Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 11 Þátttakendur i endurfundinum 10 ára afmæli 5-daga áætlunarinnar - eftir Jón Hjörleif Jónsson, bindindisfulltrúa Endurfundur í tilefni 10 ára af- mælis 5-daga áætlunarinnar var haldinn sunnudaginn 18. desem- ber. Fámennara var en ég gerði mér vonir um, trúlega óheppilegur tími. Mættir voru 15, 9 frá árinu 1983, 3 frá 1980, og 3 frá 1973. Þessir þrír voru frá fyrsta nám- skeiðinu, þ.e. 10 ára, og höfðu ekk- ert reykt. Við óskum þeim til ham- ingju með 10 ára bindindið. T þessum hópi höfðu 10 ekkert reykt, 5 reykt smávegis. Auk þess- ara sátu þrír læknar fundinn og einn læknir, starfandi úti á landi, staddur hér í borg, leit inn áður en fundurinn hófst og kynnti sér 5-daga áætlunina. Þetta sýnir vel heilsteyptan áhuga læknanna á reykingavandamálinu. Sigurður Björnsson, læknir, flutti ávarp. Fólkið sagði frá reynslu sinni, spurði læknana, sem veittu örlát- lega af'þekkingu sinni. Erling B. Snorrason, formaður stjórnar ís- lenska Bindindisfélagsins og Sam- taka aðventista á íslandi, ávarp- aði fundinn. Sýnd voru ýmis gögn og fræðsluefni, sem 5-daga áætl- unin notar. Undirritaður rakti sögu 5-daga áætlunarinnar í stórum dráttum og þakkaði öllum, sem hafa stutt 5-daga áætlunina þessi 10 ár, svo og þeim, sem hafa sótt námskeið- in. Sérstaklega þakkaði hann stjórn íslenska Bindindisfélags- ins,, 25—30 læknum sem hafa að- stoðað við námskeiðin, Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur sérlega, Krabbameinsfélögunum öllum, Reykingavörnum, skólastjórum, sem hafa opnað skóla sína alls staðar, þar sem 5-daga áætlunin hefur verið í framkvæmd. Endanlega þakkaði hann hús- bændum Norræna hússins þar sem 5-daga áætlunin hóf göngu sína hér á landi og Háskóla fs- lands, sem hefur öllum stofnunum oftar hýst 5-daga áætlunina. Allt hefur þetta fólk og þessar stofnanir látið ofangreinda þjón- ustu í té ókeypis. Það eru stór- framlög í reykingavörnum þjóðar- innar. Að lokum þakkaði hann ánægjulegt 10 ára samstarf. Fundarmenn ákváðu að vinna að stofnun samtaka með þeim, er hafa sótt 5-daga áætlunina. Til- gangurinn með slíkum samtökum Jón 1 (jörleifur Jónsson er að efla sóknina gegn tóbakinu og öðrum eiturefnum. Seinna verður boðað til slíks fundar. Að loknum fundi var veitt hressing, aldinsafi, tropicana, sem Smörlíki hf. gaf og kex sem Kexverksmiðj- an Frón gaf. Mjög góð samstilling var með fundarfólki, sem fagnaði því að vera laust við reykingar. Jtw Hjöríeifur Jónsson er bindind- isfulltrúi hjá Sjöunda dags aðrent- istum. Hátíðar- matseðill Nýársdagskvöld Léttreykt laxamús með „raifort" spínatkremi Hreindýraseyði með ostastöngum Kampavínssorbet Aliönd með appelsínuhjúp Kaffi og konfektkökur Óskum landsmönnum gleðilegs nýs árs ogþökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gamlársdagur lokað. Nýársdagur opnað kl. 18.00. Hverfisgötu 8-10, símar 18833 - 14133.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.