Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 ,\l\5 höfurvt ívKv/eÍi^ db haldcy. Litla btdtbktxapsue'idu. Ég xtla. ekki cé> mxhx'" ást er ... o ^o^5 ... ad þvo henni um bakid. TMReg US Pat Ofl -all righls reserved °1983 ^05 AfHI**** Times Syndicate Vid v iljiim borga núna. — llann fer í uppþvottinn og ég tek gólfín. HÖGNI HREKKVISI /0-/8 iww McNaufrht Synd . lm „ ^Q SKAL ÚT$KTVR/\ HUAO KOM FyRIR " Foreldrar miðli börnum sín- um sem mestri þekkingu en láti ekki fjálglegt tal um kennslufræði hræða sig Fræðslufús móðir skrifar: 7Góði Velvakandi. I umræðunni að undanförnu um íslandssögukennslu í skólum hafa komið fram viðhorf, sem hljóta að valda foreldrum áhyggjum. Það eru þau viðhorf, að til þess að geta kennt börnum þurfi menntum í a.m.k. kennslufræðum og þroska- sálarfræði. Þekkingarinnihaldið skipti ekki meginmáli heldur kennsluaðferðin. Flestir foreldrar eru alls ómenntaðir í kennslu- fræðum og hlýtur sú spurning því að vakna í framhaldi afyfirlýsing- um ýmissa skólamanna í áður- nefndri umræðu, hvort tilsögn, sem börn fá á heimilinu, geti verið skaðleg, þar sem foreldrar beiti líklega flestir hinni illræmdu ítroðsluaðferð, sem viðgekkst þeg- ar þeir voru í skóla? Er ekki betra að hlífa börnunum við þessum hörmungum með því að svara spurningum þeirra eitthvað á þessa leið: „Því miður elskan mín, ég kann ekkert í kennslufræði og get ruglað þig með því að reyna að svara þér. Þú verður að bíða þang- að til að þú færð kennslufræði- menntaðan kennara í skólanum." Þetta er ekki ánægjulegt fyrir foreldra, en mig langar til að benda á ljósan punkt. Kennari í uppeldisfræðum við Háskóla ís- lands lýsti því yfir í umræðuþætti um íslandssögukennslu í útvarp- inu fyrir skömmu, að það vissi enginn, ekki einu sinni títtnefndir kennslufræðingar, hvernig börn læra. Foreldrar hljóta að fagna slíkum yfirlýsingum og öðlast sjálfstraust á ný. Þeir, sem eiga fleiri en eitt barn vita af reynsl- unni, að þau læra ekki eins. Það eru engir tveir einstaklingar eins, og hví skyldu þeir þá læra eins eða þroskast eins? Tilgangur mínn með þessu bréfi er að hvetja foreldra til að miðla börnum sínum sem mestri þekk- Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að hofundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ,.1'tir, sem eiga fleiri en eitt barn, vita af reynslunni, að þau lara ekki eins. Það eru engir tveir einsUklingar eins, og hví skyldu þeir þá læra eins eða þroskast eins?" ingu i. öllum sviðum og láta ekki fjáh;legt tal um kennslufræði hræða sig. í þeirri fræðigrein hafa engar endanlegar niðurstöður fengist og virðast ekki í sjónmáli, sem betur fer, fremur en í fræðun- um ummeðferð ungbarna, sem bar á góma í viðtali við Sígrúnu Dav- íðsdóttur hér í blaðinu fyrir skömmu. Þar minnti hún á, að einn daginn væri prédikað að það væri óhollt að taka barnið upp og kjassa það, en annan daginn þætti það sjálfsagt. Hún skoraði á fólk að láta ekki rugla sig í ríminu hvað þetta varðar, en yfirvega málið sjálft og finna sinn eigin takt. Þetta tel ég að eigi alveg eins við um fræðslu barna á heimilum. Það fer ekki hjá því, að nýju fötin keisarans komi í hugann, þegar talað er um niðurstöður fræða, þar sem ekkert er hægt að fullyrða, því að viðfangsefnið, maðurinn, verður ekki einangrað í tilraunaskyni. Ég vil leggja áherslu á það aö lokum, að ég er sannfærð um að kennarar vilja vel og reyna að gera sitt besta, en margir virðast treysta hæpnum kenningum betur en eigin skynsemi." Tækin höfðu verið biluð í tvo daga Jón Guðmundsson, Asparfelli 6, skrifar: „Heiðraði Velvakandi: Guðmundur Jóhannsson skrif- ar pistil í dálka þína fyrir fáum dögum, og lýsir þar langrí bið sinni á Borgarspítalanum, vegna fyrirhugaðrar myndatöku. Aðra sögu hliðstæða, og ekki þægi- legri, gæti undirritaður sagt: Fyrir allmörgum árum þurfti ég að mæta til myndatöku á Landspítalanum vegna hugsan- legs magaðárs. Lagt var fyrir mig að koma á Landspítalann kl. átta að morgni. Þá átti ég heima á Selfossi, og varð ég að taka þaðan dýran leigubíl um morg- uninn, því að fyrsta rútuferð þaðan var ekki fyrr en kl. níu. En þegar á spítalann kom varð ekki af myndatöku: Tækin voru sögð biluð. Við eftirgrennslan mína kom í ljós, að það höfðu þau verið tvo næstu daga á und- an. Ekkí virtist starfsfólki spít- alans hafa komið til hugar að láta vita um þessa bilun, og enn síður hvarflaði að því fólki að biðjast velvirðingar á mistökun- um, ellegar bjóðast til að borga leigubílinn. Hins vegar virtist fólkið þarna leika á als oddi í samskiptum sín í milli, og hló mjög dátt, að einhverjum gam- ansögum, væntanlega. Þótt mér gremdist að vonum þarna á staðnum, lét ég málið kyrrt liggja, en finnst nú ástæða til að segja þessa sögu, að gefnu tilefni. Virðingarfyllst."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.