Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Viðreisnarstjórnin, ráðuneyti Ólafs Thors, í garði Alþingishússins: Talið frá vinstri: Ingólfur Jóns- son, Bjarni Benediktsson, Ólafur Thors, Guðmundur í. Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen, Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. Ingólfur Jónsson formaður stjórnar Framkv«mdastofnunar ásamt öðrum stjórnarmönnum og nokkrum starfsmanna. Ingólfur á Hellu Frá útgáfufélaginu Fjölni hf. kem- ur út fyrir þessi jól annað bindi endurminninga Ingólfs Jónssonar, fyrrum ráðherra og alþingismanns á Hellu, sem Páll Líndal hefur búið í bókarform í samvinnu viö Ingólf. Bókin nefnist Ingólfur á Hellu, umhverfi og ævistarf II, en fyrra bindiö kom út í fyrra. Frá- sögn Ingólfs í þessu síðara bindi hefst um það bil sem viðreisnar- stjórnin tók við völdum, en Ingólf- ur var ráðherra í stjórninni allan þann tíma sem hún sat að völdum, í röskan áratug. Er hann eini ráð- herra sjálfstæðismanna sem sat í stjórninni allan tímann, og hinn eini eftirlifandi er fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins tóku fyrst sæti í henni. Umfjöllun um við- reisnarstjórnina er því fyrirferða- mikil í bókinni, en auk þess er víða komið við og minnst fjöl- margra atburða frá þessum árum, auk þess sem Ingólfur rekur kynni sín af mörgum þeirra manna sem mestan svip hafa sett á stjórnmálabaráttuna síöustu áratugi. Morgunblaðið hefur fengið leyfi höfunda og útgefenda til að birta kafla úr bókinni og fara þeir hér á eftir. Fyrst er birtur hluti úr 2. kafla, sem bar yfirskriftina „Gift- ing kjördæmanna“. Aftar úr bók- inni er stuttur kafli sem ber yfir- skriftina „Kkkert kaffi", en þar segir frá opnun Keflavíkurvegar- ins. „Gifting kjör- dæmanna" En víkjum þá aftur að árinu 1959, sem ég nefndi umbrotaár. Með því orði eru að sjálfsögðu hafðar í huga hinar miklu póli- tísku sviptingar, sem urðu það ár: tvennar kosningar til Alþingis í sambandi við stjórnarskrárbreyt- ingu, sem þá var gerð, með óvenju- harkalegri kosningabaráttu bæði skiptin, og í framhaldi af þessu myndun viðreisnarstjórnarinnar, sem myndar vissulega þáttaskil í þjóðarsögunni. Þetta hefur raunar verið rakið nokkuð í I. bindi þessa verks, en ég tel þó rétt að bæta dálitlu við, þannig að lesendur fái gleggri hugmynd um það andrúmsloft, sem ríkti síðustu mánuðina, áður en viðreisnarstjórnin var skipuð. Þess var getið, að framsóknar- menn hefðu barist mjög hat- rammlega gegn stjórnarskrár- breytingunni, sem fól í sér ger- breytingu á kjördæmaskipuninni. Varla verður um það deilt, að kjördæmaskipunin var, þegar hér var komið sögu, orðin gersamlega úrelt frá lýðræðissjónarmiði. En hún var framsóknarmönnum hag- stæð, enda börðust þeir hatramm- lega á móti þeirri breytingu, sem gerð var. Raunar töluðu þeir um vissar „lagfæringar“ á kjördæma- skipuninni, en ekki ætía ég, að þær hefðu orðið til mikilla bóta, enda varð engin samstaða með þeim. Ýmsir, sem hefðu annars verið deigir, hafa vafalítið skoðað vel hug sinn og sannfærzt um, að umbóta væri verulega þörf á kjör- dæmaskipun, sem bauð upp á ævintýri á borð við Hræðslu- bandalagið 1956. Frá flokkssjón- armiði hlutu framsóknarmenn að berjast gegn teljandi úrbótum, því að ríkjandi skipun veitti þeim töluvert meiri þingstyrk en fylgi þeirra meðal þjóðarinnar gaf til- efni til. Stuðningur sjálfstæðismanna við minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins, þá sem mynduð var undir árslok 1958, var meðal ann- ars háður því, að sú breyting yrði gerð á kjördæmaskipuninni, að hún yrði í samræmi við þjóðar- vilja og festa gæti þannig náðst í meðferð þjóðmála. Þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur náðu svo samkomu- lagi við Alþýðubandalagið um að koma á lagfæringu á kjördæma- skipuninni, þar sem reynt yrði að sníða af þá agnúa, sem helztir þóttu á henni vera. Niðurstaðan varð sú, að kjördæmi skyldu vera 8 og þar skyldi vera hlutfallskosn- ing, en auk þess skyldi haft tiltek- ið uppbótarmannakerfi, þannig að réttlátara hlutfall fengizt milli kjördæma og stjórnmálaflokka, hvað þingstyrk snerti. Þetta þýddi, að sýsluskipunin skyldi ekki vera sá grundvöllur kjör- dæmaskipunar sem verið hafði. Það er ekkert launungarmál, að þrátt fyrir það, sem á undan var gengið var nokkur beygur í ýms- um gagnvart þessari róttæku breytingu, þótt ekki væru þeir fylgismenn Framsóknarflokksins. Sá áróður framsóknarmanna, að með þessu væri verið að ráðast að fornhelgum stofnunum eins og sýslunum og þar með verið að flytja allt vald í landinu úr ein- stökum héruðum á flokksskrif- stofurnar í Reykjavík, hafði um tíma nokkur áhrif. Þau urðu þó takmörkuð þegar á reyndi. Framsóknarmenn börðust af miklum móði, en höfðu þó engan veginn erindið sem erfiði. Það mátti og ljóst vera, að þeir gátu ekki stöðvað málið, eftir að sam- komulag flokkanna þriggja hafði tekizt, fremur en þeim tókst að stöðva kjördæmabreytingarnar 1934 og 1942. Alþingiskosningar fóru fram 28. júní 1959, og hefur áður verið skýrt frá úrslitum þeirra. Þing var kvatt saman til fundar 21. júlí og var meginviðfangsefni þess að sjálfsögðu að leiða til lykta þá stjórnarskrárbreytingu, sem sam- þykkt hafði verið á næsta þingi á undan svo sem áskilið er í stjórn- arskrá. Eins og jafnan verður, bættust nú í hópinn ýmsir þingmenn, sem áttu fyrir höndum langa setu á Alþingi, en enginn þeirra á þar lengur sæti, þeir eru ýmist fallnir frá eða hættir þingmennsku af öðtum ástæðum. Vegna þess samkomulags, sem tekizt hafði um kjördæmamálið, þótti eðlilegt, að flokkarnir þrír, sem að því stóðu, skiptu með sér embættum þingforseta. Sam- kvæmt því var samstaða milli þeirra um að kjósa Bjarna Bene- diktsson, forseta sameinaðs þings, Einar Olgeirsson, forseta neðri deildar og Eggert G. Þorsteinsson, forseta efri deildar. Gerðu fram- sóluiarmenn hið mesta gabb að þessu samstarfi og töldu bæði sjálfstæðismenn og alþýðubanda- lagsmenn hafa lagzt lágt, hvora að sínu leyti, eftir það, sem á undan væri gengið. Ekki hafði þetta áhrif meðal okkar þingmanna Sjálfstæðisflokksins, enda var hér um eðlilegan vinnumáta að ræða eins og á stóð. í pólitík er heldur ekki alltaf hægt að velja sér sjálf- um sessunaut. Á það má og benda, að framsóknarmenn höfðu valið Einar til sömu vegtyllu í tíð vinstri stjórnarinnar. Einar var röggsamur fundarstjóri, en á það reyndi nú ekki alltaf á þessu þingi, því að hann stóð löngum í ræðu- stól eins og brátt kemur að. Emil Jónsson var, svo sem áður hefur verið greint frá, forsætis- ráðherra minnihlutastjórnarinn- ar, er nú sat að völdum. Hann mælti fyrir frumvarpinu um breytingu á stjórnarskránni. Hann hafði ekki mörg orð um málið, enda gerðist þess naumast þörf eftir alla þá umræðu, sem af- staðin var. Hann lagði áherzlu á, að flokkar þeir, sem að frumvarp- inu stæðu, hefðu fengið um 70% atkvæða við kosningarnar og 33 þingmenn af 52, en andstæðingar þess 19 þingmenn, en 27% at- kvæða. Þjóðvarnarflokkurinn hafði hlotið innan við 3%, og var hann nú úr sögunni. Forsætisráð- herra sagði: „Má með sanni segja, að þjóðin hafi látið í ljós vilja sinn á mjög ótvíræðan hátt.“ Þótt um- ræður yrðu mjög miklar, þokaðist málið markvisst áfram, þannig að það hlaut fullnaðarafgreiðslu þingsins á þrem vikum. Reyndi töluvert á þrek og þolinmæði þing- forseta, því að umræður urðu ekki aðeins langar og harðar, heldur fóru þær líka mjög á víð og dreif eins og brátt verður minnzt á. Eins og vænta mátti voru fram- sóknarmenn í miklum vígamóði og neyttu allra ráða til að stöðva af- greiðslu framvarpsins eða að minnsta kosti tefja hana. Þeir röð- uðu sér í langa fylkingu á mæl- endaskrá. Var uppistaðan í ræðum þeirra, að hér væri verið að vega að strjálbýlinu, draga úr áhrifum almennings á val þingmanna, fremja ógnarleg helgispjöll með sameiningu einstakra kjördæma og stefna að upplausn í þjóðfélag- inu og öðrum ófarnaði með þ ví að taka alls staðar upp hlutfallpkosn- ingar. Sýslumaður Rangárvallasýslu, Björn Fr. Björnsson, sagði meðal annars um það kerfi að viðhafa hlutfallskosningar, að „slíkt virt- ist vera að ganga sér til húðar, þar sem það áður ríkti um nokkurt skeið og reynsla fengin af slíku fyrirkomulagi." Síðar lét hann þessi orð falla: „Byltingaráformið er komið nokkuð áleiðis að mark- inu, en þó vantar herzlumun. Því er enn tími til að drepa málinu á dreif eins og mikill hluti fólks í viðkomandi kjördæmum, kjör- dæmum, sem leggja skal niður, raunverulega óskar eftir, og önnur málefni af þýðingarmeira tagi verði tekin til íhugunar og nauð- synlegrar afgreiðslu." Og hann varpaði fram þessari spurningu: „Hvers eiga dreifbýliskjördæmin að gjalda eða það fólk, sem sveit- irnar byggir?" Ekki var furða þótt spurt væri! Eins og áður er fram komið, var ýjað í það, að ef til vill væri hægt að ná samkomulagi við framsókn- armenn um tilteknar breytingar, en hvort tveggja var, að meiri- hlutaflokkarnir töldu sig hafa komizt að sæmilega viðunanlegri niðurstöðu í kjördæmamálinu og ekki mögulegt að snúa við úr því sem komið var, og svo hitt, að menn höfðu á því takmarkaða trú, að nokkur leið væri að semja við framsóknarmenn, og þá sízt af öllu væri slíkt ráðlegt eins og mál voru nú komin; slíkt þýddi í raun, að taka yrði málið upp að nýju. Ég ætla, að Einar Olgeirsson hafi talað manna mest í neðri deild og þá Eysteinn Jónsson og áttu þeir mikil orðaskipti, ekki alltaf vinsamleg. Annars gengu umræður mjög á dreif, og blönd- uðust inn í umræðurnar ýmis mál, sem þá voru ofarlega á baugi, en voru ekki viðkomandi afgreiðslu frumvarpsins, t.d. verðbólguvand- inn. Björn Pálsson frá Löngumýri, sem var í hópi nýkjörinna þing- manna Framsóknarflokksins, svaraði langri ræðu Einars Olgeirssonar, þar sem víða var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.