Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 63 Bandalag jafnaðarmanna um fjárlagafrumvarpið: Skipulagt undanhald í skugga versnandi lífskjara BANDALAG jafnaöarmanna tclur að núvcrandi fjárlög séu skipulagt undanhald í skugga versnandi lífs- kjara, samkvæmt því sem segir í upphafi fréttatilkynningar frá Bandalaginu í tilefni umfjöllunar Alþingis á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1984. Þar segir ennfremur: „B.J. telur að í fjárlögum skorti allt sem bent geti til stórhuga sóknar til bættra lífs- kjara. B.J. telur að á því megi ráða bót með því að færa til fjármuni á fjárlögum til þeirrar atvinnu- greinar, sem framtíð okkar bygg- ist á, þ.e. iðnaðar. Metsölublad á hverjum degi! Zhita - ný versl- un við Vesturgötu Zhita, nefnist verslun sem ný- boðstólum m.a. snyrtivörur frá lega var opnuð að Vesturgötu 23 fyrirtækinu Boots, málshátta- í Reykjavík. Eigendur eru Hjört- plattar, myndir, bækur og fleira. ur Kristinsson og Dagný E. Einnig sagði hún að hægt væri Magnúsdóttir, sem sést á þessari að fá skrautritanir í bækur og mynd. kort. Að sögn Dagnýjar verða á Ljósm..- mw./kee B.J. hefði gjarnan viljað breyta framlögðu fjárlagafrumvarpi enn meir, því mikið vantar enn á að þau séu stríðsyfirlýsing í bar- áttu við versnandi þjóðarhag. Það er alveg ljóst að nýsköpun atvinnuvega og barátta við at- vinnuleysi verður ekki háð úr þeim skotgröfum sem þjóðinni eru grafnar í fjárlagafrumvarp- inu. Það eru augljóslega vond fjárlög, sem leggja að jöfnu að- hald og andlaus vinnubrögð. Sömu afturgöngurnar ganga ljósum logum sem fyrr. Land- búnaður og sjávarútvegur njóta enn niðurgreiðslu á ráðgjöf og þjónustu eftir 100 ára aðlögun- artíma, á meðan iðnaðinum er ætlað að verulegu leyti að standa undir þjónustu sem er þó engan veginn sambærileg að umfangi. í iðnaði verður að krefjast athafna í stað orðaflaums." Friðarhreyfing íslenskra kvenna: Fyrsta fréttabréfið MIÐSTTÓÐ Kriðarhreyfingar ís- lenskra kvenna er nú að senda frá sér sitt fyrsta fréttabréf. En sam- kvæmt skipulagi hreyfingarinnar er miðstöð ætlað að miðla fræðslu um friðarmál og afvopnunarmál, í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsun- ar um þau málefni og efla samstarf á þeim grundvelli. í þessu fyrsta bréfi, sem sent verður út til jæirra hópa og ein- staklinga sem hafa skráö sig í miðstöð, eru upplýsingar um stofnun og skipulag Friðarhreyf- ingar íslenskra kvenna, birt ávarp það sem 30 konur úr ýmsum stétt- um og stjórnmálafiokkum komu sér saman um og undirskrifuðu undir einkunnarorðunum: Við vilj- um frið! Þá er listi yfir nöfn þeirra kvenna sem starfa í miðstöð og hvernig þær skipta með sér verk- um. Miðstöð hefur aðstöðu á Hall- veigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík og þar er hægt að fá afrit af ræðu Maj Britt Theorin, sænska þingmannsins, sem flutti erindi á stofnfundi Friðarhreyf- ingar íslenskra kvenna í vor, afrit af ræðu Sigríður Thorlacius á landsþingi Kvenfélagasambands íslands, og friðarávarpið á ís- lensku og ensku. Skírt er frá því að miðstöð hafi látið gera sérstakt merki fyrir friðarhreyfinguna, málmmerki til að bera í barmi, merki á bílrúður og límmerki á bréf o.fl. Er það sniðið eftir merkjum sem frið- arhreyfing kvenna á Norðurlönd- um hafa notað, er dúfa með merki kvennahreyfingarinnar í nefi og áletruninni: Konur vilja frið! Eru merkin til sölu og afgreidd á skrifstofu Kvennréttindafélags ís- lands á Hallveigarstöðum 14—17 frá mánudegi til fimmtudags. Úr fréttatilkynningu. Síríus rjómasúldailaði Pegar Síríus rjómasúkkuladid kemar út úr súkkuladivélinni nidri á Barónstíg er búid ad skipta því í 28 jafna bita. Hvrr biti er sérstaklega stimpladur með merki Síríus, svona rétt til þess að tryggja gœðin. Pað er þess virði að bíta í Síríus. jmqh St Mm GOTT POLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.