Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 61 „Þetta er fremur dap- urleg kveöja til Angant- ýs H. Hjálmarssonar kennara í Eyjafiröi, fyrst hann fór að rjúfa þögina.“ sjaldnar slysum í umferðinni en þeir allsgáðu, en þegar slík slys koma fyrir eru þau stundum miklu alvarlegri en ella. Auðvitað er meginástæðan fyrir þessari löggjöf sú að reyna að koma í veg fyrir slys og mér hefur aldrei komið til hugar að mótmæla réttmæti hennar, en í þrugli sínu vill kennarinn sýnilega eigna mér verra hugarfar en fyrirfinnst meðal venjulegs fólks. Skortur á siðferði Kennarinn veit að í skrifum mínum hefur komið fram (26. okt. sl.) að þeir íslenskir læknar, sem ég hef vitnað til, hafa kosið að vera ekki nafngreindir í sambandi við ummæli sín, af því að þeir vildu komast hjá því að verða fyrir aðkasti líkra manngerða og eyfirska kennarans o.fl. Það er nú skrítið siðferði hjá þessum kenn- ara að vilja að ég bregðist trúnaði við læknana, svo helst væri hægt að leiða þá fyrir rétt! Það þarf ekki einu sinni hugarfar lögmanns til þess að bregðast ekki slíkum trúnaði, hann vildu allir siðaðir menn halda. Síst myndi mér koma slíkt til hugar fyrir bænir „sjálfskipaðs fræðimanns í bind- indismálum". Hinu vill kennarinn sýnilega ekki muna eftir að í greinum mínum um heillavænleg áhrif áfengis er stuðst við vísinda- legar niðurstöður frá einni merk- ustu læknisstofnun í heiminum. Ef til vill vilja þeir yfirlæknirinn og kennarinn halda því fram að „áfengisauðvaldið“ hafi keypt þessa frægu vísindastofnun upp með húð og hári og ritstjórn læknaritsins fræga „Lancet" að auki. Mér kæmi ekki á óvart af málflutningi þeirra að slík væri siðferðiskennd þeirra. Kennarinn kýs að vera talinn andlegur tollheimtumaður, slíkur sem þeir gerðust í Biblíunni, auð- vitað væru heimatökin miklu hægari í þessu efni, því hann þarf ekki nema fara lítið skemur aftar í tímann og aðeins utar með Eyja- firði allt að Svarfaðardal til þess að finna bæ, þar sem hann ætti miklu fremur andlega bræður. Kennarinn reynir að nota mis- heppnað erindi yfirlæknisins sem skjöld, en það bregst einnig, því yfirlæknirinn hefur dæmt sig úr leik í skrifum um heilbrigðismál, í eitt skipti fyrir öll, með því að leggja að jöfnu neyslu kókaíns og áfengis. Þetta er fremur dapurleg kveðja til Angantýs H. Hjálmarssonar kennara í Eyjafirði, fyrst hann fór að rjúfa þögnina. Mér finnst hon- um líkt farið og manninum í þjóð- sögunni, sem ætlaði að hæfa þrjár flugur í einu höggi (greinar hans eru dags. 14. júlí 1983, 24. ágúst 1983 og 14. des. 1983), nema hvað kennaranum tekst ekki að hæfa neina flugu, enda þótt hann hafi reynt það með þremur höggum. George Orwell Smith, maður skynseminnar, er látinn gefa ægilegustu játn- ingu sem til er: „Hann elskaði Stóra bróður!“ í sæluvímu vegna hins ein- falda lífs sem hinn spillti mað- ur uppgötvar í fari stritandi alþýðukonu verða til eftirfar- andi þankar boðskapur um eitthvað betra þegar ríki djöf- uldómsins er hrunið til grunna: „Fuglarnir sungu, prólarnir sungu, en Flokkurinn söng ekki. Um allan heim, í London og New York, í Afríku og Brasilíu og leyndardómsfull- um, forboðnum löndum hand- an landamæranna, á götum Parísar og Berlínar, í þorpun- um á óendanlegum gresjum Rússlands, í söluskálum Kína og Japans, alls staðar stóð þessi sama, ósigrandi kona, sem orðin var að óskapnaði af erfiði og fæðingum, stritandi frá vöggu til grafar, og söng. Upp frá þessum voldugu lend- um hlaut einhvern tíma að rísa kynslóð viti borinna manna. Sjálfur var maður dauður, framtíðin heyrði hin- um til. En maður gæti átt hlutdeild í framtíðinni, ef maður gæti haldið andanum lifandi, á sama hátt og þeir líkamanum og kæmi hinni leynilegu kenningu áfram, að tveir og tveir eru fjórir.“ í ríki 1984 eru tveir og tveir fimm, stríð friður, frelsi ánauð og fáfræði máttur. Einstakl- ingsins er gætt, fylgst með honum af skermi, hann neyð- ist til að afneita tilfinningum sínum og rökhyggju vegna heildarinnar. En sameignar- innrætingin er aðeins í þágu fárra. Hvar er dregin upp skýrari mynd af alþýðuríki á villigötum? Orwell gerði sér grein fyrir vissum kostum kapítalismans án þess að ját- ast undir það ok að fáir ættu að auðgast á kostnað fjöldans. Hvers konar yfirsétt var hon- um þyrnir í augum. 1984 er vissulega skáldsaga og háð lögmálum skáldsög- unnar sem slík. En hún er um- fram allt umræða, umræðu- skáldsaga, að vissu leyti rit- gerð. Ég verð þó að játa að við endurlestur 1984 get ég ekki annað en dáðst að skáldsagna- höfundinum George Orwell. Hann var einn af mestu greina- og ritgerðahöfundum síns tíma, sífellt vakandi og nýr. En 1984 er frábær skáld- saga hvernig sem á hana er litið. Á köflum hefur hún meira að segja ýmsa kosti hinnar góðu afþreyingarsögu þótt slík yfirlýsing hljóti að verka sem léttúð. Laríon Heillandi írásögn um hinar miklu óbyggðir Alaska og ímmsiœtt líí Indíánanna, sem landið byggðu, er íyrstu skinnakaupmennirnir komu þangað með byssur sínar og brennivín. Laríon var ókrýndur konungur þessara miklu óbyggða. Orð hans vom lög, honum var hlýtt í blindni, ákvörðunum hans varð ekki breytt. Síðustu herlör hans, heríörinni gegn hvítu mönnunum, lauk með blóðbaðinu mikla við Núlató. Að henni lokinni hvarl Laríon aítur á vit skóganna miklu, liíði þar til hárrar elli, virtur og dáður, — hann haíði aírekað svo miklu. Og enn sem íyrr vom orð hans lög... Peter Freuchen er íslendingum að góðu kunnur vegna margra og skemmtilegra bóka. Ævintýralega atburði, sem oít gerast í raunveru- leikanum, leitaði hann uppi og skráði á bœkur. Þannig varð til þessi spennandi saga um Laríon, síðasta mikla indíánahöíðingjann í Alaska SKUGGSJÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.