Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 VÉLFLUGFÉLAG ÍSLANDS KYNNIR NAV.-SYSTEM LORAN-C Nýjasta tækni og framtíðarþróun Loran-C flugleiðsögukerfis. Frummælendur: William Polhemus verfcfMrá Polhemus and Associates Wermount USA. Dr. Þorgeir Pálsson verkfr. Fundarstaður: Hótel Loftleiðir, mið. 1. febrúar 1984 kl. 20.00. Stjórn VFFÍ íslenska hljómsyeitin Tónlist Jón Asgeirsson Þriðju tónleikar íslensku hljómsveitarinnar voru haldnir í Bústaðakirkju sl. fimmtudag og eins og nafnið „Fjöltefli" á tón- leikunum bendir til, var teflt fram fjölda verka af ýmsum gerðum. Tónleikarnir hófust á forleik eftir Rameau að óperunni Pygmalíon, sem sögð er ballett í efnisskrá. Textann samdi Savot nokkur, er þurfti að heyja einvígi við söng- geldinginn Caffarelli. Deilan tengdist „búffastríðinu" svonefnda, því Caffarelli mun hafa látið hafa eftir sér að frönsk tónskáld ættu að stæla ítalska tónlist til að ná betri tökum á tónsmíði. Savot var samstarfs- .ýjffllA 20-70' UTJMÁ of/láttw u n // U Snorrabraut s. 13505 Glæsibæ s. 34350 Miövangi s. 53300 Hamraborg s. 46200 maður Rameau, er á þeim tíma var forvígismaður franskrar tón- listar. Hjá Frökkum var óperan óhugsandi án dansþátta og voru slíkar óperur oft nefndar óperu- ballettar. Það sem gæti hér hafa valdið misskilningi er að nokkru fyrr hafði Graun samið ballett- gerð um sama efni. Annað verkið var frumflutningur á Consertino fyrir flautu, klarinett og strengja- sveit, eftir Hallgrím Helgason. Verkið er í þremur þáttum og hefst á tilbrigðaþætti. Annar þátturinn er næturljóð en loka- kaflinn, eins og stendur í efn- isskrá, „byggist aðallega á tveim- ur andstæðum stefjum sem kalla mætti söngstef og stríðnisstef". Ritháttur verksins er mjög fjöl- raddaður, svo mjög að raddirnar vinna meira gegn hvor annarri en saman. Oft brá þó fyrir fallegum köflum, einkum þar sem rithátt- urinn var hljómrænn og bæði í öðrum þætti og lokakaflanum var mikil „dramatísk" spenna. Það er ekki aðeins að of flókinn radd- fleygun dragi athyglina frá grunnhugmyndinni, heldur veldur andstætt hrynferli hverrar raddar því að hljóðfallsleg framvinda verksins verður ekki markviss. Þriðja atriðið á efnisskránni var Trompetkonsert eftir Johann F. Fasch og lék Ásgeir H. Stein- grímsson einleik á trompet. Ás- geir er mjög góður trompetleikari, nýkominn frá námi og hefur nú í JTlorjjunliInínT> BRUNABÓTAFÉLAG (SLANDS Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.