Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 19 Sprengingin í Buffalo: „Bresturinn bergmálaði um endilanga borgina“ — segir Gunnar Pálsson, fréttaritari Mbl. í Buffalo í New York „BRESTURINN bergmálaði um borgina endilanga og ég er viss um, að það hefur flökrað að mörgum að komið væri að heimsendi þegar öflug sprenging átti sér stað í borginni í gærkvöldi,“ sagði Gunnar Pálsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Buffalo í New York, þegar haft var sam- band við hann. „Sprengingin varð eftir að eld- ur kom upp í íbúðahverfi og er hún talin eiga rætur að rekja til gasleka. Þegar síðast spurðist var fimm slökkviliðsmanna saknað og talið að lík fleiri en eins ibúanna kynnu að leynast í rústunum. Meira en 60 manns slösuðust og tugir manna misstu heimili sín. Ég heyrði dynkinn í meira en tíu km fjarlægð frá heimili mínu og hélt í fyrstu að hann stafaði af þrumum, en þar sem það var frost og snjókoma var það nú heldur ólíklegt. Hér í Bandaríkj- unum hefur farið fram mikil umræða um kjarnorkustríð, ekki síst eftir sýningu myndarinnar „Daginn eftir“, og því gat ég ekki á mér setið að líta út um glugg- ann og svipast um eftir skýstrók og rauðum bjarma. Ég sá mér þó til léttis, að gatan var enn á sín- um stað. Það er þó ljóst orðið, að þetta slys er eitthvert hið mesta í sögu borgarinnar. Bletturinn, þar sem sprengingin varð, líkist mest brunarústum úr heimsstyrjöld- inni síðari. Geymslur, bakarí og íbúðarhús, heil íbúðarhúsagata, jöfnuðust við jörðu og ekki hefur enn tekist að ráða niðurlögum eldsins. Svo er að sjá sem veturinn ætli ekki að gera það endasleppt við Bandarikjamenn og t.d. hér í Buffalo er þetta harðasti vetur frá upphafi. Frostið fer ekki niður fyrir 20 gráður á celsíus dag eftir dag og enn kaldara er í Slökkviliðsmenn eni hér að leita að fólki í rústum húsanna, sem jöfnuð- ust við jörðu í mikilli sprengingu í Buffalo í gær. Til vinstri á myndinni er slökkviliðsbfll, sem lagðist saman undir braki úr húsunum. Simamynd ap miðríkjunum. Það er eins og höfð hafi verið endaskipti á veð- urfarinu hér því að það veðurlag, sem nú ríkir í Alaska, hiti og blíðviðri, ætti með réttu lagi að vera í Florida. Þar er hins vegar frost. Þessu veldur háþrýsti- svæði úti fyrir vesturströndinni, sem varnar heita loftinu en veit- ir ísköldu heimskautaloftinu suður á bóginn. Veðurfræðingar spá því sumir að hæðin muni halda kyrru fyrir í vetur og telja víst að veturinn muni verða sá kaldasti í Bandaríkjunum frá upphafi mælinga,“ sagði Gunnar Pálsson að lokum. Símamynd AP. Undir fdlsku flaggi Tveir ræningjar í jólasveina- búningi réðust inn í banka í Melbourne í Ástralíu skömmu fyrir hátíðarnar og rændu þar 7000 dollurum, um 200.000 ísl. kr. Myndin af þeim náðist á sjónvarpsmyndavél í bankan- um en skeggið kom í veg fyrir að unnt væri að bera kennsl á þá. Sá fremri á myndinni er að stinga skammbyssunni í beltið um leið og hann yfirgefur bankann. Afganistan: Stjórnin hélt upp á innrásarafinælið Islamabad, 28. desember. AP. STJÓRNIN í Kabúl hélt upp á það í gær, 27. desember, að fjögur ár voru liðin frá því að Sovétmenn lögðu land- ið undir sig með hervaldi. Gífurleg öryggisgæsla var í borginni á afmæl- isdaginn og sovéskir hermenn hvar- vetna á verði. Annars staðar af land- inu berast fréttir um árásir frelsis- sveitanna á sovéska hermenn og stjórnarinnar. Stjórn Babrak Karmals, sem Sov- étmenn halda uppi, skipulagði göngu um borgina í gær til að fagna því að Sovétmenn skyldu hafa ráð- ist inn í landið fyrir fjórum árum og hrópuðu göngumenn stundum vígorð gegn Bandarfkjamönnum. Að sögn stjórnarinnar voru 100.000 manns i göngunni en sjónarvottar segja, að 20.000 hnípnar og niður- lútar sálir hafi verið neyddar til að ganga um borgina í nístingskulda. Samdægurs hélt utanríkisráðuneyt- ið afganska blaðamannafund þar sem „yfirgangi Bandaríkjamanna í Afganistan" var harðlega mótmælt. Á öllum gatnamótum var sovéskt herlið og gætti þess, að hátíðar- höldin færu vel fram. Grímsi karlinn var kominn nokkuð til ára sinna því að hann var sagður 183 ára gamall en samt sem áður ekki búinn að hlaupa af sér hornin því að kæruatriðin voru hin margvíslegustu. Meðal annars var hann sakaður um að hafa stol- ið viskíglasi og kjöttertu, ekið sleðanum sínum drukkinn, haft uppi hina dónalegustu tilburði við konu eina undir mistilteini og skilið sleðann eftir uppi á húsþaki á hinn glannalegasta hátt. Þegar talsmaður lögreglunnar var inntur nánar eftir málinu kvaðst hann ekkert vita hvernig á því stæði. Hitt vissi hann þó, að sveinstaulinn var sloppinn þeim úr greipum með sleðann og allt sitt hafurtask. Á Þorláksmessudag sprengdu skæruliðar upp sovéskan herbíl í borginni og féilu þá fimm hermenn og aðfaranótt aðfangadags réðust þeir á sovéska herflutningalest við Salang-jarðgöngin, á þjóðleiðinni til Sovétríkjanna. Á aðra lest réð- ust þeir í Khinjan-skarði, felldu marga sovéska hermenn og tóku herfangi fjórar vörubifreiðir hlaðn- ar matvælum. Vestrænir sendi- menn segja, að skæruliðar hafi ráð- ist á aðalstöðvar leyniþjónustunnar í borginni Jalalabad í öndverðum mánuðinum og fellt sex eða sjö for- ingja og tekið nokkra til fanga. 17. desember gerðu Sovétmenn loft- árásir á borgina Ghazni suðvestur af Kabúl og féllu í þeim 35 óbreyttir borgarar. Jólasveinn á sakamannabekk Birmingham, 28. desember. AP. ÞEGAR dómararnir í borgarréttinum í Birmingham á Englandi fóru í gær að kynna sér verkefni dagsins sáu þeir, að meðal þeirra, sem gerst höfðu brotlegir við lög og rétt var einn jólasveinn og nefndur Éljagrímur í ákæru- skjalinu. Fríport- klúbburinn Aramóta- fagnaðurinn veröur haldinn á nýjársdag í Átthagasal Hótel Sögu Húsið opnaö kl. 18.00. Skemmtiatriði í algjörum sérflokki. Sala aögöngumiöa og borða- pantanir í Bílaleigu Akureyrar, Skeifunni 9, sími 31615, versl. Bónaparte, Austurstræti 22, sími 28319 og 45800, Víkurbæ Keflavík sími 92-2044. Orfáir miðar óseldir m Fráteknar borðapantanir verða seldar milli kl. 3—6. Skemmtinefndin. Ferda- skrifstofa óskar eftir karli eöa konu til að sjá um daglegan rekstur. Svör leggist inn á afgreiðslu blaósins fyrir 4. jan. 1984, merkt: „Ferðaskrifstofa — 828“. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ............ 30/12 Jan ............. 9/1 Jan ............ 23/1 Jan .............. 6/2 ROTTERDAM: Jan ............ 10/1 Jan ............ 24/1 Jan .............. 7/2 ANTWERPEN: Jan ............ 11/1 Jan ............ 25/1 Jan .............. 8/2 HAMBORG: Jan ............ 13/1 Jan ............ 27/1 Jan ............. 10/2 HELSINKI: Arnarfell ....... 6/1 Arnarfell ........ 6/2 LARVIK: Hvassafell ...... 3/1 Hvassafell ..... 16/1 Hvassafell .... 30/1 Hvassafell ..... 13/2 GAUTABORG: Hvassafell ...... 4/1 Hvassafell ..... 17/1 Hvassafell ..... 31/1 Hvassafell ..... 14/2 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 5/1 Hvassafell ..... 18/1 Hvassafell ....... 1/2 Hvassafell ...... 15/2 SVENDBORG: Hvassafell ...... 6/1 Arnarfell ....... 9/1 Hvassafell ..... 19/1 Hvassafell ....... 2/2 ÁRHUS: Hvassafell ...... 6/1 Arnarfell ....... 9/1 Hvassafell ..... 19/1 Hvassafell ...... 2/2 FALKENBERG: Dísarfell ....... 6/1 Arnarfell ...... 13/1 Mælifell ....... 16/1 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 17/1 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 18/1 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.