Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Hálf öld frá stofnun Skjaldar á Flateyri I»ESS var minnst á Flateyri 8. októ- ber síðastliðinn að 50 ár voru liðin frá stofnun Verkalýðsfélagsins Skjaldar í salarkynnum Hjálms hf. Yfir 200 samkomugestir voru við- staddir hátíðahöldin eða meiri fjöldi en gengur og gerist þar á bæ. Félag- ið var stofnað 21. desember árið Hjörtur Hjálmarsson hefur tekið saman ágrip af sögu félagsins. Á síðastliðnu ári var lokið við gerð merkis fyrir félagið og gerður „af- mælisplatti" með merkinu á fram- hlið og nöfnum stofnenda á bak- hlið. Merki félagsins er gert af Guðrúnu Guðmundsdóttur, burt- fluttum Flateyringi. Þess má að lokum geta að fyrir nokkru flutti Verkalýðsfélagið Skjöldur inn í eigið húsnæði að Hafnarstræti 4 á Flateyri. Meðfylgjandi ljósmyndir tóku Björn I. Bjarnason og Gísli Val- týsson. Stjórn og varastjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar 1983. Þórður Magnússon flytur ávarp fyrir hönd stofnenda félagsins. Heiðursgestir á afmælishitíðinni. 1933 og var Friðrik Hafberg fyrsti formaður félagsins, en núverandi formaður Skjaldar er Björn Ingi Bjarnason. Á hátíðasamkomunni rakti Björn Ingi sögu félagsins. Full- trúar ýmissa félagssamtaka á Flateyri og fuiltrúar margra stétt- arfélaga í nágrannabyggðum fluttu félaginu árnaðaróskir og -gjafir í tilefni afmælisins. Þrír af stofnfélögum Skjaldar voru heiðraðir á afmælisfundin- um, þeir Sturla Þórðarson, Þórður Magnússon og Þorlákur Bern- harðsson. Tveir þeir síðasttöldu voru viðstaddir hátíðahöldin og ávörpuðu samkomuna. Ákveðið hefur verið að gefa út í byrjun næsta árs afmælisrit, en Björn Ingi Bjarnason, formaður Skjaldar, setur hátíðina. Konur úr Slysavarnadeildinni Sæljós, sem sáu um veitingar á afmælishátíð verkalýðsfélagsins. Kvikmyndír skemmtimynd sem í senn kitlar hláturtaugarnar og vekur sam- viskuna af værum blundi. Súp- erman er að vísu ekkert líkur litla flækingnum, en Gus Gor- man tölvusnillingurinn óviðjafn- anlegi sem Richard Pryor leikur hér líkist hinsvegar óhugnanlega þessari klassísku fígúru sem fengin var til að auglýsa heimil- istölvuna frá IBM. Ég hef ákveðið að skemma ekki frekar þessa kvikmynda- perlu með innantómu blaðri. Þó vil ég geta þess að ég álít mynd- ina ekki við hæfi smákrakka, hún er einfaldlega of flókin fyrir barnssálina og svo er lokasenan dálítið óhugnanleg. Ég tók eftir því að tvær litlar hnátur sátu einar í bekknum næst fyrir aft- an mig. Önnur var í fangi hinnar þar til lokaatriðinu lauk. Hélt hún fyrir augun og leit ekki upp fyrr en Súperman kyssti elskuna sína. Já, ofbeldi í kvikmyndum getur sannarlega hrellt barns- sálina og ekki er ráðlegt að mínu mati að lítil börn séu ein að væflast í stórum dimmum kvikmyndasölum. Ég var því af- skaplega ánægður er ég kom út í bíl að lokinni sýningu og heyrði í sjöfréttunum að Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra hefði gefið út reglugerð þess efnis að enn strangara eft- irlit skuli haft í framtíðinni með ofbeldismyndum hér á landi. Þarft framtak og þakkarvert. Svo óska ég bara lesendum gleðilegra jóla og vona að Súp- erman leysi öll þeirra vandkvæði á árinu 1984. Ofiirmennið þríeflt Ólafur M. Jóhannesson Ofurmennið þríeflt Nafn á frummáli: Superman III. Handrit: David og Leslie Newman. Tónlist: Ken Thorne. Leikstjóri: Richard Lester. Ég man glöggt er ég sá fyrstu Súperman-myndina á breiðtjaldi í glerkúlu einni mikilli vestra, skammt frá þeim stað er sjálf myndin var filmuð. Áhrif voru auðvitað margföld því stigið var úr umhverfi Súpermanns inn í heim hans á hvíta tjaldinu. Eigi ósvipuð tilfinning og mæta Þórði húsverði í stigaganginum í blokkinni. Mynd tvö um þetta ofurmenni sá ég svo vestur í Há- skólabíói og þótti karl orðinn lítt áhugaverður og næsta fjarlæg- ur, ég bjóst því við að mynd númer þrjú sem nú sér dagsins ljós í Austurbæjarbíói yrði næsta bragðdauf. En allt er þeg- ar þrennt er segir máltækið og ég er satt að segja stórhrifinn af hinum margeflda Súperman III. Leikstjórn Richard Lester styrk og handrit David og Leslie Newman hreint út sagt óviðjafn- anlegt. Þar er hvergi orð sem ekki passar inní og hvergi atriði sem ekki stenst tímans tönn. Held ég að megi skoða þessa mynd sem eldhvassa ádeilu á hið ópersónulega tölvustýrða sam- félag sem nú er að rísa og verður að leita allt aftur til Nútíma Chaplins til að finna hliðstæðu. Mynd Chaplins sem gerð var 1936 beindi spjótum að iðnbylt- ingunni sem breytti mönnum í færibandaþræla, mynd Ilya Salkind og Pierre Spengler um Súperman III deilir á tölvukerf- in sem breyta mönnum í róbóta. f báðum þessum myndum er einkar Ijós greinarmunur gerður á þeim er ráða yfir vélunum og svo hinum sem eru fórnardýrin. Og söm er hér samúðin með lít- ilmagnanum. Samt er maður ekki að horfa á listræna mynd gerða af viðurkenndum snilling- um heldur hreinræktaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.