Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 New York-bréf - eftir Hallberg Hallmundsson Samkvæmt almanaki er haustið hér um slóðir talið byrja um jafndægri, eða í áliðnum september, en þetta árið vék sumarið treglega. Eftir að hafa kappkynt undir manni í sína löggiltu þrjá mánuði, lýsti það frati á almanakið og sat sem fastast. Það var varla fyrr en fjórum vikum síðar að haustið fór, með veikum tilburðum, að gera vart við sig og íbúar New York tóku að verða varir við svolitla kælu. En kæla, eins og hiti, er afstætt hugtak. Hér hef- ur undanfarið verið um 15 stiga hiti dag eftir dag; það hefði vafa- laust þótt góð sumarhlýja í Reykjavík þetta árið. Hvernig sem veðurguðirnir reyna að rugla þau í fingrarím- inu, láta þó músur og „englar" ekki plata sig. Með haustinu — og þá á ég við almanakshaustið — fer nýtt líf að færast í leikhús og aðra menningarstarfsemi í borginni. Ekki svo að skilja að leikhúsrekstur eða önnur lista- sýslan leggist í dvala um sumar- mánuðina; langt í frá. „Þessi borg sefur aldrei" er gamalt og slitið New York-orðtak. En yfir- leitt eru fá ný verk tekin til sýn- ingar að sumarlagi, og því er eins og Broadway endurfæðist á hverju hausti. Við þá fæðingu eru „englarnir" nokkurs konar ljósmæður, en svo eru þeir fjár- festendur nefndir, sem leggja fram fé — í gróðaskyni, að sjálfsögðu — til uppfærslu leik- sýninga. Þetta er allt kaldur og harður bísniss. „Englarnir" eru í hæsta máta jarðneskir. Dárakassinn Einn fyrsti ávöxtur hins nýja leikárs var söngleikur gerður eftir frönsku kvikmyndinni La Cage aux folles, setn ef til vill mætti nefna Dárakassann á ís- lensku. Hann gerist í nætur- klúbbi, sem rekinn er og sóttur af kynvillingum. Eigandi og „maki" hans, sem jafnframt er aðalskemmtikraftur klúbbsins, standa allt í einu frammi fyrir þeim vanda, að sonur hins fyrr- nefnda (afleiðing eins víxlspors með persónu af hinu kyninu), sem þeir félagar hafa alið upp á heimili sínu, vill ólmur fara að kvænast. En svo óheppilega vill til að sú heittelskaða er dóttir gamaldags og íhaldssams þing- manns og nú er sonurinn hrædd- ur um að allt fari út um þúfur, ef tilvonandi tengdapabbi kemst að því hvers konar fólk „foreldrar" hans eru. Eftir mikið spaug fæst lausnin, í sem stystu máli, með nokkurs konar móralskri fjár- kúgun, þ.e. hótum um að stofna orðstír þingmannsins í voða, ef ... Annars skiptir söguþráðurinn, eins og einatt í söngleikjum, til- tölulega litlu máli, en söngvar, dansar, búningar, og sviðsetning því meira. Og því er ekki að neita, að betri söngleikir hafa sést en Dárakassinn. Þótt svið- setningin sé lífleg, er hún í fáu nýstárleg; tónlistin endurómar af gömlum lögum, þótt ég komi ekki alveg fyrir mig hvaðan bergmálið stafar; dansarnir eru svona upp og ofan. Þar við bæt- ist að Gene Barry, sem leikur klúbbeigandann, er fremur drumbslegur og ósannfærandi í hlutverkinu, og gömlu síma- staurarnir hans Tómasar syngja vafalaust betur. Það besta við sýninguna er George Hearn, sem leikur „makann", stjörnu klúbbsins, og dans-„meyjarnar", sem allar utan tvær eru raunar karlmenn. Hearn er svo trúverð- ugur sem „eiginkona" og söng- stjarna, að í einu atriðinu þar -0 ;*E.,N HPLA^t5 HUl,%á '-^ m. Eitt af verkum Huldu Hákonardóttur. F-EKK.STU Aí> tfCÆFA A SJÓMtfAZPs- HYA/í)/A//\ UM A TefHsT^ /£ /S ? ftÉB/ SBAi <íZéll thR/&)£> &+/.. Yl-B HWAé ue-pu m& tíÁÆfol ficTLU-tU AQ Œ,E.&A, f hAl/s/cí Qv Dan WMMrman Los AagriM Tudh Ijmdleatt Samtal eftir „Daginn eftir". sem hann kemur fram í karl- mannsfötum finnst manni hann alls ekki eiga heima í þeim. Og dans-„meyjarnar" koma öllum í gott skap, þar sem þær yndis- þokkast um sviðið með daðri og gáska, kippa upp um sig pilsun- um og dilla á sér bossanum. Texti leiksins er eftir Harvey Fierstein, sem í fyrra vann til verðlauna fyrir Torch Song Tri- logy. Sá leikur, sem einnig fjallar um líf kynvilltra, er hér enn á fjölunum. Fierstein er sjálfur kynvillingur og fer ekki dult með, enda þykir hann fara með vandamál þeirra af næmleik og þekkingu. Ég mundi ekki gefa Dárakassanum hærri einkunn en 7 (á skala upp að 10), en hann er vissulega mjög þokkaleg skemmtun, hefur þegar hlotið talsverðar vinsældir, og á eflaust eftir að ganga alllengi. Aðrir sóngleikir sem settir hafa verið á svið í haust eru Zorba, sem reyndar er uppvakn- ingur (revival) og hefur Anthony Quinn í aðalhlutverkinu; Doon- esbury, gerður eftir frægri teiknimyndaseríu; og Marilyn, sem fjallar um ævi Marilyn Monroe. Ég hef ekki hirt um að sjá Zorba í þetta skipti, en Quinn ku standa sig vel, þótt hann sé sagður gelta fram söngtextana fremur en syngja. Doonesbury hefur verið misjafnlega tekið, og Marilyn hefur hlotið fremur dræmar undirtektir. Fleiri söng- leikir eru á leiðinni. Chekov og Ibsen Ekki hafa margir nýir sjón- leikir enn verið settir á svið þetta haust, en sægur af upp- vakningum. Meðal þeirra eru American Buffalo eftir David Mamet, sem Al Pacino leikur að- alhlutverkið í, eins og hann gerði í fyrstu uppfærslu þess leiks. Það vakti mikla athygli fyrir skömmu, að einn leikarinn, sem hlotið hafði einróma lof fyrir túlkun sína á hlutverki eitur- lyfjaneytanda, fannst allt í einu dauður — af ofnotkun eiturlyfja! Veruleikinn hafði apað eftir list- ina. Aðrir uppvakningar eru gam- algrónir kunningjar, einsog Máf- urinn hans Anton Chekov og Bygmester Solness eftir Henrik Ibsen. Eg sá hinn síðarnefnda fyrir skömmu og varð, eins og vanalega, fyrir vonbrigðum. Ég held ég hafi aldrei séð uppfærslu á Ibsen hér í borg, sem ég sætti mig fyllilega við. Ef til vill komst Hedda Gabler með Claire Bloom í aðalhlutverkinu (árið 1971) næst því, en þó finnst mér Leikfélag Reykjavíkur hafa gert betur þremur árum fyrr og Helga Bachmann hafa vinning- inn yfir Claire Bloom. Það er eins og amerískir leikstjórar geti ekki komið til skila þeirri ffnu blöndu raunsæis og ímyndunar, sem einatt er lykillinn að far- sælli uppfærslu á leikritum Ibsens. Hér bætti ekki úr skák, að sá sem lék Solness sýndi varla á honum aðrar hliðar en geð- vonsku og síngirni. Ekkert gat komið áhorfanda til að trúa því að meira væri í manninn spunn- ið — að hann væri ef til vil sá snillingur (eða því sem næst), sem Hildur sá í honum. Að mála kirkjur — og þó ekki Eitt af hinum fáu nýju leikrit- um fram að þessu er Painting Churches, sem þrátt fyrir nafnið er ekki um málningu kirkna, heldur fremur um fjölskyldu- tengsl; titillinn höfðar til þess, að aðalpersónurnar bera ættar- nafnið Church og dóttir þeirra, upprennandi listmálari, kemur heim til að mála af þeim mynd. Þetta leikrit, sem er eftir Tinu Howe, er að ýmsu leyti glúrið verk og margslungið, en verður þó, þegar allt kemur til alls, að teljast misheppnað — að minnsta kosti eins og það er sett á svið. Það er ljómandi fallega skrifað og yfir því einkar geðs- legur blær, þar sem saman fer rík, góðlátleg kímni og einlæg samúð með sérviskulegum, jafn- vel barnalegum, háttum persón- anna. En fyrri þátturinn er allt of langdreginn án þess að gefa til kynna hvert stefnir; það vant- ar öll átök. Það sem undir býr kemur svo yfir mann eins og hland úr fötu í seinni þættinum — og ég orða þetta svona vísvit- andi, því að þá verður skyndilega ljóst að faðirinn, sem lengi er búinn að spranga um sviðið — að vísu dálítið skemmtilega viðut- an, en að öðru leyti fyllilega normal — er í raun og veru al- gerlega elliær og heldur auk þess ekki vatni. Þessu er manni bókstaflega ofraun að trúa eftir það sem á undan er farið, eink- anlega þar sem allur leikurinn á að gerast á aðeins vikutíma. Hér er ekki við leikendurna að sak- ast, sem allir skila ágætu verki. Meðal þeirra eru Marian Seldes, reynd og traust leikkona, og Elizabeth McGovern, sem les- endur kannast ef til vill við úr kvikmyndinni Venjulegt fólk (Ordinary People), þar sem hún lék vinstúlku og kórfélaga aðal- persónunnar. Norðurlandamálefni Með haustinu fara einnig ýms- ar stofnanir að auka starfsemi sína eftir tiltölulega værð sumarsins. Meðal þeirra er Am- eríska Norðurlandastofnunin (American-Scandinavian Found- ation), sem mörgum fslending- um mun að góðu kunn — að minnsta kosti þeim sem notið hafa styrkja frá henni til náms eða annars. En stofnun þessi vinur einnig gott starf á öðrum sviðum. Þannig stuðlar hún til dæmis að tónleikahaldi, listsýn- ingum, bókmenntakvöldum og öðrum slíkum samkomum til kynningar á menningu Norður- landa. Sænska þjóðarhljómsveit- in í Gautaborg hélt hér tónleika í Carnegie Hall í byrjun október við góðar undirtektir; sýning á tískuljósmyndum eftir sænska ljósmyndarann Gösta Petersen var opnuð snemma í nóvember, og viku síðar yfirlitssýning yfir sögu gyðinga í Danmörku — allt góðra gjalda vert. í áliðnum nóv- ember var svo kynning á Artur Lundkvist og lesin eftir hann prósaljóð, bæði á sænsku og í að mér virtist vönduðum enskum þýðingum. Þetta var mjög ánægjulegur lestur, þótt ekki væri fjölsóttur. Gagnvart meðlimum sínum hefur stofnun þessi annars sett mjög ofan undanfarin ár, þótt sjóðir hennar kunni að hafa auk- ist. Bókasafnið, sem allt fram á síðasta áratug var prýði höfuð- stöðvanna við 73. götu, er nú ein- hvers staðar ofan í kössum, og bókaútgáfustarfsemin — áður 2—4 bindi á ári — hefur með öllu lagst niður. Eftir er aðeins ársfjórðungsritið Scandinavian Review, sem varla er neitt lengur nema gráminn og leiðihlegheitin — af sem áður var, þegar Erik Friis stýrði því riti með þeim ágætum að maður hlakkaði allt- af til að sjá næsta hefti. En þau öfl urðu ráðandi, sem nú hafa jafnvel leitt til klofnings aðild- arfélaganna frá stofnuninni sjálfri. Upplag Scandinavian Review hefur dregist saman, og síðasta ársskýrsla stofnunarinn- ar leiddi í Ijós 30.000 dollara áskriftar- og félagsgjald miðað við árið áður. Scan, mánaðarlegt fréttabréf, sem stofnunin gefur einnig út, er fullt af ambögum, bæði í máli og hugsun. Að því er ég veit best, mun enginn lengur koma nálægt þessum ritum, sem les eða skilur Norðurlandamálin. Ef til vill þykir slíkt ekki nauð- synlegt. Frá sjónarmiði heil-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.