Morgunblaðið - 31.01.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.01.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 35 Björg Pétursdóttir Bachmann - Minning Fædd 17. september 1898. Dáin 24. desember 1983. Björg Pétursdóttir Bachmann var fædd 17. september 1898 í Geirshlíð, Flókadal í Borgarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Katrín Jónsdóttir og Pétur Þorsteinsson, bóndi í Geirshlíð. Þorsteinn, faðir Péturs í Geirs- hlíð, var Þorsteinsson frá Hurðar- baki í Reykholtsdal, Þiðrikssonar. Kona Þorsteins Þorsteinssonar var Ingibjörg Jónsdóttir frá Mið- teigi, en kona Þorsteins Þiðriks- sonar var Steinunn Ásmundsdótt- ir frá Miðvogi, Jörgenssonar Klingenbergs. Stór ættbogi er kominn frá Klingenberg, hinum þýsk-danska barón. Jón, faðir Önnu Katrínar, var Guðlaugsson frá Götuhúsum á Akranesi, bróð- ursonur Þórðar Sveinbjörnssonar, háyfirdómara í Nesi. Guðlaugur bjó á Bárustöðum og átti Sigríði, dóttur sr. Jóns Bachmann, Hall- grímssonar fjórðungslæknis. Kona Hallgríms var Halldóra Skúladóttir, landfógeta Magnús- sonar. Björg var því 6. maður frá Skúla, er kallaður hefur verið „faðir Reykjavíkur". Pétur Þorsteinsson varð ekki gamall maður. Hann lést árið 1905 í Geirshlíð, 44 ára að aldri, frá konu og 8 börnum. Eitt barn misstu þau hjón í bernsku. Jón, sem þá var 18 ára gamall og næst- elstur systkina sinna, tók við for- stöðu heimilisins með móður sinni, en fimm barnanna, þar á meðal Björg, voru þá innan við fermingaraldur. Jón varð gildur bóndi í sinni sveit, hörkuduglegur, sjálfstæður og verkhygginn svo sem hann átti kyn til. Systkini Bjargar auk Jóns voru Steinunn, húsfreyja á Skjálg á Snæfellsnesi, Ragnheiður, húsfreyja á Heiði á Langanesi, Geir, bóndi á Vilmund- arstöðum í Reykholtsdal, Þor- steinn, smiður í Reykjavík, Mar- grét, húsfreyja á Akranesi og Sig- ríður, iðnverkakona í Reykjavík. Einn dreng eignaðist Pétur Þor- steinsson utan hjónabands; það var faðir minn, Magnús, sem var kennari um hálfrar aldar skeið, fyrst á Hvítárbakka í Borgarfirði, en lengst af á Akureyri. Þegar Björg var 14 ára fór hún að heiman. Skömmu síðar hóf hún nám í Kvennaskólanum í Reykja- vík og lauk þaðan brottfararprófi. Hún fór til náms í hjúkrunarfræði í Árósum í Danmörku og lauk það- an prófi árið 1927. Síðar fór hún til framhaldsnáms við Bedford College í London og lauk þaðan prófi í hjúkrunarkennslu og spít- alastjórn árið 1934. Björg tók upp ættarnafnið Bachmann, sem var í móðurætt hennar, notaði það er hún stundaði nám erlendis og lengi síðar er heim kom. Hún var forstöðukona við Landspítalann ásamt Vilborgu Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi, fyrsta árið sem Landspítalinn starfaði árið 1930-1931. Þá hafði tekið við stöðu forstöðukona Kristín Thor- oddsen, en hún dvaldist við nám erlendis þetta fyrsta ár. Eftir að Kristín kom heim tók Björg við starfi deildarstjóra á lyflækninga- deild Landspítalans og starfaði þar til ársins 1949. Þá fór hún til starfa á fæðingardeild Landspítal- ans og var þar til ársins 1956, í Arnarholti starfaði hún í hálft ár, en tók síðan við starfi hjúkrunar- fræðings við Holdsveikraspítal- ann í Kópavogi. Þar var hún til haustsins 1963, hjúkraði þeim sem margir hræddust og flestir gleymdu. Síðustu árin starfaði Björg nokkuð við heimilishjúkrun hér í Reykjavík. ^^skriftar- síminn er 830 33 Björg var prýðis vel greind, námfús og vel lesin. Hún varð snemma mjög sjálfstæð, fór ekki troðnar slóðir, var framúrstefnu- kona. Hún var mjög vel menntuð í hjúkrunarfræðum, kunni vel til verka, var árvökul og farsæl í starfi. Björg var fáskiptin og hlé- dræg, dul í skapi, gat verið kald- ranaleg í svörum ef henni þótti umræðuefni eða meðferð mála yf- irborðsleg. Hún var trygglynd, greiðvikin og hjáipsöm, en átti bágt með að þiggja hjálp annarra, hvort heldur var frá vandamönn- um eða öðrum, vildi heldur gefa en þiggja. Hún tranaði sér aldrei fram, en hafði ákveðnar skoðatiir á mönnum og málefnum, skoðanir myndaðar af sjálfstæðri hugsun sem lítt varð haggað. Björg var ógift og barnlaus. Hún bjó lengst af á Freyjugötu 30 hjá bróð'ur sínum Þorsteini og Kristínu konu hans. Síðustu árin bjó hún í Árbæjarhverfi, þar sem hún átti íbúð. Fyrir andlát sitt gaf Björg Hallgrímskirkju allar eigur sínar og er það ein stærsta gjöf er þeirri kirkju hefur áskotnast. Það var gaman að Björg skyldi velja Hallgrímskirkju, hinn fagra minnisvarða um andans manninn Hallgrím Pétursson. Það sýndi og tryggð hennar við þann bæjar- hluta og kirkjuna sem hún hafði lengstum tilheyrt. Er ég var við kennslu í Reykja- vík á árunum 1945—1948 kynntist ég fyrst þessari dulu og hlédrægu frænku minni. Mér þótti gaman að rökræða við hana um lífið og til- veruna. Við vorum yfirleitt ósammála. Kannski var það skemmtilegast við Björgu að hún var aldrei sammála þeim er hún ræddi við bara til þess að vera sammála. Umræður við hana kröfðust hugsunar og raka fyrir þeim orðum er sett voru fram. Oft var mér orðvant, en ég reyndi, lærði og safnaði reynslu og þekk- ingu mér eldri og vitrari konu. Ég kveð Björgu með virðingu og þakklæti í huga — þakklæti fyrir óeigingjörn störf við hjúkrun og ekki síður fyrir hjálpsemi við þá mörgu er minna máttu sín í lífinu. Systur hennar Margréti, er býr á Akranesi, og ein lifir þeirra systk- ina, sendi ég hlýjar kveðjur. Þegar vinahópurinn þynnist hér fjölgar á fjarlægri strönd. Blessuð sé minning Bjargar Pét- ursdóttur Bachmann. Ingibjörg R. Magnúsdóttir SCHIPHOL Besti f lugvöllur heims* Schiphol-flugvöllurinn við Amsterdam er ár eftir ár kjörinn besti flugvöllur veraldar af þeim sem best til þekkja - þeim sem stöðugt eru að ferðast um heiminn í viðskiptaerindum. Þeir eru ekki í vafa um það á hvaða flugvöll er best að koma, eins og kosningar margra virtra ferðatímarita sýna. Frábær staðsetning Schiphol í hjarta Evrópu, stórkostlegar samgöngur til og frá vellinum í lofti, á láði og legi, þaulskipulögð þjónusta 30 þúsund starfsmanna og stærsta fríhöfn heims, leggjast á eitt við að gera Schiphol að drauma- viðkomustað reyndra ferðalanga sem óreyndra. Þangað flýgur Arnarflug. Flugfélag með ferskan blæ ^fARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 BUSIN;-.SSTRAVl I I I K AIRPORTS Sl-P IT MBER 1981 Besi Scliiphol ?.urich Frankfurt Puiis (hajlesdcCiaulli" c;-- Votes 1025 708 348 Worst 1 Healhro 2 JFTCNe' 3 Milan(! , 4 li* vYv»l 'l i»yuorsv _ sgYvV cYv W eatv as d“"‘e V YÁÁa0 « ð- rY\ar' i 5 YÁaÁ''fs riamed *4A‘rP rt.„,slOv‘,, ÍSpYvoU^^eY (Chflt ^inesst ■ WIPHOLwjjfi ^terd«^.. fcadcr?C resuks oftL * ■ V bcinJ*™** ‘S r%ad'rs of the 2' n,Pho[ aZT°P* 5' yi'tnnets \n Pat entYve , Econotr , tfove l'p/ln' The Winner all l- i.f>' BEST-LIKED INTERNATIONAL AIRPORT 1 Schiphol (Amsterdam) 2 Chengi (Singapore) 3 Zurich October 1982 EXECUTIVE TRAVEL * Samkvæmt kosningum tímaritanna Business Traveller og ExecutiveTravel um þjónustu á alþjóðlegum flugvöllum, staðsetningu, tímatöflur, samgöngumöguleika o.fl. °rth ille

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.