Morgunblaðið - 29.12.1983, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.12.1983, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 11 Þátttakendur á endurfundinum. 10 ára afmæli 5-daga áætlunarinnar - eftir Jón Hjörleif Jónsson, bindindisfulltrúa Endurfundur í tilefni 10 ára af- mælis 5-daga áætlunarinnar var haldinn sunnudaginn 18. desem- ber. Fámennara var en ég gerði mér vonir um, trúlega óheppilegur tími. Mættir voru 15, 9 frá árinu 1983, 3 frá 1980, og 3 frá 1973. Þessir þrír voru frá fyrsta nám- skeiðinu, þ.e. 10 ára, og höfðu ekk- ert reykt. Við óskum þeim til ham- ingju með 10 ára bindindið. I þessum hópi höfðu 10 ekkert reykt, 5 reykt smávegis. Auk þess- ara sátu þrír læknar fundinn og einn læknir, starfandi úti á landi, staddur hér í borg, leit inn áður en fundurinn hófst og kynnti sér 5-daga áætlunina. Þetta sýnir vel heilsteyptan áhuga læknanna á reykingavandamálinu. Sigurður Björnsson, læknir, flutti ávarp. Fólkið sagði frá reynslu sinni, spurði læknana, sem veittu örlát- lega af ’þekkingu sinni. Erling B. Snorrason, formaður stjórnar ís- lenska Bindindisfélagsins og Sam- taka aðventista á íslandi, ávarp- aði fundinn. Sýnd voru ýmis gögn og fræðsluefni, sem 5-daga áætl- unin notar. Undirritaður rakti sögu 5-daga áætlunarinnar í stórum dráttum og þakkaði öllum, sem hafa stutt 5-daga áætlunina þessi 10 ár, svo og þeim, sem hafa sótt námskeið- in. Sérstakiega þakkaði hann stjórn íslenska Bindindisfélags- ins, 25—30 læknum sem hafa að- stoðað við námskeiðin, Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur sérlega, Krabbameinsfélögunum öllum, Reykingavörnum, skólastjórum, sem hafa opnað skóla sína alls staðar, þar sem 5-daga áætlunin hefur verið í framkvæmd. Endanlega þakkaði hann hús- bændum Norræna hússins þar sem 5-daga áætlunin hóf göngu sína hér á landi og Háskóla Is- lands, sem hefur öllum stofnunum oftar hýst 5-daga áætlunina. Allt hefur þetta fólk og þessar stofnanir látið ofangreinda þjón- ustu í té ókeypis. Það eru stór- framlög í reykingavörnum þjóðar- innar. Að lokum þakkaði hann ánægjulegt 10 ára samstarf. Fundarmenn ákváðu að vinna að stofnun samtaka með þeim, er hafa sótt 5-daga áætlunina. Til- gangurinn með slíkum samtökum Jón Hjörleifur Jónsson er að efla sóknina gegn tóbakinu og öðrum eiturefnum. Seinna verður boðað til slíks fundar. Að loknum fundi var veitt hressing, aldinsafi, tropicana, sem Smöriíki hf. gaf og kex sem Kexverksmiðj- an Frón gaf. Mjög góð samstilling var með fundarfólki, sem fagnaði því að vera laust við reykingar. Jón Hjörleifur Jónsson er bindind- isfulltrúi hjá Sjöunda dags aðrent- istum. Nýársdagskvöld Léttreykt laxamús með „raifort" spínatkremi Hreindýraseyði með ostastöngum Kampavínssorbet Aliönd með appelsínuhjúp Kaffi og konfektkökur Óskum landsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gamlársdagur lokað. Nýársdagur opnað kl. 18.00. iiiiii iiiiiiiiSii Opið til kl. 8 í kvöld til kl. 8 á föstudag og til kl. 12 laugardag Svína- hamborgarhryggir Svínakótelettur Svínalundir Lamba- hamborgarhryggir Lambasviö hreinsuö Ali grágæsir Nautaschnitzel Nautagullasch Nautalundir Nautafillet Beinlausir fuglar Roast Beef Hakkafillet Hamborgarar Nautahakk Nautahakk, 10 kg Folaldaschnitzel Folaldagullasch Folaldalundir Folaldafillet Roast Beef 2 I MS Skafís 1 I MS súkkul.bitaís 255,00 364,70 247,00 335,00 355,00 427,oo 128,00 224,00 63,90 82,70 325,00 375,00 364,00 465,oo 296,00 358,oo 427,00 500,00 427,00 500,00 360,00 465,00 360,00 465,00 230,00 315,00 12,00 26,00 168,50 231,00 138,00 267,00 230,00 268,00 210,00 245,00 255,00 305,00 255,00 305,oo 230,00 268,00 107,00 131,00 60,00 71,75 Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.