Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 41 fólk f fréttum + „Ég kom allt í einu auga á hana í auglýsingamynd í sjón- varpinu og allt mitt líf tók aðra stefnu,“ segir enski leikarinn Michael Caine, sem nú er fimmtugur aö aldri. Konan, sem Caine er aö tala um, heitir Shakira Baksh og var fulltrúi Guyana í feguröarkeppn- inni „Ungfrú heimur" áriö 1967. Þau hafa nú verið gift í 11 ár, búa í Los Angeles og eiga eina dótt- ur, Natasha, sem er tíu ára göm- ul. „Áöur en ég hitti Shakiru var ég á góöri leið í göturæsiö. Drakk aldrei minna en eina vodkaflösku á dag og sótti sjald- an mannamót án þess aö lognast út af í brennivínsdái,“ segir Caine Michael Caine sló fyrst í gegn í myndinni „lpcress-skjölin“ og eftir þaö stóöu honum allar dyr opnar. Köldu, bláu augun hans heilluðu konurnar og hvert ást- arævintýrið rak annaö. Kvik- myndaleikur, veisluhöld, glaumur og gleði voru snar þáttur í lífi hans og í gegnum allt þetta glóöi á gullið víniö í glasinu, sem smám saman tók aö færa sig upp á skaftið. i Michael Caine og Shakira Baksh Caine lét sig alltaf dreyma um aö eignast fjölskyldu en konan hans átti líka bara aö vera konan hans. Hugsa um búiö og börnin og láta aö vilja hans í einu og öllu. Draumadísin reyndist hins vegar vandfundnari en hann haföi haldið. Einu sinni hélt hann, aö hann heföi fundið hana í sænsku fyrirsætunni Camillu Sparv en þaö reyndist misskiln- ingur og í annað sinn var hann kominn á fremsta hlunn meö aö kvænast stúlku aö nafni Bianca de Macias. Þaö gekk þó ekki heldur og tveimur árum síöar giftist hún manni aö nafni Mick Jagger. Michael Caine var oröinn ör- væntingarfullur og hann var far- inn aö skilja, aö brennivínið var aö taka af honum völdin. Þaö var þá sem hann kom auga á Shak- iru. „Ég komst aö simanúmerinu hennar, hringdi til hennar og bauö henni út að boröa. Svo þarf ekki aö hafa um þaö fleiri orð.“ Þau hafa nú veriö gift í ellefu ár, en Shakira er 14 árum yngri en hann. Caine hefur enn gaman af því að láta sem hann stjórni öllu en viðurkennir þó, aö í raun sé þaö Shakira, sem stjórni hon- um. Hutisow: Barnlaus og einmana + Rock Hudson er ein af stóru stjörnunum í Hollywood og til- heyrir þeirri kynslóð, sem nú er sm óðast aö kveðja. Rock, sem er 58 ára gamall, er enn aö þótt hann hafi rifaö seglin verulega og um þessar mundir hefur hann veriö við upptökur á myndinni „Devlin og sonur“, en þær hafa farið fram í Júdeueyöi- mörkinni í ísrael. Þaö hefur löngum veriö sagt um Rock Hudson, aö hann bæöi reykti og drykki í óhófi en hann ber þaö samt ekki utan á sér aö hafa lifaö óhollu lífi. „Ég hef aldrei neitaö mér um iífsins lystisemdir og ekki einu sinni eftir aö ég gekk undir mik- inn hjartauppskurö fyrir tveimur árum. Ég hef allt, sem einn mað- ur getur óskaö sér. Fallegt hús i fjöllunum fyrir ofan Los Angeles, fjóra hunda, peninga eins og sand og fallega vinstúlku,“ segir Rock, sem í raun er þó mjög ein- mana maöur og ekki síst vegna þess aö hann hefur aldrei átt barn. „Ég hef aðeins kvænst einu sinni, þegar ég var ungur maöur, og siðan hef ég ekki þorað aö kasta mér út í ástarævintýri af lífi og sál. Mig hefur alltaf langaö til Rock Hudson ber aldurinn vel þótt hann hafi ekki lifað neinu meínlætalífi. aö eignast börn en þaö er kannski eins gott aö vera barn- laus í þessum heimi, sem viö lif- um í.“ Rock Hudson er fæddur i smá- bænum Winnetka í lllinois og heitir réttu nafni Roy Scherer. Kvikmyndaframleiöendunum fannst þaö hins vegar ekki nógu spennandi en meöal vina sinna og kunningja er Rock aldrei kall- aöur annaö en Roy. COSPER Guð hjálpi mér, er klukkan orðin 12. sívinsæli, veröur heiöursgestur á Broadway nk. föstudags- og laugar- dagskvöid. Míöapantanir í símum 77-500 og 68-73-70. Sjá einnig bls. 5-7-11-41-43-45 Óöinn Þuriöur Einar ÞAÐ BYRJARí FEBRÚAR TILBOD Viö bjóöum 1.200 króna afslatt af 12 mynda myndatöku og eini stórri stækkun í stæröinni 30 x 40 cm. Verö meö afslætti er kr. 2.925.- Takmarkaður tími myndataka. Pantið því tíma strax. barna&fjölsk/ldu- Ijósmyndir Austurstræti 6, sími 12644. Gix)an daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.