Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Naumur sigur FH gegn KA á Akureyri FH VANN nauman sigur, 21—18, á liöi KA í 1. deildinni á Akureyri í gærkvöldi. i hálfleik var staoan 9—9. Leikur líöanna einkenndist af mikilli baráttu og var lengst af mjög jafn. Lio KA lék af mikilli skynsemi í fyrri hálfleiknum og haföi oft foryst- una í fyrri halfleiknum. Kom það mjög i óvart hversu þungir og slappir leikmenn FH voru í leiknum. „Ég er ekki með neinar afsakan- ir, þetta var sennilega besti leikur KA í vetur, og viö erum núna í mik- illi lægö. Viö höfum æft tvisvar á dag síðastliönar þrjár vikur og ætl- um okkur aö koma upp í Evrópu- leikjunum í janúar gegn ungverska liöinu Tatabanja," sagöi Geir Hall- steinsson, þjállari FH, eftir leikinn í gærkvöldi. Kristján Arason lék ekki meö FH aö þessu sinni þar sem hann er meiddur á öxl. Var hans saknaö baeði í vörn og sókn og er hann án efa sá leikmaður sem FH má síst missa ef liöiö ætlar aö standa sig. Aöeins tveir leikmenn FH léku eins og þeir áttu aö sér, Atli Hllmars- son, sem hélt liöinu á floti meö stórgóöum leik, og Haraldur Ragn- arsson markvöröur, sem varði frábærlega vel. A 20. mínútu fyrri hálfleiks náöi KA tveggja marka forystu, 8—6, Valur mætir liði UMFN í kvöld í KVÖLO FER fram einn leikur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Vals- menn fá Njarövíkinga í heimsókn í Seljaskólann. Leikur liðanna hefst kl. 20.00. Búast má við hðrkuspennandi viðureign á milli þessara liða í kvöld. Umræðuþáttur um íþróttamann vir ki i KVÖLD kl. 22.35 fer fram umræöuþáttur um íþróttamannvirki í íþróttaþætti útvarpsins. Hermann Gunnarsson stjórnar umræðunum en í þeim taka þátt Steinar Lúövíksson, Þorateinn Einarsson, Reynir Karlsson og Skúli Nordal. Þá veröur rætt viö Júlíus Hafstein og Svein Björnsson. Hlustendur geta hringt og spurt spurninga meðan á þætt- mum stendur. en FH jafnaði og jafnt var í hálfleik. I síðari hálfleiknum náöi KA aftur tveggja marka forystu, 11—9, og 12—10, en FH jafnaði, 12—12, og komst síðan yfir. Mesti munur á liðunum voru þrjú mörk fyrir FH. Þegar þrjár mínútur voru eftir var staðan jöfn, 18—18, en leikmenn FH voru sterkari á endasprettinum og sigruðu. Nokkuö sanngjarn sig- ur FH. KA-menn voru nokkuð með ótímabær skot í leiknum og var þaö þeim dýrkeypt. Bestu leikmenn KA voru Magn- ús Gauti Gautason, markvöröur, ser.i varði af stakri snilld allan leik- inn út í gegn. Þá var Jón Kristj- ánsson góöur. Aörir leikmenn voru jafnir, böröust vel, og í heild lék KA-liðið nokkuö vel. Hjá FH báru Atli og Haraldur af, aörir léku undir getu. Óttar var þó sæmilegur en fékk fáar línusend- ingar. Mörk KA: Jón Kristjánsson 4, 2 v, Siguröur Sigurösson 3, Jóhann- es Bjarnason 3 v, Erlingur Krist- jánsson 2, Þorleifur Ananníasson 2, Jóhann Einarsson 2, Magnús Birgisson 1 og Logi Einarsson 1. Mörk FH: Atli Hilmarsson 11, 3 v, Hans Guömundsson 3, 1 v, Þor- gils Óttar 2, Pálmi Jónsson, Guö- mundur Magnússon, Guömundur Óskarsson, Sveinn Bragason og Guðjón Guömundsson skoruöu allir eitt mark hver. Mjög góö að- sókn var í nýju íþróttahöllina á Ak- ureyri og var stemmning góð. SH/ÞR. • Atli Hilmarsson var langbesti leikmaður FH f gærkvöldi á Akureyri. Hann skoraði 11 glassileg mörk og hélt liði s(nu alveg á floti. Hamborg SV valið lið ársins 1983 - Piontek talinn besti þjálfarinn Hiö þekkta knattspyrnutímarit „World Soccer" skýröi frá því í desemberútgáfu sinni hver hefði verið valinn knatt- spyrnumaður ársins at lesendum og útgefendum blaösins. Þá valdi blaöiö þjálfara ársins og knattspyrnulið fyrir áriö 1983. Zico varð fyrir valinu Stórstjarnan Zico frá Brasilíu varð fyrir valinu sem knatt- spyrnumaöur ársins 1983. Zico, sem nú leikur meö ítalska liöinu Udinese, fékk 28% atkvæða. Platini, Frakklandi, varð í öðru saeti. Sem drengur ólst Zico upp í mikilli fátækt, en hann tók snemma ástfóstri við knattspyrn- una og notaöi allar frístundir fyrir æfingar. Zico, öðru nafni Arthur Antunes Ciombra, er í dag ekki aðeins einn sá snjallasti, heldur líka hæst launaöi knattspyrnu- maður veraldar Hann er 30 ára gamall og hefur leikið 78 lands- leiki fyrir Brasilíu. Hann var maö- urinn á bak við velgengni Flam- engo í Brasilíu en liðiö sigraöi Liverpool í keppni félagsliöa um heimsmeistaratitilinn áriö 1981. Eftirtaldir leikmenn fengu flest atkvæöi: 1. Zico (Udinese og Brasilia) 28% 2. Michel Platini (Juventus og Frakkland) 24% 3. Paolo Roberto Falcao (Róm og Brasilía) 18% 4. Diego Maradona (Barcelona og Argentína) 6% 5. Karl-Heinz Rummenigge (Bayern og V-Þýskaland) 4% 6. Kenny Dalglish (Liverpool og Skotland) 3% Felix Magath (Hamborg og V-Þýskal.) 3% Bryan Robson (Man. Utd. og England) 3% 9. Charlie Nicholas (Arsenal og Skotland) 2% Erwin Vandenbergh (Anderlecht og Belgía) 2% Piontek þjálfari ársins Landsliösþjálfari Dana, Sepp Piontek, hlaut flest atkvæöi af þjálfurum. Piontek hefur unniö mjög gott starf fyrir danska knattspyrnusambandið og undir hans stjórn er danska landsliöiö komiö í úrslit í Evrópukeppni landsliöa sem fram fer í Frakk- landi næsta sumar. Piontek er Þjóðverji. Piontek lék á sínum tíma sex landsleiki fyrir V-Þýska- land en hann var fastur leikmað- ur meö Werder Bremen. Hann útskrifaöist sem þjálfari frá hin- um fræga þjálfaraskóla DFB eftir aö hann hætti aö leika knatt- spyrnu. Þjálfaöi siðan Bremen- liöiö og síöan Fortuna Diissei- dorf. En þar var hann látinn hætta eftir fyrsta keppnistímabil- ið. Þá fór hann til Haiti og var þar í tvö ár. Næsta verkefni hans var í V-Þýskalandi en svo fór hann til Danmerkur og tók viö landsliö- inu. Þaö hefur veriö staöföst skoðun Piontek að notast aöeins við leikmenn í landsliöinu danska sem hafa mikinn áhuga á aö leika fyrir land sitt og vilja leggja sig alla fram. Ég hef ekki not fyrir ieikmenn sem leika eingöngu til aö sýna sjálfa sig, en hafa ekki metnað í aö berjast fyrir góöum árangri, segir Piontek. Eftirtaldir þjálfarar hlutu at- kvæöi í kjörinu um besta þjálfar- ann: 1. Sepp Piontek (Danmörk) 29% 2. Ernst Happel (Hamborg) 27% 3. Nils Liedholm (Róm) 10% 4. Alex Ferguson (Aberdeen) 9% 5. Bob Paisley (Liverpool, hættur) 8% 6. Sven-Göran Eriksson (Benfica) 4% Graham Taylor (Watford) 4% 8. Enzio Bearzot (ítalía) 3% Cesar Luis Menotti (Barcelona) 3% 10. Mike England (Wales) 2% Hamburger SV kjörið lío ársins Hamborg, sigurvegari í Evróp- ukeppni meistaraliöa, fékk flest atkvæöi í kjörinu um besta knattspyrnuliö árins 1983. Liöíð vann marga góða sigra á árinu, en hæst ber sigurinn á Juventus í úrslitaleiknum um Evrópumeist- aratitilinn. Jafnframt sigraði Hamborg í kepninni um v-þýska meistaratit- ilinn og stóö sig mjög vel allt síð- asta keppnistimabil. Þaö er ann- aö liöiö frá V-Þýskalandi sem tekst að sigra í Evrópukeppni meistarliöa. Bayern vann titilinn á árunum 1974—1976. Hamborg hefur sex sinnum unniö meist- aratitílinn í heimalandi sínu. Liðín sem fengu flest atkvæöi voru þessi: 1. Hamborg 29% 2. Aberdeen 15% 3. Danmörk 11% 4. Rðm 10% 5. Liverpool 6% 6. Anderlecht 5% Gremio, Porto Alegre 5% 8. Albania Under-21 4% France 4% 10. Belgía 3% Samantekt Þ.R. • Zico alltaf mjog vinsæll. • Magath, fyrirliöi Hamborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.