Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Uppþ votta vélin I m n w • Vandvirk. LAAlS T • Sparneytin. SIEMENS SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Message 350 - létt og þægileg, meö skýru letri, föstum dálkum og loki. Verð aðeins kr. 4950. Með 10% staðgreiðsluafslætti aðeins kr. 4.455 Message 610 TR -Lipur og létt, í tösku, með dálkastilli, skýru letri og sérlega þægileg í meðförum. Verð aðeins kr. 5980. Með 10% staðgreiðslu- afslætti aðeins kr. 5.382 Tvær góðar fyrir skólann og heimilið Góð greiðsiukjör. Sendum t póstkröfu. SKRII FSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377 Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur. Kammersveit Reykjavíkur Tónlist Jón Ásgeirsson Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur hafa alltaf verið vel sóttir enda bæði von á góðri tónlist og góðum flutningi. Á tónleikum sveitarinnar sl. sunnudag í Bústaðakirkju voru flutt verk eftir Bach, Pergolesi, Vivaldi og Manfredini. Tónleik- arnir hófust á þriðja Branden- burgarkonsertinum eftir Bach. Konsertinn er í tveimur þáttum en hér var skotið inn smá semb- alsóló, sem nokkurs konar hæg- um milliþætti. Þetta byggist á þeirri hugmynd að Bach hafi ætlast til að semballeikarinn léki af fingrum fram smá milli- þátt og hafa ýmsir stjórnendur því brugðið á það ráð að fella inn smá kafla úr öðrum verkum gamla mannsins. Konsert þessi er sérkennilega unninn, ritaður fyrir þrjá strengjahópa og hver hópur svo þrískiptur innbyrðis. Verkið var í heild vel leikið. Fyrri kaflinn var nokkuð of hraður, sem vel má vera þung- lega leikinn, sem andstæða við hraða sveifluna í seinni kaflan- um. Það kann að þykja aukaat- riði að fjalla um skipan verkefna en fyrir undirritaðan var besta verkið leikið fyrst og síðan er leið á efnisskrána, þá varð inni- hald verkanna sífellt smágerð- ara en um leið gisnara. Bernhard Wilkinson lék ein- leik á flautu í konsert, sem út- gefinn hefur verið sem verk eftir Pergolesi. Hvað sem líður höf- undareinkennum er verkið ekki óáheyrilegt og var mjög vel leik- ið. f efnisskrá hefur læðst sú villa að „Vivaldi hafi samið ekki færri en 500 konserta", sem mun eiga að vera 400 og mun það þó þykja all nokkuð. Konsertinn ber þess merki að vera ekki eiginlegur konsert, heldur umritun (án nafns) á tríósónötu og þó bregði fyrir einstökum snjöllum línum, vantar öll konserttilþrif Vivald- is. Pétur Jónasson lék konsert- inn vel og treysti á að veikur tónn gítarsins hefði við strengjasveitinni, sem lék mjög dempað. Hægi kaflinn er mjög falleg tónsmíð, en vafasamt að Vivaldi hafi ætlað fiðlunum svo lítið verk, sem þar gat að heyra, því svona tegund af undirleik var ekki búið að „finna upp“ á tímum Vivaldis. Síðasta verkið var svo „Jólakonsert" eftir Manfredini. Verkið er létt og ljúft og sennilega samið áður en kennari höfundarins, Torelli, kom fram með nýjungar sínar í gerð konserta. f heild voru tón- leikarnir góð skemmtan, svo sem vera ber á jólum, þó það besta hafi verið „skammtað" fyrst en eftirmaturinn verið mun bragð- minni en forrétturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.