Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 ftiorgtutfrljitofr Útgefandi Framkvæmdastjóri ' Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréjtastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Ao- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. BUR og kvótinn Nýja „talræna" símstöðin í Múla: Davíð Oddsson, borgar- stjóri, gerði glögga grein fyrir vanda Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR) í hinni ít- arlegu ræðu sem hann flutti þegar fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir 1984 var lögð fram á dögunum. Þar kom fram að við þessi áramót verða vanskil BUR rösklega 120 milljónir króna, tap á rekstrinum á líðandi ári ríf- lega 150 milljónir króna og talið er að rekstrartap á næsta ári, 1984, verði ríflega 180 milljónir króna. „Ég held, að þessar tölur lýsi því betur en mörg orð við hvern vanda er að fást í fyrirtækinu," sagði Davíð Oddsson, og eru það orð að sönnu. BÚR á nú sex togara og er í fjárhagsáætlun borgarinnar gert ráð fyrir að þeir verði all- ir í fullum rekstri á næsta ári. Þó setti borgarstjóri fyrirvara við það og vísaði í því sam- bandi til kvótakerfisins, sem samþykkt var á alþingi skömmu fyrir jólaleyfi. Davíð Oddsson lýsti andstöðu við kvótakerfið og sagði það skoð- un sína, að tímabundnar ákvarðanir um hámark heild- arafla við landið eftir árstíð- um væru líklegri til að skila árangri en hið nýsamþykkta kerfi, sem nú er verið að út- færa undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegs- ráðherra. Rök borgarstjórans í Reykjavík gegn kvótakerfinu voru helst þessi: í fyrsta lagi er minnst gengið á hlut þeirra, sem best standa sig, ef kvóta- kerfinu er hafnað og þess í stað fylgt tímabundnum ákvörðunum um hámark heildarafla eftir árstíðum. í öðru lagi má telja Hklegt, að skipting aflakvóta niður á ein- stök skip verði til þess, að eng- inn telji sig geta hætt útgerð vegna hættu á að missa kvót- ann, en reynslan hefur hvar- vetna sýnt, að undir slíkum kringumstæðum stóreykst kostnaður við veiðarnar. í þriðja lagi verða aflamenn fyrstir til að fylla kvótann, jafnvel þótt þeir fái eitthvað hærri kvóta en hinir, sem fiska minna. Þeir leggja því fyrstir skipum sínum á meðan hinir, sem verr gengur, halda veiðum áfram. Þá taldi Davíð Oddsson, að kvótakerfið ætti enn eftir að magna hvers kyns byggða- og hrepparíg þótt ýmsum þætti þegar nóg komið af slíku. Það verður ekki auðvelt verk að koma kvótakerfinu í fram- kvæmd. Mörg ljón eru í vegin- um. Viðvörunarorð borgar- stjórans í Reykjavík dugðu ekki til að stöðva framgang kvótamálsins á alþingi og nú þarf BÚR að laga sig að nýjum aðstæðum eins og aðrir. Fjár- hagsleg staða fyrirtækisins leyfir augsýnilega ekki frekari dýfur. Samkvæmt samkomu- lagi BÚR og Fiskveiðasjóðs sem tekur gildi nú um áramót- in skuldbindur útgerðin sig til að greiða sjóðnum 10% af skilaverði allra útfluttra sjáv- arafurða sinna upp í vanskil og enn fremur 20% af afla- verðmæti togaranna Ottós V. Þorlákssonar, Jóns Baldvins- sonar og Hjörleifs. Gildir þetta samkomulag til ársloka 1986 ef því er ekki breytt eða það fellt úr gildi vegna breyttra aðstæðna. BÚR er eitthvert stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki þjóðarinnar. Hvað svo sem um rekstrarformið má segja endurspeglar staða BÚR vafalítið það ástand sem al- mennt ríkir meðal útgerðarað- ila nú um áramótin. Samhliða því sem kvótakerfið verður tekið upp er nauðsynlegt að af opinberri hálfu verði að minnsta kosti veitt leiðbeining svo að ekki sé meira sagt um það hvernig fjárhagsdæmi út- gerðarinnar á að reikna til enda. Botnlaus taprekstur blasir annars við með hörmu- legum afleiðingum fyrir alla. Andmæli Davíðs Oddssonar gegn kvótakerfinu og sam- hljóða ályktun í útgerðarráði BUR þar sem kerfinu var einnig mótmælt benda ein- dregið til þess að stjórnendur BÚR telja hina nýju skipan óhagkvæma fyrir fyrirtækið. Hér eru gífurlegir hagsmun- ir í húfi bæði fyrir þá sem njóta atvinnu hjá BÚR og hina, útsvarsgreiðendur í Reykjavík, sem verða að borga brúsann að lokum þegar endar ná ekki saman. Á næstu dög- um og vikum verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig borgaryfirvöldum tekst að gæta hagsmuna BÚR við kvótaákvarðanir og opinbert uppgjör á tapdæmi útgerðar- innar. Hægur vandi að rekja óskemmtileg símtöl HIN nýja símstöð Pósts og síma, sem verið er að taka í notkun í Múlastöðinni í Reykja- vík, býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir símnotendur, eins og reyndar hefur verið sagt lítillega frá í Mbl. Sú breyting, sem hvað mesta athygli hefur vakið, er að nokkur fjöldi síma- númera verður framvegis sex stafa, þ.e. ákveðin númer fá töl- una 6 fyrir framan. í grein eftir Andrés Sveinsson í jólahefti Símablaðsins er greint rækilega frá möguleikum nýju stöðvarinnar. í fyrsta lagi er hægt að stilla símann þannig, að hann hringi á ákveðnum tíma, t.d. til að vekja eða minna á eitthvað áríð- andi. Hér er miðað við þá tegund símtækja, sem hafa þrettán takka, þ.e. þrjá fyrir utan talnatakkana. Þessir þrír eru merktir með stjörnu, ferningi og bókstafnum R. Ákveðin talnaröð er slegin inn þegar notandinn vill láta hringja til sín á ákveðnum tíma og sím- svari staðfestir pöntunina. „Þessi þjónusta er að sjálfsögðu ekki ókeypis," segir Andrés Sveinsson, „og í hvert sinn sem þú tengir sím- ann þinn við hana telst ákveðinn skrefafjöldi á númerið ..." Hægt verður að fá upphring- ingu flutta yfir á annað símanúm- er. Það getur komið sér vel ef sím- notandinn vill ekki missa af áríð- andi símtali en ætlar t.d. í heim- sókn. Þá er hægt að stilla símann þannig, að hringingar í hann flytj- ast sjálfkrafa yfir í uppgefið núm- er. Þegar heim kemur er hægt að aftengja þessa þjónustu. Gleymist það heyrist breyttur valtónn til að minna á, að innhringing í símann er tengd annað. Hægt verður að tengja símann beint við ákveðið númer, þannig að þegar tólinu er lyft hringir í hinu númerinu eftir tíu sekúndur. Jafnframt er hægt að nota símann á venjulegan hátt, ef byrjað er að velja númer innan tíu sekúndna. „Þetta er mikið öryggi fyrir þá, sem vegna sjúkdóms eða fötlunar eiga erfitt með að velja númer en geta lyft heyrnartólinu," segir Andrés. Með nýja kerfinu verður auðvelt að rekja símtöl. „Fái notandi óþægilega upphringingu frá óþekktum aðila getur hann fundið upprunasímann með því að hringja ákveðinn kóða," segir í grein Andrésar. „Á símstöðinni er niðurstaðan skráð sjálfvirkt og notandinn fær upplýsingar um númer og eiganda símans sendar heim skriflega." Þá er möguleiki á að „geyma" viðmælandann á meðan talað er við þriðja aðila; þegar seinna sam- talinu er lokið er það samband rofið með einum takka og þá kem- ur sá fyrri aftur á línuna. önnur j útgáfa þessa fyrirkomulags er j þannig, að notandinn getur talað við tvo til skiptis; þó þannig, að annar er geymdur og heyrir ekki hvað fer hinum á milli. „Full- komnasta sambandið af þessu tagi er þriggja aðila ráðstefnusímtalið, þar sem beint samband er á milli allra, þ.e. hver getur heyrt allt, sem sagt er eða talað til hinna tveggja í einu. Reikningslega verð- ur þetta sem tvö símtöl," segir Andrés. Einnig verður hægt að stilla símann þannig, að notandinn verður var við ef einhver hringir meðan á samtali stendur. Hann getur þá annað hvort lokið fyrra símtalinu eða geymt viðmælanda sinn á meðan hann svarar seinna símtalinu. Hann þarf að hafa þrettán takka síma og bregðast við innan tuttugu sekúndna. Sömuleiðis verður hægt að beina símtölum yfir á annan síma, sé númerið upptekið. Þetta gerir að sjálfsögðu þá kröfu, að um tvö númer sé að velja, eins og gjarnan er t.d. í litlum fyrirtækjum. Einn- ig verður hægt að tengja yfir í annan síma, sé ekki svarað í ákveðnu númeri. Til viðbótar þessu, segir í grein Andrésar Sveinssonar, má fá sjálfvirkan línulás, stillingu sem takmarkar lengd símtala og kóða, sem endur- tekur síðasta númerið, sem valið var. £n: Unnið að uppsetningu nýju „talrænu" (digital) símstöðvarinnar f Múlastöðinni. f Símablaðinu er skýrt frá því, að gamla stöðin í Múla hafi 16 þúsund símanúmer og fylli tvo stóra sali. Nýja AXE-stöðin með sama númerafjölda þurfi ekki nema annan salinn til hálfs, svo Ifklega rýmkar eitthvað um starfsemina. Morgunblaoíð/ KEE. 1>Y1 Helgi Hálfdanarson: ?1VTR 'OQ irl J Flestir fslendingar, sem orðn- Þyrnigerði hóf sig hátt. þrifum á barnasamkomum ir eru talandi, munu kannast við Þá kom hinn ungi konungsson. ásamt þeim fullorðnu, svo sem barnaþuluna um Þyrnirós Vakna þú, mín Þyrnirós. jafnaldrar mínir af j)eim slóðum kóngsdóttur. Ekki veit ég hve Þá varð kátt í hárri höll. munu kannast við. Á stríðsárun- margar kynslóðir hafa alizt upp um síðari settist ég að á Húsa- við þann sið að syngja þessi ein- vík, og þar varð ég þess var, að földu stef um jólaleytið á ári Ljóst er, að þarna er stiklað á þulan um Þyrnirós var enn kyrj- hverju, kyrja með miklum stóru í ævintýrinu, sem gert er uð á sama hátt og ég lærði hana endurtekningum og hefðbundnu ráð fyrir að allir þekki. í bernsku. Þegar ég síðar fluttist látbragði: Svona mun þula þessi löngum til Reykjavíkur, veitti ég því hafa verið sungin, sennilega um brátt athygli, að nýr tími var land allt. Þegar ég var að alast tekinn til að ráska með þessi Þyrnirós var bezta barn. upp norður á Sauðárkróki gömlu stef. Einkum þóttu mér Þar kom ein galdra-kerling inn. snemma á öldinni, lærðum við tvær breytingar nokkuð hastar- Sofna þú, mín Þyrnirós. krakkarnir hana á þessa leið og legar. Síðasta stefið, „Þá varð Þyrniróssvaf eina öid. sungum hana með miklum til- kátt í hárri höll", var orðið „Þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.