Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 53 Að verða eld- inum að bráð Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Ýmsir li.stamenn Milli tveeeia elda Fálkinn Til þessa hafa Steinar hf. ver- ið naer einráðir á safnplötu- markaðnum og tekist þar bæri- lega upp í flestum tilvikum, stundum mjög vel eins og t.d. með Rás 3. Reyndar gaf Fálkinn út safnplötuna Við suðumark í fyrra og Skífan hefur nýverið sent frá sér safnplötuna Án vörugjalds. Við suðumark var með því markinu brennd, að á henni voru reyndar mörg fín lög, en flest voru þau orðin allt of gömul í hinum hverfula heimi poppsins loksins þegar platan kom út. Fálkinn sendir nú frá sér safnplötuna Milli tveggja elda. Þrátt fyrir vinsældir titillagsins hans Gunnars Þórðarsonar má í raun segja að hún missi marks eins og Við suðumark í fyrra — en á aílt annan máta. Lykillinn að velgengni safnplötu felst í því að hafa lögin sem allra ferskust en þau verða um leið að vera vinsæl. Sé síðari þátturinn ekki i lagi þarf vart að gera þvi skóna að salan verði mikil. Þetta er einmitt það, sem ég held að felli þessa safnplötu. Minnugir reynslunnar í fyrra hafa þeir Fálka-menn tekið sig hressilega saman i andlitinu. Lögin eru nú hvert öðru fersk- ara, en sum hreinlega einum of fersk. Þau hafa nefnilega ekki náð að festa sig í sessi. Að mínu mati eru ekki nema þrjú virki- lega góð lög á þessari plötu, Un- ion Of The Snake/Duran Duran, Big Apple/Kajagoogoo og Sudd- enly Last Summer/Motels. Sé lögunum skipt i fjóra gæða- flokka hafna 10 af þeim 11, sem eftir eru, í 2. og 3. gæðaflokki. Eitt fer meira að segja í 4. flokk. Með þessa reynslu í pokahorn- inu hef ég þá trú að næsta safnplata Fálkans, sú þriðja, hitti í mark. Þessi verður eldin- um einfaldlega að bráð. Yfirbragðið rólegt en snotur vinnubrögð C.TV. Casablanca Geimsteinn C.TV. er að hálfu sprottin upp úr keflvísku sveitinni Box, sem ég hafði í aðra röndina alltaf gaman af. Það eru þeir Baldur Þór Guðmundsson og Sigurður Sævarsson, sem hafa fært sig um set og við hafa bæst Jóhann Sævarsson (bróðir Sigurðar) og Baldur Baldursson. Saman mynda þessir fjórir sveitina C.TV. Á Casablanca kveður nokkuð við annan tón en á þeim tveimur plötum, sem Box gaf út. Þetta er kannski ekki órökrétt þróun, en mér finnst breytingin hafa orðið umtalsverð. Yfirbragðið er allt mun rólegra og mér finnst eins og verið sé að teygja lopann í flestum lögunum. Færi betur á að hafa þau fleiri og þá um leið eilítið styttri. Á þessari frumraun C.TV. er að finna átta lög, sem flest hver hafa margt til síns ágætis. Best finnast mér þó vera þau sem eru hröðust, þ.e. Casablanca og Teenage. Sigurður syngur nokk- uð laglega en í rólegu lögunum á hann stundum erfitt með að halda laglínunni á lægri nótun- um. Söngurinn mun öruggari eftir því sem hraðinn er aukinn. Raddblænum svipar stundum til Bowie og Ferry. Hljóðfæraleikurinn er upp til hópa vel af hendi leystur. Sér- staklega finnst mér mikið koma til lipurs píanóleiks Baldurs, svo og saxófóntilþrifa lánsmannsins Einars Braga — sérstaklega í laginu Out of Hand. Textarnir eru sumir hverjir góðir, eins og t.d. Out of Hand, þar sem sagt er frá lífi poppstjörnunnar, sem er orðið eins og stjórnlaust rekald. Þó finnst mér galli að syngja þetta allt á ensku. Casablanca getur á engan hátt talist likleg til þess að seljast mikið út á það eitt að vera „hit“-plata. Aðeins titillagið gæti flokkast undir slíkt, en hin eru öll fremur róleg. Þ6 er ég ekki með þessu að segja, að Casablanca sé ekki plata sem ekki á það skilið að henni sé veitt athygli. Ég tel einmitt að hún verðskuldi að falla ekki í gleymskunnar dá. Eitt í lokin: Ég minnist þess þó ekki að hafa heyrt C.TV. í útvarpi, ekki einu sinni á Rás 2. Ruslahaugur Soutnside Johnny And The Jukes Thrash It Up Polar/ Skífan Það er ár og dagur síðan ég hef heyrt jafn andlausa plötu og Trash It Up með Southside Johnny And The Jukes, sem eitt sinn skörtuðu orðinu Ashbury á undan lokaorði núverandi nafns. í þá daga var a.m.k. eitthvað varið í sum laganna, krafturinn altént meiri. Þrátt fyrir ákaflega „prófessj- ónell" vinnubrögð á þessari plötu eru lagasmíðar Billy Rush svo slappar upp til hópa, að þær renna viðstöðulaust inn um ann- að og enn hraðar út um hitt. Dugar skammt til pottþéttur hljóðfæraleikur — platan fellur með lögunum. Trash It Up (gæti útlagst ruslahaugur á islensku í grófri þýðingu) reynist við nánari hlustun vera eitt þessara fjöl- mörgu fórnarlamba „yfir-pród- úseringar". Útkoman verður safn laga, sem eru hvert svo öðru lík að úr verður einn allsherjar miðlungsgrautur. Southside Johnny heitir sá er syngur öll lögin á þessari plötu við lög áðurnefnds Billy Rush. Það er í raun lítið út á sönginn sem slíkan að setja, allt ber að sama brunni meðalmennskunn- ar. Síðari hlið plötunnar er skömminni skárri en sú fyrri, en Trash It Up er ekki plata sem ég get mælt með við nokkurn mann með góðri samvisku. Hagsýnn velur það besta HUS6A6NAB0LLIN Bildshöfða 20, 110 Reykjavík, sími 91—81199 og 91410 Bara til aö benda þér á aö ef þig vantar hægindastól — er úrvaliö mest — verðiö best hM okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.