Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 67 Góðir dómar um sýn ingu Sigríðar Björns dóttur í Finnlandi DAGANA 3.—27. nóvember í ár hélt íslenski myndlistarmaðurinn Sigríð- ur Björnsdóttir sýningu á verkum sínum í Váinö Aaltonen-safninu í Turku/ Ábo í Finnlandi. Sigríður var með 67 myndir á þessari sýningu, unnar í olíu, akryl og vatnsliti. Sýningin fær lofsamlega dóma í þremur dagblöðum í Turku/ Ábo og Helsingfors. Turku/ Abo- blaðið Turun Sanomat fjallar um sýninguna tvisvar, 4. nóvember og 11. nóvember. Blaðið bendir á að Finnum gef- ist of sjaldan tækifæri til að kynn- ast íslenskri málaralist, nokkuð hefur verið um íslenskar grafík- sýningar í Finnlandi, en ekki mik- ið um myndlistarsýningar. „Sigríður fjallar mikið um nátt- úruna og landslag sérstaklega. Sérkennilegt landslag, áhrifamik- ið og eyðilegt er vitaskuld bak- grunnur íslensks myndlistar- manns. Stórfenglegt svið, hið óþekkta fyrir handan, og hin háu fjöll umlykjandi allt, gefa lista- manninum ekkert tækifæri til að nota mjög sterka liti. Hvítt, blátt og grátt, ásamt sterkum grænum litum eru einnig þeir litir sem Sig- ríður vinnur með af þessum sök- um. Þeir.lyfta fram eyðileika nátt- úrunnar, en gefa um leið í skyn mikilfengleik þögullar náttúru. í örfáum verkum, þar sem nátt- úran sjálf er ekki nálæg i eigin mynd, notar Sigríður bjarta og sterka liti, þar sem gulur og rauð- ur fá að skipa sinn sess“, segir í umsögn Turun Sanomat um sýn- ingu Sigríðar. Turku/ Ábo-dagblaðið Ábo Underráttelser birtir stutt viðtal við Sigríði, þar sem aðallega er fjallað um „art-therapy“, en Sig- ríður Björnsdóttir stundar um þessar mundir nám í þessari grein við University of London. Finnsk-sænska dagblaðið Huf- vudstadsbladet segir í sinni um- sögn: „Sigríður Björnsdóttir frá Islandi sýnir stór olíumálverk og smámyndir af íslensku landslagi, stórfenglegt og villt, sem nú hefur mikið áhrif á hana eftir löng ab- strakt-tímabil. Sigríður Björns- dóttir er í reynd sjálf heimsborg- ari, hún býr um þessar mundir í London og stundar framhalds- nám, hún er menntaður listakenn- ari með „Art-Therapy“ sem sér- grein." (Frétutilkynning) Frá Egilsstöðum Ljósm.: Mbl./Ólatur. Kveikt á jólatré að lokinni friðargöngu KjfiLsslöðum, 16. deNember. Á ÞORLÁKSMESSU kl. 18 verður kveikt á jólatré við Egilsstaðakirkju, en tré þetta er gjöf til Egilsstaða frá sænska vinabænum Skara. Formaður Norræna félagsins á Egilsstöðum mun afhenda oddvita Egilsstaðahrepps tréð; krikjukór- inn syngur og væntanlega fjöl- menna jólasveinar til athafnar þessarar venju samkvæmt. Friðarhreyfing kvenna á Héraði hyggst efna til sérstakrar friðar- göngu áður en kveikt verður á trénu. Farin verður blysför frá Lagarfljótsbrú að Egilsstaða- kirkju, þar sem fulltrúar friðar- hreyfingarinnar ávarpa viðstadda. Að því loknu fer fram afhending jólatrésins frá Skara og ljós þess verða tendruð. — Ólafur. Ný gjafavöruverslun í Garðabænum AÐ IÐNBÚÐ 4 í Garðabæ hefur nú verið opnuð ný gjafavöruverslun sem ber heitið „Þú og Ég“. í versluninni eru á boðstólum ýmiskonar gjafavörur úr postul- íni, kopar og handunnum leir, svo og ilmkerti og handunnar vefnað- arvörur frá Perú og Indlandi. Eigandi hinnar nýju verslunar í Garðabænum er Marta S.H. Krist- jánsdóttir og er hún á meðfylgj- andi mynd ásamt dóttur sinni Rakel. (FrétUtilkynning) Metsölublac) á hverjum degi! SFI BEÍIG KYWMfR^y BJORTU HLIÐARNAR f#J ,A VIWA FUNDl" .................rilllll>l|l|IHIIHWl*pTtttlÍlttlHllMt,‘ „Björtu hliðaraar" heitir ný bók eftir Gylfa Gröndal. Þetta er ævisaga Siguijónu Jakobsdóttur, ekkju Þorsteins M. Jónssonar skólastjóra og bókaút- gefanda._______________________ Þetta er áttunda ævisaga Gylfa Grondals, en í fyrra gaf Setberg út eftir hann „Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis", sem varð metsöiubók. „Björtu hlidaraar" er uppörvandi og lærdomsríkur lestur. Það er unun að fá að pjóta frásagnargáfu og lífsgleði þessarar merku konu sem þó háði svo oft harða lífsbar- áttu. Morgunblaðið, 30. nóv. 1983: „Gylfi Gröndai hefur sýnt það í ýmsum bokum, að honum er lagið að laða fram góða frásógn... Titill bókarinnar er mikið réttnefni. Svona bók er gott að lesa og dáiítið mannbætandi." lóhanna Kristiónsdóttir, er 208 blaðsíður auk ra mynda. Komin er út bókin „A vina fúndi" eftir Guðmund Daníelsson. Þetta eru bráðlifandi samtöl við sautján íslendinga úr öllum lands- hlutum. _______________________ Frásegjendur eru: BJÖRTS GUÐ- MUNDSSON, VIGDÍS MAGNÚS- DÓTTIR. GISSURÆVARR JÓNSSON, JÓN ÞORKELSSON SMIÐUR, JÓN VIDALÍN SÓLVEIGARSTÖÐUM, JÓN INGVARSSON SKIPUM, RUT í SÓLVANGI, SÉRA STEFÁN LÁRUS- SON í ODDA, MARKÚS EINARSSON FORSTJÓRI Á LITLAIIRAUNI, ANDRÉS JÓNSSON BÓNDI OG VERKAMAÐUR, KRISTÍN JÓNS- DÓTTIR FRÁ GEMLUFALLI, IIAR- ALDUR JÓNSSON í MIÐEY, ÓLAFUR JÓNSSON EYSTRA-GELDINGAR- HOLTI. KRISTMANN GUÐMUNDS- SON SKÁLD, BJÖRN GUÐMUNDS- SON SLEÐBRJÓTSSELI, ANNA MARGRÉT OG FRIÐRIK PÉTURS- SON, JÓNAS MAGNÚSSON VERK- STJÓRl OG BÓNDI í STARDAL. Morgunblaðið, 6. des., 1983: „Á vina fundi er hollur lestur . . . Ég get ekki ímyndað mér að aðrar þjóðir geti státað af alþýðlegum frásögnum af því tagi sem finna má í „A vina fundi." Jóhann Ifjálmarsson. „A vina fundi" er 202 blaðsíður, auk mynda. GUÐMUMDUR DANÍEISSOM avina fundi SETBEEG Freyjugötul4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.