Morgunblaðið - 31.01.1984, Page 1

Morgunblaðið - 31.01.1984, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 25. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ákvörðun Reagans umdeild í Evrópu Washington, 30. janúar. AP. JL „STAKFI okkar er ekki lokið,“ sagði Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, er hann tilkynnti formlega í nótt, að hann hygðist bjóða sig fram til forseta- kosninganna, sem fram fara í nóvember á þessu ári. Þessarar ákvörðunar forsetans hefur verið beðið með eftirvæntingu um nokkurt skeið. Um leið og forsetinn tilkynnti ákvörðun sína skýrði hann frá nokkrum þeim helstu vandamál- um, sem steðjuðu að bandarísku þjóðlífi og enn hefði ekki tekist að leysa þrátt fyrir fyrirheit þar um. „Ymislegt hefur þó breyst til batnaðar," sagði Reagan og benti á, að væntanlega yrði hægt að leysa vandann á öðru kjörtímabili hlyti hann endurkosningu. Þá var í dag tilkynnt, að George Bush gæfi kost á sér í varaforseta- framboð. Bush er núverandi vara- forseti Bandaríkjanna. Nái hann kjöri í nóvember verður hann fyrsti varaforsetinn til að sitja tvö kjörtímabil í röð frá því Nixon gerði slíkt í forsetatíð Dwight Eis- enhower á sjötta áratugnum. Sovétríkin gagnrýndu í morgun harðlega þá ákvörðun Reagan að gefa kost á sér til endurkjörs und- ir því yfirskyni, að „starfi hans væri ekki lokið," eins og Reagan orðaði það sjálfur. í frétt frá Tass sagði, að á valdatíma Reagan hefði friði í heiminum ítrekað ver- ið ógnað. „Það eru rakin ósann- indi, að Reagan hafi stuðlað að auknu öryggi í heiminum," sagði Tass. Svo var að sjá á vestrænum dagblöðum í dag, að tilkynning Reagans hefði ekki vakið ýkja mikla hrifningu. Gagnrýndu þau mörg utanríkisstefnu forsetans harðlega. Bentu sum blaðanna á íhlutun Bandaríkjamanna í mál- efni Grenadabúa svo og veru gæsluliðsins í Líbanon og sögðu herinn hafa staðið sig slælega á báðum stöðum. „Friðurinn, sem Reagan talar um, er miklu líkari nýrri útgáfu kalda stríðsins en þeim skilningi, sem hinn almenni kjósandi leggur í það orð,“ sagði dagblaðið The Tribune de Geneva í Sviss í leiðara sínum. Styrjöldin f Chad á nýtt stig?: Khadafy íhugar beina þátttöku París, 30. janúar. AP. MOAMMAR Khadafy, leiðtogi Líbýumanna, sagði dag, að átök í Chad gætu farið harðnandi á næstu vikum vegna þeirrar ákvörðunar Frakka að færa hina óopinberu vopnahléslínu í landinu frá 15. að 16. breiddarbaug. Símamynd AP. Reagan Bandaríkjaforseti, faðmar konu sína, Naney, að sér í nótt eftir að hann tilkvnnti, að hann hygðist bjóða sig fram til forseta öðru sinni. Missir Wörner ráð- herraembættið í dag? — Kohl á mikilvægum fundi með Strauss og Genscher Bonn, 30. janúar. AP. LITLAR fregnir hafa enn borist af fundi þeirra Helmut Kohl, kanslara V-Þýskalands, og Manfred Wörner, varnarmálaráðherra, sem haldinn var síðdegis í dag. Þá sagði Khadafy, að Líbýu- menn væru enn að íhuga beiðni uppreisnarmanna í Chad um hjálp. Ættu þeir í erfiðleikum í baráttunni við stjórnarher Hiss- ine Habre. Frakkar hafa ætíð haldið því fram, að Líbýumenn stæðu að baki uppreisnarmönnum í Chad. Því svarar Khadafy á þennan hátt: „Við höfum aldrei lagt til her- menn í átökin eins og Frakkar EDWARD Rowny, aðalsamninga- maður Bandaríkjastjórnar í viðræð- unum við Sovétríkin um fækkun kjarnorkuvopna, sagði í kvöld, að Bandaríkin væru reiðubúin til að íhuga allar tillögur Sovétmanna í samningaátt. Á meðal þeirra tillagna, sem Rowny vísaði til, er ein, þar sem Sovétmenn fara fram á fækkun kjarnorkuflauga Bandaríkja- manna í Evrópu gegn því að þeir fækki langdrægum eldflaugum sínum. Rowny tjáði fréttamönnum að afloknum viðræðum við Reagan, Bandaríkjaforseta, í dag, að hann hefði í pokahorninu nokkrar gagn- tillögur Bandaríkjamanna. „Það er greinilegt, að Sovétmenn vilja snúa aftur að samningaborðinu," sagði Rowny. Sagðist hann enn- fremur telja, að ríkin væru í þeirri stöðu að geta tekið upp þráðinn að nýju og bundið enda á þá logn- mollu, sem lengstum hefði ein- kennt viðræðurnar. Samningaviðræður stórveld- anna sigldu í strand í lok nóvem- ber er Sovétmenn slitu viðræðun- um, sem fram fóru í þrennu lagi, óformlega til þess að mótmæla hafa gert. Við höfum um langt skeið reynt að halda aftur af upp- reisnarmönnum, en þeim þykir nú sýnt, að Frakkar ætli ekki að yfir- gefa Chad og hafa því ákveðið að láta til skarar skríða á ný. Barátta þeirra gegn Frökkum er réttmæt að okkar áliti." Að sögn Maklous Fathe, sendi- fulltrúa Líbýu í París, í kvöld íhuga Líbýumenn nú alvarlega að taka beinan þátt í átökunum í Chad. staðsetningu nýrra kjarnorku- flauga Bandaríkjanna í Evrópu. Þótt Rowny segði greinilegt, að Sovétmenn væru reiðubúnir til þess að hefja samningaviðræður að nýju sagðist hann ekki treysta sér til að spá í hvenær START- viðræðurnar hæfust að nýju. Talið er víst, að viðræðurnar hafi snúist um það hvernig eyða mætti þeim grunsemdum i garð Wörner, sem einkennt hafa alla umræðu um brottvikningu Gúnth- er Kiesslings, hershöfðingja, frá NATO um áramótin. Fundur þeirra Kohl og Wörner var haldinn á sama tíma og orð- rómur um að varnarmálaráðherr- ann kunni að þurfa að segja af sér vegna hlutdeildar sinnar í Kiessl- ing-málinu svonefnda er í há- marki. Að sögn Júrgen Sudhoff, tals- manns Kohl, tekur kanslarinn fljótlega ákvörðun um hvort hann víkur Wörner úr embætti eða hvort gripið verður til annarra að- gerða. Sudhoff neitaði að tjá sig nánar um hvaða valkostir, aðrir en brottrekstur, biðu kanslarans. Flokkur jafnaðarmanna hefur að undanförnu haldið á loft kröfu um að Wörner verði vikið úr embætti. Fundurinn með Wörner var nánast fyrsta embættisverk Kohl eftir að hann sneri heim frá ísrael í gær, þar sem hann var í 5 daga opinberri heimsókn. Kohl mun á morgun hitta formenn samstarfs- flokka sinna í ríkisstjórninni, þá Franz Josef Strauss og Hans- Dietrich Genscher, að máli. Litið er á fund þremenninganna sem hugsanlegan fyrirboða brottvikningar Wörner eða ræki- legrar uppstokkunar í ríkisstjórn Kohl, þar sem næsti ríkisstjórn- arfundur er ekki fyrr en á mið- vikudag. Gekk í það heilaga í 26. skipti Las Vegas, 30. janúar. AP. HINN 75 ára gamli Glynn Scotty Wolfe sló í gær sitt eigið heimsmet er hann gekk í það heilaga í 26. sinn. Nýjasta brúður hans er 38 ára gömul og heitir Christine Cam- acho. Hún er jafnframt sú lang- elsta, sem hann hefur kvænst. Sú elsta fram að þessu var 22 ára. Wolfe gekk fyrst í það heilaga árið 1927. Langlífasta hjóna- bandið entist í 5 ár, hið stysta í aðeins 19 daga. Með konunum 26 hefur hann eignast 40 börn. Tveimur þeirra hefur hann tvíkvænst, þannig að hann hefur aðeins átt 24 tengdamæður um ævina. „Mér líður yndislega," sagði Wolfe er hann gekk út úr kirkj- unni skælbrosandi. Wolfe þessi rekur lítið hótel í Kaliforníu og og lét svo um mælt í gær, að það að ganga í hjónaband væri mesta ævintýri er hugsast gæti, að dauðanum e.t.v. undanskildum. Veginn á götu úti Lík Guillermo Quintana Lacac liggur á gangstétt við götu í miðborg Madrid eftir að hann hafði verið skotinn til bana af óþekktum árásarmönnum. Kona Lacacci hlaut skotsár á fótum í árásinni. Sjá nánar: „Gonzalez við útför Quintana" á bls. 19. Nýjar tillögur Sovétríkjanna Washington, 30. janúar. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.