Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Aldrei meiri sviptingar á vinsældalista Tónabæjar og Járnsíöunnar Vegna mistaka (ekki þó af hálfu Járnsíðunnar að þessu sinni) gat ekki orðið af birt- ingu hins mjög svo vaxandi vinsældalista Járnsíöunnar og Tónabæjar í síðustu viku. Þetta stafaði af þeirri einföldu ástæöu aö enginn listi var val- inn í Tónabæ. Einföld og góð skýring. Kannski var það þessi hvíld sem gerði útslagiö, hver veit, en þegar komiö var saman á ný til kjörs hrundu fjögur lög af listanum, sem reyndar var þá oröinn tveggja vikna gamall. Þaö er langur timi í þoppinu og sviptingarnar uröu í fullu sam- ræmi viö þaö. Kíkjum á útkom- una. 1(1) Union Of The Snake/- DURAN DURAN 2 (—) Say It Isnt So/ HALL OG OATES 3 (—) Heart And Soul/Huey Lewis and The News Simon Le Bon, söngvari Duran Duran. 4 ( 2) Promises, Promises/ NAKED EYES 5 ( 6) Say, Say, Say/ Paul McCartney og Michael Jackson 6 ( 3) It’s a Jungle Out There/ BONE SYMPHONY 7 (10) I Want You/ CURTIS HAIRSTON 8 ( 4) Mama/GENESIS 9 (—) Why Me/IRENE CARA 10 (—) Superman/LADDI Lögin, sem hrundu af listan- um nú voru þessi: * Bodywork meö Hot Streak. Ein vika á listanum. * New Song meö Howard Jon- es. Fimm vikur á lista. * Waiting For Another Chance meö End Games. Ein vika á lista. * Automatic Man meö Michael Sembello. Fjórar vikur á lista. Say, Say, Say þeirra Páls og Magnúsar hefur veriö á listan- um, eitt laga, frá byrjun. Sjö vikur alls. Mama meö Genesis og Snákabandalagiö meö Dur- an Duran hafa veriö í 5 vikur hvort. Loksins staðfest: Tappi tíkar- rass hættir Þeir Jakob Magnússon og Guömundur Gunnarsson í Tappa Tíkarrassi tjáöu Járnsiö- unni þaö rétt fyrir helgina aö nýja platan, Miranda, yröi svanasöngur sveitarinnar, a.m.k. í núverandi mynd. Ein- hverjir tónleikar munu vera fyrirhugaðír áöur en leiöir skilja með Björk Guömundsdóttir, söngkonu, og hinum þremur, sem hyggjast halda hópinn. Orörómur um aö Tappi Tíkar- rass væri aö hætta hefur veriö á kreiki frá því í haust, en er nú loks staöfestur. Tappi tíkarrass í útlandinu. Sjö plötur frá Gramminu í ár — Miranda Tappa tikarrass á leidinni Hljómplötuverslunin Grammíö hefur nýlega flutt sig um set og hefur nú aöset- ur á Laugavegi 17. Þar er á boðstólum fjölbreytilegt úrval af íslenskum og erlendum hljómplötum. Grammiö flytur nú inn hljómplötur meó ýms- um tegundum rokk-, jazz- og klassískrar tónlistar, auk bóka og tímarita. Hljómplötuútgáfan Gramm gef- ur út 7 hljómplötur á þessu ári: 1. Tappi tíkarrass: Miranda er ný LP-hljómplata frá þessari vin- sælu hljómsveit, sem vakiö hefur mikla athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Rokki í Reykjavík og Nýju lífi. Plata þessi var tekin upp fyrr á þessu ári í Southern Studios í London og hef- ur veriö vandað vel til útgáfu þess- arar. Platan er væntanleg á mark- aöinn mánudaginn 19. desember. 2. Hljómsveitin Vonbrigði sendi fyrir nokkru frá sér sína fyrstu LP-plötu, Kakófóníu, sem vakiö hefur mikla athygli. Vonbrigöi er nú ein athyglisveröasta nýbylgju- hljómsveit á íslandi, en er einnig farin aö vekja veröskuldaöa athygli erlendis því hljómsveitin lék nýlega á samnorrænni tónlistarhátíö í Stokkhólmi og þessi nýja plata hefur nú einnig veriö gefin út í Bretlandi af útgáfufyrirtækinu Shout Records. 3. Þorlákur Kristinsson hlaut frábærar viötökur fyrir LP-plötu sína The Boys from Chicago. Þorláki til aöstoöar á plötunni er hljómsveitin Ikarus, en sérlegur gestur er Megas sem syngur 4 af 21 lagi plötunnar. Hin 60 mínútna langa plata skiptist í tvö horn, fyrri hliöin inniheldur söng og kassagit- arspil Þorláks, en á þeirri seinni keyrir hann rokkiö upp viö undir- leik Ikarus. 4. Hljómsveitin Kukl sendi frá sér smáskífu meö lögunum Söng- ull og Pönk fyrir byrjendur. Hljómsveitina skipa einstaklingar «em veriö hafa í framlínu íslenskrar rokktónlistar um langt skeiö, Björk Guömundsdóttir, Einar Örn, Sig- tryggur Baldursson, Birgir Mog- ensen, Einar Melax og Guölaugur Óttarsson. Kukl mun hljóörita nýja LP-plötu í byrjun næsta árs í Lond- on, sem gefin veröur út hjá útgáfu- fyrirtæki Crass. 5. Hljómsveitin Þeyr gaf út litla plötu meö lögunuum Lunaire, Pos- itive Affirmations og The Walk. I gullgeröarlist eru 5 frumefni og sem grundvöll alls hefur oft veriö talaö um „the law of fives“. Hvort hljómsveitin Þeyr hafi meö þessari plötu höndlaö frumefnin fimm og látið tónlistina lúta fimmundar- lögmáli skal ósagt látiö. Ef svo er ekki þá er hún allavega nærri því. Annars er platan tileinkuö tunglinu og hvers vegna ekki? 6. Hljómsveitin Purrkur Pillnikk sendi frá sér 5. plötu sína á árinu. Þaö er LP-plata sem ber heitið Maskínan. Á henni er aö finna upptökur af hljómleikum svo og önnur sjaldgæf og illfáanleg lög. Purrkur Pillnikk var alltaf tónleika- grúppa og því ekki úr vegi aö hafa síöasta afkvæmi hennar ættaö frá þeim tónleikum sem hún spilaöi á. Maskínan spannar allt frá þriöju tónleikunum til þeirra síöustu og er m.a. komiö viö á Englandsferö Purrksins og síöustu tónleikum á Melavelli. Nýir tónar og nauösyn- legir. 7. Þá er aö geta 45 snúninga 12 tommu plötu hljómsveitarinnar Q4U sem ekki ætti aö þurfa aö kynna. Platan nefnist Q1 og er fyrsta plata þessarar hljómsveitar sem vakti fyrst verulega athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Rokki í Reykjavík. Tvennir tónleikar Mezzo- forte í Háskólabíói Það hefur varla fariö framhjá nokkrum, að Mezzoforte efndi til tvennra tónleika í Háskólabíói é sunnudag. Sannarlega merkur viöburöur og stemmningin var hreint mögnuð á þeim tónleíkum er umsjónarmaður Járnsíðunnar sat, þ.e. þeim síðari. Mezzoforte haföi ekki leikið á tónleikum hér heima síðan í mars/apríl. Frá þeim tíma hefur margt drifiö á daga sveitarinnar. Allt frá því „bigband“ tónlistar- skóla FÍH steig á sviö rétt upp úr kl. 21 var loftiö rafmagnaö í saln- um. Kennarasveit skólans kom því næst og þá lcelandic Seafunk Corporation, sem sannarlega sló í gegn þetta kvöld. Mezzoforte- strákarnir stigu þvínæst á sviö eftir hlé og eftir fremur rólega byrjun þróaöist tveggja stunda langt prógramm þeirra upþ í kynngi- magnaðan lokasprett, þar sem áhorfendur heimtuöu meira og meira. Fengu eitt aukalag og í lok- in sungu allir Heims um ból. Vegna þrengsla veröur frekari umfjöllun aö bíða. Allur ágóöi af tónleikunum rann til tónlistarskóla FÍH. Gott fordæmi hér á ferö og kannski er sá tími hinum fræga klúbbi Ronnie Scott’s í hinu virta dagblaöi The Times. Þar sagöi m.a., aö Mezzoforte heföi leikiö frábærlega og þá ekki síöur jazzlög, m.a. Charlie Parker- standarda. Öllum hljómsveitar- meölimum er hælt í hástert en engum þó eins og Friörik Karls- syni. „Jazzinn bókstaflega leggur frá honum,“ sagöi blaöiö. Þá segir Times, aö Mezzoforte ætti í raun aö leyfa sér oftar aö leika „frjáls- legar í anda jazzins”. „Svona, brostu nú karl“. Jóhann og' Kristinn úr Mezzoforte bregöa á leik með Steínari Berg. runninn upp, að íslenskar hljóm- sveitir styrki stofnanir, sem standa þeim nær en margar aörar. Hér er þó ekki veriö aö varpa rýrö á spila- mennsku í þágu þeirra, sem minna mega sín í þjóöfélaginu. Fyrir réttum hálfum mánuöi var Oe*e* pUC6 ^O' •'VL x>'lo t\cNC' 'ií.otví'"'^Y\e*t a ___ CÓ' _\ns ^ ^ V\»A 'SST' "'íJeW'"'0 ___— Urklippan úr The Times. Bubbi er enn samningsbundinn hjá Steinum hf.: Fékk 200.000 kr. við undirskrift en mátti ekki semja Óvíst hvað verður um samninginn við Safari Records er meö snöruna um hálsinn,“ sagöi hann, en frábaö sór frekari um- „Bubbi er á samningi hjá okkur og þaö er Egó líka. Sá samningur er enn í gildi og því sætti ég mig að sjálfsögðu ekki við þaö ef hljómlistarmenn á okkar snærum ætla sér að semja viö önnur plötufyrirtæki á meðan samning- ur þeirra viö okkur er fjarri því að vera útrunninn." Svo fórust Steinari Berg Isleifs syni, forstjóra Steina hf., orö er Járnsíðan spuröi hann, þegar hann kom tfl landsins á miövlkudag, hvort rétt væri, aö Bubbi Morth- ens, sem veriö hefur á samningi hjá Steinum hf., væri aö slíta sam- starfinu og ganga til liös viö Safari Records. Tilefni fyrirspurnar Járnsíöunnar var til komiö vegna þess, aö í plötudómi Finnboga Marinóssonar um safnplötuna Línudans í Morg- unblaöinu var þess getiö, aö Bubbi væri kominn meö nýjan plötu- samning. Járnsíöan fór á stúfana og aflaöi sér þá þeirra upplýsinga, aö Safari Records heföi greitt Bubba 200.000 krónur fyrir undirritun samningsins. Af þeirri upphæö voru 150.000 kr. í reiöufé skv. heimildum Járnsíöunnar. Hvernig þessi misskilningur kom upp, aö Bubbi taldi sig geta samiö viö Safari Records, er óvíst, en í óformlegu spjalli viö Járnsíöuna fyrir nokkrum dögum sagöi Bubbi þaö Ijóst, aö hann væri ekki laus frá samningnum viö Stelna hf. „Ég ræöur um máliö viö þær kringum- stæöur, sem spjalliö fór fram viö. „Ef Bubbi vill ekki vera á samn- ingi hjá okkur og ef Egóiö vill þaö ekki heldur, þá gott og vel. Þessir aöilar geta fengiö samningnum rift,“ sagöi Steinar ennfremur. — Hefur þeim veriö boöiö aö rifta samningi? „Já.“ — Og hvert var svariö? „Þeir vildu ekki rifta samningn- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.