Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 27 Minning: Jón Aöils leikari Aldur tekur nú hægt og rólega að færast yfir okkur eldri leikara höfuðstaðarins í samræmi við lögmál lífsins. Þótt aldursforseti okkar, Valur Gíslason, sé kominn yfir áttrætt, er ekki með öllu ör- uggt að allir nái svo háum aldri. Sumir báru ekki einu sinni gæfu til þess að lifa það að Þjóðleikhús- ið kærkomna opnaði. Eru mér í því sambandi einkum hugstæðar tvær frábærar leikkonur; þær Soffía Guðlaugsdóttir og Alda Möller. Við, sem nutum þeirrar gæfu að fá að vera í hópi fyrstu atvinnuleikara með ráðningu við Þjóðleikhúsið við opnun þess, söknuðum mjög þessara hæfi- leikaríku leikara. Við vorum öll úr hópi leikara, sem sumir höfðu árum saman leikið fyrir borgarbúa sem áhuga- menn í leikhúsinu við Tjörnina, Leikfélagi Reykjavíkur. Áttum við mörg eftir að líta með nokkrum söknuði til áranna á litla sviðinu í Iðnó, þrátt fyrir miklu betri skil- yrði í Þjóðleikhúsinu við Hverfis- götu. Þeir sem enn starfa hjá leik- félaginu á þessu gamla litla sviði eiga vafalaust eftir að verða fyrir svipaðri reynslu, þegar þeir flytja þaðan í hin fullkomnari húsa- kynni nýja leikhússins í austur- borginni. Gamla sviðið í Iðnó hlýt- ur öllum sem þar hafa starfað að vera sveipað vissum töfraljóma endurminninga, enda hafa þar verið unnin mörg og merkileg af- rek í leiklist. Sumir leikara gömlu Iðnó höfðu tregt tungu að hræra við skyndi- legt fráfall hans. „En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn.“ Og minningin um góðan dreng og félaga vakir og lifir. Ég votta öllum aðstandendum Egils Sigurðar einlæga samúð mína og minna. Friður sé með honum. Hákon Kristgeirsson Hver er tilgangur lífsins? Það er varla nema von að spurningu sem þessari skjóti upp í hugann þegar sú fregn barst að Egill Kristjánsson hafi svo óvænt verið burt kallaður úr þessum heimi, þegar hann virtist standa í blóma lífsins. Svar við spurningu þessari kann sá einn sem yfir okkur vakir. Sá Guð sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. Það eru liðnir um það bil tíu mánuðir síðan Egill Kristjánsson hóf störf í lánadeild Búnaðar- bankans. Okkur starfsfélögum hans varð fljótlega ljóst að hér var ekki á ferðinni maður sem gekk um sali með lúðrablæstri og lát- um. Heldur var hér maður sem vann störf sín með dugnaði og eljusemi, en þó með slíku látleysi að leitun er að öðru eins. Hann var ávallt mættur fyrstur manna á morgnana og við vissum að þau verk sem hann hafði með höndum voru unnin eins og best varð á kos- ið. Tíu mánuðir eru yfirleitt ekki langur tími af ævi manns. Tíminn flýgur hjá. Þrátt fyrir það hlýtur þó sú hugsun að vera fyrir hendi á vinnustað, þar sem að mestu vinn- ur ungt fólk, að við eigum fyrir höndum margar samverustundir, því dauðinn er ekki sá gestur sem við eigum helst von á. Það renndi enginn í grun að föstudagurinn 16. desember ætti eftir að verða sá síðasti sem við værum þess að- njótandi að hafa Egil á meðal okkar í lánadeildinni. Við kvödd- umst þá, eins og oft áður, með góð- látlegu gríni eins og Egils var von og vísa. Þó var kannski meiri al- vara í þeim orðum, sem okkur fór á milli, en nokkurt okkar gat órað fyrir. Við starfsfélagarnir söknum hans sárt og við spyrjum, og fengið „bakteríuna" í skólaleikjum Menntaskólans í Reykjavík, þótt þeir hafi kannski ekki allir verið beinlínis neyddir til þess, eins og sá, sem þetta hripar. Af þeim má nefna Þorstein 0. Stephensen, Gest Pálsson og Lárus Pálsson, sem allir urðu miklir áhrifavaldar í íslenzkri leiklist. Aðrir komu úr bönkum borgarinnar eins og Ind- riði Waage, Brynjólfur Jóhannes- son og Valur Gislason og áttu eftir að skemmta borgarbúum konung- lega með list sini. Og svo voru menn eins og Jón Aðils, sem ég held að hafi byrjað hjá Litla Leik- félaginu, sem aðallega fékkst við barnaleikrit. . Brátt tók hann þó að leika hjá sjálfu Leikfélagi Reykjavíkur, en síðustu 20 ár þess fyrir opnun Þjóðleikhússins voru mikið fram- faratímabil og naut félagið gífur- legra vinsælda hjá borgarbúum á þeim árum. Það var því mikið lán að hefja störf hjá þessu ágæta fé- lagi á þessu tímabili, því starfsemi þess fór sífellt vaxandi. Jón Aðils var mér nokkrum árum eldri og hóf að sama skapi störf þar fyrr, en þetta munaði því að Jón þótti tækur til þess að fá að verða með- al stofnenda Félags íslenzkra leik- ara, en ég varð að láta mér nægja að vera sá fyrsti sem félagið veitti inntöku. Einn var sá styrkur félagsins á þessum árum, sem ég held að hafi átt sinn þátt í góðum árangri, þótt Ieikarar í rauninni væru tiltölu- lega fáir, þegar litið er til fjölda spyrjum enn aftur: af hverju? En lífið hefur sinn tilgang og dauðinn hlýtur líka að hafa sinn tilgang þó að við skiljum hann ekki. Sá einn kann svörin sem heldur sinni hendi yfir okkur hér á jarðríki sem annars staðar. Við vottum eiginkonu hins látna, Kötlu Níelsen, og dætrum þeirra innilega samúð. Þeirra er sorgin mest. Við biðjum góðan Guð að halda verndarhendi sinni yfir þeim mæðgum. Hann fylli hug þeirra af bjartsýni og trú á líf eftir þetta líf. Blessuð sé minning Egils Krist- jánssonar. Samstarfsfólk í Bún- aðarbanka fslands. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þessi merku orð eiga vel við í dag þegar við kveðjum Egil Sig- urð Kristjánsson sem lést langt um aldur fram þann 19. desember síðastliðinn, aðeins 35 ára gamall. Við starfsfélagarnir á Bifreiðastöð Steindórs erum allir harmi slegn- ir. Sú spurning vaknar óneitan- lega, sem ekki fæst tæmandi svar við, hver sé tilgangurinn þegar maður á besta aldri er kvaddur frá konu og tveimur ungum dætrum. Það var glaðvær hópur sem sat inni á kaffistofu bifreiðastöðvar- innar og gerði að gamni sínu laug- ardaginn 17. desember og gekk Egill fremstur með að hvetja menn til að hætta tóbaksreyking- um um áramótin. Af þessu spunn- ust fjörugar og gamansamar um- ræður. Það er oft stutt á milli gleði og sorgar, því nokkrum klukkustund- um síðar bárust okkur þau hörmu- legu tíðindi að Egill hefði veikst og honum væri ekki hugað líf. Fráfall Egils skilur eftir skarð í röðum okkar. Við minnumst hans sem góðs félaga. Prúðmannleg framkoma hans, snyrtimennska og nákvæmni í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur vakti athygli hvar sem hann fór. Að lokum sendum við eiginkonu hans, dætrum, foreldrum, systur og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfélagar á Bifreiðastöö Steindórs leikverka, sem lagt var í að sýna. En það var það, hve ótrúlega leik- ararnir voru ólíkar manngerðir; ekki sízt í útliti. Það var mikill kostur. Og svo voru í þeirra hópi menn, sem urðu meistarar í and- litsförðun og látæði hvers konar, sem vöktu mikla kátínu í försum og gamanleikjum, eins og Brynj- ólfur Jóhannesson og Valur Gísla- son. Jón Aðils féll vel inní þennan mislita hóp og var engum líkur. Hann var jafnan grannvaxinn, há- vaxinn með mjög skýra og góða rödd og leiddi þetta til þess að hann var oft valinn í hlutverk þar sem slík manngerð fór vel. Jón hélt yfirleitt vel á þeim möguleik- um sem honum þannig buðust og varð brátt vinsæll leikari. sjálfur kynntist ég honum sér- staklega vel sem leikstjóri, þegar ég sviðsetti leikritið Gasljós fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar áður en Þjóðleikhúsið opnaði. Þar lék Jón aðalhlutverkið á móti Ingu Lax- ness (sem hafði þýtt leikritið) og var mjög ánægjulegt að vinna með Jóni að hlutverki hans, sem var dularfullur persónuleiki, og því erfitt að ná tökum á hlutverkinu. En Jón lék það á eftirminnilegan hátt. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa 1949 valdi það úr röðum leikara Leikfélagsins alla helztu leikara og bauð þeim störf á mannsæmandi launum sem at- vinnuleikarar. Tveir af vinsælustu leikurum Leikfélagsins þáðu það góða boð þó ekki, en það voru Brynjólfur Jóhannesson og Þor- steinn Ö. Stephensen, sem varð leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins og hélt tryggð við sína gömlu ríkis- stofnun. Báðir áttu þessir ágætu leikarar þó eftir að sjást sem gest- ir á fjölum Þjóðleikhússins og vinna þar eftirminnilega sigra. En engu að síður varð þetta al- varleg blóðtaka fyrir gamla og góða Leikfélagið við Tjörnina. Töldu sumir að nú væru dagar þess taldir. En sem betur fór komst félagið úr þessum vanda. Aðrir ungir menn tóku við og hófu það að nýju til vegs, svo það varð með tímanum verðugur keppandi um vinsældir borgarbúa við Þjóð- leikhúsið. Að mínu áliti hefur sú samkeppni orðið íslenzkri leiklist til mikils viðgangs. En nú tekur sagan að endurtaka sig. Nú eru ungu mennirnir orðnir miðaldra og of þröngt um starfsemi Leikfé- lags Reykjavíkur í gömlu Iðnó og brátt bíður Borgarleikhúsið þeirra með opinn faðm til nýrra sigra. Við Jón Aðils vorum frá upphafi meðal þeirra leikara sem fyrst voru ráðnir að Þjóðleikhúsinu og vorum þar síðan klefanautar í mörg ár. Ég kynntist Jóni því vel og mat hann mikils sem leikara. Þótt Jón hyrfi mörgum árum síðar aftur til Leikfélagsins niðurí gömlu Iðnó, þá átti hann þó eftir að leika á sviði Þjóðleikhússins um 70 hlutverk og urðu mörg þeirra eftirminnileg. Af þeim má nefna séra Sigurð Sveinsson í íslandsklukkunni, Kristján skrifara í Jóni biskupi Arasyni, Ríkarð jarl í Heilagri Jó- hönnu, Ben í Sölumaður deyr, Torfa í Klofa í Lénharði fógeta, séra Jón Stefánsson í Valtý á grænni -treyju, Gregers Werle í Villiöndinni, Pál postula í Gullna hliðinu, Oshira í Tehúsi ágúst- mánans og Weston í Tondeleyo o.s.frv. Jóns Aðils verður áreiðanlega minnst af mörgum sem mikilhæfs leikara, sem setti svip á mörg góð sviðsverk með starfi sínu í Þjóð- leikhúsinu og á gamla sviðinu í Iðnó hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þá benda hin fjölmörgu hlut- verk sem Jón lék í Ríkisútvarpinu til þess, að hann hafi verið mikils metinn af leikstjórum, enda sýndi hann í mörgum þeirra á sér ýmsar hliðar. Jón lék bæði í harmleikjum og gamanleikjum (og skemmtileg- um försum, ef á þurfti að halda) og sýndi það að hann bjó yfir fjöl- breytni sem leikari. Á síðari árum tók hann oft að heyrast í útvarp- inu sem upplesari og varð einnig af því mjög vinsæll. Hans verður lengi minnst af ýmsum. Ekki kæmi mér á óvart þótt Jón tæki aftur upp þráðinn og héldi áfram að leika með Indriða Waage og Gesti Páls og öðrum kunningj- um, sem hann vafalaust hittir og heilsar uppá, þegar hann tekur að átta sig á því nýja sviði, sem hann nú er kominn á. Við óskum honum öll góðs gengis. Ævar R. Kvaran Á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að kunningsskapur okkar Jóns Aðils hófst. Atvikin höguðu því þannig að okkur var falið að leika saman í leikritinu „Orðinu" eftir Kaj Munk, hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Ég var þá að stíga mín fyrstu spor í þessari miklu ævin- týraveröld í leikhúsinu, en Jón var þá orðinn sjóaður á fjölunum og hafði þegar öðlast viðurkenningu sem efnilegur ungur leikari. Jón lék tengdaföður minn, Pétur skraddara, í fyrrnefndu leikriti og man ég að mér fannst hann frem- ur óblíður tengdafaðir, en þannig átti þetta víst að vera í þessu leik- riti. Sérstaklega minnist ég þess þegar ég kom fyrst í heimsókn á heimili skraddarans í þriðja eða fjórða atriði leiksins, til að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur- inni í húsinu. Skraddarinn og hans fólk hafði aðrar trúarskoð- anir en mín fjölskylda, svo að dæmið gekk ekki upp, en allt fór þetta vel að lokum og ég krækti í heimasætuna. Áður hafði ég kynnst Jóni lítil- lega, en tæpast haft þor eða áræði til að yrða á hann. í þessu leikriti var hann mér hjálplegur og leið- beindi mér, byrjandanum, og þá hófst með okkur vinátta, sem ent- ist meðan báðir lifðu. Eftir þetta störfuðum við mikið saman, bæði á leiksviði og við hljóðnemann og urðum nánir samstarfsmenn. Fullyrða má að Jón Aðils hafi verið gæddur miklum hæfileikum sem leikari. Hann hafði sterkan persónuleika, mikla og hljómfagra rödd og bjó yfir ríkum hæfileikum til að túlka hin margbreytilegu og vandasömu hlutverk, sem féllu í hans hlut bæði á leiksviði og við hljóðnemann. Tiltölulega ungur að árum var hann orðinn þroskaður leikari og kominn í röð okkar fær- ustu listamanna í íslenskri leik- arastétt. Ég ætla mér ekki hér að telja upp nöfn þeirra mörgu leikrita, sem hann lék í á rösklega hálfrar aldar leikferli og ekki heldur að þylja nöfn þeirra hlutverka, er hann túlkaði á minnisverðan hátt. Slík upptalning heyrir nú sögunni til. Einhverntíma var sagt að leik- listin væri list andartaksins og að minningar um einstök leikafrek geymist aðeins í vitund þeirra, sem njóta listar leikarans á ákveð- inni stundu eða augnabliki á leiksviðinu. Með nýrri tækni hefur tekist að breyta þessu hugtaki á þann veg, að mynd- og hljóðbönd gera okkur kleift að njóta listar þeirra, sem þegar eru horfnir af sjónarsviðinu. Þannig er nú hægt að varðveita list andartaksins svo hún verði óbrotgjörn um alla fra-ntíð. í hljóðbandasafni Ríkisútvarps- ins eru geymdar upptökur með Jóni, sem vitna um hæfileika hans sem mikils listamanns. Ungur að árum komst Jón Aðils í allnáin kynni við Bakkus konung. Margir vinir hans töldu að hand- tak þeirra félaga hefði verið full- þétt um tíma og eitt er víst að flestir sleppa aðeins kalnir á hjarta úr þeirri örlagaglímu. Á árunum, sem ég starfaði hjá Ríkisútvarpinu, kom Jón oft í heimsókn til mín. Báðir höfum við alltaf verið árrisulir menn og oft var það, að þegar ég mætti "til vinnu minnar klukkan átta að morgni, að mér var tjáð af tækni- meistara að maður biði eftir mér og væri búinn að bíða alllengi. Ég vissi þegar að þetta mundi vera minn gamli vinur og starfsfélagi Jón Aðils. Ég bauð honum inn á skrifstofu mína og við fengum okkur sæti við skrifborð mitt. Fátt var sagt, en ég vissi vel hvað hann vildi mér. Hann þráði þetta eina, sem öll hans hugsun snerist um og er einkenni svo margra, er hafa gefið „Thalíu" sál sína, að fá að vera með. — Fá að leika. — Fá að standa einu sinni enn í sviðsljós- inu, eða við hljóðnemann, og ég skildi hann svo vel. Sjaldan held ég að mér hafi liðið jafn illa á ævi minni, því ég fann hvað ég var vanmáttugur og gat lítið gert. Við horfðumst aðeins andartak í augu yfir skrifborð mitt og við skildum hvor annan. Það var á grámyglulegum og hráslagalegum októbermorgni ár- ið 1981, sem fundum okkar bar síðast saman á þennan hátt, er áð- ur var lýst. Við sátum sem fyrr í sömu stól- unum við skrifborð mitt. Lítið var sagt en við horfðumst öðru hvoru í augu. Ég sá að í stólnum gegnt mér sat gamall og þreyttur maður eftir stranga vegferð. Þegar heim- sókninni lauk fylgdi ég honum fram að lyftunni á sjöttu hæð út- varpshússins og fór með honum alla leið niður í anddyri. Þar kvöddumst við þéttu handtaki. Það var vegmóður gamall starfs- félagi, sem hvarf mér inn í mistrið og þokuna á þessum drungalega októbermorgni. Fari minn gamli vinur í friði. Blessuð sé minning hans. Klemenz Jónsson Kveðja frá þjóöleikhúsinu Jón Þórður Aðils leikari fæddist í Reykjavík 15. janúar 1913. For- eldrar hans voru hjónin Jón Jónsson Aðils og Ingileif Snæ- björnsdóttir. Jón var aðeins 18 ára gamall, þegar hann kom fyrst fram á leiksviðinu í Iðnó í barna- leikritinu „Litli Kláus og Stóri Kláus“ í sýningu Leikfélags Reykjavíkur í desember 1931 og lék hann óslitið hjá Leikfélaginu frá þeim tíma, allt þar til Þjóð- leikhúsið var stofnað 1950, en þá var hann strax fastráðinn leikari við það. Jón var ákaflega mikilhæfur leikari og sterkur sviðspersónu- leiki og öllum ógleymanlegur sem sáu hann leika á sviði og nægir að minna á nokkur þeirra fjölmörgu hlutverka sem hann lék, eins og t.d. séra Sigurð Sveinsson í „ís- landsklukkunni", Torfa í Klofa í „Lénharði fógeta", Gregers Werle í „Villiöndinni", Skugga-Svein og Weston í „Tonele.vo". Hlutverka- skrá Jóns Aðils er orðin löng, eða nær 80 hlutverk sem hann hefur leikið á sviði auk allra þeirra hlut- verka sem hann lék í útvarpinu, en hann var alla tíð einn af vinsæl- ustu útvarpsleikurum okkar vegna sinnar blæbrigðaríku raddar. Jón lék Pál postula í „Gullna hliðinu" í fyrstu leikför Þjóðleikhússins til útlanda, er leikið var í Kaup- mannahöfn og Osló sumarið 1957. Jón var einn af stofnendum Fé- lags íslenskra leikara 22. septem- ber 1941 og tók virkan þátt í fé- lagsmálum leikara fyrstu árin eft- ir stofnun félagsins, var meðal annars ritari félagsins 1945—’47. Þjóðleikhúsið vottar Jóhönnu, ekkju Jóns, og fjölskyldu hans allri innilegustu samúð. Gísli Alfreðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.