Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 8
56 International Amnesty á íslandi: [ORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 1 \ < ^ * ** ^ " ; >’• <* «T, ' ‘ V* * „ V ;uXk fel i jr ; \ 1 ^ ** . . \ Soweto 1976. Johnny James Issel Johnny James Issel er 36 ára, virtur forystumaður í Vestur- Höfðahéraði, þar sem hann hefur barizt fyrir réttindum blökku- manna í Suður-Afríku síðan á öndverðum áttunda áratugnum. — Afleiðingin er sú að undanfar- inn áratug hefur hann þurft að sæta hvers konar takmörkunum á frelsi, eða verið í varðhaldi án þess að mál hans komi fyrir rétt. Síðast var hann settur í bann fyrsta júlí síðastliðinn, og verður hann ekki laus úr því fyrr en í lok ársins 1988. Þangað til þarf hann að sækja um sérstakt leyfi yfirvalda, ef hann ætlar að tala við annan mann, sem er í banni, hvort sem það er undir fjögur augu, eða í síma, þar sem bannið felur í sér að ekki má hafa nokkur samskipti við annað fólk sem er í banni. Þá fær hann heldur ekki að fara út fyrir Wynberg-hrepp í Höfða- héraði, heldur er bundinn átt- hagafjötrum þar. Hann má ekki láta birta eftir sig efni, né láta hafa eftir sér ummæli. Honum er bannað að koma í menntastofnan- ir og verksmiðjur. Vegna bannsins við því að birta eftir sig efni, eða láta hafa eftir sér ummæli, getur hann ekki unn- ið áfram við héraðsfréttablað, sem hann stofnaði með öðrum í Vest- ur-Höfðahéraði, og nefnist Gras- rætur. Stjórnvöld hafa ekki gefið nein- ar ástæður fyrir því að setja John Issel í bann. Issel tilheyrir þeim hópi Suður-Afríkumanna, sem stjórnvöld kalla „litaða". Þeir munu vera kynblendingar. Stjórn- völd hafa aðeins sagt, að þau telji að hann taki þátt í að reyna að kolivarpa stjórninni. Ekki hafa verið færð fram nein rök til sann- indamerkis. Þótt fjölmargir Suður-Afríku- menn séu leiddir fyrir rétt ár hvert fyrir brot, sem kalla má stjórnmálaeðlis, hefur Johnny Is- sel aldrei þurft að svara til saka fyrir þátttöku í áformum um að kollvarpa stjórninni. Issel var fyrst dæmdur í fimm ára bann í október 1973. Þá var hann í skipulagsnefnd Vestur- Höfðahéraðs fyrir Stúdentasam- tök Suður-Afríku (SASO): Steve Biko, leiðtogi vakningarhreyf- ingar blökkumanna, stofnaði stúd- entasamtökin árið 1969, til að skýra sjónarmið námsmanna úr röðum blökkumanna í framhalds- skólum, og til að vinna að rétt- indamálum, þar á meðal stjórn- málaréttindum blökkumanna. Stúdentasamtökin voru eitt 16 fé- laga blökkumanna, sem Suður- Afríkustjórn lýsti ólögleg 19. október 1977, fimm vikum eftir að Steve Biko lézt í vörzlu lögreglu. Öryggislögregla í Höfðaborg handtók Johnny Issel ári eftir að bannið gekk í gildi og var hann í haldi samkvæmt ákvæðum sjöttu greinar hryðjuverkalaga. Margir helztu forystumenn SASO og aðr- ir sem börðust fyrir réttindum blökkumanna voru handteknir um þessar mundir. Nokkrum mánuðum síðar voru 13 þeirra ákærðir og leiddir fyrir rétt. Níu hlutu fangelsisdóma. Johnny Issel var ekki ákærður, en honum var haldið, án dóms og án þess að fá að hafa samband við ættingja eða lögfræðing, til þess að öryggislögregla gæti yfirheyrt hann. Honum var sleppt í apríl 1975. Hann var aftur tekinnn án ákæru í ágúst 1976 eftir miklar óeirðir í Soweto og öðrum hverf- um blökkumanna. Að þessu sinni var hann ekki yfirheyrður, heldur hafður í varðhaldi til vonar og vara, ásamt öðrum blökkumanna- leiðtogum. Hann var látinn laus í desember 1976. Johnny Issel var laus allra mála þegar fyrsta bann hans rann út seint á árinu 1978. Frelsi hans var enn skert í maí 1980, þegar hann var aftur handtekinn og hafður í haldi eftir að „litaðir" og „svartir“ námsmenn í Vestur-Höfðahéraði skipulögðu skróp nemenda í mót- mælaskyni við stefnu stjórnarinn- ar í mennta- og kynþáttamálum. Hann var leystur úr haldi í ág- úst 1980, en þremur mánuðum síð- ar var hann aftur lýstur í bann þar til í október 1983. Snemma í nóvember 1981 hand- tók öryggislögregla hann á nýjan leik, og var honum haldið í tvær vikur án þess að fá að tala við fjölskyldu eða lögmann. Þá var hann úrskurðaður í gæzluvarð- hald. Þegar hann sat inni við svip- aðar kringumstæður árin 1976 og 1980 var hann í fangelsi í Paarl, sem er um 60 kílómetra frá heim- ili hans. Nú var hann hafður í fangelsi í Benoni, nálægt Jóhann- esarborg, í tæpra tvö þúsund kíló- metra fjarlægð frá heimili sínu. Þetta gerði konu hans óhægt um vik að heimsækja hann. Um tíma var hann í einangrun, vegna þess að hann var eini fang- inn sem var í gæzluvarðhaldi. Honum var sleppt 30. júní 1982. í júlí árið 1982 setti stjórnin ný lög um öryggi þegnanna. Nýju lög- in komu í stað eldri öryggislög- gjafar, sem heimilaði að menn væru settir í bann. Samkvæmt ákvæðum nýju laganna áttu allir sem voru í banni að losna sjálf- krafa ári eftir að lögin öðluðust gildi. Einn þessara manna var Johnny Issel. Þegar til kastanna kom 1. júlí í sumar var kveðinn upp nýr banndómur yfir Johnny Issel og níu öðrum áberandi gagn- rýnendum Apartheid, kynþátta- aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Það var ráðherra laga og reglu, sem ákvað að framlengja bannið. Samkvæmt öryggislögum frá ár- inu 1982 verður ráðherra nú í fyrsta skipti að rökstyðja ákvörð- un sína fyrir endurskoðunarnefnd, sem getur breytt banninu eða af- numið það. Nefndin kemur saman á lokuð- um fundum. Þótt þeim sem eru í banni leyfist að koma fyrir nefnd- ina, fá þeir ekki að sjá sakargögn, sem lögð hafa verið fram gegn þeim, og þeir fá ekki að hafa verj- anda sinn með sér á fundunum. Fyrirmæli nefndarinnar eru ekki bindandi fyrir ráðherra, og hann er ekki skyldur að framfylgja þeim. Dómstólum er meinað að úr- skurða um réttmæti fyrirmæla nefndarinnar. Johnny Issel er kvæntur og á þrjú ung börn. Vinsamlegast skrifið kurteislegt bréf og biðjið um að Johnny James Issel verði látinn laus, til, The Hon. Louis le Grange Minister of Law and Order Union Buildings Pretoria South Africa Þessi mvnd var tekin á Hótel Sögu fyrr í þessum mánuði. Þar var haldin lífleg tískusýning á fatnaði sem verslunin Flóin við Vesturgötu selur. Kenndi þar ýmissa grasa, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Ljósm. Mbl./ KEE. Tískusýning frá Flónni Ekki es vítt orpit Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Jóhannes Helgi: Heyrt & séð, fimm- tíu og sjö skrif. Útg. Arnartak 1983. GREINAR um menn og málefni líðandi stundar, umsagnir um sjónvarpsþætti, heimspekilegar vangaveltur um hitt og þetta, ætli mætti ekki segja að það sé inni- haldið í bók Jóhannesar Helga Heyrt & Séð. Eftir örstuttan formála höfundar hélt ég, að hér væri ein sveitalífs- og bænda- hetjubókin komin enn, varð þess vísari mér til léttis að svo var ekki. Tók að harma það þegar á leið lesturinn. ósköp eru þetta kviðlétt skrif og ákaflega finnst mér hafa verið lítil ástæða til að láta flest af þessu út á þrykk ganga. Nú skal það tekið fram, að Jóhannes Helgi er auðvitað veru- lega snjall rithöfundur sem slíkur og ég hef lesið eftir hann hin gagnmerkustu verk. En flestir þessir þættir eru að því er virðist skrifaðir í dægurmálastíl og held- ur lítið í þá lagt. Oft er komist vel að orði og Jóhannes Helgi tjáir sig tiltölulega áreynslulaust, setur fram staðhæfingar og fullyrðingar sem má deila um, en eru bara góð- ar og gildar sem slíkar. En þegar upp er staðið skilur þetta ekki mikið eftir. Hvað með það þótt einhverjir sjónvarpsþættir hafi verið svona eða hinsegin? Svo leiftrandi er ekki andríki höfund- ar að hann geti búizt við því að þessir þættir muni rifjast upp fyrir lesanda við lesturinn einan, né heldur standa þeir undir sér sem sjálfstæð smálistaverk. Dag- ar í Vín, sem mun vera íslenzkað Jóhannes Helgi og samandregið úr „Dage i Wien“ (er þetta ekki eini kaflinn sem er merktur, það er eins og mig minni það. Og líklega einn af fáum sem hefði ekki þurft að merkja sér- staklega) er skemmtilega skrifað- ur/þýddur kafli, sama máli gegnir með Sunnudagssíðdegi með Ingu Laxness. I Ljósberanum og budd- unni er enn verið að vitna í Hús málarans. Sú bók ætlar að verða lífsseig hjá höfundi. Enda var hún bráðgóð og kannski klassísk. En öllu má nú ofgera. Sjónvarpsrýnin er fyrirferð- armest. Og þar er ekki mikið hold á beini. Allur ytri frágangur bókarinnar er myndarlegur. Nafnaskrá fylgir, svo og sérdeilis ítarleg skrá yfir öll hugverk höfundar svo og þýð- ingar á þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.