Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Sveiflur lóðsins Leiklist Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið: MÖRÐUR VALGARÐSSON eftir Jóhann Sigurjónsson. Þýðing: Sigurður Guðmundsson. Útvarpsleikgerð: Bríet Héðinsdóttir. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. { inngangserindi sínu að Merði Valgarðssyni í Ríkisútvarpinu gat Jón Viðar Jónsson þess meðal annars að Jóhanni Sigurjónssyni tækist vel að byggja upp spennu í verkinu. Þetta er hverju orði sannara. Jafnvel íslenskur áheyr- andi sem vel þekkir gang mála í Njáls sögu sem Jóhann styðst við fyllist eftirvæntingu eftir því sem á verkið líður. Hin gamla saga er rifjuð upp, en um leið séð í nýju ljósi, því ljósi skáldskaparins sem Jóhann Sigurjónsson kunni svo vel að fara með. Það má aftur á móti deila um fullyrðingu Jóns Viðars að Jóhann Sigurjónsson hafi í eðli sínu verið raunsær. Rómantíkin var að mínu viti ríkur þáttur í honum. En ef við höfum að viðmiðun tilvistar- kreppu sem viðfangsefni Jóhanns eins og Jón Viðar gerði má eflaust komast að álíka niðurstöðu og hann. Verk Jóhanns eru mjög dramatísk og ljóðræn, en eins og allur góður skáldskapur búa þau yfir margræði og freista sem slík til ýmiskonar túlkunar. Utvarpsleikgerð Bríetar Héð- insdóttur unnin upp úr þýðingu Sigurðar Guðmundssonar er að mínu viti vel heppnað verk. Verkið er hlaðið spennu frá upphafi til enda. í leikstjórn Bríetar var það mjög áheyrilegt og líkt og yngdist upp. Að minnsta kosti átti undir- ritaður hlustandi mjög ánægju- lega endurfundi við verkið. í Merði Valgarðssyni teflir Jó- hann Sigurjónsson fram andstæð- um trúar og lífsviðhorfa: heiðni gegn kristni, hefndarhug gegn umburðarlyndi. Mörður Valgarðs- son er fulltrúi hins illa, en á sér réttlætingu í því að hann hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir í senn afli og vitsmunum og metn- aður hans gerður að engu. Val- garður grái faðir hans er rödd heiðninnar. Jafnvel Njáll á Berg- þórshvoli bíður ósigur fyrir kænsku Marðar og syni hans hef- ur Mörður að ginningarfíflum. Ásamt Merði eru það fyrst og fremst konurnar í verkinu sem hvetja til óhæfuverka. Þegar Mörður hefur komið því til leiðar að Njálssynir vega Hös- kuld Hvítanesgoða er hafinn sá leikur sem endar í sögufrægustu brennu á Islandi. Njáli tekst ekki að bera smyrsl á sárin og stilla til friðar. Heiðnin ríkir yfir rústum Bergþórshvols. í Merði Valgarðssyni er það vit- anlega sæmdin sem ofarlega er á baugi. En ekki veigaminni þáttur er samband karls og konu, hjóna- bandsumræða er áberandi í verkinu. Njáll og Bergþóra eru ekki alltaf sammála, sérstaklega ekki í viðhorfum til Skarphéðins. Höskuldur og Hildigunnur eru stundum á öndverðum meiði þrátt fyrir hina miklu ást sem þau bera hvort til annars. Það er líka gefið í skyn að Mörður eigi bágt með að þola hrifningu Þórkötlu á Skarp- héðni. í því hvernig Jóhann Sigur- jónsson lætur karl og konu togast á er hann barn síns tíma, ekki fjarri Ibsen og Strindberg svo að tveir samtímahöfundar hans séu nefndir. Mörður Valgarðsson er ekki ein- göngu sögulegt verk, bautasteinn um fornöld íslendinga, heldur um- ræða um mikilvæg tilvistarleg efni. Fornöldin er samtíma skáldsins spegill. Njáll segir við Skarphéðin: „Móðir þín er mér ráðgáta. Hvað eftir annað eggjaði hún ykk- ur til hefnda, en í hvert skipti, sem ég stillti til friðar, unni hún mér heitar en áður.“ „Hefnd móður minnar var ávallt réttlát,“ svarar Skarphéð- inn. Njáll segir: „Hefndin — hefndin er eins og lóð, sem tveir menn sveifla milli sín. Það smáþyngir á sér við hverja sveiflu. Það mátti ég sjálf- ur reyna. Ég latti þig ekki að ganga til vígs við Þráin, föður Höskulds, er hann hafði gert bræðrum þínum háðung. Ef til vill átti ég aðalorsökina á þeirri för. Fordild mín hefur orðið upphaf þessara vandræða. Síðan tók ég Höskuld í fóstur, því að ég fann, að ég hafði gert honum rangt til. Ég var að leitast við að stöðva sveiflur lóðsins." Það sem einkenndi flutning Marðar Valgarðssonar í útvarpi var sannfærandi leikur. Það væri ofurmannlegt ef ekki mætti finna að leik, en allir lögðu leikararnir sig fram eftir bestu getu. Ég vil sérstaklega nefna nokkra leikara sem mest mæddi á, en stóðu sig með prýði og reyndar afburðavel sumir. Helgi Skúlason lék Mörð Val- garðsson. Helgi var einstaklega mannlegur í þessu hlutverki, lét okkur allan tímann skynja vanda persónunnar. Njáll á Bergþórshvoli var í höndum Þorsteins Ö. Stephensen. Tregafull rödd Þorsteins snart djúpt, túlkaði vel örlög hins vitra manns sem sér ríki sitt hrynja til grunna. Helga Bachmann var festuleg i hlutverki Bergþóru. Hildigunni lék Guðbjörg Thor- oddsen, ung leikkona með silfur- hljóm í röddinni, blíð og gustmikil í senn. Erlingur Gíslason var dæmi- gerður Skarphéðinn, sjaldan hef ég heyrt hann gera betur. Höskuldur Hvítanesgoði Jó- Jóhann Sigurjónsson Bríet Héðinsdóttir hanns Sigurðssonar var ekki at- kvæðamikil túlkun, en á einhvern hátt trúverðug. Það kvað að Margréti Helgu Jó- hannsdóttur í hlutverki Þorgerðar Glúmsdóttur. Margrét Helga hef- ur alltaf lag á því að beina athygl- inni að þeim persónum sem hún lýsir án þess að gera það á kostnað annarra. Ég hef ekki heyrt Hallmari Sig- urðssyni takast betur en í hlut- verki Skáldsins. Ljóðið marg- brotna, en einfalda, um dagana, gleði og sorgir flutti hann eftir- minnilega og sem betur fer án til- gerðar. Þorsteinn Gunnarsson var kannski of ljúfmannlegur í hlut- verki Flosa á Svínafelli, en vann á og náði æskilegri reisn í lokin. Tæknimenn útvarps áttu sinn þátt í að skila andrúmi Marðar Valgarðssonar. Napurlegar kveöjur til efnilegs skákmanns - eftir Pál Vilhjálmsson Ungur skákmaður fer utan um jólin til að tefla fyrir íslands hönd. Kvöldið áður en hann leggur upp fær hann í hendur helgarút- gáfu Morgunblaðsins. Og strax á annarri síðu finnast kveðjur Morgunblaðsins: „Gengið framhjá efnilegustu skákmönnunum“ heitir aðalfyrirsögnin. Skákmaður sem á að halda uppi heiðri Islands á Evr- ópumeistaramóti unglinga í skák NYR SKEMMTI- STAÐUR í KEFLAVÍK Veitingasalir KK, Keflavík Föstudagur 30. desember kl. 22—03. Diskótek — rúllugjald Fögnum nýju ári Nýársfagnaður 1. janúar Hefst med bordhaldi. — Verö 1.150.- Matseðill: Fordrykkur. Blandaðir sjávarréttir. Hreindýrasteik með waldorff- salati, graenmeti, kartöflum og sósu a la KK. Súkkutaöibolli með ferskum ávöxtum og Grand Marnier- líkjör. Borðvín: Paul Masson Burgundy. Dagskrá: Dinnermúsík: Gróa Hreinsdóttir. Einsöngur: Steinn Erlingsson. llndirleikari: Ragnheiöur Skúladóttir, Litla leikfélagið, Garði, Bergþóra Árnadóttir. Pónik og Einar leika fyrir dansi. Veislustjóri: Ólafur Thordersen. Gleöileg jól. Seljum snittur og brauö- tertur. Pantanir í símum 3717 og 2853. Miða- og borðapantanir fyrir nýársfagnað í dag og á morgun í sfmum 3717 og 2853. fær sumsé það veganesti að hann sé ekki með efnilegustu skák- mönnum landsins og eigi því ekk- ert erindi á þetta mót. Eða svo hljóðar dómur Morgunblaðsins þann 18. des. sl. Að vera efnilegur „Frétt" Mbl. telur einar sex málsgreinar og hljóðar önnur þeirra svo: „Skáksambandið gekk framhjá efnilegustu skákmönnum íslands þegar þátttakandi íslands var valinn, skákmönnum eins og Karli Þorsteins og Elvari Guð- mundssyni sem væru líklegir til að skipa sér í fremstu röð á mótinu." Ekkert hik á þessum bæ. Morg- unblaðið tekur sér ákvörðunarvald og fullyrðir án nokkurs frekari rökstuðnings hverjir teljast — eða öllu heldur — hverjir teljast ekki efnilegustu skákmenn íslands. Morgunblaðið er þekkt fyrir allt annað en lítillæti en er hér ekki fulllangt gengið? Sá sem þetta ritar hefur ekki við höndina hinn opinbera stiga- útreikning skákmanna en hann leyfir sér þó að staðhæfa að Björgvin Jónsson sé meðal hinna fremstu — og því efnilegustu — skákmanna landsins i sínum ald- ursflokki. Vera kann að hann sé ekki sá allra hæsti í stigum en þá má minna á að stigaútreikningurinn einn sér hefur aidrei þótt einhlítur mælikvarði á getu skákmanna. Eru þess mörg dæmi að ekki hafi stigafjöldi ráðið úrslitum þegar skipað hefur verið í mót og sveitir. Um þetta mætti hafa langt mál og strangt en verður ekki gert hér. Vorið 1983 ávann Björgvin sér sæti í landsliðsflokki í skák. í haust varð hann yfirburðasigur- vegari í B-flokki á haustmóti TR. Af þessu má ráða að ekki þarf Björgvin á byggðarsjónarmiðum að halda til að réttlæta þátttöku sína á Evrópumeistaramótinu. Hann hefur þegar sannað getu sína. Sjái Mbl. ástæðu til að rengja mál undirritaðs æ'.ti það að snúa sér til hinna fjölmörgu sem fylgjast með skáklífinu í landinu. I því sambandi má geta þess að Margeir Pétursson, hinn sami og Mbl. segir hafa mótmælt ákvörð- un Skáksambandsins, sá ástæðu til að skrifa lofgrein um Björgvin ekki a'.ls fyrir löngu. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að þessu andófi er alls ekki beint gegn þeim Karli Þorsteins og Elvari Guðmunds- syni. Þeir eiga allt gott skilið og ekki skal efast um bjarta framtíð þeirra á vettvangi skáklistarinn- ar. Tveir ýmsir Þriðja málsgrein „fréttarinnar“ er svofelld: „Njarðvíkurbær greið- ir fargjöld fyrir Björgvin, þannig að Skáksambandið ber ekki kostn- að af för hans og þykir ýmsum (leturbr. PV) sem landsliðssæti í skák hafi verið selt.“ Og segir síð- an að Margeir Pétursson og ólaf- ur H. Ólafsson, stjórnarmenn í Skáksambandinu, hafi mótmælt því að Björgvin var sendur á mót- ið. Málið er þá þannig vaxið: Skák- samband Islands ákveður að Björgvin Jónsson skuli tefla fyrir ísland á nefndu móti. Þeir Mar- geir (sem er fastur dálkahöfundur á Mbl.) og Ólafur mótmæla og Morgunblaðið segir að ýmsum þyki ákvörðun Skáksambandsins vafa- söm. Tveir verða þannig að ýms- um og þykir þá sjálfsagt einhverj- um sem Matthías mætti að ósekju bæta íslenskukunnáttu blaða- manns. Morgunblaðinu þykir ekki taka því að segja frá öllum þeim styrkj- um og fyrirgreiðslum sem flestir ef ekki allir þeir sem tefla fyrir íslands hönd erlendis njóta í meira eða minna mæli. Jafnframt er Mbl. ekki að hafa fyrir því að taka fram að Björgvin hefur þegar unnið sér landsliðssæti, sem áður segir. Að sinni er ekki ætlunin að fjöl- yrða um þetta mál en að endingu lætur undirritaður þá von sína í ljós að Morgunblaðið hafi mann- dóm í sér til að biðja Björgvin Jónsson afsökunar á títtnefndri „frétt“. Með ósk um gleðileg jól og far- sælt komandi ár. Keflavík á Þorláksmessu Pill Vilhjálmsson er formaður Skákíélags Keflaríkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.