Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Stykkishólmur: Ingibjörg Daðadóttir og Sigurður Magnússon. 74 ára brúökaupsafmæli Stvkkishólmi, 27. desember. í ÞESSUM mánuði áttu þau Ingibjörg Daðadóttir og Sigurður Magnússon fyrrum hreppstjóri 74 ára brúð- kaupsafmali. Hann er nú 103 ára og verður ef hann lifir, 104 ára í aprfl nk., en hún 100 ára 19. maí nk. Hann er nú rúmfastur á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og hefir verið það nokkurn tíma, en hún er heima hjá Aðalheiði dóttur sinni. Það gerðist í haust að hún varð lasin og var tekin á sjúkrahúsið. Þar hitti ég hana og sagði hún mér þau tíðindi að þetta væri sín fyrsta sjúkrahúsvist og þar var hún nokkra daga og lét vel yfir allri meðferðinni. Hún hefir fram til þessa alltaf verið að vinna eitthvað í höndunum, en nú hefir hún, eins og hún segir, slegið slöku við, enda starfsdagur langur og heilsan eins og gengur og gerist þegar háum aldri er náð. FrétUritari. Mál, sem við koma sjávarút- vegi heyri undir ráðuneytið — segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra „MÉR finnst skynsamlegt að setja ýmis mál, sem viðkoma sjáv- arútvegi, undir sjávarútvegsráðu- neytið, svo sem Siglingamála- stofnun, jafnvel Landhelgisgæzl- una, fiski- og farmannafræðsluna, Fiskvinnsluskólann og Veiðimála- stofnunina," sagði sjávarútvegs- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, meðal annars á fundi hjá Sjó- Kísiliðjan hf.: Ársframleiðsla í sinn meiri en 25 þús. tonn fyrsta Mývatiuwveit. 27. desember. FYRIR nokkrum dögum var slegið met í framleiðslu kísilgúrs hér á landi. Þá komst ársframleiðslan í 25 þúsund tonn, en áður hefur hún mest orðið 24.700 tonn á ári. í dag var þessa merka áfanga minnst með því að starfsfólki Kísiliðjunn- ar hf. var boðið til kaffidrykkju í verksmiðjunni. Þar var veitt af mikilli rausn og myndarskap. Við það tæki- færi gat Hákon Björnsson fram- kvæmdastjóri þess, að stefnt væri að því að framleiðslan á næsta ári gæti orðið 26 þúsund tonn. Ekki er enn ljóst hver heildar- framleiðslan verður á árinu 1983, en þó er talið að hún verði um 25.500 tonn. Sala á kísilgúr gengur mjög vel og má segja að allt seljist eftir hendinni. - Kristján. mannafélagi Reykjavíkur í gær. „Eitt af því sem menn mega ekki nefna eru tilraunaveiðar á laxi, það er eins og menn vilji ekkert vita um laxinn, en hann heyrir undir landbúnaðarráðu- neytið og það er kannski ekki svo fráleitt, en menn virðast bara ekki vilja skoða hvað er í efstu lögum sjávarins. Ég hef fengið mörg slæm bréf í kjölfar þess að ég sagðist hlynntur því að hafnar yrðu tilraunaveiðar á laxi. Þetta er svipað og þegar þeir, sem efuðust um að frelsar- inn væri eingetinn, voru drepn- ir. Það eru nánast sömu trúar- brögð ríkjandi með laxinn, það má ekki efast um eina einustu kenningu í sambandi við hann. Menn hafa sagt við mig, að með þessu sé ég að reita af mér bændafylgið á Austfjörðum," sagði Halldór Ásgrímsson. Reglur um stjórnun veiða væntanlegar 20. febrúar: Ekki er skynsam legt að taka allar ákvarðanir nú - til þess er málið of viðamikið, segir sjáv- arútvegsráðherra Sjávarútvegsráðuneytið stefnir að því, að birta nýjar reglur um stjórnun veiða á helztu botn- fisktegundum fyrir 20. febrúar næstkomandi. Hinar nýju reglur, sem ætlað er að taki gildi í marz- byrjun, munu meðal annars taka til veiða á þorski, ýsu, ufsa, karfa, skarkola, grálúðu og steinbít. í frétt frá sjávarútregsráðuneytinu segir, að útgerðarmönnum og skipstjórn- armönnum skuli bent á, að afli og úthald á botnfiskveiðum í janúar og febrúar muni reiknast sem hluti af leyfi þeirra til slfkra veiða á árinu 1984. Afli og úthald á ufsa- og út- hafsrækjuveiðum á þessum tíma mun þó ekki skerða botnfiskleyfi á árinu 1984. Sama gildi um línuveið- ar af hálfu. f frétt ráðuneytisins segir ennfremur, að meginreglan verði, að útgerðarleyfi hvers veiðiskips til botnfiskveiða verði bundið við ákveðið aflamark af hverri þess- ara sjö tegunda eða ákveðið sókn- armark í úthaldsdögum, sem gildi fyrir árið 1984, en verði ef til vill skipt á tímabil. Leyfunum verði meðal annars úthlutað með hliðsjón af afla og úthaldi fiski- skipa á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983. Sjávarútvegsráðherran kynnti þessar reglur nánar á fundi í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur í gær og sagði þá meðal annars, að það væri samdóma álit þeirra, sem að þessu ynnu, að þeir þyrftu að ætla sér alllangan tíma til að ganga frá þessum málum endan- lega og því væri ekki skynsamlegt að taka allar ákvarðanir nú. Þetta væri það viðamikið mál, að það mætti kallast gott ef reglurn- ar yrðu tilbúnar fyrir þennan tíma. Það væri mikið vandamál að ákveða nýjum skipum afla- mark og því væri sá möguleiki inni í dæminu, að úthluta þeim einhverjum ákveðnum dagafjölda til veiða á næsta ári vegna þess, að engin raunhæf viðmiðun væri til staðar. Ráðherrann sagði ennfremur, að á þessum tíma væru veiðar á úthafsrækju ekki miklar, en þó hefði þótt rétt að hafa þær utan aflamarksins vegna þess, að lík- legt væri að auka mætti sókn í rækjuna. Ufsinn hefði þá sér- stöðu, að gert væri ráð fyrir þvi að veiða meira af honum á næsta ári en veitt yrði í ár. Auk þess væri nú gott verð fyrir ufsa er- lendis, aðallega í Þýzkalandi og á þessum tíma væri hann mjög góður til vinnslu. Hvað línuveið- arnar varðaði, væri aukning þeirra þáttur í því, að koma með betra hráefni að landi. Þær gætu þá einnig komið að nokkru í stað- inn fyrir þorsknetaveiðar. Því væru línuveiðarnar að hálfu teknar út fyrir aflamarkið. Mosfellssveit: Útsvör lækki úrll%íl0,5% Útsvarsálagning í Mosfellssveit á komandi ári verður lækkuð úr 11% í 10,5% samkvæmt frumvarpi til fjár- hagsáætlunar sem lögð var fram á hreppsnefndarfundi í gær. Fast- eigna- og aðstöðugjöld verða óbreytt frá í ár. Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði eru 0,375% eða með hámarksaf- slætti 25%. Á atvinnuhúsnæði eru þau 1%. Aðstöðugjöld eru 0,8% á landbúnað en 1% á aðrar atvinnu- greinar. Áætlaðar heildartekjur árið 1984 eru samkvæmt fjár- hagsáætluninni 65 millj. 888 þús. kr., nettógjöld 47 millj. 240 þús. kr. Að sögn Páls Guðjónssonar sveitarstjóra í Mosfellshreppi er reiknað með að bæta lausafjár- stöðu hreppsins verulega á kom- andi ári og lækka fjármagns- kostnað. Til eignabreytinga er áætlað um 27,5%, sama tala i fjár- hagsáætlun fyrir árið 1983 var 24,2%. Veðrið um áramótin: Strekkingur og élja- veður á gamlárskvöld Fjárhagsáætlun Seltjarnarness lögð fram: 46% hækkun milli ára „SENNILEGASTA veðrið á gamlárskvöld er suðvestan- eða vestanátt, með talsverðum Flugeldasýning skáta í kvöld HIN árlega flugeldasýning Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík verður haldin í kvöld við íþróttavellina í Laugardal og hefst klukkan 20.15. strekkingí víða og éljum, nema að öllum líkindum verður bjart veður austan Eyjafjarðar og Skeiðarársands. Það verður sennilega vægt frost," sagði Knútur Knudsen veðurfræðing- ur hjá Veðurstofunni um veður- útlitið á gamlárskvöld. Knútur sagði, að reyndist þessi spá rétt, yrði sennilegasta veðrið á nýársdag lítið eitt hæg- ari suðvestanátt, en kaldara en á gamlársdag. FJÁRHAGSÁÆTLUN Seltjarnarness var lögð fram á fundi bæjarstjórnar 21. þ.m. og er samkvæmt henni um 46% hækkun að ræða frá endurskoðaðri áætlun síðasta árs, en niðurstöðutölur á rekstrarreikningi eru 73,5 milljónir króna. Útsvarsálagning verður 10,5% og gef- inn er 25% afsláttur af fasteignagjöldum af íbúðarhús- næði, en 1% i aðrar eignir. Gjaldstigi aðstöðugjalda er óbreyttur frá 0,20%—1% eftir rekstri. Helstu tekjuliðir eru: útsvör 48 milljónir króna, fasteignagjöid 9,1 milljón, jöfnunarsjóður 8,5 millj- ónir og vanskilavextir 5 milljónir króna. Helstu gjaldaliðir eru: Fræðslumál 12 milljónir króna, almannatryggingar og félagshjálp 9 milljón- ir, gatna- og holræsagerð 10,8 milljónir, stjórn kaup- staðarins 3,7 milljónir, fjármagnskostnaður 4 millj- ónir, skipulagsmál 2,4 milljónir, hreinlætismál 2,2 milljónir, brunavarnir ein milljón og fimmtíu þús- und, samgöngumál (SVR) 1,1 milljón króna. Viðmiðunartekjur elli- og örorkuþega vegna niðurfeilingar eða lækkunar fasteignagjalda af eigin íbúð verða, sem hér segir: a. einstaklingar: brúttót. 1983 allt að kr. 161.000,- - 100% niðurf. brúttót. 1983 allt að kr. 189.000,- - 70% niðurf. brúttót. 1983 allt að kr. 222.000,- - 30% niðurf. b. fyrir hjón sem bæði eru ellilífeyrisþegar: brúttót. 1983 allt að kr. 202.000,- - 100% niðurf. brúttót. 1983 allt að kr. 240.000,- - 70% niðurf. brúttót. 1983 allt að kr. 257.000,- - 30% niðurf. Framlög til verklegra framkvæmda lækka milli ára í krónutölu og ennfremur framlag til eigna- breytinga, sem nú hefur lækkað í 17,8% úr 22% á síðustu áætlun. Niðurstöðutölur eignabreytinga eru um kr. 16 milljónir eða um 2 m.kr. lægri tala en á árinu 1983. Á næsta ári verður lögð áhersla á að koma sund- laug í notkun en að öðru leyti Iögð áhersla á að bæta fjárhagsstöðu bæjarsjóðs, sem hefur versnað mjög á árinu 1983, segir í frétt frá bæjarstjóranum á Sel- tjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.