Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Rafveita Siglufjarðar 80 ára „ÞETTA ER fjórða elsta rafveita á landinu, sem veitir raforku til al- menningsnota, stofnuð 18. des- ember 1913," sagði Sverrir Sveins- son rafveitustjóri á Siglufirði í samtali við blm. Mbl., í tilefni af því að Rafveita Siglufjarðar varð 70 ára 18. desember síðastliðinn. „Sigifirðingar hófust snemma handa um að beisla vatnsorkuna sér til hagsbóta og á það má benda að a næstu tíu árum, til ársins 1923, tvöfaldaðist mann- fjöldi hér, en þá bjuggu í þorpinu 1500 manns," sagði Sverrir enn- fremur. Sverrir sagði að það hefði ver- ið Frímann B. Arngrímsson raffræðingur sem fyrstur benti á móguleikana á því að virkja Skeiðsfoss um 1920 og 1921 hefði bæjarstjórn Siglufjarðar keypt jörðina Skeið í Fljótum fyrir 20 þúsund krónur, en henni hefði fylgt hálf vatnsréttindin við Skeiðsfoss. Ákvörðun þessi hefði hins vegar valdið miklum deilum og var því ekki ráðist í að kaupa hinn helming vatnsréttindanna strax. Það hefði verið gert 1929. Skeiðsfossvirkjun hefði síðan verið byggð 1944—45 og stækkuð 1953 og síðan endurvirkjað í Fljótá við Þverá 1975-76. Afl beggja virkjananna væri 4,8 megavött og orkuvinnslugeta talin 20 gígavattstundir. Veitunefnd Siglufjarðar hefur í tilefni afmælisins friðað land- spildu í landi jarðarinnar Skeiðs, sem er 30 hektarar að stærð og talin vel fallin til skógræktar. Til byrjunarframkvæmda næsta sumar er veitt 150 þúsund krón- um úr sjóði sem stofnað var til af Ásgeiri Bjarnasyni, fyrrver- andi rafveitustjóra, en sjóður þessi er ætlaður til að fegra um- hverfi Skeiðsfossvirkjunar. Þá samþykkti veitunefnd einnig að veita 100 þúsund krónum til kaupa á trjáplöntum sem plant- að verði í bænum. Flugleiðir opnuöu skrifstofu á Heathrow-flugvelli í London fyrr á bes.su ári. Þorgils Kri.stmanns.son hinn nýráðni starfsmaður Flugleiða í Glasgow er t.v. á myndinni. Flugleiðir ráða starfs- mann að nýju í Glasgow ÞORGILS Kristmannsson, aðstoð- arstöðvarstjóri Flugleiða á Heath- row-flugvelli í London, hefur verið M*- + SKALAR Hjá okkur fer vel um viðkværria vöru Vöruskálar okkar í Sundahöfn eru hannaðir með framtíðarþarfir í huga. Við vitum að gott olnbogarými í vörugeymslum; 20.000 m2 gólfpláss og 9.000 m2 hillupláss er lykil- atriði í vandaðri meðferðá viðkvæmri vöru. Þess vegna höfum við hvergi slakað á kröfum um fullkomna tækniaðstöðu og góðan frágang. Sérhæfðir lyftarar af mörgum stærðum og gerðum finna hverri vöru viðeigandi geymslustað, og hvort sem hún er í gám eða á fleti, á gólfi eða í hillu, er öryggi hennar tryggt. Rúmgóðir vöruskálar, fullkomin flutnings- tækni og lipur vinnubrögð - okkar leið til öruggrar vörumeðferðar. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 ¦•"!.......»>••••............................,----------.............. ráoinn starfsmaður félagsins f Glasgow, að sögn Sæmundar Guð- vinssonar, fréttafulltrúa Flugleiða. Sæmundur sagði að Þorgils myndi hafa yfirumsjón með af- greiðslu flugvéla félagsins, auk þess að starfa að sölumálum al- mennt. „Flugið til Glasgow og milli Glasgow og Kaupmanna- hafnar hefur gengið vonum fram- ar á þessu ári og það er þegar búið að að taka ákvórðun um að bæta við þriðju ferðinni í viku í marz- mánuði nk.," sagði Sæmundur ennfremur. Flugleiðir héldu uppi flugi milli íslands og Glasgow og áfram til Kaupmannahafnar um langt ára- bil, eða allt til þess, að félagið var þvingað til að hætta flugi á flug- leiðinni milli Glasgow og Kaup- mannahafnar fyrir liðlega þremur árum. Brezka flugfélagið British Airways gerði tilkall til flugsins. Afkoman hjá British Airways á flugleiðinni varð hins vegar mun lakari en forsvarsmenn fyrirtæk- isins höfðu áætlað og því var það lagt niður og Flugleiðir tóku upp þráðinn að nýju. Tímaritið Frelsið komið út TÍMARITIÐ Frelsið, 3. tölublað 1983, er komið út, en ritstjóri þess er Hannes I lólmsteinn Gissurarson. Meðal efnis í þessu blaði er ljóðaflokkur eftir Matthías Jo- hannessen skáld, en ljóðaflokkur- inn heitir „Tjr ólíkum áttum". Þá ritar Hannes Hólmsteinn grein um nýja bók eftir Matthías, Fé- Iaga orð. Þá er í blaðinu grein eftir Harris lávarð, sem heitir Sam- keppni og val, og Ólafur Björns- son, fyrrum alþingismaður og pró- fessor við viðskiptadeild Háskóla íslands, skrifar grein um George Stigler nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Þá er í blaðinu frásögn af þingi Mont Pélérin-samtakanna 1983 og einnig er hinn fasti þáttur, Fréttir af hugmyndabaráttunni, í blaðinu. Þá eru í blaðinu frásagnir af innlendum og erlendum ritum. Mtjotébðá hwr/itm áyj!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.