Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 79 Stutt spjall viö keflvísku sveitina C.TV. „Þad var eitt og annað, sem olli því aö við skiptum um nafn á hljómsveitinni,“ sögöu þeir Sig- urður Sævarsson og Baldur Guð- mundsson, höfuðpaurar keflvísku sveitarinnar C.TV. er þeir litu inn á ritstjórn og röbbuöu stuttlega viö umsjónarmann Járnsíöunnar um fyrstu plötu þeirra, Casa- blanca. f raun er varla hægt aö tala um aö C.TV. sé ný hljómsveit í besta skilningi þess orös. Þeir Siguröur og Baldur voru áöur í hljómsveit- inni Box ásamt Óskari Nikulássyni. Hann greip hins vegar tækifæriö þegar stóri bróðir, Axel, fór til Bandaríkjanna og hirti sæti hans í Njarövíkurliöinu í körfuknattleik. Þar meö var poppið aö mestu lagt á hilluna. Baldur sagöi þá tvo þó leika saman í annarri hljómsveit, þannig að Óskar héldi sér aöeins viö. C.TV. er því skipuö þeim Sig- uröi og Baldri, svo og öörum Baldri (Baldurssyni) og bróöur Sig- urðar. „Ég held aö C.TV. sé nokkuö rökrétt framhald af því, sem Box var aö gera,“ svaraði Baldur er Járnsíöan innti hann eftir tónlist- arbreytingum, sem oröiö heföu. „Annars er þetta aö mestu leyti heföbundiö popp meö nýjum vinnubrögðum. Sum þessara laga eru reyndar frá byrjun þessa árs og öll eldri en nafniö á hljómsveit- inni. Nafniö? Nei, þaö er ekkert í tengslum viö Psychic TV. Viö þekktum þá hljómsveit ekkert, lás- um aö hún væri aö koma hingaö til lands daginn eftir aö viö nefndum okkur C.TV.“ — Hvernig móttökur hafiö þiö fengið til þessa undir þessu naíni? „Móttökur?" Þaö veröur stutt þögn. „Þær hafa nú veriö dálítiö blendnar. Viö fengum t.d. góöar móttökur á tónlistarhátíö Fjöl- brautaskóla Suöurnesja í Stapa, en hiö sama veröur ekki sagt um unglingastaöina D-14 og Agnar- ögn. Viö spiluöum reyndar líka á æskulýösvikunni á Kjarvalsstöö- um, en fengum ekki verulega góö- an hljómgrunn.“ Skuggahliðín — Þiö sögöuö áöan, aö tónlist- in væri rökrétt framhald af þvi sem Box var aö gera, en um hvaö fjalla textarnir? „Þeir mynda í raun ákveöna heild. Fjalla um skuggahliöar lifsins (önnur plata Box hét Skuggahliöin) og þá staöreynd aö fólk er alltaf aö reyna aö flýja raunveruleikann.“ — Nú hefur tónlist ykkar lítiö heyrst í útvarpi. Hvaö teljiö þiö valda? „Góö spurning. Okkur hefur gengiö mjög illa aö koma tónlist okkar aö og Rás 2 hefur alveg brugöist vonum okkar. Þó er geysilega mikiö leikiö af íslenskri tónlist þar. Við höfum reynt fyrir okkur á fleiri stööum, t.d. hjá sjón- varpinu, en talaö fyrir daufum eyr- um. Reyndar höfum viö velt því fyrir okkur aö gera myndbands- upptöku af einhverju laga okkar en úr því hefur ekki oröiö ennþá." — Af framangreindu má ráöa, aö þiö eigiö dálítiö erfitt uppdrátt- ar, eöa a.m.k. tónlist ykkar. Eru unglingar ekki lengur nýjunga- gjarnir? „Þaö er nú þaö, af þeim móttök- um, sem viö höfum oft fengiö, mætti helst ráöa, aö allir vildu hafa tónlistina óbreytta frá því sem hún hefur veriö í mörg ár. Sumir stara á okkur eins og naut á nývirki af því aö viö erum t.d. ekki meö tromm- ara. Notum trommuheila.“ — í beinu framhaldi: Hvernig gengur þá reksturinn á sveitinni? „Hann gengur eiginlega ekki,“ segja þeir félagar og hlæja. „Viö höfum til samans fengiö 1000 krónur fyrir þrenna síöustu tón- leika. Þaö þykir ekki mikiö. En svo mikiö er víst, aö enginn getur meö góðri samvisku sagt, aö viö séum í þessu peninganna vegna." Sannkölluö skuggahliö, sem þeir strákar í C.TV. draga upp, en vonandi fer aö birta til hjá þeim eins og öörum landsmönnum inn- an tíöar. — SSv. Einir tónleikar, tónsnælda og svo í dvala „Pönkabillý-hljómsveitín Oxsmá, sem að undanförnu hefur vakið athygli fyrir þaö, sem sveitin nefnir sjátf „kill- embillý" tónlist sína, helt tón- leika í Safari á fimmtudag. Með þessum tónleikum braut Oxsmá odd af oflæti sínu, því til þessa hefur sveitin ekki leikið fyrir hvern sem er. Helst á einhverjum „under- ground“-stööum. Þetta voru sumsé fyrstu opinberu tónleik- ar Oxsmá. Þessir merku tónleikar voru reyndar hálfgeröur feigöarboöi, því Oxsmá leggst í dvala um ófyrirsjáanlegan tíma. Hins vegar þurfa áhangendur henn- ar ekki aö skæla, því strax á föstudag var væntanleg tón- snælda meö upptökunum frá kvöldinu áöur. Vanir menn, aö maöur segi nú ekki meira. Jón Ólafsson nýr liðsauki „Jú, þetta er rótt hjá þér, Jón Ólafsson er genginn til liðs við okkur,“ sagði Eiríkur Hauksson er Jámsíðan sló á þráðinn til hans í vikulok. Undanfarnar vikur hafa þeir Einar Jónsson veriö á höttun- um eftir bassaleikara og hugs- anlegum hljómborösleikara i sveit þeirra, sem senn veröur hleypt af stokkunum. Fjóröi maöurinn í sveitinni er Siguröur Reynisson, trommuleikari. Jón Olafsson er gamalreynd- ur bassaleikari og hefur komiö viöa viö sögu á löngum ferli. Um miðbik áttunda áratugarins var hann í vinsælustu flokkum landsins og síöast í Start áöur en sú sveit söng sitt síöasta. Gekk reyndar í Foss um tíma, en þeirri sveit skolaöi til sjávar á mettíma. Aö sögn Eiríks er stefnt aö því aö koma fram einhvern tíma fljótlega á nýja árinu og hefur 5. janúar veriö nefndur sem hugs- anlegur dagur og þá á Borg- inni. Vel hefur veriö æft aö und- anförnu og nýju lögin hrannast upp. ► Fara Dúkku- lísurnar á samning hjá Skífunni? Við skýröum frá því á Járn- síöunni á fimmtudag, að plötusamningur væri í höfn hjá hljómsveitinni stórefni- legu, Dúkkulísunum frá Eg- ilsstöðum. Ekki munu þau mál þó alveg vera fullfrágengin, en þó öll í deiglunní. Þaö er Skífan, sem hyggst gefa út plötu meö Dúkkulísun- um. Er Járnsíöan haföi sam- band viö Óskar Þórisson hjá Skífunni sagöi hann rétt, aö veriö væri aö athuga þessi mál, en samningur viö hljómsveitina væri ekki frágenginn. Eftir aö hafa heyrt i Dúkkulís- unum í tvígang á skömmum tíma er umsjónarmaöur Járn- síöunnar ekki í nokkrum vafa um aö þær eiga eftir aö slá í gegn og þaö svo um munar. Myndabók Fjölva um rokk nýlega komin út Frábærar myndir en textinn ekki gallalaus Myndabók Fjölva um rokk kom út fyrir nokkru. Hér er um aö ræða myndarlega bók meö fjöldamörgum glæsilegum lit- myndum. Upphaflega kom þessi bók út hjá Salamander- útgáfunni í Lundúnum, en text- anum hefur nú verið snaraö yfir á íslensku. Myndirnar áfram þær sömu og „layout“ sömu- leiðis hiö sama. Umsjónarmanni Járnsíöunnar hefur ekki gefist mikiö tóm til að grandskoöa bókina í jólafárinu. Hins vegar hafa fjölmargar þýð- ingar í bókinni vakiö undrun og eftirtekt. Viröist á köflum, sem þýöandi bókarinnar geri sér illa grein fyrir ýmsum þeim nöfnum og hugtökum, sem notuö eru í tónlistinni. Sem myndabók er þetta eigu- legasti gripur, en þá ættu menn líka aö foröast aö taka þaö bókstaflega, sem í textanum stendur. Sem fróöleiksrit hefur bókin nokkuö gildi, einkum þó inngangur hennar. Þó er hann ekki gallalaus og enn held ég aö þýöandinn eigi þar sök á. Sú árátta hans aö þýöa helst öll er- lend orö og hugtök kemur oft eins og köld vatnsgusa framan lesandann. /fsr- r% r.«v3 'm Af mörgum frábærum myndum telur umsjónarmaöur Járnsíöunnar þessa bera af. Scorpions á útopnu. Síðbúin mynd af tón- leikum Linton Kwesi Nokkuð er nú um liðið frá því reggae-kappinn Linton Kwesi skemmti á annað þúsund islendingum á eftirminnilegan hátt í Sigtúni. Til stóð að birta mynd af kappanum frá Sigtúni meö um- fjöllun um tonleika hans sl. þriöjudag, en vegna mistaka var þaö ekki hægt. Við bætum nú úr þessum myndaskorti og læðum hér aö einni góðri af kappanum, þar sem hann syngur við undirleik sveitar Dennis Bovell.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.