Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Minning: Valdemar Ólafs- son Bolungawík Fæddur 24. september 1898. Dáinn 20. desember 1983. Látinn er í Bolungarvík Valde- mar Ólafsson, sjómaður. Síðasta áratug ævi sinnar átti hann vist á Sjúkraskýlinu þar. Ég minnist hans sem óvenjulega hreinhjart- aðs prúðmennis. Stundum fannst mér Valdi vera eins og engill í mannsmynd. Foreldrar hans voru þau Ólafur Árnason, f. 4. maí 1852 á Lamba- vatni í Rauðasandshreppi og Þór- dís E. Þorláksdóttir, f. 1. júlí 1862 á Dvergasteini í Alftafirði, Hjaltasonar prests Þorlákssonar á Stað á Snæfjallaströnd. Sr. Hjalti hafði verið sjómaður ágætur og stýrt skipum svo vel, að frábært þótti. Föðursystkini Valda voru fjög- ur: Egill, faðir ólafíu á Hnjóti og afi Egils á Hnjóti, þess er safnaði forngripum, sem sýslan byggði yf- ir. Egill bjó á Sjöundá um skeið og voru þeir mjög samrýndir, ólafur og hann. Veróníka var gift kona á Patreksfirði. Jón, afi Guðmundar kaupmanns, eiginmanns Ingi- bjargar á Sólbergi í Bolungarvík Jónsdóttur, systur Guðmundar Bjarna og þeirra systkina. Daníel Eggertsson hét hálfbróðir ölafs og bjó á Hvallátrum. Valdi heim- sótti þennan frænda sinn oft, gjarna í félagsskap Manga Kitta og Halldórs Halldórssonar, og ennfremur gerði hann Agli á Hnjóti heimsóknir að rækja við hann vináttu og frændsemi. Þórdís E. Þorláksdóttir, móðir Valda, átti að minnsta kosti tvo bræður: Kristján heitinn Þorláks- son í Múla við ísafjarðardjup (næsti bær við Laugaból; bara áin á milli) og Guðmundur Þorláks- son, bóndi á Dvergasteini. Þórdís Þorláksdóttir var ekki nema fjög- urra ára, þegar foreldrar hennar létust báðir í sömu vikunni árið 1866. Var hún eftir það hjá Guð- mundi bróður sínum á Dverga- steini. Síðan fór hún ung stúlka til Ólafs Jóhannessonar, útgerðar- manns á Patreksfirði og þar kynntist hún mannsefninu sínu, Ólafi Árnasyni. Guðmundur á Dvergasteini Þorláksson var faðir tvíburanna Þorláks og Guðmundar Stefáns Guðmundssona. Dóttir Guðmund- ar Stefáns er Ingibjörg Guð- mundsdóttir (Bogga Stefáns), hús- freyja í Hnífsdal, sem mörgum er að góðu kunn. Þorlákur Guð- mundsson ólst upp í Súðavík og stundaði þar síðar hrefnusveiðar við góðan orðstír. Þau Ólafur Árnason og Þórdís E. Þorláksdóttir gengu í hjóna- band hinn 15. október 1882. Þeim varð fimm barna auðið og var Valdi hið yngsta þeirra. Hin systkinin voru: Kristján, f. 26. sept. 1883. Hann ólst upp í Múla við ísafjarðardjúp hjá Kristjáni Þorlákssyni, móðurbróður sínum, ásamt Ólafi, föður Magnúsar Tor- fa, ráðherra. Ævilok Kristjáns urðu þau að hann tók út af togar- anum Jóni forseta árið 1918. Hann var kvæntur og átti eina dóttur barna, sem dvaldi hjá skyldfólki sínu í Bolungarvík eitt sumar, en lést í æsku. Þorlákur, bakara- meistari. Hann lærði hjá dönskum bakara, Sörensen að nafni, og sett- ist að í Bolungarvík, en lést úr tæringu á Vífilsstöðum hinn 21. janúar 1925. Valgeir, lést í frum- bernsku og Sólveig Guðbjörg, f. 31. mars 1894, starfaði á símstöðinni í Bolungarvík og síðar á skrifstof- um Bjarna Eiríkssonar og Einars Guðfinnssonar. Hún lést hinn 29. mars 1944, ógift og barnlaus. Valdemar Ólafsson fæddist í Bolungarvík hinn 24. september 1898 og ólst þar upp. Foreldrar hans bjuggu í Ytri-Búðum í Bol- ungarvík, þar sem nú stendur hús bæjarfógetans með ummerkjum. ólafur byggði bæ sinn sjálfur. Hann var bjargálnamaður jafna, keypti eldivið og vistir til árs í senn og hafði ætíð nóg fyrir sig og sína. Skorti fjölskylduna aldrei viðurværi. Ólafur hafði verið á skútum á Patreksfirði og kynnst þar konuefni sínu, en síðar á skút- um Ásgeirsverslunar á ísafirði. Vertíðarnar voru vetur, sumar, vor og haust. Valdi fermdist hjá séra Páli Sigurðssyni og fékk góðan vitnis- burð, sem ekki þarf að efa, því að hann var ljúfmenni hið mesta alla tíð, köttur þrifinn og mátti ekkert aumt sjá. Minntist Valdi þess, að sr. Páll hefði lagt megináherslu á trúarjátninguna í fermingar- fræðslu sinni. Himinninn yfir Hóli í Bolung- arvík sankar að sér meiri birtu en flestir staðir; á lognkyrrum dög- um verður þar snjóbirta mikil á veturna, tunglið nýfægt stafar geislum á dal og hól; aflabrögð löngum með betra móti. Valdi var kirkjurækinn vel og taldi það ekki eftir sér að ganga upp hólinn til kirkju, hvernig sem viðraði, oftar en ekki í félagsskap Kristjáns E. Kristjánssonar, skipstjórnarsnill- ings og aflamanns, en þeir voru góðir vinir og herbergisnautar á Skýlinu. Það ríkti andagt inni hjá þeim, þar sem þeir sátu hvor á sínu rúmi, eins og guðspjalla- menn, gamlir sjómenn með heið- ríkju í svipnum. Þrettán ára gamal! hóf Valdi að sækja sjóinn, nýfermdur, og stundaði sjósókn alla ævi síðan. Þetta var árið 1911 og Valdi byrj- aði á árabát hjá Jóhannesi Páls- syni, formanni. Fyrsti mótorbát- urinn, sem Valdi var á, hét Ölver. Þeir voru bæði á síld og línu og formaðurinn Bjarni Fannberg. Árið 1934 fluttist Valdi suður á Skipasaga og átti heima þar í þrjú ár. Þaðan reri hann lengst af á 18 tonna bát frá Noregi, sem Óskar hét. En árið 1937 lá leið Valda suð- ur til Reykjavíkur, þar sem hann gékk í Stýrimannaskólann og nam þar tvo eða þrjá mánuði og lauk prófi, er veitti réttindi til að stjórna 60—70 tonna skipum. Valdi var lengi stýrimaður á Bangsa, sem Einar Guðfinnsson átti. Þá reri hann á Svölunni með Kristjáni heitnum Hálfdánarsyni nokkrar vertíðar á síld. En lengst var hann í skiprúmi hjá Bjarna Fannberg, líka eftir að stærri 01- ver kom, bæði sem sjómaður og landmaður við beitingar. Valdi fór í land árið 1952, eftir rúm 40 ár á sjó, og tók þá að vinna í íshúsinu í Bolungarvík, 54 ára að aldri, einkum við flökun. Þessum starfa hætti hann ekki fyrr en ár- ið 1970, þá 72ja ára og prýðilega á sig kominn. Arið 1973 fór hann á Sjúkraskýlið, en hafði áður átt heima í húsinu nr. 10 við Vitastíg, sem Valgerður Finnbogadóttir átti þá. Ég veit, að Valdi reyndist sannur séntílmaður á Skýlinu og forstöðukonurnar, hver af annarri (Ingibjörg Perla og fleiri), áttu í honum öruggan árnaðarmann, ósporlatan og bóngóðan, þegar sinna þurfti ýmsum erindum fyrir Skýlið út á við, eins og að skreppa niður í Einarsbúð ellegar inn á pósthús. Helgistundir sóknar- prestins voru Valda ánægjuefni og brást ekki, að hann tók þátt í þeim, prúður og glaður. Hann hafði hugsað sér að vinna við málningu eftir að hann kom á Skýlið, en þoldi ekki verkið sakir ofnæmis. Þeir voru alltaf herberg- isfélagar, Valdi og Kitti Ebbi, sem fyrr er skrifað, og fór ágæta vel á með þeim. Valdemar Ólafsson lést á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík hinn 20. desember síðastliðinn. Otförin fór fram frá Hólskirkju þriðju- daginn 27. desember. Jarðsett var í Grundarhólskirkjugarði. Gunnar Björnsson Minning: Egill Sigurður Kristjánssorí Fæddur 22. desembor 1947 Dáinn 19. desember 1983 Enginn veit hvar manninn með ljáinn ber næst að garði. Við- komustaðir hans eru stundum lítt skiljanlegir og oft ótímabærír frá sjónarhóli okkar sem ekki skiljum þau lögmál sem ráða ferðum hans. Erfiðast er þó að skilja og sárast að sætta sig við, þegar dauðinn ber að dyrum hjá ungu fólki í blóma lífsins og skilur feður eða mæður frá litlum börnum sínum. Þá er oft reitt hátt til höggs að því er virðist að þarflausu. Egill Kristjánsson, frændi minn og fornvinur, lést skyndilega hinn 19. desember sl. af völdum heila- blæðingar, þrem dögum fyrir 36 ára afmæli sitt. Hann hafði ekki kennt sér meins þegar kallið kom. Fráfall hans er öllum ættingjum og vinum mikið áfall og harms- efní. Við Egill áttum margar ánaegjulegar samverustundir í æsku, oft með öðrum frændsystk- inum okkar. Ég á margar glaðar minningar frá þeim árum, m.a. úr sumarbústað afa okkar á Þingvöll- um og af heimilum okkar í Reykjavík. Mér er minnisstætt þegar Egill eignaðist sinn fyrsta bíl. Það mun hafa verið sumarið 1965 og farartækið var gamall og oft ógangfær Mercedes Benz, fyrrverandi sjúkrabíll, sem kom- inn var vel á annan áratuginn. Fór þá mikið af frístundum Egiis í að halda bílnum gangfærum, en öku- ferðirnar í honum urðu þeim mun ánægjulegri. Egill var þá þegar mjög laginn verk- og viðgerðar- maður, eins og síðar kom enn bet- ur í ljós. Við héldum góðu sam- bandi eftir að báðir voru komnir til vits og ára, þótt samvistar- stundir hafi orðið færri hin síðari ár. Egill fæddist 22. desember 1947 í Siglufirði, sonur hjónanna Mar- grétar dóttur Egils Stefánssonar kaupmanns og athafnamanns þar í bæ og Kristjáns Steindórssonar Einarssonar stofnanda Bifreiða- stöðvar Steindórs í Reykjavík. Eg- ill er hinn þriðji af þrettán barna- börnum Steindórs og Ásrúnar, konu hans, sem fellur frá svo mjög fyrir aldur fram. Auk Egils eignuðust þau Krist- ján og Margrét eina dóttur, Ás- rúnu, hjúkrunarkonu, sem gift er Guðjóni Vilbergssyni lækni. Þau eru nú við framhaldsnám í Sví- þjóð. Egill lauk verslunarskólanámi 1966 og hóf þá störf hjá Véladeild Sambandsins og síðar Hamri hf. Hann starfaði þó lengst af við hlið Kristjáns föður síns á Bifreiðastöð Steindórs, en vann síðustu misser- in í Búnaðarbanka íslands. Egill gat sér hvarvetna gott orð fyrir ljúfmennsku og drengskap. Samstarf Egils og Kristjáns, föður hans, var mjög náið, enda störfuðu þeir saman dag hvern í rúman áratug. Má nærri geta að svo náin samvinna hefur tengt þá feðga nánum og traustum bönd- um. Árið 1970 kvæntist Egill eftir- lifandi konu sinni, Kötlu Níelsen, snyrtisérfræðingi. Þau eignuðust tvær dætur, Grétu Björgu, sem verður 9 ára í næsta mánuði og Olgu Perlu sem nú er 5 ára. Þær mæðgur eiga nú mjög um sárt að binda svo grimmilega sem forlögin hafa gripið í taumana fyrir þessi jól. Megi allar góðar vættir styðja þær og styrkja í þessari raun. Ég og fjölskylda mín sendum þeim, foreldrum Egils, systur og öðrum ástvinum innileg- ar samúðarkveðjur. Mig langar til að kveðja frænda minn með eftirfarandi ljóðlínum úr kvæði Einars Benediktssonar: Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Geir H. Haarde Með fáum og fátæklegum orðum kveðjum við nú Egil bróður minn. Á svona stundum renna í gegnum hugann atburðir liðins tíma og um Egil eru eingöngu hlýjar og ljúfar minningar um samskipti okkar og hans, sem bróður, mágs, frænda og góðs fjölskylduvinar. Meðan við bjuggum á íslandi og áður en Atlantshafið skildi okkur að var alltaf jafnnotalegt þegar hann leit við hjá okkur á leið heim úr vinnu og þáði kaffibolla og vindil. Hann var okkur alltaf einstak- lega hjálplegur þegar á þurfti að halda og nær alltaf óumbeðinn. Kristján Geir litli frændi hans minnist Egils og nefnir oft er hann keyrði hann ásamt Grétu í Tjarnarborg. Þegar Kristján Geir frétti andlát hans gat hann ekki tára bundist og sagði: „Egill dá- inn! Hann sem alltaf var svo góður við mig og ég man svo vel fimm ára afmælisdaginn minn þegar hann -gaf mér fótbolta, og hann úr leðri. Það var skemmtilegasti af- mælisdagurinn minn." Við munum alltaf minnast bjart?ýni Egils sem hreif aðra með jét og okkur var hann alltaf hvetjandi og tilbúinn með ráð sem reyndust okkur vel. Alltaf var hann reiðubúinn að gefa hluta af sér og tilbúinn að hjálpa öðrum. Fjölskyldu sinni sinnti hann vel, bæði þeim nánustu og öðrum. Veikri tengdamóður sinni veitti hann húsrúm og rétti hjálpar- hönd. Dætrum sínum, sem voru augasteinar hans, unni hann og annaðist af alúð. Foreldrum sín- um var hann góður. Föður sínum var hann ekki bara sonur heldur einnig vinnufélagi og kær vinur. Að sækja Egil og Kötlu heim var alltaf jafnnotalegt og gaman var að sjá hvernig þau gjörbreyttu gamla húsinu sínu með elju, út- sjónarsemi og smekkvísi í vinalegt og hlýlegt heimili sem átti svo vel við þau bæði. Skrif þessi þætti honum ekki viðeigandi því hann var alltaf hóg"ær og skjall var honum ekki að skapi. Við þökkum fyrir þann stutta tíma sem við vorum hans aðnjót- andi. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við til eiginkonu hans, Kötlu, dætranna Grétu Bjargar og Olgu Perlu. Þó við syrgjum Egil djúpt þá hlýtur sorg þeirra að vera enn dýpri og sárari sem stóðu honum enn nær. Megi Guð gefa þeim styrk í sorg sinni. Veri bróðir minn kært kvaddur. Ásrún og Guðjón „Eitt sinn skal hver deyja." Öll þekkjum við þessi alkunnu sann- indi. Þegar menn hverfa frá þess- ari jarðvist í fyllingu tímans, að afloknu löngu dagsverki, sættum við okkur yfirleitt við þessa óumflýjanlegu staðreynd, þótt trega valdi hún. En þegar maður á besta aldri, í blóma lífsins, fullur atorku, kapps og vona, er hrifinn burt skyndilega og óvænt, gengur okkur báglega að skilja og skynja tilgang forsjónarinnar. „Dáinn, horfinn — harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir!" Egill Sigurður Kristjánsson bankaritari, sem borinn er til grafar í dag, lést hinn 19. desem- ber sl., eftir skyndileg og óvænt veikindi. Hann var fæddur 22. des- ember 1947 á Siglufirði, sonur hjónanna Margrétar Egilsdóttur og Kristjáns Steindórssonar hér í borg. Hann ólst upp við bjarta bernsku og æsku í vesturbænum og lífið blasti við hraustum og tápmiklum sveini. Að loknu venju- legu undirbúningsnámi settist hann í Verslunarskóla íslands og lauk þar námi á tilsettum tíma. Hugur hans stóð til athafna og hann vildi hasla sér völl á sviði viðskiptalífsins. Var honum kappsmál að afla sér sem fjöl- breyttastrar reynslu til slíkra starfa. Þegar að loknu verslunar- prófi lá leiðin út í viðskiptalífið. Fyrst vann harui hjá bílabúð Sam- bands ísi. samvinnufélaga um hríð, en hélt síðan til Englands til þess að afla sér frekari þekkingar. Eftir heimkomuna hóf hann störf á vinnumarkaði í Reykjavík, hélt svo enn til Englands á námskeið, en réðst síðan til vélsmiðjunnar Hamars hf. í Reykjavík og starf- aði þar um árabil. Er mér kunnugt um að hann var mikils metinn starfsmaður þar, vantaði aldrei til vinnu og stundvísi hans var v'ið brugðið. Hann hætti störfum hjá Hamri hf. til þess að gerast starfs- maður bifreiðastöðvar Steindórs í Reykjavík, sem hinn þjóðkunni afi hans, Steindór Einarsson, stofn- setti og starfrækti til æviloka. Þar vann hann af samviskusemi og at- fylgi uns fyrirtækið var selt. Hóf hann þá skrifstofustörf hjá Flug- leiðum hf., og hafa starfsfélagar hans þar sagt að mikil eftirsjá hafi verið af honum, er hann flutt- ist á starfsvettvang hjá aðalbanka Búnaðarbanka íslands í Reykja- vík, þar sem hann starfaði þegar kallið kom. Eins og af þessu stutta yfirliti sést, aflaði hann sér fjölbreyti- legrar reynslu til starfa, og var það í góðu samræmi við skaphöfn hans og ætlun í lífinu. Egill Sigurður kvæntist 17. október Kötlu Nielsen, hinni ágætustu konu, og eignuðust þau tvær dætur, sem nú eru 5 og 8 ára. Er mikill harmur kveðinn að þeim mæðgum við brottför elskaðs eig- inmanns og föður. Ég þekkti Egil Sigurð í lífi, leik og starfi frá blautu barnsbeini. Er mér því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.