Morgunblaðið - 31.01.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.01.1984, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Hræsni Svavars og sjúklingaskattar orvaldur Veigar Guð- mundsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, rit- aði athyglisverða grein um þátttöku sjúklinga í læknis- og sjúkrakostnaði í Morgunblaðið á laugardag. Líklega er það rétt mat hjá honum, að í áróðurs- stríði um legugjöld á sjúkrahús- um verði stjórnarflokkarnir undir. Þetta stríð hófst í umræðuþætti stjórnmálafor- ingja er alþingi fór í jólaleyfi og kom þá berlega í Ijós hve auð- velt er að gera þessa gjaldtöku óvinsæla. Hvað sem því líður hafa stjórnarflokkarnir einsett sér að draga úr opinberu fjár- streymi til heilbrigðismála með einum eða öðrum hætti. í þessu áróðursstríði er af- staða Alþýðubandalagsins og Svavars Gestssonar, formanns þess, jafn hræsnisfull og á öðr- um sviðum. Á kappræðufundi í Hafnarfirði minnti Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, á sjúklingaskattinn sem Svavar lagði á gamla fólkið þegar hann var heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Þorsteinn sagði: „Það var ekki verið að leggja til að þeir sem voru á fullum launum, heildsalarnir og hálaunamennirnir, borguðu fyrir það að leggjast inn á sjúkrahús. Stefnumörkun Svav- ars Gestssonar í íslenskri fé- lagsmálasögu var sú að aldraða fólkið, sem legðist inn á sjúkra- deildir, skyldi fyrst allra Islend- inga greiða gjöld fyrir að liggja á sjúkrahúsi, og það meðan því entist líf til. Og svo kemur hann fullur hneykslunar á því að ver- ið skuli að athuga að þeir sem eru á fullum launum greiði gjald fyrir takmarkaða vistun.“ Vígstaða Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins, í áróðursstríðinu um sjúkl- ingaskattana er engin. Vandinn snýst þó ekki um það heldur hitt hvernig unnt er að spara fé á sviði heilbrigðismála. Um það segir formaður Læknafélags Reykjavíkur í fyrrnefndri Morgunblaðsgrein: „Jafnframt því sem það er skylda lækna að spara, þá er það skylda stjórn- málamanna að byggja upp kerfi, sem hvetur til sparnaðar og sjá til þess að réttlætis sé gætt í þjóðfélaginu." í þessum almennu orðum kemur fram kjarni málsins. Grein Þorvalds Veigars Guðmundssonar er ekki unnt að skílja á annan veg en þann að hvatann til sparnaðar vanti í heilbrigðiskerfið eins og málum er nú háttað. Það miklu brýnna að koma á fót slíku sparnaðarkerfi en smíða flókn- ar reglur um sjúklingaskatta, þótt styðjast megi í því efni við fordæmi frá Svavari Gestssyni. ISAL og launamálin Alþýðusamband íslands hef- ur snúist harðlega gegn ákvörðun iðnaðarráðherra að heimila ÍSAL fulla aðild að Fé- lagi íslenskra iðnrekenda og þar með Vinnuveitendasambandi íslands. Ákveði stjórn ÍSAL slíka aðild felst í því að Vinnu- veitendasambandið fer með um- boð fyrir ÍSAL í kjarasamning- um. Þar með liggur í hlutarins eðli að Alþýðusambandið taki við samningsumboði fyrir starfsmenn ÍSAL. Það er furðu- legt að miðstjórn Alþýðusam- bandsins skuli telja þessa þróun mála „háskalega aðför að launafólki í landinu". Eins og málum er nú háttað er fátt mikilvægara en víðtækt samkomulag um launamál. Með öllu er ótækt að á úrslitatímum í baráttunni við verðbólguna standi ÍSAL og starfsmenn þess utan hins sameiginlega átaks. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar miðar að því að koma í veg fyrir slíka sérstöðu. Með þetta í huga er afstaða miðstjórnar Alþýðu- sambandsins illskiljanleg, nema hún telji þá almennu reglu hag- kvæmasta að starfsmenn stór- fyrirtækja semji um kaup og kjör innan veggja fyrirtækj- anna. Borgarkynning Samstarfsnefnd um ferða- mál í Reykjavík gengst fyrir kynningu á höfuðborginni víða um land um þessar mundir og var hin fyrsta í Hnífsdal á teugardaginn. Fyrir utan ávarp Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, byggist kynningin á framlagi leikara, söngvara og dansara en kjörorð kynningar- innar er: „Reykjavík, góð heim að sækja." Eftir að sjálfstæðismenn náðu að nýju meirihluta í borg- arstjórn og Davíð Oddsson varð borgarstjóri, hafa borgaryfir- völd bryddað upp á ýmsum ný- mælum. Borgarkynningin sem nú er hafin er eitt þeirra. Ástæða er til að fagna borgar- kynningunni sérstaklega. Hún ber því vitni, hve borgarstjórn Reykjavíkur er mikið í mun að efla og treysta sambandið við landsmenn alla. ár Atakapunkturinn fluttur í Straumsvík: Önnur viðbrögð en í máli Iðju og Sóknar — segir Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra Enginn aðili að Félagi íslenzkra iðnrekenda hefur meira en 4% atkvæðamagn innan þess, sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, á Alþingi í gær. Það stenzt því ekki að aðild ÍSAL að FÍI tryggi neitt úrslitavald, í gegnum þau samtök, innan Vinnuveitendasambands fslands. Stjórnarandstaðan fór ekki af stað með utandagskrárumræðu, þegar formenn Iðju og Sóknar settu fram hugmyndir um, hvern veg koma mætti til móts við láglaunafólk, sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, en hún flytur nú átakapunktinn í kjarmálum til Straumsvíkur, þar sem laun eru umtalsvert hærri en hjá láglaunafólkinu. GUÐMUNDUR EINARSSON (BJ) hóf utandagskrárumræðu í neðri deild í gær í tilefni kjaradeilu í ÍSAL og hugsanlegrar aðildar þess fyrir- tækis að FÍI. Spurði hann forsætis- og iðnaðarráðherra hvort þeir væru ekki fylgjandi frjálsum samningum á vinnumarkaði á ábyrgð samningsað- ila. Bæði fjármála- og iðnaðarráð- herra hefðu talað í þá veru að ríkis- stjórnin myndi skjóta því undir dóm þjóðarinnar, ef aðilar vinnumarkaðar semdu út fyrir þann ramma sem efnahagsmarkmið hennar settu á þessum vettvangi. Þá spurði hann hvaðan frumkvæði hefði komið að að- ild ÍSALað FÍI. SVAVAR GESTSSON (Abl.) sagði erlent stórfyrirtæki vilja troða sér inn í íslenzkar kjaradeilur. Ríkis- stjórnin hótaði að vísa málum til þjóðarinnar ef samið yrði út fyrir ákveðinn efnahagsramma. Þá hygðist hún styrkja annan samningsaðilann með því að fyrirtæki sem heyrðu und- ir iðnaðarráðuneyti gengju í VSÍ. Þegar lögin um ISAL vóru sam- þykkt hefðu stjórnvöld heitið því, að kröfu Alþýðuflokks, að fyrirtækið gengi ekki í VSf. Þetta væri nú verið að svíkja. STEINGRÍMUR HERMANNS- SON, forsætisráðherra, Iagði áherzlu á þessa efnispunkta: • Verðbólga hefur verið færð niður úr 130% í 15%, viðskiptahalli úr 10% í 2,5%, vextir hafa verið lækkaðir um helming, gengi er haldið stöðugu, er- lend skuldaaukning stöðvuð og nokk ur stöðugleiki náðst í efnahagslífi. • Ríkisstjórnin hefur, á grundvelli aðstæðna í þjóðarbúskapnum, sett ýmsum efnahagsþáttum, s.s. launa- þróun og gengisþróun, ákveðinn ramma, til að ná verðbólgu niður fyrir 10% fyrir árslok 1984, og gera stöðugleika í efnahagslífi viðvarandi. Ef aðilar vinnumarkaðar semja út fyrir þennan ramma verður útflutn- ingsframleiðslan að bera þann kostn- að; honum verður ekki mætt með gengislækkun, umfram 5% sem há- mark á árinu. • Ef ÍSAL semur um 20—40% launahækkun, svo dæmi sé tekið, hlýtur það að marka línur um al- menna launaþróun í landinu. Og hvert er burðarþol undirstöðugreina í þj óðarbúskapnum ? • FÍI, sem ISAL gengur í, veitir eng- um einum aðila meir, en 4% atkvæða- magn. Það er því út í hött að aðild þess að FÍI hafi nokkur umtalsverð áhrif innan VSÍ, sem það hefur nú óskað eftir. ÍSAL hefur og verið aðili að FÍI að öðru leyti en því sem kjara- málum viðvíkur frá 1977. SVERRIR HERMANNSSON, iðn- aðarráðherra, vék m.a. að þessum efnispunktum: • Sáttmáli Alþjóðavinnumálastofn- unar hefur lagagildi hér og skv. hon- um hafa bæði verkamenn og vinnu- veitendur rétt til félagsaðildar og stofnunar félagasambanda. • Það er ekki hagur launþega að kljúfa vinnuveitendur upp, heldur mæta þeim sem samningsheild. • Erlendir verkamenn, sem hingað leita, lúta íslenzkri kjaraforsjá. Það sama á að gilda um þáttöku erlendra aðila í atvinnurekstri hér. Þeir þurfa að lúta innlendum aðstæðum á kjara- vettvangi. Ovíst aö líkur á „ segir Svend Aage Mal „ÞAÐ er engan veginn Ijóst hvernig upptöku koltvísýrings í sjónum er há- ttað, þó Ijóst sé, að hún er nokkur. Selt- an í Norður-Atlantshafinu hefur lækkað örlítið undanfarin ár, meðal annars vegna aukins sjávarkulda, en hvort þessar breytingar í sjónum draga svo mikið úr upptöku koltvísýringsins, að Ellert enn í leyfi frá Alþingi: Þingið framfylgt ákvæðum um fjar- vistir frjálslega — segir forseti sameinaðs þings ELLERT B. Schram, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og ritstjóri DV, hefur fengið áframhaldandi fjarvistarleyfi af Alþingi. Mun Ellert ekki taka sæti á þingi í vetur en Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra taka sæti hans. Blm. Mbl. leitaði í gær til forseta sameinaðs þings, Þorvalds Garðars Kristjánssonar, og leitaði álits hans á fjarveru þingmanns- ins. Þorvaldur Garðar sagði: „Sam- kvæmt þingsköpum er þingmönnum skylt að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forseta er heimilt að veita þingmanni brottveruleyfi „þó eigi lengur en tvær nætur að nauð- synjalausu", eins og það er orðað í þingsköpum, nema til komi samþykki Alþingis. I lögum um kosningar til Alþingis er svo kveðið á, að þingmaður eigi rétt á að láta varamann taka sæti sitt á meðan hann forfallast sökum veik- inda eða annars, enda skuli hann til- kynna forseta í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara. | Þessum ákvæðum hefur Alþingi framfylgt frjálslega. Ýmis dæmi eru þess, að þingmenn, sem fjarvistar- leyfi hafa fengið, hafi ekki tilkynnt í hverju forföllin hafa verið fólgin eða hversu lengi þau myndu vara. Þess eru raunar dæmi, að þingmönnum hefur verið veitt fjarvistarleyfi í byrjun þings og ekki sótt þingfundi allt það þing og notið áfram fjarvist- arleyfisins á næsta þingi án þess að j borið væri undir Álþingi til sam- j þ.vkkis. Það má segja að það hafi verið við- j tekin regla, að Alþingi hafi orðið við óskum þingmanna um fjarvistarleyfi. Þannig hefur það í framkvæmd verið lagt í vald hvers þingmanns að meta þörfina fyrir fjarvistarleyfi sér til handa. Þá hefur að sjálfsögðu verið gengið út frá því, að enginn þingmað- ur viki sér að þarflausu undan því að gegna skyldum sínum á Alþingi. Ef þingmaður skyldi bregðast þessu trúnaðartrausti Alþingis er hann jafnframt að bregðast skyldum sínum við umbjóðendur sína. Þing- maður tekur þá afleiðingum þess. Kjósendur kveða að lokum upp dóm- inn um það hvort þingmaður hafi svo gegnt störfum sínum á Alþingi, að rétt þyki að endurnýja umboð hans þegar til næstu Álþingiskosninga kemur. Það er þess vegna hin póli- tíska ábyrgð sem á að vera nokkur trygging fyrir því, að þingmaður gegni frumskyldum sínum við Al- þingi. Samt sem áður er þörf að taka starfshætti Alþingis til endurskoðun- ar í þessu efni. Það verður eitt af ] verkefnum þeirrar nefndar, sem Al- þingi kaus nú rétt fyrir jólin til að endurskoða gildandi lög um þingsköp. Það ber þó þegar að hafa meiri formfestu við veitingu fjarvistarleyfa en Alþingi hefur oft viðhaft. Með hliðsjón af því lá fyrir sameinuðu þingi í gær beiðni Ellerts B. Schram um framlengingu á fjarvistarleyfi á þessu þingi. Þessi beiðni var afgreidd með hefðbundnum hætti þannig að beiðnin var skoðuð samþykkt án at- kvæðagreiðslu,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.