Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 21 Gestir við opnun stöðvarinnar. Sjúkrastöð SÁÁ opnuð í gær HIN NYJA sjúkrastöd SAA, Sam- taka áhugafólks um áfengisvanda- mál, var opnuð í gær, að við- stöddum fjölmörgum gestum, en stöðin verður tekin í notkun í dag, fimmtudag, og sjúklingar sem ver- ið hafa á Silungapolli, sem nú verð- ur rifinn, verða fluttir í hina nvju stöð. Meðal gesta voru biskup ls- lands, herra Pétur Sigurgeirsson, Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra, Albert Guðmundsson, fjár málaráðherra og Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra. Við upphaf opnunarathafnar- innar bauð Björgólfur Guð- mundsson, formaður SÁÁ gesti velkomna, en síðan rakti Othar Örn Petersen, formaður bygg- ingarnefndar stöðvarinnar, sögu hennar. Kom m.a. fram í máli hans að 11. nóvember 1981 hefði SÁÁ verið úthlutað lóð fyrir stöðina við Grafarvog, en mán- uði síðar var skipuð byggingar- nefnd. Skömmu síðar var Vinnu- stofunni Klöpp falið að annast hönnun og undirbúning bygg- ingarinnar, en 20. apríl lágu fyrir endanlegir skipulagskil- málar og hönnun var hafin. Þann 21. júní voru teikningar fullbúnar ásamt útboðsgögnum að 2200 fermetra húsi fyrir 60 sjúkrarúm með tilheyrandi að- stöðu. Um mánuði síðar voru til- boð opnuð og síðan samið við Vórðufell hf. um að byggja hús- ið, en framkvæmdir hófust þann 14. ágúst, þar sem forseti Is- lands, Vigdis Finnbogadóttir, tók fyrstu skóflustunguna. Húsið varð fokhelt í maímán- uði sl., en í ágúst hófust fram- kvæmdir við tréverk og máln- ingu. Sagði Othar Örn að heild- arkostnaður við bygginguna væri um 45 milljónir króna mið- að við verðlag nú, en bygg- ingarkostnaður miðað við fer- metra er um 20.000 krónur. Að lokum þakkaði Othar Örn öllum starfsmönnum vel unnin störf og afhenti hann Björgólfi Guð- mundssyni, formanni SÁÁ, lykil að stöðinni. Þessu næst flutti Björgólfur ávarp, en þar kom m.a. fram að sjúkrastöðin væri undirstaða annarrar starfsemi SÁÁ. Nefndi hann að SÁÁ hefði flutt ein- hverja starfsemi sína þrisvar á sl. 6 árum og á morgun, fimmtu- dag, stæðu fjórðu flutningarnir fyrir dyrum. Kvaðst hann vonast til þess að með tilkomu hinnar nýju stöðvar myndi ró og öryggi hvíla yfir starfseminni, eins og nauðsynlegt væri í störfum sem þessum. Sagði Björgólfur að um 6.000 manns hefðu farið í með- Othar Örn Petersen, formaður byggingarnefndar sjúkrastöðvarinnar af- hendir Björgólfi Guðmundssyni, formanni SÁÁ, lykil að stöðinni. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, og frú í kapellunni sem er í sjúkrastöðinni. Úr einni sjúkrastofunni. ferð hjá SÁÁ frá upphafi starf- seminnar. Þá sagði Björgólfur að undir- tektir við aðstoðarbeiðnir SÁÁ vegna verkefna samtakanna hefðu verið mjög góðar og færði hann þakkir fyrir. Matthías Bjarnason heilbrigð- isráðherra sagði við opnunina að lengi hefði verið unnið að áfeng- isvarnarstarfi hér á landi, en stóra stökkið í þessum málum hefði orðið þegar SÁÁ var stofn- að og tóku ákvörðun um að koma upp stofnunum hér á landi sam- bærilegum við þær stofnanir er- lendis sem íslendingar hefðu fengið meðferð á. Sagði Matthías að SÁÁ hefði unnið gott starf síðustu ár, þau hefðu komið á legg þremur meðferðarstofnun- um, hverri með sitt hlutverk, á Sogni, Silungapolli og Staðar- felli. Hins vegar hefði rekstur- inn verið samþykktur af heil- brigðismálaráðuneyti og greidd- ur með venjulegum hætti, eins og sjúkrahúsrekstur af sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofn- unar ríkisins. Sagði Matthías að sjúkrastöð- in væri byggð með framlögum einstaklinga, fyrirtækja og söfn- unarfé, og væri hún merki um það hvaða árangri hægt væri að ná með samstilltu átaki ein- staklinga, utan við hið hefð- bundna kerfi ríkisfjármála. Hins vegar minnti Matthías á að stofnunin gæti ekki starfað nema ríkið legði fram sinn hlut og tæki að sér að greiða fyrir vistun sjúklinga. Loks afhenti Matthías rekstrarleyfi fyrir stöðina. Þessu næst kynnti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar og stjórnarformaður í SÁÁ, niðurstöður nefndar sem valdi nafn á Sjúkrastöðina og hlaut hún nafnið Vogur. Sjúkrastöðin er 2200 fermetr- ar að stærð og þar er rými fyrir 60 sjúklinga. Þar er einnig að- staða fyrir starfsfólk, fundarsaí- ir og einnig er þar kapella. var kátt í höllinni", og þótti mér nú gamall og góður kveðskapur heldur en ekki hafa sett ofan. Ekki aðeins að útskúfað væri stuðlasetningu, sem þá var á öll- um stefjunum, heldur var meg- in-áherzla stefsins látin lenda á áherzlulausri endingu, svo sem löngum hefur þótt einkenna leirburð (höllinn-i). Jafnvel hef- ur þessi ómynd verið höfð að ein- hvers konar orðtaki íþrótta- manna, þegar mest hefur gengið á í Laugardalshöll. Hin breyt- ingin er sú, að bætt hefur verið í þuluna nýju stefi: „Á snældu skaltu stinga þig"; og leynir sér nú ekki að þar er fitjað upp á aðra prjóna. Annars mun inn- skot þetta eiga i-ætur að rekja til danskrar Þyrnirósar-þulu, sem vel gat verið fyrirmynd þeirrar íslenzku að meira eða minna leyti, þó að nokkuð beri þar á milli. Því er ekki að vita nema þetta stef hafi lengi fylgt ís- lenzku þulunni einhvers staðar á landinu, þó að það væri óþekkt annars staðar og í þokkabót hið eina sem var óstuðlað (nema þrjú s þættu duga til þeirra nota!). Raunar hef ég alveg nýlega heyrt fjórða stefið sungið svo í útvarp: „Þyrnirós svaf heila öld", svo að einnig þar er stuðlunum komið fyrir kattarnef. Látum það vera, þó að ýmsum þyki mál til komið að höggva á „stuðlanna þrískiptu grein", sem ella stæði þrítugustu og þriðju kynslóð íslenzkra skálda fyrir sáluhjálp; hitt er verra, að um- turna gömlum íslenzkum al- þýðukveðskap til samræmis við það sjónarmið, þegar íslenzkt brageyra er ekki lengur til varn- ar, og hafa ekki annað upp úr krafsinu en afleita lágkúru. Því vil ég skora á alla þá, sem stjórna barnasamkomum, að gera sitt til að leiðrétta þuluna góðu um Þyrnirós og venja unga Islendinga á að hafa heldur hið sannara í því sem öðru. Nýja f lugstöðvarbyggingin: Framkvæmdum miðar vel áfram Útboðsskilmálar fyrir 2. áfanga tilbúnir fljótlega eftir áramót FRAMKVÆMDUM við nýja flugstöðvarbyggingu við Keflavfkur- flugvöll miðar vel, og samkvæmt áætl- un, að sögn Sverris Hauks Gunn- laugssonar forstöðumanns varnar- máladeildar utanríkisráðuneytis. Ver- ið er að vinna við jarðvegsskipti undir bflastsði og síðan verður grafíð fyrir flugstöðvarbyggingunni sjálfri. Þessu verki á að Ijúka fyrir lok marzmánað- ar, en Hagvirki annast þennan fyrsta áfanga. Þessa dagana er verið að ganga frá útboðsskilmálum fyrir annan áfanga byggingarinnar, og verða þeir tilbúnir fljótlega eftir áramót- in. í öðrum áfanga er uppsteypa og liggur tillaga um lánsfjárheimild til hans fyrir Alþingi nú. Búið er að sa-iþykkja heimildina í efri deild og væntanlega verður frumvarpið tekið til afgreiðslu í neðri deild á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman í lok janúar. Fyrsti áfanginn er fjármagnaður með 10 millj. kr. láni, sem tekið var samkvæmt heimild Alþingis. Stefnt er að því að hin nýja flugstöðvarbygging verði tekin í notkun í aprílmánuði 1987.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.