Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 29 þær lengst af saman, Björg og El- ín, ásamt elstu systurinni, Þuríði. Samband allra systranna var jafnan gott. Við systrabörnin sjö áttum allt- af athvarf á heimili móðursystra okkar. Þær voru í senn sem elsku- legar frænkur og góðar ömmur. Til þeirra var jafnan hægt að leita í gleði og sorg og aldrei var tími þeirra svo naumur að ekki væri hægt að finna stund til að sinna okkur. Á heimili þeirra var ætíð kyrrð og friður. Guðsótti og góðir siðir alltaf hafðir í fyrirrúmi. Fyrir börn og unglinga er slíkt at- hvarf ómetanlegt. Aldrei getur maður gert sér í hugarlund þau uppeldislegu áhrif sem samvistir við svo góðar konur hljóta að hafa. Hinu sama gegndi um börn okkar systrabarnanna. Björg var þeim eins og okkur sem hin besta amma. Til hennar leituðu þau og fundu hlýju og góðvild, sem þau kunnu að meta. Tvö þeirra, litlir snáðar vestur í Bolungarvík, hafa þó því miður ekki haft tækifæri til þess að kynnast þessari góðu frænku vegna fjarlægðarinnar frá henni og er þeirra missir mikill. Lengst af bjuggu þær systur í „Sveinsbæ" og undu hag sínum þar vel. En skyndilega bárust þau boð, ofan af teikniborðum skipu- lagsfræðinganna, að þetta yfirlæt- islausa en fallega hús þyrfti að víkja. Trúar sinni köllun héldu skipulagsfræðingarnir sínu striki og Sveinsbær var rifinn. Þær syst- ur tóku þetta sér mjög nærri. Þær keyptu sér þá íbúð á Brekkustíg 12 og tókst að endurskapa fallegt heimili sitt. Löng sambúð þeirra systranna þriggja var alltaf farsæl. Gagn- kvæm væntumþykja gerði það að verkum að tillitssemi varð sjálf- sagður þáttur í fari þeirra og sam- rýndari systur var varla hægt að hugsa sér. Missirinn varð því líka sár er elsta systirin, Þuríður, féll frá árið 1973. Eftir það bjuggu þær tvíburasysturnar saman. Elín lést árið 1974. Björg var þá orðin heilsuveil og flutti inn á heimili Svövu systur sinnar og mágs, Guð- mundar- Guðmundssonar. Þar dvaldist hún allt til æviloka. Er ekki að efa að mjög var það mikils virði fyrir Björgu að geta enn búið meðal sinna nánustu, enda undi hún hag sínum vel við gott yfir- læti hjá systur sinni og mági. Nú við lát Bjargar móðursystur okkar lifir Svava ein úr hópi systr- anna. Sigríður lést árið 1969, langt um aldur fram. Hún var gift Jón- asi S. Jónassyni lögreglumanni og eignuðust þau tvö börn. Móðir okkar, Sigrún, lést árið 1980, þá á besta aldri. Öll treguðum við hana sárt, en þó enginn sárar en faðir okkar, Þórir Sigtryggsson. Það er því óhætt að segja að stór skörð hafi verið höggvin í raðir þessarar fjölskyldu á ekki lengri tíma. „Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt, er hríðarbylur geisar, það liggur gleymt og fennt". Þannig kveður Guðmundur Friðjónsson frá Sandi í einu feg- ursta kvæði sínu, Ekkjan við ána. Hávaðalaust líf Bjargar Jóhann- esdóttur minnir á margan hátt á líf Ekkjunnar við ána, sem Guð- mundur hefur rist svo skýrum dráttum í samnefndu kvæði sínu. Hún fór ekki fram á mikið, en gætti þess sem að henni stóð af trúmennsku og atorku. Hún var hetja, því aldrei bugaðist hún þó að vindurinn blési oft í fangið. Hún hélt reisn sinni og sjálfstæði og skildi að ekkert er eins áríðandi og að vera trú „því sem manni er trúað fyrir", eins og Halldór Lax- ness lætur eina sögupersónu sína mæla. Björg var trúuð kona. Hún var líka sannfærð um að handan við dauðann biði manns annað líf. Ör- ugglega verður vei tekið á móti svo góðri og ærlegri konu. Guð blessi og varðveiti minningu Bjargar Jó- hannesdóttur frænku okkar. Megi hún hvíla í friði. Sigrún, Sigfríður og Sveinn. í dag, fimmtudaginn 29. des- ember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík okkar ástkæra móðursystir, Björg Jó- hannesdóttir. Okkur er ljúft að minnast hennar, því að í hvert skipti sem maður heyrði góðs manns getið þá kom hún ósjálfrátt upp í huga okkar. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd hverjum sem var, skyldum sem óskyldum, því fórnfýsi og gjaf- mildi átti hún í ríkum mæli og fóru systur og systrabörn hennar ekki varhluta af þvi. Bagga frænka eins og hún var kölluð fæddist 27. maí 1906 á Bakkastíg 3, sem kallaður var Sveinsbær. Foreldrar hennar voru öndveg- ishjónin Sigrún Rögnvaldsdóttir og Jóhannes Sveinsson skipstjóri, og eignuðust þau hjón átta börn, tvö þeirra, Sveinn og Svava, dóu ung. Jóhannes lést árið 1922 frá konu og sex dætrum, sú yngsta að- eins tveggja ára gömul. Erfitt hlutskipti beið ekkjunn- ar, fyrirvinnan horfin yfir móðuna miklu, elsta dóttirin Þuríður sjúklingur. Það kom því í hlut 16 ára tvíburasystranna Bjargar og Elínar að sjá heimilinu farborða ásamt móður sinni sem var dugn- aðarkona, því í þá daga varð að vinna myrkranna á milli til að sjá fyrir þessum stóra föðurlausa barnahópi, og sýndi það sig best þá hve ósérhlífnar og fórnfúsar tvíburasysturnar voru til að halda fjölskyldunni saman. Þegar amma andaðist 27. september 1954, þá bjuggu þær tvíburasystur saman. Þegar amma andaðist 27. septem- ber 1954, þá bjuggu þær tvíbura- systur og Þuríður áfram saman að Bakkastíg 3 og seinna að Brekku- stíg 12, en þær giftust ekki. Hinar þrjár systurnar, Sigrún, Sigríður og Svava, stofnuðu sín eigin heim- ili, en alltaf var jafngott á milli þeirra allra og komu fjölskyldur þeirra alltaf reglulega saman í heimsókn. Eftir lát Þuríðar og El- ínar fluttist Bagga til systur sinn- ar og Svövu og eiginmanns henn- ar, Guðmundar Guðmundssonar, að Sunnuvegi 27. Aldrei gleymum við þeim degi þegar Bagga kom og tilkynnti okkur lát Elínar tvíbura- systur sinnar, harmi slegin, og okkur setti hljóða, að f jögurra ára drenghnokki sem ekki skyldi sorg okkar sagði við hana: „Bagga mín, þetta er allt í lagi, nú áttu bara heima hjá okkur," og erum við viss um að þessi orð barnsins veittu henni meiri styrk og gleði en orð fá lýst, á þessum erfiða tíma. Andlát Böggu bar brátt að og var þetta mikið áfall fyrir okkur öll, þó við vissum að hún kenndi sér smá lasleika kom kallið öllum að óvörum. Kannski vissi hún að hverju stefndi, því að hún var búin að ganga frá öllum jólagjöfum, og er ekki hægt að segja annað en það hafi verið undarleg tilfinning að opna þær gjafir. En það er líka gott að vita að elsku Bagga okkar þurfti ekki mikið að þjást, og við vitum að hún hefur fengið góða heimkomu. Við systurnar, eiginmenn okkar og börn kveðjum Boggu með sökn- uði, en minninguna um hana geymum við, og einhvern tíma munum við hittast aftur. Við biðj- um henni Guðs blessunar og við vitum að harmur systur hennar, Svövu, sem ein er eftir lifandi af systrahópnum og manns hennar, Guðmundar, er mikill. Biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Æ, autt er nú sæti okkar hjartkæru vinu og augu vor laugast í tárum. Hart er að þola þá hörmunga-hrinu, sem harmurinn veldur oss sárum. Þinn andi er floginn um ómælis-geim sín eilífðarstörfin að vinna. Já, nú ert þú alsæl og alkomin heim til hjartkæru ástvina þinna. Við vitum, þó sæki að oss harmur og hryggð, nú Herrann þig örmunum vefur. Hann launi þér alla þá ástúð og tryggð, sem auðsýnt af hjarta þú hefur. (Í.H.) Hvíli hún í friði. Frænkurnar Sigrún og Björg Elín. Loftmynd af hverfinu þar sem Byggung f Reykjavík hyggst reisa 18 stigahús með 242 íbúðum. Svæðið markast af grjótnámi Reykjavíkurborgar, Fáksheimilinu og byggðinni í Selási. Morgunbiaðið/ Rax Byggung hefur sölu 242 íbúða í Selási BYGGUNG, byggingasamvinnufélag ungs fólks í Reykjavík, hyggst hefja byggingu 18 stigahúsa, samtals 242ja íbúða í Selási næsta sumar. Voru íbúðirnar nýlega auglýstar til sölu og sóttu 60 manns um þegar fyrstu vikuna. Er áætlað að íbúðirn- ar verði fullfrágengnar í árslok 1987. Framkvæmdastjóri Byggung í Reykjavík, Þorvaldur Mawby, sagði að hér væri um að ræða þrjár stærðir af íbúðum, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja, 66, 93ja og 120 fermetra. Verð tveggja herbergja íbúðanna er 980 þúsund krónur, þriggja herbergja eru á 1.370 þúsund, en verð á fjögurra herbergja íbúðunum liggur ekki endanlega fyrir. „Ég held að verð íbúðanna sé í sjálfu sér ekki lægra en gengur og gerist á almennum markaði," sagði Þorvaldur. „Tveggja her- bergja íbúðir ganga á 11 til 12 hundruð þúsund, og ef við reikn- um með að menn þurfi að leigja í tvö ár á meðan þeir bíða eftir íbúð frá okkur, er upphæðin orðin sam- bærileg. Hinsvegar eru greiðslu- kjörin allt önnur og betri. Greiðslukjörin hjá okkur, miðað við verðlag 1. nóvember 1983, eru þannig, að á tveggja herbergja íbúðunum eru borguð 180 þúsund við samning, 90 þúsund eftir tvo mánuði og síðan eru jafnar mán- aðargreiðslur, 3.750 í tvö ár. Af- gangurinn er borgaður með hús- næðisláni, en það er 620 þúsund. Ef menn kaupa gamalt húsnæði fá þeir ekki nema hálft húsnæðislán og þurfa iðulega að borga húsnæð- ið upp á einu ári. Þorvaldur sagði að greiðslukjör- in á þriggja herbergja íbúðunum væru þannig, að við samning væru Kuwait: Öfgamaður handtekinn Kuwmit. 27. deaember AP. STJÓRNIN í Kuwait tilkynnti í dag, að tekist hefði að hafa hendur í hári öfgatrúarmanns af trúflokki shíta, sem eftirlýstur var vegna spreng- inganna við sendiráð Bandaríkja- manna og Frakka í Kuwait-borg fyrr í mánuðinum. Að sögn stjórnvalda hafa nú 19 menn verið teknir höndum vegna sprenginganna en upphaflega var aðeins 12 manna leitað. Hinir handteknu eru flestir félagar í Al-Dawa-flokknum, sem starfar neðanjarðar og hefur aðsetur í ír- ak en aðhyllist klerkastjórnina í Iran. Opinberlega er sagt, að fjórir hafi látist i sprengingunum en 61 særst en óopinberar tölur eru sjö látnir og rúmlega 80 særðir. Rétt- arhöld yfir tilræðismönnunum munu fara fram fyrir sérstökum öryggisdómstóli en ekki er vitað hvenær þau verða. reiddar út 250 þúsund krónur, 125 þúsund tveimur mánuðum síðar og loks væru jafnar mánaðar- greiðslur, 16.790, í tvö og hálft ár. Mánaðargreiðslurnar eru þetta hærri á þriggja herbergja íbúðun- um en þeim tveggja, að þær eru jafnframt greiðslur fyrir bifreiða- geymslu, sem ekki fylgir tveggja herbergja íbúðunum. Byggung í Reykjavík var stofn- að árið 1974 og hefur frá upphafi skilað af sér 251 íbúð. Þá er fyrir- tækið með í byggingu 135 íbúðir á Rekagranda og aðrar 150 á Sel- tjarnarnesi, ásamt tæplega 4 þús- und fermetra verslunar- og skrifstofuhúsnæði á sama stað. Þá eru yfir 400 bifreiðageymslur í byggingu á vegum fyrirtækisins. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, OAGUR HALLDÓRSSON, sjómaður, Sogavegi 127, veröur jarösunginn frá Bustaöakirkju föstudaginn 30. desember kl. 13.30. Margrét Eyjólfsdóttir, Gish Dagsson. Margrét Sigvaldadóttir, Sigriður Oagadóttir, Baldvin Helgason. Halldór Dagsson. Elsa Luövigsdóttir og barnabörn. t Þökkum vináttu og tryggð við andlát og útför SKÚLA ÞÓRÐARSONAR. Ingibjörg Þóröardóttir, bræður og mágkonut t Þökkum innilega auðsynda samúö og hlyhug viö andlát og utför eiginmanns míns, föður okkar. tengdaföður, afa og langafa, GUDMUNDAR SIGURÐSSONAR trá Höfða, Gnoðarvogi 68. Sérstakar þakkir tit lækna og hjúkrunarfólks Borgarspitalans. Mattnöur Maria Jósetsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnebarnabörn. Lokað í dag milli kl. 2—5 vegna jaröarfarar EGILS SIGURDAR KRISTJÁNSSONAR. Bif reiöastöð Steindórs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.