Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Klaufaleg kvedjuorð Angantýs Hjálmarssonar ÉLl 1983 19 Angaotýr H. Hjálmarsson heilbrigt almenningsálit, sem átt hefur sinn þátt í því að halda áfengisvandanum í skefjum hjá okkur, því það hefur löngum þótt til vansa að vera áfengissjúkling- ur.“ Þarna kemur dr. Gunnlaugur að kjarna málsins. Heilbrigt almenn- ingsálit er það eina sem komið getur í veg fyrir áfengisvandann. En mér er spurn: Er Gunnlaugur að skapa þetta heilbrigða almenn- ingsálit með grein sinni? Það held ég að sé langt í frá. Þessi lofsöng- ur hans um áfengið örvar örugg- lega ýmsa til áfengisneyslu, og þar með er hann orðinn einn af skað- legustu menininarvöldum þessa lands, samanber ereinar mínar „Mengun í mannlífinu“, sem birt- ust í Tímanum dagana 31. maí til 2. júní sl. Það má vel vera að ýmsir þeir, mbmm rhhn kn'% —, — eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Heldur þykja mér kveðjuorð Angantýs H. Hjálmarssonar kennara til mín hér í blaðinu 14. des. sl. klaufaleg og það svo ekki verður hjá því komist að gera nokkrar athugasemdir. Kennarinn kvartar undan því hve stóryrt skrif mín eru á köfl- um. Það skal fúslega játað að skaphöfn mín er slík að mér hætt- ir stundum til að taka fullmikið upp í mig og eins hitt að tala hratt og aka greitt. Þannig eru t.d. skrif mín í aug- um sumra varðandi „um-daginn- og-veginn-erindi Guðsteins Þeng- ilssonar yfirlæknis án efa full hvassyrt, svo að með misgóðu hug- arfari má fá annað úr textanum en mér var í huga, en auðvitað er ekkert við því að gera. Ástæðan til þessara viðbragða minna er tví- þætt. Annars vegar, að mér lækn- issyninum gramdist að Guðsteinn Þengilsson yfirlæknir skyldi fara að nota ríkisfjölmiðla svo sem ríkisútvarpið, til þess að vega að skrifum mínum, vitandi að mér væri ekki auðgert að svara á sama vettvangi. Hin ástæðan er miklu alvarlegri, sem sé sú að yfirlækn- irinn leyfði sér gegn betri vitund að bera fyrir alþjóð, að „vísinda- legar niðurstöður um heillavænleg áhrif hóflegrar áfengisneyslu" hefðu verið „affluttar" eða með öðrum orðum rangt þýddar eða rangfærðar áfenginu í vil. Yfir- læknirinn vissi að auðvitað datt mér ekki í hug að gera neinar slík- ar breytingar á frumtexta hinnar vísindalegu niðurstöðu. Upphaf frumtextans var birt með grein minni og yfirlækninum í lófa lagið að fá hann, ef hann óskaði þess. Var kennarinn allsgáður þegar hann rauf þögnina? Skrif Angantýs H. Hjálmars- sonar kennara bera nú miklu meiri blæ þess en fyrr að vera ætl- uð til lesturs börnum innan níu ára aldurs. Þannig er sem kennar- inn hafi ekki verið allsgáður er hann eftir ábendingu manna rauf þögnina. Hann ber mér á brýn að ljúga eða „skrökva pínulítið“ með því að hafa hermt upp á hann að hafa „stimplað mig sem skaðlegasta mengunarvald þjóðarinnar" og seg- ir kennarinn þessi orð hugarburð minn. Mér er bara spurn: var kenn- arinn allsgáður, þegar hann ritaði þetta og neitar að hann kannist við skrif sín hér í blaði 14. júlí sl. og birt er hér með mynd af klausunni og kennaranum saman eins glæsilegt og þetta tók sig út á prenti? Önnur skrif hans bera þessu sama merki t.d. er hann segir þetta: „aftur á móti gerir dr. Gunn- laugur enga tilraun til að hrekja það sem ég tók upp úr skýrslu landlækn- is, né afsanna ástæðuna fyrir því að ökumönnum er lögbannað að aka bifreið ef áfengismagn í blóði þeirra fer yfir 0,5%o. Mér er óskiljanlegur svona þankagangur. Við þrír, sjálfur kennarinn og landlæknir og líka undirritaður, erum nefnilega allir sammála því, sem vitnað var til úr heilbrigð- isskýrslu landlæknis og kennarinn vitnaði til í grein sinni 24. ágúst sl. og hefst með þessum orðum: Of mikil áfengisneysla er talin veiga- mikil orsök ýmissa sjúkdóma o.s.frv. Mér hefur aldrei komið til hugar að verja of mikla áfengisneyslu, slíkt er andstætt háttum siðaðra manna og fjarstæða að reyna að lesa eitthvað þess háttar úr þeim skrifum mínum að ekki sé meira sagt. Heilbrigðisskýrsla land- læknis fjallar einfaldlega um of mikla áfengisneyslu. Skyldi kenn- arinn vera nógu læs? Hins vegar vill kennarinn ekki minnast þess, sem segir í skýrslu þessari og vik- ið var að í skrifum mínum: „að áfengisneysla íslendinga er minni en með öðrum vestrænum þjóðum og áfengisvandamálið ekki nærri eins alvarlegt.“ Væri rétt að færa lög- leyft áfengismagn í blóði upp í 0,8%o Hugleiðingar kennarans um að mig skorti gagnrök varðandi löggjöf um ölvunarakstur eru álíka skarplegar og áður getur. Mér hefur ekki komið til hugar fremur neinum öðrum heilvita manni að mæla gegn ákvæðum í löggjöf okkar varðandi bann við því að menn aki bifreið með meira en tiltekið magn áfengis í blóði. Hins vegar er mér ljúft að upp- lýsa kennarann um, að Danir hafa athugað ökuhæfnj manna, sem dreypt hafa á áfengi og hefur það sýnt sig að menn aka betur með lítils háttar áfengismagn í blóði. Má vera að þessar athuganir Dana hafi leitt til þess að þeir hafa fyrir nokkru fært lögleyfð mörk áfengis í blóði upp í 0,8%o. Spurningin er hvort við ættum ekki að fara að fordæmi Dana að fenginni reynslu þeirra. Hitt er svo annað mál, að bílstjórar undir áfengisáhrifum valda miklu Um kreditkort — eftir Halldór Jónsson Fátt hefur fyllt mig meira stolti um dagana en þegar bankinn leyfði mér að spranga um með tékkhefti. Nú var maður orðinn númer í viðskiptalífinu og gat skrifað peninga hvenær sem var. Að vísu var bankinn stundum að hringja í mann ef maður skrifaði of mikið, bölvuð ekkisens smá- munasemin. Ekki var maður hringjandi í þá, þó maður ætti inni. Svo kom að því, að menn vildu ekki taka ávísanir gildar, nema stundum. Sögðu að það væri svo mikið um innstæðulausar ávísanir, að þeir vildu bara pen- inga. Til dæmis í ríkinu, þar er bara verzlað fyrir bánkuseðla. Upp komu hugmyndir um að gefa út fleiri sortir af ávísanaeyðublöð- um, til dæmis sérstaka liti fyrir þá sem bankinn ábyrgðist að væru í lagi. Þetta var fellt af því að þetta væri svo óalþýðlegt. Með þessu væri verið að segja, að það væri einhver munur á Jóni og séra Jóni. Það er sko ekki á íslandi. Kreditkort Næst var ég upp með mér þegar ég komst í tæri við lítið plast- spjald frá American Express, al- þjóðlegt kreditkort, sem ég fékk eftir vandlega gegnumlýsingu og bankaábyrgð. Þá var maður sko orðinn alvörugreifi, enda þeir menn sem vilja borga í grænum „Hvers á sá aö gjalda, sem er enn að labba um með aurana sína og kaupa sér lítilræði fyrir jólin. Af hverju fær hann engan afslátt um- fram plastikkmenn? Eða er Kínverjinn bara svona vitlaus?“ dollurum litnir hálfgerðu horn- auga í Bandaríkjunum og taldir vera jafnvel úr Mafíunni eða eitthvað svoleiðis. Þar er enginn maður með mönnum nema hann hafi svona plastikk upp á vasann. Svo kom Eurocard og Visa. Mér þótti ennþá merkilegra að labba um með þrjú kort fremur en eitt, enda eru sumir svo sérvitrir að þeir vilja heldur þetta plastikk en hitt og maður er það greiðvikinn að eðlisfari að manni finnst sjálf- sagt að láta það eftir þeim og get- ur líka verslað víðar en áður. Þessi kort fékk ég gersamlega fyrir- hafnarlaust og án allra trygginga. Útí Hong Kong tók ég fyrst eftir því að Kínverjinn, sem er mesti bísnessmaður í heimi, lagði 3% ofan á reikninginn, ef maður bauð honum plastikk í stað peninga. Svona gera þeir líka víða í öðrum löndum. Eftir þetta fór mig að gruna að þeir plastikkútgefendur tækju eitthvað fyrir sinn snúð, meira en að rukka burðarmann fyrir kortafnot. Enda er American Express með gróðavænlegri fyrir- tækjum í Bandaríkjunum. Nú getur sem sagt hver íslensk- ur meðalskussi, sem hvergi fékk skrifað áður,- labbað um með plastikk og bankaábyrgð og tekið út hjá kaupmönnum að vild sinni í jólamánuðinum og fengið vaxta- lausa kredítt hjá þeim í einn og hálfan mánuð. Þessum líka vesal- ingum, sem sjaldnast hafa verið til viðtals um að gefa staðgreiðslu- afslátt af því að þeir hafi svo lága álagningu hjá verðlagsstjóra. En nú geta þeir allir, já hver í kapp Halldór Jónsson við annan, lánað vöruna í 1% mánuð og borgað meira að segja ca. 3% með því til plastikkútgef- andans. Hvers á sá að gjalda, sem er enn að labba um með aurana sína og kaupa sér lítilræði fyrir jólin. Af hverju fær hann engan afslátt umfram plastikkmenn? Eða er Kínverjinn bara svona vitlaus? Dellukallar íslendingar eru makalausir dellukallar. Ef fréttist að það sé hægt að græða á minkabúi, þá eru sprottin upp 2 slík í hverjum hreppi. Sama gildir um laxarækt, kanínur, steinullarfabríkkur, skyndibitastaði, bankaútibú, líf- eyrissjóði, togara, tölvuskóla og poppverzlanir. Núna gráta kaup- menn vegna þess að enginn aur kemur í kassann fyrir jólin, það er allt komið í plastikkið. Hverjir gráta í febrúar eigum við eftir að sjá. Kannske verður þá hægt að plasthúða steinull þannig að ein- hver fáist til að snerta á henni sér að skaðlausu. Koma tímar, koma ráð. Enda er Mathiesen búinn að láta steinullina fá erlent kredit- kort með margra ára greiðslu- fresti meðan einkafyrirtækin eru bundin af 6 og 12 mánaða erlend- um greiðslufresti. Er ekki hægt að leysa vanda útgerðarinnar með því að láta þá fá kreditkort? 15.12.1983 Halldór Jónsson er íorstjóri Steypustöðyarinnar hf. Tónlist á hveriu heimili umjólin Veggir haturs og lyga Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson George Orwell: Nitján hundruð áttatíu og fjögur. Skáldsaga. Þýðing: Hersteinn Pálsson og Thorolf Smith — á bundnu máli Gunnar Dal. Leikmann 1983. 1984 kom fyrst út 1949, ógnvænleg framtíðarspá sem tók mið af sínum eigin tíma. Nú þegar árið 1984 er skammt undan er lesanda efst í huga að velta fyrir sér hvort George Orwell hafi haft lög að mæla. En annað hlýtur líka að knýja á: Stenst 1984 sem fullgild skáldsaga nú á tímum? Þar sem 1984 verður gerð ít- arlegri skil innan skamms er þessum línum aðeins ætlað að vekja athygli á endurútgáfu bókarinnar, en hun var fyrst gefin út á íslensku 1951. Margt í 1984 er eins og lýs- ing á samtíma okkar, en sem betur fer er andrúmsloft sög- unnar ekki allsráðandi. George Orwell var einn hinna róttæku höfunda sem sáu snemma veilur kommúnism- ans, hrifust með í upphafi, en urðu síðan hörðustu gagnrýn- endur stefnunnar. Orwell er ein hin máttugasta rödd frjálsrar hugsunar á þessari öld og einn af fáum rithöfund- um sem borið hafa skynbragð á stjórnmál. Heimur Stóra bróður er í sögunni London, en engum getur blandast hugur um að það er fyrst og fremst Moskva sem er lýst. Lögreglu- ríki Orwells líkist mest Sovét- ríkjunum. Að vísu hvarflar hugurinn oft til fasistastjórna Suður-Ameríku, en þær stjórnir eiga naumast jafn pottþétta kúgunarhugmynda- fræði og arftakar Stalíns. Þeir veggir haturs og lyga sem Orwell lýsir minna óneitan- lega á orð íslensks skálds sem orti um múra Kreml eftir heimsókn til Sovétríkjanna: „Dimmir, kaldir og óræðir/ umlykja þeir/ eld hatursins,/ upphaf lyginnar,/ ímynd glæpsins". Það ber aftur á móti að hafa í huga að George Orwell var enginn pólitískur einfeldning- ur og eflaust hefðu ýmsar kenningar hægrimanna eins og þær birtast okkur nú valdið honum hryllingi og fengið hann til að andmæla. Ein- strengingslegar skoðanir sem oft leiða til takmarkalauss valds hins sterka fengu hann ekki síst til að semja 1984. Von hans er fólgin í því að múgur- inn vakni til vitundar um það hvernig fulltrúar valdsins leika á hann með því að sundra honum og láta hann standa í tilgangslausum styrj- öldum. Múgsefjunin nær há- marki í lok 1984 þegar hinn niðurlægða söguhetja Winston

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.