Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Umferðardagar í Bolungarvík BolunKarvík. 10. desernber. DAGANA 25. nóvember til 5. des- ember sl. var efnt til sérstakra um- ferðardaga hér í Bolungarvík í til- efni Norræns umferöaröryggisárs. Að undirbúningi þessara daga urinu einstaklingar frá eftirtöld- um félögum: Kvenfélaginu Braut- inni, Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins, Nemendafélagi grunn- skólans, Lions, Kiwanis, JC, Um- ferðarnefnd Bolungarvíkur ásamt lögreglu. Sérstök umferðarfræðsla fór fram í skólanum þessa daga og var sú fræðsla að mestu í höndum kennara grunnskólans. Starfs' maður umferðarráðs, Tryggvi Jakobsson, kom í heimsókn og fór hann ásamt lögreglu í skólann og sýndi kvikmyndir og ræddi við nemendur. Einnig sat hann fund með kennurum þar sem fjallað var um umferðarfræðslu í skólum og kennslugögn. Efnt var til opins fundar þar sem Tryggvi flutti framsögu um umferðarmál og ustu gatnamótum bæjarins. Alls voru skráðar 249 bifreiðir sem fóru um gatnamótin á um einum og hálfum klukkutíma. Aðeins 59 af þessum 249 bifreiðum, sem ým- ist beygðu til hægri eða vinstri, gáfu stefnuljós. Þá var könnuð notkun endurskinsmerkja. Könn- unin sú náði yfir 177 einstaklinga. 68 voru með einhver endurskins- merki en 109 höfðu ekkert slíkt að bera. Það kom í ljós við þessa könnun að fólk á vinnumarkaðinum var í miklum meirihluta þess sem ekki bar endurskinsmerki. Þá má nefna bílbeltakönnun sem sýndi að um 2/5 þeirra Ökumanna sem stöðvaðir voru notuðu bílbelti. Að mati lögreglu staðarins hef- ur hér virkilega vel til tekist, ekki síst með þá umfjöllun sem um- ferðarmál hafa fengið í skólanum og þær umræður sem nemendur hafa vafalaust vakið upp á heimil- um SÍnum. Gunnar. ¦ > Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Stúdentar brautskráðir 15. STARFSÖNN í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja lauk sunnu- daginn 18. desember með braut- skráninj;arathöfn í Vtri NjariV víkurkirkju. Athöfnin hófst með því að Hildur Hauksdóttir, nemandi í skólanum, lék einleik á óbó við undirleik Gróu Hreinsdóttur, kór Tónlistarskóla Njarðvíkur söng nokkur lög. Jón Böðvarsson, skólameist- ari, flutti yfirlit um starfsemi skólans á haustönn 1983 og af- henti prófskírteini. 32 luku námi að þessu sinni, 6 af tveggja ára brautum, 6 flugliðar, 7 iðnnemar og 13 stúdentar. Ólafur Sæmundsson flutti ávarp af hálfu nemenda, en Þórunn Friðriksdóttir flutti ávarp af hálfu Kennarafélags FS. Að lokum ávarpaði skóla- meistari nemendur. Frétutilkynníng Nemendur kanna bílbeltanotkun. lögregla ræddi um umferðar- óhöpp, ölvun við akstur o.fl. í Bol- ungarvík. Dreift var endurskins- merkjum til allra nemenda grunn- skólans og kennara, vistmanna í sjúkraskýli Bolungarvíkur og barna í leikskólanum. Meðal nemenda í grunnskólan- um var efnt til teiknimyndasam- keppni um „Barnið í umferðinni". Ýmsar kannanir voru gerðar í um- ferðinni þessa daga og tóku nem- endur 7., 8. og 9. bekkjar grunn- skólans þátt í þeim ásamt lögreglu staðarins. Þessar kannanir sýndu ýmsar athyglisverðar niðurstöður, t.d. var einn daginn athuguð notk- un stefnuljósa á þremur fjölförn- Póstur og sími: Stöðvartelex OPNUÐ hefur verið ný þjónusta hjá símstöðinni í Reykjavfk, sem er stöðvartelex, þ.e. almenn telex, að því er segir í frétt frá Póst- og símamálastofnuninni, sem Morg- unblaðinu hefur borist. Hinum almenna viðskiptavini stofnunarinnar gefst nú tæki- færi á að senda sjálfur eða fá aðstoð kunnáttumanns til að senda telexsendingar til allra skráðra telexnotenda. Friðsæl jól í Stykkishólmi Stjkkishólmi, 26. deserober. VIÐ ÁTTUM hér friðsæl jól. Messað var á aðfangadag í kírkjunni okkar kl. 18.00, en hámessa var um miðnætti í kaþóisku kirkjunni. l'ar var einnig há- messa á jóladag kl. 15.00. Jólaskreytingar voru miklar í bænum til að minna á komu jólanna, bæði jólatré, jólastjörnur og önnur ljósadýrð. Margir komu heim um jól- in og þá sérstaklega nemendur til að halda jól með sínu skylduliði. Á að- fangadagsmorgun byrjaði að snjóa og var stanslaus snjókoma allan daginn og fram á jóladag. Hafði þá kyngt niður einum mesta snjó um áraraðir hér í Hólminum og deildu menn um hvort jafnfallinn snjór væri 60 eða 80 sm og ekki veit ég hvor hafði betur en mikill var hann. Ekki var hægt að komast um á smá- bílum, en stærri bílar brutust áfram enda snjórinn laus. Á annan jóladag voru göturnar svo ruddar og komst þá fólk vel leiðar sinnar. Áætlunar- ferðin féll niður í dag, Fréttaritari Hjálparsveit skáta í Kópavogi með flugeldasölu á 4 stöðum FLUGELDASALA Hjálparsveitar skáta í Kópavogi stendur yfír um pess- ar mundir, en henni lýkur á gamlárs- dag, að því er segir í fréttatilkynningu sveitarinnar. I ftsolustaðir hjálparsveitarinnar eru fjórir að þessu sinni, í Toyota-salnum við Nýbýlaveg, í Blómabúöinni íris í Kaupgarði, í kjallara hússins við Hamraborg 1—3 og í skátaheimilinu við Borgarholtsbraut. I fréttatilkynningunni segir, að á boðstólum sé úrval af tívolíbombum, flugeldum, blysum, stjörnuljósum og fleiru, auk þess sem svokallaðir fjölskyldupakkar séu að sjálfsögðu í boði, en þeir eru með 10% afslætti. Á fyrrgreindum útsölustöðum er opið á tímabilinu 10—22 daglega, nema á gamlársdag, þegar opið er á tímabilinu 10—16. Loks kemur fram, að félagar sveitarinnar eru 64 Heildarafli landsmanna verður 830 þúsund lestir árið 1983 Aflinn er að verðmæti um 70,5% heildarútflutnings íslendinga MORGUNBLAÐINIJ barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Fiskifélagi fslands, um ýmis atriðí íslensks sjávarútvegs á árinu 198.3, ásamt samanburðartolum fyrir árið 1982. 1. Aflabrögð Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands verður heildarafli landsmanna árið 1983 830 þúsund lestir. Heildaraflinn 1982 var 786 þúsund lestir. Þannig er heildarafl- inn 1983 44 þúsund lestum meiri en 1982. Botnfiskaflinn verður 606 þúsund lestir á þessu ári, en 1982 var hann 690 þúsund lestir og munar þá nákvæmlega því magni, sem á vantar, eða 84 þúsund lestum, til að þorskur í aflanum sé hinn sami og hann var 1982. 2. Skipting helstu tegunda 1933 19^2 Þús./lestir Þús./lestir Þorskur 298 382 Loðna 133 13 Karfi 122 115 Ýsa 68 67 Ufsi 58 65 Síld 59 57 Rækja 13 9 Hörpuskel 13 12 3. Aílinn og verðmæti eftir skipagerðum 1983 1983 1982 1982 Þús/lestir Millj/kr. Þús/lestir Millj/kr. Allir vélbátar 481 3.850 404 1.762 Skuttogarar 349 2.860 382 1.690 830 6.710 786 3.452 Miðað við markaðsverð og gengi um þessar mundir verður útflutningsverðmæti sjávaraflans 1983 rúmlega 15 milljarðar króna. 4. Magn og verðmæti útfluttra sjávarafurða Samkvæmt skýrslum Hagstofu Islands um útflutning lands- manna fyrstu 11 mánuði ársins nemur heildarverðmæti útflutn- ingsins 16,6 milljörðum króna, þar af er hlutur sjávarvöru 11,7 milljarðar, eða70,5%. Miðað við sama tímabil 1982 var verðmæti heildarútflutnings- ins 7,3 milljarðar og þá var hlutur sjávarvöru 5,6 milljarðar eða 76,7%. Heildarmagn útfluttra sjávarafurða fyrstu 11 mánuði ársins nemur 299.994 lestum, en á sama tíma ( fyrra var það 327.672 lestir. Skipting útflutnings sjávarvöru fyrstu 11 mánuði ársins eftir afurðaflokkum er þannig: Frystar afurðir Saltaðar afurðir ísaðar og nýjar af. Hertar afurðir Mjöl og lýsi Niðurl. og niðurs. af. 1983 Lestir þús/kr 128.943 67.452 40.441 4.853 44.100 11.582 1982 Lestir-þús/kr. 6.859.215 119.103 3.003.315 2.645.034 68.653 1.563.058 672.800 32.759 320.155 554.462 2.770 185.793 373.482 95.234 349.409 210.552 6.908 61.225 299.994 11.659.292 327.672 5.622.674 Helstu viðskiptalönd, hvað varðar útflutning sjávarvöru, fyrstu 11 mánuði ársins, eru þessi: 1983 1982 > Lestir-þúí i/kr. Lestir-hús/kr. Bandaríkin 66.807 4.497.394 60.605 1.962.010 Bretland 55.043 1.471.233 77.244 749.313 Portúgal 23.805 1.106.415 31.386 832.599 Sovétríkin 34.999 922.876 33.340 464.312 Afríkulönd 11.332 872.299 8.230 223.566 Vestur-Þýskal. 39.937 805.666 30.652 338.813 5.1 'm birgðir sjávarafurða í samráði við stjórnvöld og hagsmunaaðila gefur Fiskifélagið opinberlega ekki upplýsingar um magn birgða sjávarvöru, en félagið safnar tölum þar um mánaðarlega. Verðmæti þeirra birgða sjávarafurða, sem nú eru til í landinu, er áætlað 4,1 milljarður króna. Á sama tfma 1 fyrra var verð- mætið áætlað 3,1 milljarður. 6. Veiðar erlendra ríkja innan fiskveiðilögsðgu fslands Færeyjar Noregur Belgía Samtals 1983 Lestir Lestir Lestir Lestir Þorskur 6.113 85 148 6.346 Annar afli 11.927 1.339 858 14.124 (Bráðabirgðat.) 18.040 1.424 1.006 20.470

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.