Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 40
TIL DAGLEGRA NOTA tfgtsiifrlafrlfe Pbstsendum myndalista PALL STEFANSSON Umb. & Heildv Pósthólt 9112, simi 72530 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Fiskbirgðir í landinu metnar á 4,1 milljarð Þorskaflinn 84 þúsund lestum minni en í fyrra ÞORSKAFLINN á árinu 1983 verður um 298 þúsund lestir, sem er 84 þúsund lestum minni afli en var árið 1982, en þá komu á land 382 þúsund lestir af þorski. I ný- útkomnu yfirliti um sjávarútveg- inn, sem Fiskifélag íslands hefur sent frá sér, kemur einnig fram aö áætlað er að heildarafli lands- manna verði 830 þúsund lestir ár- ið 1983. Þetta er aukning um 44 þúsund lestir frá því árið á undan, þegar veiddust 786 þúsund lestir. Botnfiskaflinn verður á þessu ári 606 þúsund lestir, en var í fyrra 690 þúsund lestir, á vantar áður- nefndar 84 þúsund lestir af þorski. 1 fyrrnefndu yfirliti Fiskifé- lagsins kemur einnig fram, að samkvæmt skýrslum Hagstof- unnar um útflutning lands- manna fyrstu ellefu mánuði árs- ins, nemur heildarverðmæti út- flutningsins 16,6 milljörðum króna, og þar af er hlutur sjáv- arafurða 11,7 milljarðar króna, eða 70,5%. Miðað við sama tímabil 1982 var verðmæti heildarútflutnings 7,3 milljarð- ar króna, og þá var hlutur sjáv- arafurða 5,6 milljarðar króna, eða 76,7%. Fyrstu ellefu mánuði þessa árs var mest flutt út af sjávarafurðum til Bandaríkj- anna, eða tæplega 67 þúsund lestir. Bretland er í öðru sæti með 55 þúsund lestir, þá kemur Vestur-Þýskaland með um 40 þúsund lestir, Sovétríkin með 35 þúsund lestir, Portúgalir keyptu tæplega 24 þúsund lestir og ým- is Afríkuríki 11 þúsund lestir. Verðmæti þeirra birgða sjáv- arafurða sem nú eru til í land- inu, er áætlað 4,1 milljarður króna, en á sama tíma í fyrra var verðmætið áætlað 3,1 millj- arður. Sjá bls. 22. Sídustu dagarnir fyrir hver áramót eru annasamur tími fyrir suma aldurs- hópa, einkum þá sem standa í stórræðum við að safna í brennur, svo bálköstur sá sem brennir út árið megi vera sem vegiegastur. Þessir ungu Vesturbæingar létu sitt ekki eft- ir liggja svo sem sjá má, en bál- kösturinn í baksýn er við Ægisíðuna. Morgunblaðift/ Ól.K.M. Afstaða til sorpeyðingar fyrir hófuðborgarsvæðið verður tekin fyrir áramótin "84—"85: Böggunar- eða sorpbrennslu- stöð eru vænlegustu kostirnir YFIRMENN tæknimála sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu hafa gert það að tillögu sinni að sveitarfélögin stofni Undirbúningsfélag sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins hf., sem hafi það hlutverk að kanna nákvæmlega möguleika tií sorpeyðingar og gera þá ákvörðunahæfa um áramótin 1984—85. Einkum koma til greina tveir kostir, böggunarstöð fyrir sorp, sem þjappa myndi því saman og síðan yrði það flutt á sorphauga, en hinn kosturinn er sorpbrennslustöð, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Þórði Þ. Þorbjarnar- syni, borgarverkfræðingi í Reykjavík. Þórður sagði m.a. að ástæða könnunar á þessum málum sé sú að sorphaugarnir í Gufunesi séu að fyllast og að því tilefni hefðu verið kannaðir möguleik- ar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess fyrir nýjan sorphaug, því hvað sem gert yrði, þyrfti að losna við ein- hvern úrgang. Þórður sagði að ekki væri hægt að samþykkja neinn stað í upplandinu, vegna skorts á vitneskju um grunn- vatnsstrauma í nágrenni borg- Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra: Eigum að yfirtaka björg- unarflug Varnarliðsins „ÉG ER NÚ ekki bjartsýnn á að við getum keypt tvær þyrlur til Landhelgisgæzlunnar og rekið þær. Hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, vegna þess, að það er svokallað Varnarlið hér í landinu, að við ættum að yfirtaka ýmsa þætti þeirrar starfsemi. Sú starfsemi, sem við ættum að byrja á að yfirtaka, ej björgunarflugið á Keflavíkurflugvelli," sagði sjávarútvegsráAherra, Halldór Ásgríms- son, er hann var inntur eftir því á fundi í Sjómannafélagi Reykjavík- ur, hvort hann myndi beita sér fyrir kaupum á tveimur þyrlum til Gæzlunnar. „Við eigum að yfirtaka þennan þátt Varnarliðsins. Ég hef skoðað útbúnað þess, og hann er í einu orði sagt stórkostlegur. Við höf- um alveg mannskap í það, að yf- irtaka þetta björgunarflug. Ég tel að það væri lang raunhæfast að leysa þessi mál með þeim hætti vegna þess, að það er ekki nóg að Landhelgisgæzlan reki eina þyrlu. Það er ekki nægilegt ör- yggi, hún getur alltaf bilað og ef eitthvað slíkt gerist búum við við falskt öryggi. Það er kannski verra en margt annað. Þetta segi ég ekki vegna þess, að ég sé ekki því meðmæltur að efla Landhelg- isgæzluna. Ég vil aðeins vera raunsær og ég tel, að fyrst að þessi starfsemi er þarna fyrir hendi, eigum við að ganga hreint til verks og fara þess á leit við Bandaríkjamenn, að við yfirtök- um þessa starfsemi," sagði Hall- dór Asgrímsson. arinnar og allar rannsóknir væru bæði tímafrekar og kostnaðarsamar. Því hefðu möguleikar með ströndinni verið kannaðir og hefðu menn staðnæmst við nokkra, m.a. mýrina við Saltvík. Hugmyndin um böggunar- stöðina sagði Þórður þá að sorpinu væri þjappað saman í um 1 rúmmetra stærð og um 5—6 falt, þannig að rúmþung- inn væri nálægt rúmþunga vatns. Utan um baggann væri sleginn vír og þannig auðveld- ara að meðhöndla sorpið. Þórð- ur sagði að kostnaður við svona stöð væri um 120 milljónir króna, og árlegur reksturs- kostnaður nálægt 46 milljónum króna. Hinn möguleikinn er sorp- brennslustöð, og miðað við 100.000 tonna brennslu, er brennslugildi stöðvarinnar á við gildi 25.000 tonna af olíu og ef unnt væri að nýta orkuna, bendir margt til þess að hagn- aður yrði af vinnslunni. Nefndi Þórður Svía sem dæmi, þar sem kostnaður við að jarða sorp væri um 50 krónur sænsk- ar á tonnið, en miðað við sorpbrennslustöð, þar sem góð nýting hefur náðst, væri um 30 króna hagnaður af brennslu hvers tonns. Varðandi mögu- leikann hér kvað Þórður að af brennslu sorpsins gæti verið unnt að framleiða á bilinu 6—10 megavött af raforku, og orkugildið gæti verið allt upp í 20 megavött í háhitagufu, sem hægt væri að nýta til ýmiskon- ar iðnaðar. Þórður sagði að valið stæði á milli þessara tveggja kosta og nú ætti að fara að kanna mögu- leikana ítarlega, en stofnkostn- aður sorpbrennslustöðvar er á bilinu 200-300 milljónir króna, að sögn Þórðar Þ. Þor- bjarnarsonar. SAA: Sjúkrastöðin hlaut nafnið Vogur Sjúkrastöð SÁÁ vi6 Grafarvog, sem opnuð var í gær, hlaut nafn- ið Vogur, en niðurstöðu nefndar sem valdi nafn á stöðina kynnti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, en um 8 þú.sund tillagna bárust. Dregið var um það hver hlyti verðlaun í nafnasamkeppninni en tillögur voru 48 talsins og kom upp nafn Hallfríðar Brynjólfsdóttur í Garðabæ. Þá voru einnig kynntar fjórar aðr- ar tillögur um nafn á stöðina, sem hlutu verðlaun. Tillögurn- ar Höfn, sem Lára K. Guð- mundsdóttir, Garðabæ, sendi, Svalvogur, sem Jónína Björg- vinsdóttir, Reykjahlíð, sendi og í 4.-5. sæti voru nöfnin Ögur- tún, sem Ingibjörg Daníels- dóttir, Seltjarnarnesi, sendi og Hvarf, sem Hermann Jóhann- esson, Kópavogi, sendi. Verð- launin voru 2ja vikna ferð til Costa del Sol. Sjá miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.