Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 15 Athuga- semdir við ritdóm um Sænsk- íslenska orðabók - eftir Aðalstein Daviðsson Miðvikudag 21. desember birtist í Morgunblaðinu ritdómur eftir Árna Böðvarsson um Sænsk- íslenska orðabók Gösta Holms og Aðalsteins Davíðssonar. Því mið- ur er þessi ritdómur mótaður af heldur stirðara skapi en ætla hefði mátt Árna Böðvarssyni en verra er það að aðferðir hans og framsetningu tel ég ekki sæma manni með reynslu af orðabók- arstarfi. Af tugþúsundum þýðinga í orða- bókinni tilfærir ritdómari aðeins þrjár og þá af því að hann telur þær rangar eða að þar gæti um of ritmálssjónarmiða. Þessi dæmi má hrekja. Rangt er að finansmin- ister sé þýtt með „félagsmálaráð- herra" í töflum um stóður og emb- ætti. Á bls. XCII stendur neðan- máls smáletursskýring nr. 28 um sveitarstjórnir „...sorterar under finansministern (félags- málaráðherra)" — Þetta stendur ekki í töflu, mistökin eru í þýðingu á sænsku. Rangt er að kiosk eigi að þýða með „sjoppu". Viðskipta- vinur kiosk stendur ætíð fyrir utan, „söluop" stendur sem rétt þýðing. Jogga væri rangþýtt með „trimma", menn geta trimmað á margan hátt, t.d. hjólað eða synt, en sá sem joggar hleypur um og það hvorki hratt né langt. Ég get ekki kallað það drengi- lega gagnrýni né réttmæta að telja upp að það vanti ýmsar sam- setningar, grófyrði, úrelt fornyrði (pimpinella sem nú þekkist aðeins í vísu Bellmans sem Á.B. dregur í efa að við þekkjum) og orðastytt- ingar eða slanguryrði (maU fyrir matsal), láta síðan að því liggja að þetta sé aðeins lítið brot af því sem vanti og kveða síðan upp dóminn að veikasta hlið bókarinn- ar sé skortur á dæmum úr mæltu máli. Því miður kemur ekki fram í dómi þessum neitt um að bókin hafi sterkar hliðar. f formála bls. IX-XII gerum við grein fyrir ritstjórnarreglum. Við takmörkum fjölda samsetninga og fjölda nafnorða sem mynduð eru með — ande, —(n)ing og —het, svo og fjölda fornlegra og sjaldgæfra orða. Við vorum komnir með yfir 50.000 orð og óvenjumörg orða- lagsdæmi. Við töldum bókina betri með mörgum orðalagsdæmum en færri þess háttar samsetningum sem heita mega gegnsæjar. Vegna villandi gagnrýni á beyg- ingardæmanúmer skal þess getið að það má einmitt lesa af fyrsta staf orðflokk og kyn íslenska orðs- ins. Það sem kom mér þó til þess að skrifa athugasemdir við ritdóm Árna Boðvarssonar er sleggju- dómur hans um band bókarinnar. Ég hef haft sænskar orðabækur í sams konar bandi í notkun árum saman án þess að á þeim sjáist. Þetta band er mjúkt og þjált og sterkasta orðabókarband sem ég hef kynnst. ft t'*; •í-'-lSÍB, Fer inn á lang flest heimili landsins! Sumir versla dýrt- aðrir versla hjá okkur Reykturlax Graflax „.Stór, . aðeins ^í\^ .00 VN&&* 72 Kg. 129«» pr.kg. Aligæs335 Aliönd 385 Rjúpur .00' Aligrágæs335 .00 pr.kg. Uppskrift i fyig'f P»* stk. VÖRUKYNNING: &UeUa kartöf luflögur Á KYNNINGARVERÐI! Han$ett 135.-Jpr!astk Hangikjöt KSE Frampartar úrbeínaðír Urbeinuð læri 'Kjúkl lOVpr. kg. Leyft verö 143 00 L /O'pr. kg. Leyft verö347.00 London \ qc ¦00 Pr.l<s 907 gr. -^Ai Uppskrift fylgir .00 "* Nautakjöt í miklu úrvali NýttSvína .,¥*., opiðtiiki.Q læri 1 ^Q.(K) J^l\6 ' k^»'" O -eyftverð i IIV or kí». ^ Uliai j2300 110.00 10-30% afsláttur é öli Utimarkaður í Starmýri og gosi i heilum kössum o AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.