Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 77 rv VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS /71*1 U/m'l) If Demantshringar — Draumaskart Þessir hringdu . . . Aðstaðan mjög góð og allt til alls Aðstandandi íbúa í Furugerði 1 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það var einhver H.B. að skrifa um Dalbraut 27 og Furugerði 1. Ég var óskaplega óánægður með þessi skrif fyrir hönd fólksins í Furugerði 1. Tengdamóðir mín býr þar, og þess vegna er mer vei Kunnugt um, að aðstaðan í húsinu er mjög góð og allt til alls: hárgreiðsla, fótsnyrting, leikfimi og matur, og ef fólk er veikt, fær það sent upp til sín. Á hverjum fimmtu- degi kemur rútubíll á staðinn og fer með fólkið upp í verslunar- miðstöðina í Austurveri, bíður meðan það erindar og skilar því heim aftur. Og svona mætti lengur telja. Fékk að heyra síðustu mínútuna Kristinn Pálsson, Keflavík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir stuttu gaf hljómsveitin CTV út fyrstu hljómplötu sína sem heitir Casa Blanca. Platan fjallar um lífs- gæðakapphlaupið og vísar til samnefndrar kvikmyndar. Þetta er að mínu viti fullkomnasta og pottþéttasta skífa sem komið hefur út i langan tíma. En það er eins og Útvarpið sé að reyna að þegja hana í hel, því að vart hef- ur heyrst nokkuð af henni á rás- unum tveimur, sem Útvarpið hefur yfir að ráða. Reyndar fékk áðurnefnd plata hálfkuldalega kynningu á rás 2. Þar var rætt við einn hljómsveitarmanna CTV og á meðan heyrðist lágur ómur af titillaginu. Þegar viðtal- inu lauk var bara hækkað í lag- inu og sagt að hér væri iagið Casa Blanca með CTV og fólk fékk að heyra síðustu mínútuna af umræddu lagi. Þetta finnst mér hálfleiðinleg framkoma hjá útvarpsmönnum. Hugsum okkur ef Bara-flokkurinn fengi t.d. álíka kynningu. Ég hef á síðustu dögum hringt margsinnis í rás 2 og beðið um að margumrædd plata yrði spiluð, en þá hafa syrpustjórarnir farið að gráta og sagt að þeir vildu spila lög sem þeir hefðu sjálfir valið. Að lok- um vil ég hvetja alla sanna tón- listaráhangendur til að hlusta á þessa nýju plötu, auk þess sem ég bið útvarpsmenn að hugsa málið. Dýraverndunarmál ættu aö vera mun meira á dagskrá í fjölmiðlum en nú er reyndin Margrét Hjálmtýsdóttir skrifar: „I pistlum Velvakanda 11. des. er ágæt grein eftir Martein H. Skaftfells, þar sem hann, eftir að hafa kynnt sér ýtarlega flutning hesta til slátrunar með skipum til annarra landa, mælir eindregið á móti slíkum verknaði, og er það þakkarvert. Af slíku tilefni koma í hugann sagnir af sölu íslenskra hesta hér áður á árum til þrældóms í kola- námum Bretlands eftir að stungið var í augu þeirra til að blinda þá og vekja hrylling og eru smánar- blettur á þeim, er að því stóðu. Einu sinni var svörtum mönnum í Afríku smalað saman og þeir fluttir í skipum f hópum, oft í böndum, og seldir til þræl- dóms hjá hvítum mönnum á Vest- urlöndum. Sú mikla svívirða hvílir enn þungt á herðum hvíta manns- ins. Þarna var ágirndin sem er „rót alls ills" að verki. Islendingar ættu ekki að fremja svipaðan verknað gegn hestunum sínum. Dýraverndunarmál ættu að vera mun meira á dagskrá í fjölmiðlum en nú er reyndin því betur má ef duga skal. Gæti Velvakandi að gefnu til- efni birt dýraverndunarlög þau, er Alþingi hefur samið?" Kjartan Ásmundsson, gullsmíðav. Aðalstræti 8. bevKi Loft- og veggklæðningar, límtré, smíðaplötur, parket. - A/lt úr Beyki, því það er óskaviðurinn í dag! Allar upplýsingar veittar í síma 25150. BJORNINN HF Skúbtúni 4 - Simi 25150 - Reykjavik AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTAHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.