæstir tilfinningu fyrir að orðið dregur merkingu af sögninni að miða: menn vissu því aðeins hvar þeir voru staddir á sjónum að þeir gætu miðað við einhver augljós kennileiti á landi. Þar sem landslagi var þannig háttað að fátt var til að miða við hlóðu menn vörður. Standa marg- ar þeirra enn, t.d. á Reykjanes- skaganum. Sérstakan kafla ritar Lúðvík um hákarl og hákarlaveiðar, og raun- ar annan um lúðuna. Hákarlaveið- in hafði á sér ævintýrablæ í með- vitund þjóðarinnar. Hún var talin hæfa harðjöxlum einum. Skepnan var stór og skipin urðu líka að vera stór. Og veiðarfærin voru ekkert barnameðfæri. Hákarlasjó- maðurinn var hetja á sjó og landi. Þrenns konar veiðarfæri heitir síðasti kafli bókarinnar, en þar ræðir um handfæri, lóð og þorska- net. Um veiðarfærin gegndi sama máli og skinnklæðin, við gerð þeirra og frágang varð hver að bjarga sér sem best hann gat. Eins og fyrr segir hefur Lúðvík Kristjánsson unnið að þessu mikla verki áratugum saman. Skrár af ýmsu tagi fylgja textanum og auð- velda notkun. Og útgefandi hefur að sínu leyti lagt sitt af mörkum með því að gera bokina glæsilega úr garði. Svona rit hefur ekki ver- ið samið áður og verður ekki fram- ar saman tekið. Þekking þá, sem það er reist á, verður ekki annars staðar að finna. Vésteinn Lúðvíksson vel og fáum mun leiðast í fylgd hans. Myndir Róberts meistaralega gerðar, skáldlegar, fagrar. Prent- verk allt vel unnið, vart tiltölumál þó n víki einu sinni fyrir m. Letur- gerð mjög við hæfi barna. Hafi útgáfan þökk fyrir prýðisbók. Léttir og kátir fimm- menningar JoBoxers Boxerbeat RCA/Skífan JoBoxers er flokkur fimm ungra sveina, sem að því er ég best veit eru hér á ferð með sína fyrstu plötu. Ekki verður annað sagt en þeir fari bærilega af stað því þótt platan sé ekkert meist- araverk eru á henni margir skemmtilegir punktar, sem gefa góð fyrirheit. Það eru þeir Dig Wayne/söng- ur, Sean McLusky/trommur, Chris Bostock/bassi, Robert Marche/gítar og Dave Coll- árd/hljómborð, sem mynda þennan kvintett. Allir eru þeir upp til hópa góðir hljóðfæraleik- arar og Bostock sennilega þeirra bestur. Marche er með 25 ára gamalt „sánd“ á gítarnum og þegar sérstakt trommu-„sánd“ McLusky bætist við gefur það tónlistinni léttan blæ. Annars er dálítið skemmtilegt að velta þvi fyrir sér hversu líkt trommu- „sándið“ er því sem gerðist á dögum þeirra eðlu sveitar Babe Ruth. Hvort Alan Shacklock, sem eitt sinn gisti þá sveit og stjórnar nú upptöku hjá JoBox- ers“ á þar einhvern þátt að máli skal ósagt látið. Þegar ég spilaði þessa plötu endanna á milli datt mér ein- hverra hluta vegna Madness oft í hug. Kannski var það bara vegna saxófónleiksins, en ég held samt að yfirbragð tónlistarinnar ráði þar mestu um. JoBoxers eru ákaflega „jolly", eða kát hljómsveit eins og það myndi vera orðað á íslensku. Þótt Mad- ness-keimurinn sé t.d. sterkur í laginu „Hide Nor Hair“ er e.t.v. ósanngjarnt að vera nokkuð að líka JoBoxers við þá sjömenn- inga því ekki aðeins er söngur- inn gerólíkur heldur er og miklu meiri sveifla í tónlistinni. Hvergi kemur hún betur fram en í laginu „Not My Night". Boxerbeat er ákaflega jöfn plata. Ekki neitt meistaraverk, eins og fyrr var sagt, en vel þess virði að menn veiti henni at- hygli. Bestu lögin eru Just Got Lucky, Not My Night, Johnny Friendly og Fully Booked. Talsvert fyrir aurinn Ýmsir rokkarar Hardrock ’83 Vertigo/Fálkinn Þungarokkið, bárujárnsrokkið skulum við heldur nefna það, hefur ítrekað verið notað sem efniviður á safnplötur og með ærið misjöfnum árangri. Ágæt dæmi eru Axe Attack I og II, en hörmulegast held ég sé Metal for Mutahs. Hardrock ’83 heitir enn eitt samansafnið í þessum dúr en það má altént segja því til hróss, að hér er ekki reynt að sigla und- ir fölsku flaggi eins og svo oft. „Hardrokk" er gott orð og rétt- mætt yfir það meðaltal, sem þessi plata skilar af sér. Hér er nefnilega ekki nema dálítið af bárujárni, hitt er að mestum hluta til léttari málmur. Á þessari plötu fá menn í ein- um pakka eftirtaldar hljóm- sveitir og einstaklinga: Kiss, Thin Lizzy, Lita Ford, Dio, Rush, Black Sabbath, Coney Hatch, Golden Earring, Picture og Naz- areth. Vissulega misjafn sauður Hljóm nrtTTTTa Sigurður Sverrisson í mörgu fé, en sumt af þessu er býsna gott þótt í mörgum tilvik- um hefði mátt tefla fram sterkari lögum ákveðinna sveita. Nefni ég í því dæmi bara Dio og Sabbath. Lagið með Kiss, Gimme More, er í góðu lagi, og Thin Lizzy er með gott lag af tónleikum. Lita Ford slampast í gegnum meðal- mennskumúrinn, aðallega sakir keyrslunnar. Lagið hans Dio er rólegt (Don’t Talk to Strangers) og Rush lokar fyrri hliðinni með lagi, sem er varla samboðið því nafni. Sabbath opnar síðari hlið- ina með Trashed, slöku framlagi, og síðan fer nú botninn að detta úr þessu. Coney Hatch, Golden Earring, Picture og Nazareth eiga nú varla erindi á safnplötu með hlutaðeigandi lög. Á heildina litið er þessi safnplata rétt sæmileg. Verðið, kr. 299, og sú staðreynd að með henni fylgir plakat, gerir það hins vegar að verkum að menn fá hér talsvert fyrir aurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.