Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Rættist úr innanlandsf luginu í gær TÖLUVERT rættist úr innanlandsfluginu í gær. Hjá Flugleiðum voru farnar tíu ferðir, þrjár á Akureyri, tvær á ísafjörð og ein á Egilsstaði, Sauðárkrók, Höfn í Hornafirði, til Húsavíkur og Vest- mannaeyja. Þó varð að snúa við vél sem fór til Patreksfjarðar þar sem lendingarskilyrði voru ekki fyrir hendi, auk þess sem sleppa varð ferð til Þingeyrar og þriðju ferðinni á ísafjörð. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, bíða tiltölulega fáir eftir flugi þessa stundina. Hjá Arnarflugi var flogið á Bíldudal, Siglufjörð, Fáskrúðsfjörð, Gjögur og til Hólmavíkur, en ekki tókst að komast til Suðureyrar og Flateyrar. Voru uppundir 80 manns á biðlista í gærkvöldi. Avöxtun sparifjár og bundins fjár hefur batnað verulega — segir dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri „NÚ ER ÓHÆTT að segja, að bæði almennt sparifé og bundið fé njóti jákvæðrar ávöxtunar í fyrsta skipti í meira en áratug. Er mikilvægt, ad þeirri stöðu verði haldið framvegis," segir Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, m.a. í forystugrein sinni í nýjasta hefti Fjármálatíðinda, sem eru gefín út af Hag- fræðideild Seðlabanka íslands. Jóhannes Nordal segir, að sé litið á lánskjarastefnuna til lengri tíma sé ljóst, að hún muni ekki ráðast eingöngu af verðlagsþróun, heldur verði hún einnig að taka mið af öðrum efnahagslegum markmiðum svo sem jafnvægi í viðskiptajöfnuði við útlönd og samdrætti í erlendum lántökum. „Hvort tveggja er þetta einmitt mjog háð því, að það takist að efla fjármagnsmyndun innanlands með aukinni sparifjármyndun á vegum bankakerfisins, betri ávöxtun opinberra sjóða og auknum frjáls- um sparnaði í formi sölu verðbréfa. Samkvæmt lánsfjáráætlun fyrir árið 1984 er gert ráð fyrir mun meiri innlendri fjármögnun en ver- ið hefur í formi söluspariskírteina og annarra innlendra verðbréfa, bæði vegna opinberra fram- kvæmda og íbúðalána, og hlýtur þessi aukna fjármögnun að hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn. Eigi sú heildarfjáröflun innan- lands, sem gert er ráð fyrir í láns- fjáráætlun, að nást á næsta ári, getur orðið nauðsynlegt að bjóða verulega betri og fjölbreyttari ávöxtunarkjör, en gert hefur verið að undanförnu. Ekki yrði þá heldur komizt hjá því, að innlánsstofnanir geti boðið samkeppnisfær kjör, svo að þær geti haldið eðlilegri hlut- deild í því heildarfjármagni, sem til ráðstöfunar verður," segir Jó- hannes Nordal. Þá segir Jóhannes Nordal, að jafnframt því sem nafnvextir ættu að geta haldið áfram að lækka með hjaðnandi verðbólgu á komandi ári, séu öll líkindi til þess, að raunvextir af sparifé og öðrum inn- lendum sparnaði þurfi að vera sparendum mun hagstæðari en verið hefur, ef unnt eigi að vera að ná heildarjafnvægi á lánsfjár- markaði og koma í veg fyrir áfram- haldandi aukningu á hinni erlendu skuldabyrði. Endurbætur á hitaveitulögnum: Einangrun gefur sig í Breiðholti og Fossvogi HITAVEITULAGNIR í Breiðholti I, Fossvogshverfí og fleiri borgarhlut- um verða lagfærðar eða endurnýjaðar á vori komanda og ntestu árum. Frauðsteypueinangrun lagnanna hef- ur ekki reynst nægilega vel og þarf ao kanna gallana og skipta um þar sem skemmdir eru umtalsverðar, að sögn Jóhannesar Zoega, hitaveitustjóra í Reykjavík. „Það er fleira en þetta, sem þarf að lagfæra," sagði Jóhannes í sam- tali við blaðamann Mbl. „Víða eru æðar orðnar gamlar og á öðrum stöðum hefur ekkert verið litið á þetta undanfarin 5—7 ár. En nú er þetta á fjárhagsáætlun okkar fyrir næsta ár, 1984, og verður á næstu árum." Jóhannes sagði að frauðsteypu- einangrunin, sem væri eftir danskri forskrift, Hefði verið talin mjög fullkomin þegar notkun hennar hófst hérlendis á árunum 1965—1970. „En þetta hefur gefist mjög misjafnlega og í einum bæ á Jótlandi hlaust af mikið tjón fyrir nokkrum árum. Einangrunin sjálf helst óskemmd en ef það kemst raki inn undir hana ryðga rörin," sagði hann. Mest aðkallandi er að kanna að- alæðarnar um Breiðholt I, sem liggja eftir Stekkjarbakka yfir í Breiðholt II, að sögn hitaveitu- stjóra. „Það er ekki enn vitað hve mikið þetta er skemmt en það verð- ur kannað þegar farið verður í þetta með vorinu. Og þetta er víðar um bæinn — það eru ein 20—30 stórverkefni, sem við hyggjumst fara i á næsta ári," sagði Jóhannes Zoéga. PIAT 127 SUPER <83 KR. 176.500.- (GENGI I DES. '83) c T3 * c HVAÐ ÞYÐIR SUPER — LESTU ÞETTA Super þýöir bíll hlaðinn aukabúnaöi, við viljum m.a. nefna: fimm gjra kassi tauklædd sæti sportstýri skutbílsútfærsla hiti og þurrka í afturrúðu stokkur og hólf milli framsæta hólf í hliöarhurðum öskubakki afturí quarts klukka hliðarspegiU stiJltur innanfrá opnanlegir hliðargluggar afturí hilla í mælaborði • vindlakveikjari • litað gler • breiðir hliðarlistar EGILL • sportfelgur • hjólbogalistar Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.