Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Mesta slysaár norskra sjómanna í rúman áratug <>sló. 28. desember. Frá J»n Erilt Uuré, frétUriUri Mbl. ÁRIÐ 1983 hefur verið mesta slysaár í sögu norsks sjávarútvegs í heilan áratug. Aö minnsta kosti 33 norskir sjómenn hafa týnt lífi við störf á hafi úti. Frá árinu 1980 hafa 117 sjómenn látist í skipssköðum og vinnuslys- um er tengjast sjávarútvegi. Þessi tala svarar næstum til fjölda þeirra sem fórust þegar íbúðarpallinum Alexander Kiel- AP. Dómsdagsklukkan Svona lítur dómsdagsklukkan út, hana vantar aðeins þrjár mínútur í miðnætti. Myndin af klukkunni allri prýðir forsíðu tímarits kjarneðlisfræðinga í Bandaríkjunum, sem væntan- legt er í janúar, og á að sýna, að mannkynið stendur nú nær kjarnorkustyrjöld en nokkru sinni fyrr. land hvolfdi á Norðursjó. „Á meðan hundruðum milljóna norskra króna er varið til þess að rannsaka orsök þess slyss er litlum fjáfmunum varið til þess að koma í veg fyrir slys á fiski- skipunum," segir Thor Zakari- assen, yfirmaður öryggiseftir- lits norska sjómannasambands- ins. „í mörgum tilfellum hefði mátt bjarga miklu fleiri manns- lífum en raun bar vitni með því að hafa öryggisútbúnað í betra lagi á skipunum og kenna áhöfn- unum hvernig á að bregðast við þegar slys ber að höndum," segir Zakariassen. „Slík kennsla er ekki nein skylda heldur verða menn að bera sig eftir henni og því er aðeins lítill hluti norskra sjómanna vel að sér i þessum efnum," segir hann. Á fjárlögum norsku ríkis- stjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 2,9 milljónum norskra króna til öryggisupp- fræðslu sjómanna. Sú fjárhæð nægir til kennslu um 1000 sjó- manna, en það dugar skammt þegar á milli 25 og 30.000 sækja sjóinn árið um kring. Thatcher fagnað á N-írlandi Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, kom í óvænta heimsokn til Norður-írlands um jólin og var henni vel fagnað þar sem hún kom. M.a. kom hún til bæjarins Newtownards, sem byggður er mótmælend- um, og sagði lögreglustjórinn á staðnum, að fólk hefði ekki kunnað sér læti af fögnuði vegna heimsókn- arinnar. Oryggis Thatchers var að sjálfsögðu vel gætt í ferðinni og allar ferðir farnar í brynvarinni bifreið. Pan Am klagar British Air- ways iyrir of lág fargjöld London. 28. desember. AP. BRESKA flugfélagið British Airways bafnaði í dag alfarið asökunum bandaríska félagsins Pan American þess efnis, að það byði sæti á Norður-Atlantshafsleiðinni langt undir kostnaðarverði. Segja forráða- menn Pan Am bresku ríkisstjórnina gera British Airways þetta kleift RATJN ER AF ÞURRU LOFTI með því að ríkisstyrkja Concorde- flotann. British Airways er í eigu breska ríkisins. Einn þingmanna neðri málstofu breska þingsins sagði að slíkum ásökunum ætti að láta ósvarað og vísa heim til föðurhúsanna. Þá sagði talsmaður British Airways, að það væri alls ekki rétt að far- gjöld væru seld undir kostnaðar- verði. Flugfélog þessi berjast ásamt mörgum oðrum í harðri sam- keppni um farþegana á leiðinni London-New York. Til þessa hafa brigslyrðin þó ekki gengið jafnt langt og nú með formlegri kæru Pan Am tii bandarískra flugmála- yfirvalda. Krefst Pan Am þess að British Airways hækka fargjöldin leið. verði gert að á þessari flug- Að sögn Jeffrey F. Kriendler, talsmanns Pan Am, hefur breska ríkisstjórnin hreinlega gefið Brit- ish Airways þær 339 miHjónir dollara, sem félagið tók að láni til að fjármagna kaupin á fimm fyrstu Concorde-þotunum. „Þetta er hrein og klár gjöf breska ríkis- ins," sagði Kriendler. „Með þessari gjöf er flugfélaginu gert kleift að selja þjónustu sína undir kostnað- arverði. Það hefur það í för með sér að farþegar á þessari leið flykkjast frá okkur og öðrum fé- lögum yfir til British Airways." Ýmislegt skal á sig lagt í þágu listar og sálfræði: Ætla að eyða heilu ári bundin saman með kaðli um mittið New York, 28. desember. AP. ÞAÐ SEM TENGIR þau Lindu Montano og Tehching Hiseh saman er ekki ást, heldur 2,5 metra langur kaoall, sem þau bundu um sig mið þann 4. júlí sl. Með því uppátæki hófst óvenjuleg tilraun þeirra, sem kannski er ekki svo óvenjuleg þegar á allt er litið, þar sem þau eiga í hlut. Hugmynd þeirra er að vera tjóðruð svona saman i heilt ár. Astæoan er f senn sögð vera af listrcnum hvata svo og að setja met. ; '% rakatœkió sem gefur hinn rétta andblœ! LB—30 LB—21 Verö kr. 3.990 Verö kr. 2.298 FALKINN 5UOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 fiekking ífynsla fWust SENDUM BÆKLINGA Þau Linda og Tehching fara allra sinna ferða saman og sofa saman, en hafa aldrei snerst þá tæpa 6 mánuði, sem þau hafa verið „heitbundin". Tehching segist gera þetta til þess að öðlast betri skiln- ing á sálarlífinu, en það sem vakir fyrir Lindu er að skapa nýja teg- und listar. Þótt þetta uppátæki þeirra þyki e.t.v. undarlegt í augum margra eiga þau bæði sérkennilega sögu að baki hvað þetta snertir. Tehching gerði sér það t.d. að leik að láta vekjaraklukku hringja á heila tfm- anum, allan sólarhringinn í heilt ár, og stoðva hringinguna. Annað ár tók hann sér það fyrir hendur að sofa á götum úti í New York og enn eitt árið dvaldi hann í búri — allt í þágu sálfræðinnar. Linda hefur líka reynt ýmislegt þótt ekki sé það í líkingu við uppá- tæki Tehching. Hún hefur m.a. bú- ið á iistasafni í fimm daga, legið hreyfingarlaus í hæsnahúsi í nokkra daga og verið handjárnuð við félaga sinn úr listinni í þrjá daga. Eins og ráða má af framansögðu er samband þeirra Lindu og Tehching platónskt, en hefur ekki verið árekstralaust. Fyrr á árinu bundu þau sig saman, en völdu ranga tegund reipis, sem tók upp á því að hlaupa eftir að þau höfðu farið saman í steypibað. Vissi Linda ekki fyrr til en Tehching tók að blána upp á veitingahúsi skömmu síðar. Skorið var á reipið í snarhasti og nælonkaðall er nú notaður. Annað sinn munaði mjóu er Linda varð eftir utandyra þegar þau ætluðu með lyftu í fjölbýlis- húsi. A etleftu stundu tókst að opna hurðina og forða Lindu frá því að ferðast upp háhýsið utan lyftunnar. Uppátæki þeirra hjúanna hefur kallað á fjölbreytileg viðbrögð ai- mennings, en flestum finnst þetta bara vera enn eitt dæmið um hvað fólki dettur í hug til þess að vekja á sér athygli og lætur sér fátt um finnast um göfugan tilgang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.