Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 23 Sigríður Angan- týsdóttir - Minning Fædd 1. aprfl 1932 Dáin 18. desember 1983 Æskuvinkona okkar og skóla- systir, Sigríður Angantýsdóttir, andaðist í sjúkrahúsi í Lundúnum þann 18. des. sl., þar sem hún beið eftir aðgerð vegna hjartasjúk- dóms. Andlát hennar kom okkur öllum mjög á óvart, því fæst viss- um við, að hún ætti við svo alvar- legan sjúkdóm að stríða. Sísí bar ekki áhyggjur sínar á torg, hún hugsaði minna um sjálfa sig en aðra. Hugur hennar var hjá maka, börnum og barnabörnum. Daginn áður en hún fór til Eng- lands, heimsótti ég hana, og það var ekki að sjá, að þar færi svo veik kona sem hún var. Það síð- asta sem ég sá til Sísíar var, er hún gekk umkringd börnurn og barnabörnum eftir gangi sjúkra- hússins, hún var sem ungamamma með hópinn sinn. En eftir á sér maður, að hún gerði sér fulla grein fyrir, við hverjum mætti búast. Hún átti sterka trú og lagði allt í hendur Hans, sem öllu ræður, enda sagði hún: „Ég er búin að gera allt upp við Guð og er tilbúin að mæta honum." Sigríður Angantýsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyjum þann 1. apr- íl 1932. Foreldrar hennar voru Kornelía Jóhannsdóttir og Ang- antýr Einarsson. Áttu þau sex börn og var Sísí elst þeirra. Korn- elía dvelst nú á Dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, en Angantýr lést árið 1974. Þau hjón fluttu til Siglufjarðar þegar Sísí var nokkurra mánaða gömul og ólst hún þar upp sem sannur Sigl- firðingur, því fáa veit ég sem unn- að hafa heimabyggð sinni sem hún. Bernsku- og æskuárin liðu þar við leiki og störf. Samstaða var mikil meðal skólasystkinanna og félagslíf á Siglufirði stóð í miklum blóða. Við sækjum þrótt til bernsku- og uppvaxtarára okkar og það var gott að vera barn og unglingur á Siglufirði. Eftir að Sísí lauk skólagöngu vann hún við ýmis störf og 17 ára að aldri fór hún á vertíð til Vest- manneyja. Þar kynntist hún eftir- lifandi manni sínum, Jóni Kjart- anssyni, formanni Verkalýðsfé- lags Vestmannaeyja. Þau giftu sig þann 18. júlí 1951 og hafa þau eignast sex börn: Einar Gylfa, Kjartan, Helgu, Ástþór, Heimi og Jóhönnu Ýr, sem aðeins er níu ára gömul. Mikill og sár er missir þeirra allra, en þó mestur hjá Jó- hönnu litlu, sem átti svo miklu ástríki að fagna hjá móður sinni. En Sísí var búin að ganga frá þeim málum og mun Helga reyn- ast systur sinni sem sönn móðir. Öll elstu börnin eru gift eða trú- lofuð og eru barnabörnin orðin 14 alls. Sísí þótt mjög vænt um börn og þau hændust að henni, því hún hugsaði ekki síður um sálarlíf og andlega velferð barnsins en lík- amlega. Sísí var samkvæm sjálfri sér og það einkenndi hana, hversu heiðarleg hún var, því jafnvel þótt það kæmi henni í óþægilega að- stöðu á stundum, þá gat hún ekki talað þvert um hug sér. Sísí hafði mikinn áhuga á þjóð- félagsmálum og tók mikinn þátt í starfi- eiginmanns síns og þótti Jóni oft gott að leita til hennar ef hann þurfti að taka örlagaríkar ákvarðanir. Álit hennar var ætíð vel ígrundað og byggt á því innsæi sem hún hafði, þannig að hún virt- ist finna á sér hvað best væri hverju sinni. Hún hugsaði rökrétt og átti gott með-að koma fyrir sig orði. Sísí átti stóra drauma og hug- sjónir og vildi veg kvenna sem mestan. Það kom okkur vinum hennar þvi ekki á óvart, þegar hún skipaði sér í sveit þeirra kvenna er stóðu að framboði kvennalista til alþingiskosninga í Reykjavík árið 1983. Vann hún þar mikið og óeig- ingjarnt starf. Nú við lát æskuvinkonu okkar er margt sem leitar á hugann. Okkur virðist ekki svo langt síðan við lékum okkur ung og áhyggju- laus í firðinum okkar heima. En tímans elfur streymir skjótt og maðurinn berst með hringiðu lífs- ins, fyrst við nám, svo við atvinnu, heimili og born. En þegar árin líða, líf og starf er komið í fastar skorður og börnin vaxa úr grasi, leita æskuminningarnar fram í hugann. Og enginn staður á jarð- ríki er fegurri og betri en heima. Því staðreynd er, að við köllum þann stað heima, þar sem við er- um fædd og uppalin, þó svo að við myndum okkar eigin heimili víðs fjarri. En það er einmitt Sísí að þakka, að bernsku- og vináttubönd okkar skólasystkinanna „Argangs '32" knýttust á ný. Einn fagran vordag árið 1981 hafði Sísí samband við nokkra gamla skólafélaga og skýrði þeim frá þeirri hugmynd sinni, að við skóla- og fermingarsystkini, „Ár- gangur '32" frá Siglufirði, hitt- umst og endurnýjuðum vináttu- böndin. Þessi góða hugmynd bar þann ávöxt, að við, sem áður vor- um tvístruð vítt og breitt, náðum sambandi á ný. Vaknaði strax mikill áhugi á þessari framkvæmd og hittumst við 56 skólasystkini af 69, sem þá voru á lífi, heima á Siglufirði og héldum sameiginlega hátíð með kirkjunni okkar þann 28. ágúst 1982. Fæst okkur höfðu sést í 35 ár, en þeirra ára varð ekki vart, svo mikil var gleðin og ánægjan að hittast á ný. Margt hafði breyst, en fjöllin og fjörðurinn voru söm við sig. Hólshyrnan og Hvanneyrarskálin voru á sínum stað. Bernskuleik- irnir ómuðu í huga okkar er við gengum um bæinn og Sísí mundi svo margt frá liðnum dögum. Við rifjuðum upp glens og gaman og urðum ung í anda á ný. 011 sú vinsemd og hlýja sem okkur var sýnd þessa daga heima er ógleym- anleg. Og samstaða og samhugur „Árgangs '32" er enn meiri en áð- ur. Sísí gaf okkur öllum stóra gjöf, sem aldrei mun fyrnast í hugum okkar skólasystkina hennar. Minningin um hana lifir í hjört- um okkar allra. „Árgangur '32" frá Siglufirði, Kristjana H. Guðmundsdóttir. Minning: Magnús Sigurðsson frá Lágu-Kotey Magnús Sigurðsson, fyrrum bóndi í Lágu-Kotey í Meðallandi er lá.tinn. Hann lést á Vífilsstöð- um aðfaranótt þess 18. desember sl. Nokkrir þættir skulu festir á blað, þár sem þessa fyrrum ná- granna míns og góðvinar austur í Meðallandi og hér til hinstu stundar, skal minnst. Magnús Sigurðsson fæddist i Háu-Kotey í Meðallandi 7. maí 1901. Foreldrar hans voru þau Sig- urður Sigurðsson bóndi þar og kona hans Kristín Guðmundsdótt- ir. Þau fluttu frá Háu-Kotey að nábýlisjörðinni Lágu-Kotey sumarið 1901, og bjuggu þar síðan. Alls ól Kristín manni sínum 13 börn, en eftir eru nú á lífi 3 þeirra systkina. Þau Ágústa, búsett hér í borg, Sigurður bóndi í Skammadal í Mýrdal og Jóel, búfræðingur að mennt, búsettur á Sjálandi. Auk þessa hóps eignaðist Kristín son með Sigurfinni Sigurðssyni í Háu-Kotey, Magnús Kristin Ein- ar, er fæddist 14. september 1894, en var síðar sem húsmaður í Lágu-Kotey á árunum 1913—1925. Magnús ólst upp í hópi systkina og vernd foreldra sinna í Lágu- Kotey. Barna- og unglingsárin liðu. Hann varð vinnumaður hjá bróður sínum, Sigurði (eldra), er tók við búi í Lágu-Kotey eftir lát föður þeirra 1919, en Sigurður bjó þar til ársins 1925, er hann f luttist þaðan til Reykjavíkur. Þá hafði Magnús kvænst nágrannakonu sinni, Jóriínu Margréti Egilsdóttur í Nýjabæ, en brúðkaupsdagur þeirra var 4. júní 1925. Þau hófu búskap í Lágu-Kotey þá um vorið, og bjuggu þar í 30 ár, eða þar til þau brugðu búi 1955. Brottfarar- dagur þeirra úr Meðallandinu var 10. nóvember 1955. Þá kvöddu þau nágranna og vini í sveitinni sinni, bæinn, sem þau höfðu tvisvar byggt upp og útihúsin, sem þau höfðu oft endurnýjað á liðnum búskaparárum. Þau fluttu ekki með sér veraldarauð, en 11 börnin sin, sem fæðst höfðu á bænum þeirra á árunum 1926—47, en í kirkjugarðinum á Langholti hvíldi lítil dóttir þeirra, liðlega tveggja mánaða gömul er hún dó 30. júlí 1942. Fallegur hópur kvaddi Meðal- landið þennan dag. „Eftir þessum degi man ég vel," sagði Margrét frænka mín við mig, er hún minntist nýlega brottfarardagsins úr Meðallandinu. Þá um sumarið hafði Magnús unnið að byggingu íbúðarhúss þeirra í Kópavogi með aðstoð elstu sona sinna, svo þau gætu flutt í sitt eigið hús að hausti. Byggingu var þó ekki lokið, þegar þau fluttu að austan. En með dugnaði hafði Magnúsi og sonum hans tekist að gera húsið íbúðarhæft. Nágrannar veittu athygli bóndanum „austan úr sveitum", sem sjálfur svaf oftast í vinnuskúrnum, matreiddi, var fyrstur manna kominn að verki að morgni og hamarshöggin glumdu við langt fram á kvöld. Upp úr áramótum var bygging- unni að mestu lokið og nýir heim- ilishættir kröfðust síns. Yngstu börnin sóttu skólann og fjárþörfin kallaði húsbóndann út á almennan vinnumarkað. Hann fékk strax vinnu hjá Flugfélagi Islands sem smiður, þótt réttindalaus væri, og vann þar til síðustu 10 áranna, er hann vann hjá Flugleiðum allt til þess er hann varð 75 ára, eða svo lengi sem heilsa hans leyfði. Við vinnuveitendur sína og starfsfé- laga bast hann vináttuböndum, sem best komu í ljós á hátíðisdög- um innan fjölskyldunnar. Strax á æskuárum Magnúsar komu fram þeir eiginleikar, sem fylgdu honum alla ævi, handlagni til allra verka, dugnaður og af- burða afköst í vinnu og rómuð greiðvikni við hvern þann, sem leitaði eftir greiða. Heimsóknir æskumanna hvers til annars voru tíðar á æskuárum Magnúsar, og löngum eftir að þau Margrét stofnuðu heimili sitt í Lágu-Kot- ey. Þangað þótti öllum gott að koma. Þar reyndu margir ungir menn með sér aflraunir, og roskn- ir og reyndir bændur tóku þátt í þessum leikjum. Menn settust gjarnan á baðstofugólfið, spyrntu saman fótum og tókust á um kefli. Það reyndist mörgum erfitt að draga keflið úr greipum Magnúsar eða að fella hann í glímu. Og úti var hægt að gera sér ýmislegt til gamans. Það var keppst við að stökkva yfir garðsbrotið, og broddstafurinn, vatnastöngin, var stundum notuð til stangarstökks eða til spjótkasts og beðið eftir lokatilraun Magnúsar. Okkur stráklingunum, sem löngum vöpp- uðum í kring, þótti undur hvað hann var alltaf sigursæll í þessum leikjum, og ekki furða þótt hann yrði okkur, sem á horfðum, nokk- urt fordæmi í okkar leikjum. Við- mót hans við okkur var slíkt að óhræddir fórum við í bað með honum í pyttina í Læknum að vor- og sumarlagi, er sólin yljaði vatn- ið í áveitunum. Engin var sund- laugin, og ekki heldur sundkenn- arinn, en í stað þess var Sundbók ÍSÍ skoðuð og leitað vandlega þar tilsagnar í sundtökunum. Þetta bar ótrúlegan árangur. En lífið var ekki leikur einn. Að Lágu-Kotey áttu margir er- indi við hagleiks- og greiðamann- inn Magnús í Kotey, biðja hann að gera við bilað heimilistæki eða amboð, dytta að húsi, eða að taka að sér stærra verkefni: byggingu íbúðarhúss eða útihúsa innan eða utan sveitar. En þau eru mörg íbúðarhúsin austan Sands, sem Magnús reisti og lagði gjörva hönd að með aðstoð góðra manna, og lauk verki sínu á ótrúlega skömm- um tíma, þótt hann væri ólærður sem smiður og smíðaáhöld hans frumstæð á við þau, sem hann kynntist síðar. Hann hafði einnig gaman af að glíma við járnsmíði. Hann var einn þeirra hagleiksmanna, sem kunnu að nýta sér járnið, sem lá undir eyðileggingu suður á fjörum í skipsflökunum þar. Eftirminnilegust eru mér á þessari stundu vagnhjólin, sem hann smíðaði, en sem nú standa máluð og vel hirt á lóðinni við hús þeirra hjóna í Melgerði. En það var ævintýri líkast, er hann vann að þeirri smíði heima hjá sér í Kotey, og vakti undrun og forvitni nágrannanna, er hann vann það verk með þeim útbúnaði, sem hann skóp sér með handverkfær- um einum og þeim býsna frum- stæðum. Magnús Sigurðsson var vissu- lega í hópi hinna bestu skaft- fellsku hagleiksmanna, sem fólkið treysti og trúði fyrir vandasömum verkum. Löngum var Meðallandsins get- ið í fréttum blaða og útvarps, vegna strandanna á Meðallands- fjörum. Lengi höfðu Meðallend- ingar engin björgunartæki, en eft- ir að Happasæl, deild Slysavarna- félags íslands, var stofnuð þar 1939 fengu þeir nauðsynlegustu björgunartæki, og hópur hraustra drengja mynduðu skipulagða björgunarsveit, sem Magnús stjórnaði. Úthafsöldurnar við Meðal- landssanda í rysjóttum vetrar- veðrum eru ógnþrungnar, er þær brotna við ströndina, og stjórn- lausu skipi, sem þær ná tökum á, kasta þær til sem smáhlut. Áræði og dirfsku þurfti til að bjarga mannslífum til lands úr slíkum háska, enda tefldu björgunarmenn oft í tvísýnu eigin lífi í þeim fangbrögðum. Happasæl var björgunarsveitin í Meðallandi. Mörgum erlendum sem innlendum hröktum sjómönnum tókst henni að bjarga heilu og höldnu á land og færa til bæja, þar sem biðu þeirra hlýjar viðtökur og hjúkrun heimafólks. Margir leituðu síðar frásagnar Magnúsar af störfum hans í þágu björgunarsveitarinnar, en þau störf voru honum kær, og Slysa- varnafélag Islands var þau sam- tök, sem hann mat að verðleikum öðrum fremur. Þótt Magnús flytti með fjöl- skyldu sína austan úr Meðallandi, hélt hann órofa tryggð við sveit sína, sveitunga og gamla ná- granna. Hvert örnefni var honum kært og saga einstaklinga og býla kunn langt aftur í liðna tíð. Heim- sóknir á fornar slóðir voru honum tilhlökkunarefni þótt ég viti að rústir eyðibýlanna hafi vakið hjá honum kvíða og snert viðkvæma strengi í huga rians, er hann leit þær augum. Hann fylgdist með öllum framfaramálum, sem þar var unnið að hverju sinni. Sjálfur haW hann lagt ráð á um margt, er ha.in sat þar í hreppsnefnd síð- ustu árin, er hann bjó í Lágu- Kotey, og átti sjálfur þátt í að ryðja nýjungum inn í búskapar- hætti sveitunga sinna. Fyrstu ljósavélina setti hann upp í bæ sínum, og hestasláttuvélin hans þótti mikið áræði á blautar og lítt véltækar engjar Koteyjar. Fyrir allmörgum árum, er þau hjónin höfðu farið í eina kynn- ingarferð austur, hittumst við. Ég man gleðina í svipmóti hans er hann sagði mér frá ferð þeirra, og þá frá framkvæmdum Sand- græðslunnar í Meöallandi. Hann gat sérstaklega þess er hann fór norður með girðingunni á Leið- velli. Innan girðingarinnar á hægri hönd var þéttvaxinn gróður, sem vaxið hafði upp í skjóli al- gerrar friðunar, en utan girð- ingarinnar vart stingandi strá. Hann lauk orðum sínum um þenn- an þátt ferðar þeirra og framtíð- arsýnar í ræktunarmálum sveitar- innar eitthvað á þessa leið: „Bara að girðingunum verði haldið við. Þá er nýgræðingnum í Meðallandi borgið." Það var skemmtilegt að sitja hjá Magnúsi, eiga trúnað hans og kynnast viðhorfum hans og víð- sýni á þeim málum, sem helst voru til umræðu hverju sinni. Samtök launþega áttu fylgi hans alla tíð, og mat mikils alla þá, sem voru þar í forystusveit, og vissulega vildi hann styðja hvert það félag, sem vinnur að batnandi hag ein- staklinga, -fnalega sem andlega. Daglegt viðhorf sitt og sam- skipti sín við meðbræður sína mótaði hann á kristinni lífsskoðun sinni og sannfæringu, virðingu fyrir siðum og háttum feðra sinna og mæðra, og að vera tilbúinn til hjálpar nauðstöddum meðbróður svo lengi sem kraftar hans leyfðu. Þau hjónin, Margrét og Magnús, láta eftir sig mikinn auð, þar sem eru börn og barnabörn þeirra, sem erft hafa dugnað og trúmennsku foreldranna, og ljúf er minningin um soninn kæra, Ingimund, sem fórst af slysförum í Vestmanna- eyjum 19. janúar 1970. Við frá Nýjabæ, sem áttum um langt skeið nágrenni við heimilið í Lágu-Kotey, ásamt eiginkonu minni, minnumst Magnúsar með virðingu og þökk fyrir ljúf- mennsku og drengskap í kynnum fyrr og síðar. Við sendum Margréti, börnum, barnabörnum og öðrum, er sakna góðs vinar, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningarnar um Magnús Sigurðsson frá Lágu- Kotey. Ingimundur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.