Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 eftir að bænum var fært það að gjöf og til varðveislu um ókomna framtíð. Af þessu tilefni átti Morgunblaðið tal við Helga Bergs, bæjarstjóra á Akureyri, og spurði hann álits á tillögum séra Bolla og hvort viðhaldi safnsins væri eitthvað ábótavant. Sigurhæðir „Fyrst af öllu vil ég taka það fram, að tiliaga séra Bolla er að mínu mati góðra gjalda verð, en því miður ekki framkvæmanleg, þar sem Akureyrarbær á aðeins miðhæð Sigurhæða, þar sem safn- ið er til húsa. Rishæð hússins, sem Bolli hefur væntanlega haft í huga í þessu sambandi, er í einkaeign og notuð til íbúðar. Þó ekki sé nema af þeirri ástæðu einni, er tillagan óframkvæmanleg, því ekki get ég séð að við gætum nýtt safnið sjálft til lengri eða skemmri dvalar listamanna, þar sem þar eru geymdir allir persónulegir munir séra Matthíasar, sem margir hverjir eru viðkvæmir og óbjarg- anlegir í raun og veru. Um viðhald Sigurhæða er það að segja, að hús- ameistara Akureyrarbæjar hefur verið falið að vinna að kostnaðar- áætlun varðandi endurbætur á húsinu. Ég get ekki tekið undir það að húsið hafi verið í niður- níðslu, en það er líkt farið með það og önnur gömul hús, að ýmislegt er hægt að lagfæra, en fjármagn til verulegra endurbóta á húsinu er því miður ekki fyrir hendi. Við höfum verið með kostnaðarsamar Matthíasarsafniö á Akureyri: Er mögulegt a6 gera Sigurhæðir að fjölþættri menningarmiðstöð? Akureyri, 11. desember. Nokkur skrif urðu á síðum Morgunblaðsins á haustdögum um Sigurhæðir á Akureyri, safn séra Matthíasar Jochumssonar. Upp- haf þeirra skrifa var allharðorð grein Jóhannesar Helga, rithöf- undar, sem virtist sprottin af heimsókn hans að húsinu sl. sumar og talar hann m.a. í grein sinni um „hús í niðurníðslu, van- rækt hús“ og telur bæjaryfirvöld- um á Akureyri lítt til sóma hvern- ig hugsað er um hús þessa „gagn- merka andlega höfðingja". Skömmu síðar ritaði séra Bolli Gústafsson, prestur í Laufási, rabbgrein í Lesbók Morgunblaðs- ins um sama efni og segir þar m.a.: „Því virðist mér engin fjar- stæða að endurskoða nú rekstur Matthíasarhúss á Sigurhæðum og aðgæta hvort ekki megi ætla því fjölþætt hlutverk. Má þá taka mið af tveim ólíkum bústöðum kunnra íslendinga, Jóns Sigurðssonar for- seta í Kaupmannahöfn og Guð- mundar Böðvarssonar skálds að Kirkjubóli í Hvítársíðu. Um árabil hefur margþætt menningarstarf- semi verið rekin í húsi Jóns Sig- urðssonar og m.a. er þar sérstök íbúð fyrir fræðimenn, sem hafa unnið þar að ákveðnum verkefn- um í fræðigreinum sínum um lengri eða skemmri tíma. Við and- lát Guðmundar Böðvarssonar var Helgi Bergs hús hans gert að sumardvalarstað fyrir skáld og rithöfunda, sem njóta þar næðis til ritstarfa eða láta uppbyggjast í héraði marg- breytilegrar náttúrufegurðar og mikillar sögu.“ Ennfremur segir séra Bolli: „Því sýnist mér einsæ lausn, að bæjar- yfirvöld á Akureyri kanni hug Bragi Sigurjónsson samtaka rithöfunda og félaga húmaniskra fræða til þeirrar að- stöðu, sem fyrir hendi er á Sigur- hæðum, ekki síst á vetrum. Eins er ástæða til að kalla forráðamenn leikhúsmála til skrafs og ráða- gerða og sennilega fleiri aðila. Sannarlega yrði það í anda séra Matthíasar að gera Sigurhæðir að Signý Pálsdóttir fjölþættri menningarmiðstöð." Svo mælti séra Bolii Gústafsson í grein sinni og því er ekki að neita, að nokkur umræða hefur verið meðal fólks á Akureyri um þessar hugmyndir og jafnframt, hvort bæjaryfirvöld hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að við- halda þessu merka safni nægilega viðgerðir og endurbætur á Lax- dalshúsi og gamla barnaskólanum og fé hefur því ekki verið fyrir hendi til að leggja í verulegar end- urbætur á Sigurhæðum," sagði Helgi Bergs. Bragi Sigurjónsson, skáld, á sæti í stjórn Menningarsamtaka Norðlendinga. Hann var spurður álits á tillögum séra Bolla: „Fyrst af öllu vil ég segja, að mér finnst hugmyndin góð, en tel þó ýmis ljón vera á veginum með framkvæmdina. Bæjaryfirvöldum á Akureyri finnst í raun nóg um öll söfnin hér og ofrausn að halda þeim öllum gangandi, enda kostar slíkt stórfé. Matthíasarfélagið, sem á sínum tíma byggði upp safnið og-Tak það um árabil, var allþröngt áhugamannafélag, en sá afar vel um rekstur þess. Þegar árin færðust yfir þessa áhuga- menn og sumir þeirra féllu frá var fyrirsjáanlegt að einhverjar breytingar yrði að gera á rekstri safnsins. Þá var það, að Akureyr- arbæ var afhent safnið til varð- veislu. Ég get út af fyrir sig vel hugsað mér, að tillaga séra Bolla næði fram að ganga og þarna yrði komið upp aðstöðu fyrir rithöf- unda og fræðimenn til að sinna sínum verkum. En ég tel að eina raunhæfa leiðin til þess að slíkt 40—50% aukning á sölu hljómplatna VKRDLÆKKUN á hljómplötum í aukningu á sölu hljómplatna. kjölfar niðurfellingar vörugjalds af Þetta kemur m.a. fram í frétt þessari vörutegund, hefur að sögn frá sambandi hljómplötuframleið- Sambands hljómplötuframleiðenda, enda. Þar segir ennfremur að haft í för með sér um 40%—'30% skoðun hljómplötufranrieiðenda sé sú að hljómplatan standi mjög vel að vígi á jólagjafamarkaði í ár, þar sem hún sé allt að helmingi ódýrari en meðalbók. Áðatfundur sambands hljóm- plötuframleiðenda var nýlega haldinn og var þá kjörin ný stjórn sambandsins. Þeir sem kjörnir voru eru Jón ólafsson formaður og meðstjórnendur Ólafur Har- aldsson og Pétur Kristjánsson. í varastjórn eru Rúnar Júlíusson og Svavar Gests. Fréttinni frá Sambandi hljóm- plötuframleiðenda lýkur svo: „Tilgangur sambandsins er að vera sameiginlegur vettvangur hljómplötuframleiðenda í hags- munamálum félagsmanna. Brýn- asta verkefnið framundan er að samþykkt verði á Alþingi frum- varp til laga um breytingu á höf- undalögum varðandi gjald á auð tónbönd. Gjaldi þessu sem að hluta til mun renna til hljóm- plötuframleiðenda, er ætlað að vega upp á móti tekjutapi sem hljómplötuframleiðendur verða fyrir vegna svonefndrar heimilis- fjölföldunar. Átt er við það þegar plata er keypt í hljómplötuverslun og síðan lánuð skólafélögum eða vinum, sem taka viðkomandi plötu upp á segulband. Slíkt gjald er þekkt meðal nágrannaþjóða okkar og hefur tilkoma þess gefið í öllum tilvikum mjöggóða ráun*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.