Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 + Eiginkona min, móöir, tengdamóöir og amma, HALLA JÓNSDÓTTIR, lést i sjúkrahúsi ísafjaröar 27. desember. Sigmundur Guðmundason, Guölaugur Fr. Sigmundsson, Guöný Emilsdóttir og sonarbörn. t Ástkær eiginkona mín og móöir okkar, ÓLÍNA STEINOÓRSDÓTTIR, (GÓGÓ), Beykihlíð 31, Roykjavik, andaöist á aöfangadag jóla. Einar PAIsson, Gorour Einarsdóttir, Einar K. Sigurgeirsson, Kristrún Einarsdóttir, Erla K. Sigurgeirsdóttir, Guomundur K. Sigurgeirsson. t Móðir mín, SALVÖR EBENEZERSDÓTTIR, Grenimel 33, lést 28. desember á Hrafnistu í Hafnarfiröi. Fyrir hönd vandamanna, Kjartan Jónsson. t Móðir okkar og tengdamóöir, KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, fyrrum hjúkrunarkona og Ijósmóöir, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 27. desember sl. Óli Jósefsson, Sigurþor Jósefsson, Sesselja Eiríksdóttir, Vilborg Þórarinsdóttir. t Ástkær eiginmaöur minn. BJARNI S. JÓNSSON, bifreiöastjóri, Þorufelli 18, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. desember kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd barna hans, fóstursonar, tengdabarna og barnabarna, Anita Jónsson. + BRAGI ÓLAFSSON, ItBknir, Barmahlíð 9, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. desember kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamleg láti líknarfélög njóta þess. Kristín Bragadóttir, Edda Bragadóttir, Bragi Erlendsson, Sveinn Magnússon, Ingibergur Elíasson, Ása Norðdahl. t Móöir okkar. SIGRfÐUR HANSDÓTTIR, veröur jarösungin í dag fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30 frá Langholtskirkju. Guðrún Björnsdóttir, Þorvaröur Björnsson. + Móöir mín og tengdamóðir, STEFANÍA ERLENDSDÓTTIR, Hávallagötu 60, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, María og Hallgrímur Dalberg. Björg Jóhannes- dóttir — Minning Fædd 27. maí 1906 liáin 17. desember 1983 Vesturbæinn í Reykjavík ræða menn oft um sem sérstakt samfé- Iag, bæði í gamni og alvöru. Sum- um þykir þetta dálítið skrítið en það er auðskilið þegar betur er að gáð. Reykjavík aldamótaáranna skiptist í tvennt, vaxandi höfuð- stað með fyrstu sprotunum af opinberri þjónustu og stórfram- kvæmdum annars vegar og hins vegar sjávarplássið vestan kvosar- innar. Meðfram Vesturgötunni og út frá henni myndaðist byggð þess fólks sem átti sitt undir sjávarafla og heill sinna nánustu undir dynt- um veðursins komna. Þetta varð því samstæðari hlutinn af Reykja- vík og víst er það að eldri kynslóð fólks úr þessum bæjarhluta virð- ist finna til þeirrar kenndar með gömlum grönnum sem ekki hefur minnkað við fólksfjölgun, borgar- þys eða búferlaflutninga. Samt er það svo að þeir sem eiga næstum alla ævi sína í þessu umhverfi standa þar fastari fótum en aðrir. Björg Jóhannesdóttir var fædd 27. maí 1906 að Bakkastíg 3 i Reykjavík, dóttir hjónanna Sig- rúnar Rögnvaldsdóttur og Jó- hannesar Sveinssonar. Það hús var stundum nefnt Sveinsbær eft- ir húsinu sem þar stóð áður og Sveinn, faðir Jóhannesar, hafði reist. Börn þeirra Sigrúnar og Jó- hannesar urðu átta talsins. Þar af komust sex dætur til fullorðins- ára. Börnin voru þessi: Elst var Þuríður, fædd 1902, dáin 27. febrú- ar 1973, næst Svava (eldri) fædd 1904, dáin 2. desember 1919, þá tvíburarnir Elín, dáin 1. septem- ber 1974, og Björg, sem við nú kveðjum, einkasonurinn Sveinn, fæddur 1912, dáinn 18. október 1914, Sigrún, fædd 1915, dáin 12. ágúst 1900, gift Þóri Sigtryggs- syni, sjómanni, Sigríður, fædd 1917, dáin 2. desember 1969, gift Jónasi Jónassyni, lögregluvarð- stjóra sem lést 24. ágúst 1982, og Svava (yngri), gift Guðmundi Guðmundssyni, fulltrúa hjá RÚV, en hún er nú ein á lífi þeirra systkina. Jóhannes, faðir þeirra, var skip- stjóri og síðar fiskkaupmaður og fisksali í Reykjavík. Mun hann hafa verið sá fyrsti þeirra sem gerðu slíkt að sinni atvinnu. Hann lést 17. júní 1922 og stóð ekkjan uppi eftir með sex dætur, þrjár hinar yngri í ómegð. Það kom fyrst og fremst í hlut tvíburanna, Elínar og Bjargar, að vinna fyrir heimilinu með móður sinni. Yngri systurnar fluttu að heiman þegar þær urðu fulltíða en hinar eldri, Þuríður, Elín og Björg, bjuggu saman á Bakkastígnum, framan af með móður sinni uns hún lést 27. september 1954, en síðan þrjár saman þar um áratug er húsið varð að víkja fyrir nýju skipulagi. Ekki gátu þær hugsað sér að fara af heimaslóðum og fór því svo að þær keyptu sér íbúð að Brekkustíg 12. Þuríður, elsta systirin, hafði misst heilsuna á unglingsaldri, en sá um heimilið eftir megni og eftir fráfall móður þeirra var hún sem höfuð allrar fjölskyldunnar. Þur- íður lést 1973 en Elín, tvíburasyst- ir Bjargar, rösku ári síðar. Eftir fráfall þeirra undi Björg sér ekki lengur á Brekkustígnum. Flutti hún þá til Svövu, yngstu systur sinnar, og átti þar heimili síðan. Þær tvíburasystur störfuðu lengst af saman á vinnustöðum, framan af mest hjá Alliance en síðar lengst af hjá Sláturfélagi Suðurlands og hafði Björg unnið þar í 29 ár er hún hætti að lokum árið 1975. Vinnudagurinn var oft langur, einkum framan af, morg- unninn tekinn snemma og oftast gengu þær til vinnu alla leið hvernig sem stóð á veðri. Eftir langan vinnudag töldu þær ekki eftir sér að fara og leggja til hendi þar sem þær töldu þess með þurfa. Þær voru í öllu svo samhentar að þær gátu ekki hugsað sér að vinna á ólíkum stöðum, nema um skamma hríð þegar ytri aðstæður neyddu þær til slíks. Samheldi tvíbura verður meiri en annars fólks, eðli og upplag lík- ara en jafnvel er með öðrum ná- skyldum en þó er ætíð með þeim einstaklingsmunur. Fráfall systr- anna tveggja, og þó sérstaklega Elínar, var Björgu mjög þung- bært, enda sem kippt væri fótum undan öllum þeim lífsháttum rétt í þann mund er starfsævi var að ljúka. Það var heimilið að Bakka- stígnum og síðar á Brekkustígnum sem allt hafði snúist um, heimili sem náði lengra en til þeirra sem þar bjuggu frá degi til dags. í hennar vitund náði heimilið til systranna allra, líka til þeirra sem brott voru fluttar. Slíkt hugarfar var Björgu næsta eðlilegt þvi hún hafði alltaf vanist að hugsa ekki um sjálfa sig en því meira um aðra og við nutum öll á svo marg- an veg elju hennar og hjartahlýju. Sérstaklega vorum það við, börn- in, sem nutum hlýju hennar. Það var svo alla tíð að hún hændist mjög að börnum og þau að henni, ekki aðeins systurbörnin og þeirra börn, heldur einnig önnur sem á vegferð hennar urðu. Ef til vill er það þó hjálpsemin sem við minn- umst fremst, hjálpsemi sem fólst í því að vita hvar og hvenær á bját- aði og koma til bjálpar án umyrða eða óskar, hjálpsemi sem ekki var unnt að neita eða afþakka vegna þess að hún var hluti af manneskj- unni sjálfri og öllu því sem okkur stóð næst. Gamla heimilið á Bakkastígnum og síðar á Brekkustígnum var sem kjarni fjölskyldunnar allrar. Þar hittust systurnar með fjölskyldur sinar, aðrir ættingjar og vinir, bæði á hátíðisdögum og eins þar fyrir utan. Ég veit að við söknum öll þessa heimilis og þess andrúms sem þar ríkti. Ég veit líka að við munum búa að mörgum góðum minningum þaðan, meðan við lif- um, minningum um hlýjan hug pg góðar móttökur á stað sem var okkur sem annað heimili. Þær systur voru systrabörnunum sem nokkurs konar ömmur, því fæst okkar nutu þess að kynnast Sig- rúnu ömmu okkar. Endurminningin um gamla heimilið tengist ekki síst jólahald- inu. Á hverjum jóladegi hittist fjölskyldan þar öll, bæði í tilefni hátíðarinnar og eins vegna.afmæl- is ömmu sem bar upp á jóladag. Þetta er ef til vill sá þáttur jóla- haldsins sem okkur er minnis- stæðastur eftir á. Eftir að heimilið lagðist niður á Brekkustígnum má heita að þessi siður hafi lagst af. Enn komum við þó saman um jólaleytið, en í öðrum tilgangi. Við komum saman til að kveðja Björgu, síðustu þeirra systranna sem heima sátu og þar með í reynd það heimili sem hún átti með systrum sínum og móður. Það er sem kynslóðaskipti verði og við horfum á bak því mannlífi og sam- félagi þar sem fólk tamdi sér að miðla stórt af litlum efnum. Þegar við systkinin kveðjum Björgu er okkur ljóst að við erum að kveðja konu sem á svo ríkan þátt í uppvexti okkar og æsku- minningum að erfitt er að vita hvar á að byrja að þakka. Blessuð sé minning hennar. Jóhannes og Elín Mjöll Fórnfýsi og yfirlætisleysi virð- ast ekki alltaf vera fyrirferðar- miklar dyggðir í ys og þys nútíma- samfélags. Tíðum er sem meira beri á hraða, glysi og hávaða. Oft er haft við orð að fornar dyggðir og venjur fari forgörðum í öllum þeim asa sem svo mjög einkennir daglegt líf okkar. Líf Bjargar Jóhannesdóttur, sem til moldar er borin í dag, ein- kenndist af þeirri kristilegu sannfæringu að sælla sé að gefa en þiggja; að það sé til nokkurs lifað, ef maður getur látið gott af sér leiða. Þeirri hugsun fylgir líka sá háttur að hugsa minnst um sjálfan sig, en meira um það sem að öðrum gæti komið að gagni. { frægu kvæði Arnar Arnar er komist þannig að orði að kjörin hafi sett á manninn mark. Þau kjör sem Björg Jóhannesdóttir bjó við, einkum fyrri hluta ævi sinnar, settu án efa mark á hennar háttu. Sá þröngi stakkur sem henni var tíðum skorinn í efnislegum gæð- um mótaði viðhorf hennar til lífs- ins og samskipta við annað fólk. Björg Jóhannesdóttir var fædd í Reykjavík. Hún var dóttir hjón- anna Jóhannesar Sveinssonar og Sigrúnar Rögnvaldsdóttur. Björg var ein sjö systra, en einnig eign- uðust þau hjón son sem lést á barnsaldri. Margir Reykvíkingar sem komnir eru yfir miðjan aldur rekur án efa minni til „Sveinsbæj- ar", Bakkastígs 3, sem var heimili þeirra Jóhannesar og Sigrúnar. Aðstæður á íslandi fyrir um það bil sex tugum ára voru harla frábrugðnar því sem þær eru nú. Þjóðin hafði þá enn ekki brotist úr örbirgð til allsnægta, svo sem síð- ar varð. Lífsbaráttan var því hörð öllu venjulegu fólki. Þannig var það líka hjá þeim Sigrúnu og Jó- hannesi. Dugnaður og samheldni þeirra hjóna gerðu það þó að verk- um að þeim reyndist kleift að byggja sér „Sveinsbæinn", sem á þeirra tíðar mælikvarða þótti gott hús og myndarlegt. En dauðinn kvaddi dyra á þessu myndarheimili. Ein systirin, Svava, lést á unglingsaldri, heim- ilisfaðirinn féll frá fáum árum seinna þegar elstu systurnar voru enn á unglingsaldri, en yngsta systirin var einungis tveggja ára. Varla er það á nokkurs manns færi að lýsa þeim öðrugleikum sem ekkja með sex börn stóð frammi fyrir á þessum árum. Al- mannatryggingar þekktust ekki og sú mikla samhjálp sem síðar varð var ofvaxin því fátæka sam- félagi sem þá var enn við lýði á íslandi. Fárra kosta var völ. Ekkjan þurfti að bæta við sig vinnu, halda burtu frá dætrunum ungu þó vita- skuld hefði hennar verið þörf heima. Elstu dæturnar, þó ungar væru, lögðu svo sannarlega sitt af mörkum, enda veitti ekki af því að hver vinnufær hönd hjálpaði til við að framfleyta svo stóru heim- ili. Það var þannig sem Björg Jó- hannesdóttir byrjaði sinn langa vinnudag. Ásamt tvíburasystur- inni Elinu hóf hún störf við fisk- vinnu. Síðar unnu þær einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands. Gegndu þær þessum störfum um áratuga- skeið. Enginn vafi er á því að þær systur unnu verk sín af þeirri trúmennsku sem þeim var í blóð borin. Enn minnast margir þess- ara samrýndu systra sem árla morguns, dag hvern, héldu til vinnu sinnar og létu sig ekki vanta þó veður væri illt. Vinnudagurinn var líka tíðum langur. Ekki var spurt hvað líkama eða heilsu væri fyrir bestu. Aðeins var gengið að þeim störfum sem eftir var kallað og kostað kapps um að rækja þau sem best. Eftir því sem aldur og kraftar leyfðu bættust yngri systurnar Sigrún, Sigríður og Svava einnig í hópinn og unnu fyrir heimilinu þar til þær giftust og stofnuðu heimili. Eftir lát móöur sinnar bjuggu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.