Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 47 Umbylting í gömlu bakaríi EITT hinna eldri og grónari fyrir- tækja hér í Reykjavík er bakaríið G. Olafsson og Sandholt á Lauga- vegi 36. Fyrir rúmlega 60 árum var byrjað að baka í bakaríinu þar, en það reistu bakarameistararnir Guðmundur Olafsson og Stefán Sandholt. Enn er bakað upp á hvern dag í þessu húsi. Stofnend- urnir eru fallnir frá. Er Guðmund- ur Ólafsson lést var Ásgeir Sand- holt, sonur Stefáns, byrjaður að starfa í bakaríinu. Gerðist hann þá samcignarmaður með föður sín- um. Stefán Sandholt féll frá árið 1956. Enn stendur Asgeir við bak- araofninn upp á hvern dag. Nú starfar með honum sonur hans, Stefán Sandholt bakarameist- ari, — þriðji ættliðurinn, sem að iðninni starfar í þessu gamal- gróna bakaríi. Fyrir nokkru, helgina 21.—-22. janúar, létu þeir Ásgeir og Stef- án sonur hans hendur standa framúr ermum. Gömlum inn- réttingum í afgreiðslu bakarís- ins var ruslað út ásamt fleiru. Síðan settar upp nýjar innrétt- ingar, afgreiðsluborð með kæii- útbúnaði fyrir rjómakökur og tertur og aðrar kökur, nýir veggskápar og fleira. Þá var öll raflýsing endurbætt og aukin. Var þessu öllu lokið er opnað var á mánudagsmorguninn næsta, 23. janúar. Við vonum að viðskiptavinum okkar falli þetta vel. Telji þessa umbyltingu hjá okkur til stórra bóta, sagði Ásgeir Sandholt er ljósmyndari frá Mbl. leit þar inn á dögunum. Stöðugt eru gerðar strangari kröfur um alla með- ferð og geymslu á kökum og brauðum. Með þessum nýju, fullkomnu innréttingum teljum við okkur hafa mætt þessum nýju kröfum, bætti Ásgeir við. Fisksölur erlendis OTUR GK seldi í gær 116,3 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 2.863.500 krónur, meðalverð 24,63. Þá seldu þrjú skip afla sinn erlendis í síðustu viku, sem ekki hefur verið getið enn. Erlingur GK seldi á föstudag 126,7 lestir í Cuxhaven. Heild- arverð var 2.543.000 krónur, meðalverð 20,07. Þá seldi Ólaf- ur Jónsson KE á fimmtudag 172,5 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 3.954.900 krón- ur, meðalverð 22,93. Gullberg NS seldi á þriðjudag 103,8 lestir í Grimsby. Heildarverð var 2.399.200 krónur, meðalverð 23,11. Afli Gullbergs var talsvert blandaður og dró það meðal- verð nokkuð niður í samanburði við það, sem venjulega fæst í Englandi. Til dæmis voru 30 lestir aflans karfi og einnig var talsvert af grálúðu í aflanum. Hins vegar fékkst um 37 króna meðalverð fyrir þorskinn. Talsvert var af smáum karfa í afla Erlings og dró það meðal- verðið niður. Lyklakippa í óskilum á Mbl. LYKLAKIPPA er í óskilum á Mbl. Eigandinn gleymdi henni á skrifstofu blaðsins fyrir nokkr- um dögum. Á kippunni eru 6 lyklar, m.a. lykill að Saab-bif- reið. Eigandinn er beðinn að hafa samband við Mbl. í bakaríinu hjá G. Ólafsson og Sandholt eftir breytinguna að sjálfsögðu. — Ásgeir bakarameistari og afgreiðsludömurnar. Allt er þar nýtt í hólf og gólf. Fundur FEF á fímmtudag: „Réttur barna til að eiga foreldra“ „RETTUR barna til að eiga for- eldra“, er yfirskrift almenns félags- fundar sem verður í Félagi ein- stæðra foreldra fimmtudagskvöldið 2. febrúar kl. 21. Fundurinn er hald- inn í Skeljahelli, Skeljanesi 6. Eins og fundarefnið gefur til kynna verður þarna m.a. rætt um umgengnismál og umgengnisrétt, en þessi atriði hafa verið mjög í brennidepli undanfarið. Málshefj- endur eru Ólöf Pétursdóttir, deild- arstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Sigrún Karlsdóttir, starfsmaður barnaverndarnefndar og Helga Hannesdóttir, barnageðlæknir. Einnig situr Dögg Pálsdóttir, form. barnaverndarnefndar fund- inn. Frjálsar umræður verða og fyrirspurnir eftir því sem tíminn leyfir. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega og tekið skal fram, að nýir félagar og ófélags- bundið fólk er velkomið. Þá skal minnt á að félagar geri skil fyrir jólakort, sem þeir tóku- til sölu. Félagsbréf 1. tbl. 10. árg. er nýlega komið út og hefur verið sent til félagsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.