Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Aflvaki lögmannsins eftir Kristin Jón Guðmundsson Doctor juris Gunnlaugur Þórð- arson hefur frá miðsumri háð mikla og hetjulega málsvörn á síð- um Morgunblaðsins fyrir góðvin sinn einn. Hefur hann tvíeflst í hvert sinn er lagt hefur verið að þessum skjólstæðingi hans og gert hann þeim mun vammlausari og kostum hlaðnari sem harðar er að sótt, og verður að kallast mikill og góður lögmannsbragur á slíku. En nú virðast sækjendurnir hafa kró- að dreng af úti í horni, því í síð- asta hluta varnarræðunnar (í morgun, 8. des.) lofar hann vininn svo mikillega að mig grunar að heldur fari að fækka trompunum á hendi hans, enda voru mörg út- spilin góð. Eða getur nokkur hugs- að sér betri umsögn en að vera „aflvaki vestrænnar menningar og lista ..— ekki ég a.m.k. Enda er það ekki neinn miðlungsskjólstæð- ingur sem dr. Gunnlaugur hefur á sínum vegum þarna. Hér ræðir um (hvorki meira né minna) en einn örlagaríkasta vökva mann- kynssögunnar — vínanda — sem seitt hefur til sín margan góðan drenginn og telpuna í gegnum tíð- ina. En þá er mér spurn. Af hvurju veit umheimurinn ekkert um tilvist okkar vínanda- og menningarelskandi þjóðar nema þegar eldgos herja, kvenforsetar veljast og reglumenn fá Nóbels- verðlaun? Menn skyldu nú ætla að „Menn skyldu nú ætla að þar sem 90% þjóðar- innar eru að meira eða minna leyti á kafi í afl- vakanum mikla, þá ættu að rísa upp úr glaumi fyllería andlegir jöfrar öðru hverju.“ þar sem 90% þjóðarinnar eru að meira eða minna leyti á kafi í afl- vakanum mikla, þá ættu að rísa upp úr glaumi fyllería andlegir ÞROUNÁ BYGGINGARMÁTA FRAM ' um Nú er hafín hugmyndasamkeppni um hönnun ibúðarhúsa úr steinsteyptum einingum. Samkeppnin er haldin á vegum fyrirtækisms Nýhús hf. sem er hlutafélag fimm emingahúsaframleiðenda. Samkeppnin er háð í nánu samstarfi við Arkitektafélag íslands og er keppnislýsing samkvæmt reglum félagsins. Tilgangur keppninnar er að hanna falleg og hagkvæm hús úr steinsteyptum einingum, sem verða fíöldaframleiddar. Þessar einingar verður síðan hægt að hafa á lager, án þess að það bitni á útliti, gæðum eða fjölbreytru húsanna. Með þessari fjöldaframleiðslu og hagræðingu er stefnt að því að Nýhús geti boðið einingahús á mun lægra verði en áður hefur þekkst. Rétt til þátttöku í samkeppninni hafa allir félagar í Arkitektafélagi íslands og þeir aðilar sem rétt hafa til að leggja teikningu fyrir bygginganefndir. Trúnaðarmaður í samkeppninni er Þórhallur Þórhallsson, starfsmaður Al, Freyjugötu 41, Reykjavík, sími 91-11465. Við hvetjum alla þá er rétt hafa til þátttöku í samkeppninni að hafa samband við Þórhall sem fyrst og fá senda keppnislysingu. Nýhús hf.: Brúnás hf., Egilsstöðum, Húsa- og strengjasteypan hf., Kópavogi, Húsiðn hf., Húsavík, Loftorka sf., Borgamesi, Strengjasteypan hf., Akureyri. Æ/ hugmynda SAMKEPPNI NÝHCJSA hf um íbúöarhús úr steinsteyptum einingum jöfrar öðru hverju. Eða hvað um hinar ýmsu meðferðarstofnanir SÁÁ? — Eru þar kannski lokaðir heimar mikilmenna sem fá vilja lækningu á snilligáfu sinni og ger- ast venjulegir menn? Svo miklar mætur hefur lög- maðurinn á þessum legi að hann dreifir slíkum yfirlýsingum rétt eins og að drekka blávatn. Er mér ekki örgrannt um nema að stétt- arbróðir hans nokkur ráðlegði honum nú hið sama og mér eitt sinn er ég alhæfði sem óður væri: „Lestu bók um rökfræði, þá verður gaman að tala við þig.“ Skólastjóri minn gamall lét svo um mælt forðum i einni andreyk- ingarherferðinni: .. ad gáfaðir menn gætu reykt, — en — þeir væru ekki gáfaðir af því þeir reyktu." Þetta fannst okkur einlægum saklausum barnssálunum mikil speki á þeim tíma. En hvað ef nú dr. Gunnlaugur hefði komið þarna aðvífandi og slengt framan í okkur ráðvillt og spyrjandi: „Krakkar mínir, á bernskuheimili mínu vor- um við systkinin farin að drekka hóflega, strax á ykkar aldri, til að forða okkur frá áfengissýki á full- orðinsárunum. (G.Þ. Morgunbl. 6.8. sl.) Vitið þið ekki að vínið ger- ir ykkur gáfuð og skapandi. Jónas Hallgrímsson, sem þið þekkið öll, var mikið skáld, en til þess þurfti hann að drekka brennivín reglu- lega.“ Það er kannski mikil gæfa að dr. Gunnlaugur hefur lítið komið við sögu íslenskra skóla- mála. Hann hefði þó seint fengið því áorkað að hafragrautur, egg og léttvín yrðu undirstaða dagsins hjá íslenskum skólabörnum. Til þess eru íslenskar mæður of var- kárar um börn sín, jafnvel þó systkinunum frá Kleppi hafi farn- ast svo vel. En hvað svo um listamannsand- ann? Þarfnast hann stöðugrar næringar alkóhólsins? — Svo tel- ur dr. Gunnlaugur Þórðarson ský- laust vera, og vitnar í ævisögu þjóðskáldsins Jónasar um að án brennivíns hafi heili skáldsins verið gersamlega þurrausinn; hann varð að drekka áfenga drykki til þess að geta komið verkum snum fram.“ Svona vitnisburður hefði nú einu sinni ekki þótt oflof um mann, en Gunnlaugur er einu sinni búinn að uppgötva „gildi þess (áfengis) sem slíks afls til sköpunar listum og menningu." Er ekki dokt- orinn á góðri leið með að gera hið fornfræga uppnefni „brenni- vínsskáld" að sæmdarheiti með þjóð vorri. En látum oss nú kafa dýpra í hlutina. Eftir hverju sækist lista- Lilli jdln- pokkinn STAFA- SPILIÐ Þroskandi Spennandi ódýrt ÍL£/llLÖiC Sími 91-73411 Collonil vernd fyrir skóna, leöriö, fæturna. Hjá fagmanninum. Þú svalar lestrarþörf dagsins Kristinn Jón Guðmundsson maðurinn? — Stemmningu og aft- ur stemmningu. Líf hans er eilíf leit að andlegri fullnægingu. Ef hans innri maður ólgar ekki af kvöl og þrá er hann innantómur sem listamaður. Hvernig reiðir þessari viðkvæmu sál af í heimi fjandsamlegra meðalmanna, svo ekki sé nú talað um íslendinga „þjóðarinnar sem aldrei brosir". Oftar en ekki leita þeir á náðir flöskunnar, en þá fyrst telur dr. Gunnlaugur listamannseðli þeirra vakna. Þegar hinn listræni maður hefur einu sinni drepið fæti niður á fjarlægum vímuströndum, vill hann komast þangað aftur og aft- ur, þar er griðlandið — Bakkus skilningsríkasti félaginn. Stemmningin sem hann áður skynjaði næmur af umhverfinu liggur nú á botni brennivíns- flösku. Hinsvegar vinnur hann úr þessum áhrifum allsgáður, eða ekki ætlar dr. Gunnlaugur að feg- urstu og elskulegustu ljóð Jónasar séu ort af ofurölva manni undir drykkjuskrækjum og reykjar- svælu danskra vínkráa?!! Því hafa öll þessi stórmennni sem Gunnlaugur telur upp, Jónas, Dylan Thomas, Brendan Behan, Franz Schubert og margir fleiri endað sem byttur vegna þessarar listrænu örvæntingar. En svo allt í einu fer dr. Gunn- laugur út í aðra sálma, svo þvers- um á sín fyrri spakmæli að fjar- vera rökfræðihandbókarinnar verður tilfinnanlegt vandamál fyrir hann. Skyndilega kunna þessir mætu alkóhólistar, sem hann hefur rétt áður dásamað, sér ekki hófs í neyslu áfengra drykkja!! Hvað á maðurinn við?? Þó ekki að þeir hafi fengið sér of mikið af „aflvaka vestrænnar menningar og lista“? Er það hægt? Eru þeir kannski orðnir slíkir menningarrisar af neyslunni að þeir standa ekki undir sér sjálfir? Eiga þeir kannski að drekka svo nettlega (að dæmi dr. Gunnlaugs) að þeir finni engin áhrif? Þá er nú aflvakinn mikli til lítils orðinn ef hann er áhrifalaus! Eftir allar þessar sviptingar, stendur þessý kjarni í speki dr. Gunnlaugs: „Áfengi er aflvaki vest- rænnar menningar og lista. Til þess verða menn að fínna á sér áhrif, mikil áhrif eins og Jónas Hall- grímsson. Þeir eru listamenn því þeir skynja áhrifín. Þeir eru óhófs- menn. Ég er hófsmaður því ég hef ekki fundið áhrif í hartnær 40 ár. Þessvegna hefur mín gætt svo lítið í menningu og listum Vesturlanda.“ Stutt og laggott hjá dr. Gunnlaugi — allt sem hann vill segja. Að lokum hugleiðing um Jónas Hallgrímsson sem staðfastan bindindismann, menningarlausan að mati Gunnlaugs. Nú er ég ekki gjörkunnugur smáatriðum sem leiddu til þess að þjóðskáldið ást- sæla hellti sér út í sukkið. Þar fylgist margt að, heimskir skilningsvana landar (sem áður sagði) ein, eða fleiri hverfular meyjar, skipta e.t.v. eigi öllu, því staðreyndin er sú að hann var drykkjumaður, virkur alkóhólisti að vorra tíma skilningi. í áfeng-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.